Morgunblaðið - 22.09.2005, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 22.09.2005, Qupperneq 32
32 FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN 12. SEPTEMBER sl. birtist í Morgunblaðinu greinargerð for- stjóra Landsvirkjunar: „Staðhæf- ingar og staðreyndir um Kára- hnjúkavirkjun“. Greinagott yfirlit yfir nokkur álitamál sem sprottið hafa af „stærstu framkvæmd Íslandssögunnar“. Málflutningur for- stjórans var hóf- stilltur og virðing- arverður í viðleitni við að gefa tvíhliða sýn á hin flóknu og margþvældu deilu- efni. En við lestur grein- arinnar fer ekki hjá því að veki athygli hve mjög hefur slegið á hinn sigurreifa tón virkj- unarupphafsins. Þróun mála og raunar flest í kringum þessa fram- kvæmd hefur verið þess eðlis að gengið hefur mjög í aðra átt en bjartsýnustu væntingar stóðu til. Í stað hinnar miklu atvinnu- uppbyggingar sem framkvæmdin átti að hafa í för með sér hafa er- lendir verktakar séð um að flytja inn erlent vinnuafl sem aftur hefur leitt til harkalegra deilna sem ekki voru fyrirséðar: undirboð á vinnu- launum, orðrómur um undanskot undan skatti og undanbrögð gagn- vart íslenskum lögum og reglum. Það hefur ennfremur komið á daginn það sem and- stæðingar fram- kvæmdanna bentu á í upphafi: ekkert í ís- lensku efnahagslífi kallaði á þessa virkj- un, hún var miklu fremur í líkingu við átvagl sem stingur tveimur fingrum í kok til að geta étið meira. Enn annað: hinar risavöxnu fram- kvæmdir hafa vissu- lega leitt til mikillar uppbyggingar á næsta áhrifasvæði virkjunarinnar (ann- aðhvort væri!), en jafnframt or- sakað þróun sem hefur drepið nið- ur atvinnulíf í öðrum plássum landsins, þannig að útkoman með tilliti til heildarinnar (og það er jú hún sem skiptir máli) er umdeil- anleg, einnig hvað þetta atriði varðar. Að öðru leyti ætla ég ekki að tjá mig um ávöxtunar- og kostn- aðarliði, tap eða gróða, enda fyr- irfram þeirrar skoðunar að ENG- INN fjárhagslegur ávinningur hefði getað réttlætt þessa fram- kvæmd, hvað þá háværar raddir um tap. Aftur á móti er einn liður í greinargerð forstjórans sem mig langar til að víkja að, þ.e. hvort hægt sé að meta til fjár „þau nátt- úrugæði sem verða fyrir áhrifum af Kárahnjúkavirkjun“. Í grein Friðriks segir orðrétt: „Í úrskurði sínum um mat á um- hverfisáhrifum Kárahnjúkavirkj- unar kemst umhverfisráðuneytið að þeirri niðurstöðu að ekki séu fyrir hendi forsendur til að gera kröfu til Landsvirkjunar um að leggja fram mat af þessu tagi þar sem ekki sé um aðferð að ræða sem gefur óyggjandi niðurstöður.“ Segir þetta ekki allt um hvílík undirskúffa umhverfisráðuneytið hefur verið í iðnaðarráðuneytinu og þá ófrávíkjanlegu reglu að Landsvirkjun, ekki náttúran, skuli njóta vafans? En síðan upplýsir Friðrik að þetta verðmætamat hafi þrátt fyr- ir allt átt sér stað og það hafi framkvæmt þýskur fræðimaður, David Bothe, að nafni. Niðurstaða hans var sú að verðmætin sem glötuðust við Kárahnjúkavirkjun næmu litlum 2 milljörðum króna! Það blasti sumsé við að hálendið norðan Vatnajökuls öræfi Íslands – væri á mjög viðráðanlegu verði. Aðferðafræði hins þýska fræði- manns er ekki kunn, en þessa dag- ana gefst sjaldgæft tækifæri til að sjá eins og í smækkaðri mynd um hvað málið snýst. Kísilgúrverk- smiðjan við Mývatn hefur nú ný- lega verið tekin niður af því að hráefnið sem hún byggði afkomu sína á var þrotið. Endingartími hennar var 30 ár, einn manns- aldur. Sú viti firrta ráðstöfun að setja verkmiðju niður í einhverju mesta náttúrudjásni Evrópu, Mý- vatni, klauf íbúana líkt og Kára- hnjúkavirkjun hefur klofið ís- lensku þjóðina með tilheyrandi sárindum og leiðindum. En hún gerði líka annað: hún rústaði bleikjustofninn sem bændur um- hverfis vatnið höfðu byggt afkomu sína á í þúsund ár. Það var fórnarkostnaðurinn fyr- ir atvinnu handa fáeinum tugum manna í 30 ár. Endingartími Kárahnjúkavirkj- unar er reiknaður allt að hundrað árum. Það er því ekki alveg ná- kvæmt þegar Friðrik Sophusson kemst að þeirri niðurstöðu, eftir að hafa dregið 35 ár frá sem fari í að greiða fjárfestingarkostnað og vexti, að þá muni komandi kyn- slóðir eignast uppgreitt orkuver. Þær eru í mesta lagi tvær, kyn- slóðirnar, sem þessi hermdargjöf fellur í skaut. Fram til þessa hafa 40 kynslóðir Íslendinga byggt þetta land og vonandi eiga a.m.k. aðrar 40 eftir að búa hér framvegis, ef marka má þjóðsönginn: Íslands þúsund ár! Íslands þúsund ár! Af þessum framtíðarkynslóðum hafa þá tvær notið arðs af Kárahnjúkavirkjun. Hinar munu hreppa lón á leið í eyðimörk, uppþurrkaðar foss- araðir, afvegaleiddar jökulár og hin ósnertu öræfi Íslands útbíuð í fingraförum erlends auðhrings. Þegar Kárahnjúkavirkjun hefur skilað hlutverki sínu og endanleg útkoma blasir við tvíundirstrikuð – verða þau Davíð Oddsson, Halldór Ásgrímsson, Valgerður Sverr- isdóttir og Siv Friðleifsdóttir um hundrað og fimmtugt. Friðrik Sóf- usson sömuleiðis, en Jakob Björnsson ögn eldri. Hverju ætla þau þá að svara? Eða mun það koma í hlut Dav- ids Bothe? Hið ómetanlega vegið – og léttvægt fundið Pétur Gunnarsson fjallar um Kárahnjúkavirkjun ’Kárahnjúkavirkjunhefur klofið íslensku þjóðina með tilheyrandi sárindum og leiðindum. En hún gerði líka annað: hún rústaði bleikju- stofninn sem bændur umhverfis vatnið höfðu byggt afkomu sína á í þúsund ár.‘ Pétur Gunnarsson Höfundur er rithöfundur. NÚ ER ljóst að metlaxveiðiár verður í sumar. Laxveiðin styttist í 55 þúsund laxa og hefur aldrei verið meiri. Seint verður alger samstaða um ástæður þess af hverju veiði eykst jafnmikið og raun ber vitni. Það er hinsvegar alveg ljóst að það hefur góð áhrif á laxagengd í ám að laxveiði í sjó hefur verið hætt á stórum svæð- um. Það hefur ekki gerst af sjálfu sér heldur hefur Orri Vigfússon sýnt í verki hvernig einstaklingar geta skipt máli. Með þrotlausri elju hefur Orra og hans samtök- um NASF tekist að kaupa upp stærstan hluta laxveiðiréttinda í sjó í Norður-Atlantshafi. Þegar mest var veiddu Grænlendingar í net og Færeyingar á línu 600 þús- und laxa árlega en nú hefur NASF náð langtímasamningum við þessar þjóðir. Laxastofnarnir eru enn viðkvæmir og baráttunni ekki lokið en það er ástæða til að þakka Orra Vigfússyni fyrir hans merkilega framlag. Guðlaugur Þór Þórðarson Takk Orri Höfundur er alþingismaður og for- maður umhverfisnefndar Alþingis. RANNSÓKNIR hafa leitt í ljós að vinnuálag, skipulag vinnu, ábyrgð í starfi og vinnuaðbúnaður getur haft mikil áhrif á andlega og líkamlega líð- an starfsfólks. Margar niðurstöður benda til þess að líðan kvenna sé lak- ari en karla og að ófaglærðir ein- staklingar búi við meira andlegt og lík- amlegt álag en há- skólamenntaðir ein- staklingar. Hér verður getið um tvær áhugaverðar rann- sóknir á þessu sviði. Áhrif menntunar og hreyfingar Í nýlegri dokt- orsritgerð Svíans Raymond Dahlbergs voru helstu niðurstöður að það séu einkum ófaglærðar konur sem kvarti yfir líkamlegri vanlíðan í starfi. Þær vinna gjarnan einhæf störf og þær standa eða sitja lengi kyrrar í starfi sínu. Ófaglærðir karlar kvarta síður yfir vanlíðan í starfi en konur og það skýrir Dahlberg með því að vinnuað- staðan á flestum vinnustöðum sé snið- in að þörfum karla. Konur eru að jafn- aði lægri en karlar og þurfi fyrir vikið að lyfta mikið upp fyrir sig sem reynir meira á axlir og herðar kvenna en karla og það kallar einnig á fleiri handahreyfingar hjá konum. Rann- sóknir hans leiða einnig í ljós að ábyrgð kvenna á heimili og barnaupp- eldi auki álag á konur í starfi. Ein af niðurstöðum Dahlbergs er að fleiri þættir en vinnuaðstæður hafi áhrif á líkamlega líðan starfsfólks. Samanburður á eldri konum í heima- þjónustu sveitarfélaga leiddi þannig í ljós að mat þeirra á líkamlegu ástandi mótaðist mjög af þáttum utan vinnunnar. Þannig voru þær konur sem mátu heilsu sína góða virkari í frítíma sínum, voru léttari og í betra líkamlegu formi. Íslenskar rannsóknir Hér á landi hefur dr. Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og samstarfsfólk hennar við Vinnueftirlitið gert áhuga- verðar rannsóknir á t.d. líkamlegri og andlegri líðan karla og kvenna í ís- lenskum frystihúsum. Niðurstöður eru á margan hátt svipaðar nið- urstöðum Dahlbergs, líðan kvenna í frystihúsum er verri en karla. Það á einkum við um konur sem vinna í há- tæknifrystihúsum með flæðilínum þar sem vinnuálag er mjög mikið. Það hefur aukið einhæfni starfa, minnkað samskipti í starfi og dregið úr vinnu- gleði. Það er að mati Guðbjargar Lindu ein af ástæðum vaxandi heilsu- farslegra óþæginda meðal fisk- vinnslukvenna. Miðstöð atvinnulífsrannsókna Íslendingar vinna langan vinnudag og atvinnuþátttaka er sú hæsta í heimi. Vinnan er því mjög mikilvæg í lífi fólks. Hún hefur áhrif á tekjur, andlega og líkamlega líðan, virðingu okkar og lífskjör í víðum skilningi eins og fyrrgreindar rannsóknir bera með sér. Það er því tímabært að koma á fót hér á landi miðstöð atvinnulífs- rannsókna að erlendri fyrirmynd. Margar stofnanir eru að fást við slík málefni en leita þarf víða eftir upplýs- ingum og margir málaflokkar liggja óhreyfðir hjá garði. Slík rannsókn- arstofnun myndi falla vel að samein- uðu ráðuneyti atvinnumála sem verð- ur væntanlega að veruleika innan skamms. Að henni gætu staðið hið op- inbera, sveitarfélög og hagsmuna- samtök atvinnulífsins. Rannsókn- arstofnun af þessu tagi ætti að vera þverfagleg og fást við rannsóknir á vinnumarkaði og atvinnuleysi, vinnu- tilhögun og stjórnun, tækniþróun og framleiðni í atvinnulífi, vinnuaðbúnaði og líðan starfsfólks, starfsmenntun og svæðisbundinni þróun atvinnulífs (t.d. á höfuðborgarsvæði og landsbyggð). Til að auka skilvirkni gæti miðstöð at- vinnulífsrannsókna safnað saman gögnum frá öðrum aðilum og unnið frekar úr þeim. Atvinnulíf og líðan starfsfólks Ingi Rúnar Eðvarðsson fjallar um vinnuálag og rannsóknir ’Til að auka skilvirknigæti miðstöð atvinnu- lífsrannsókna safnað saman gögnum frá öðr- um aðilum og unnið frekar úr þeim.‘ Ingi Rúnar Eðvarðsson Höfundur er prófessor í stjórnun við Háskólann á Akureyri. UM ÞESSAR mundir er rætt um Reykjavíkurflugvöll og verður ekki betur séð en að staða hans og framtíð verði eitt af pólitískum hitamálum í næstu borgarstjórn- arkosningum. Fyrr á þessu ári kom út skýrsla sem Hag- fræðistofnun Háskóla Íslands vann fyrir samgönguráð og inni- heldur niðurstöður samanburðar á beinni gjaldtöku og sam- félagslegum kostnaði við flutninga. Þessa skýrslu má nálgast á vefsíðu samgöngu- ráðuneytisins (www.samgongurad- uneyti.is). Eins og við er að búast eru mikl- ar upplýsingar um samgöngur og flutn- inga í þessari skýrslu. Ástæða er til að benda á atriði í skýrslunni sem fjalla sér- staklega um Reykjavíkurflugvöll og þátt innanlandsflugs í flutn- ingum. Á bls. 7 í skýrslu Hagfræði- stofnunar segir m.a: „Flug- samgöngur eru mjög lítið brot af heildarsamgöngum á Íslandi – um 3% af heildarsamgöngum séu far- þegakílómetrar skoðaðir.“ Á bls. 34 í skýrslu Hag- fræðistofnunar segir m.a: „Far- þegum innanlands hefur farið fækkandi frá árinu 1999. Frá árinu 1999 hefur fækkun farþega í inn- anlandsflugi verið um 4,2% á ári.“ Á bls. 35 í skýrslu Hag- fræðistofnunar segir m.a: „Heildar vöru- og póstflutningar innanlands (með flugi) hafa dregist töluvert saman frá árinu 1999 eða um 24%.“ Mér finnst furðulegt að enginn sem ég hef heyrt fjalla um Reykjavíkurflugvöll hefur minnst á þessar tölulegu upplýsingar sem eru aðgengilegar í opinberri skýrslu sem unnin er af virtri stofnun. Sá grunur læðist að manni að varla sé mikið gagn af umræðunni um Reykjavík- urflugvöll og gildi hans þegar jafn þýð- ingarmiklar upplýs- ingar um þátt hans í samgöngukerfinu eru hunsaðar – ekki síst í ljósi þess gríðarlega kostnaðar sem skatt- greiðendur bera af því að halda uppi flug- samgöngukerfinu inn- anlands en upplýs- ingar um kostnaðinn eru jafnframt í áð- urnefndri skýrslu og mun mörgum koma hann á óvart, ekki síst í ljósi þess hve ótrú- lega fáir farþegarnir eru. Á sama tíma er gríðarleg aukning um- ferðar á þjóðvegunum með tilheyrandi alvarlegum slys- um sem allir hljóta að hafa áhyggjur af. Mér finnst sem töl- urnar í skýrslu Hagfræðistofnunar ættu að vekja umræðu um hvort ástæða sé til að reyna að hvetja fólk til að nota flug í meiri mæli sem ferðamáta – en flug er mun öruggari ferðamáti en akstur á þjóðvegi. Þannig mætti auka gildi Reykjavíkurflugvallar sem sam- göngumannvirkis væri ákveðið að stefna að því sem æskilegu mark- miði. Á hinn bóginn eru sömu tölur vísbending um að fjöldi fólks of- meti hlutverk Reykjavík- urflugvallar – og viti ekki að far- þegum um hann hefur verið að fækka á hverju ári um 4,2% auk þess sem vöruflutningur um völl- inn hefur minnkað um 24% á 5 ár- um. Er gildi Reykja- víkurflugvallar ofmetið? Leó M. Jónsson fjallar um samgöngur Leó M. Jónsson ’… flug er munöruggari ferða- máti en akstur á þjóðvegi.‘ Höfundur starfar sem iðnaðar- og vélatæknifræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.