Morgunblaðið - 22.09.2005, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 22.09.2005, Qupperneq 41
ÍBÚÐ VIÐ MIÐBORGINA ÓSKAST - T.D. Í 101 SKUGGI, VIÐ KLAPPARSTÍG EÐA SKÚLAGÖTU Traustur kaupandi óskar eftir 110-140 fm sérhæð á framan- greindum svæðum. Afhendingartími eftir samkomulagi. Sterkar greiðslur í boði. Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson SÉRHÆÐ VIÐ ÆGISÍÐU EÐA Í ÞINGHOLTUNUM ÓSKAST STAÐGREIÐSLA Traustur kaupandi óskar eftir 110-150 fm íbúð á framangreindu svæði. Rýming samkomulag. Staðgreiðsla. Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson ÍBÚÐ VIÐ ÞORRAGÖTU ÓSKAST Traustur kaupandi óskar eftir íbúð við Þorragötu. Rýming er sam- komulag. Góðar greiðslur í boði. Allar nánari uppl. veitir Sverrir Kristinsson Sverrir Kristinsson lögg. fasteignasali MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. SEPTEMBER 2005 41 DAGBÓK Rannsóknarstofnun Fiskiðnaðarins held-ur á föstudag fund í tilefni af 40 árastarfsafmæli stofnunarinnar. Yfirskriftfundarins er Fiskur er heilsufæði en Sjöfn Sigurgísladóttir, forstjóri RF, segir svo frá: „Þetta er þriðja árið í röð sem við höldum svo- kallaðan haustfund en á þeim fundum tökum við fyrir efni sem við teljum mikilvægust á hverjum tíma. Í þetta sinn horfum við til þess hvernig hægt er að efla markaðssetningu á fiski og fisk- afurðum til framtíðar og horfum til þeirra atriða sem skipta neytendur hvað mestu máli í þeim efnum en það eru: heilsa, verð þægindi og ánægja.“ Áhrif fisks á heilsuþætti Sjöfn segir þannig heilnæmi fisks sem matar ekki hafa fengið nægilega athygli. „Menn vita að fiskur hefur gott næringargildi og þekkja omega-3 fitusýrur og lýsið en kannski ekki mikið meira. Færri vita t.d. að rannsóknir hafa sýnt sérstök áhrif fisks á ýmsa heilsuþætti en t.a.m. eru ákveðin efni í fiski sem hafa bein áhrif til batnaðar á hjarta- og kransæðasjúkdóma.“ Í því sambandi nefnir Sjöfn erindi Margrétar Geirs- dóttur sem fjalla mun um sérstaka jákvæða verk- un sæbjúgna en alls taka tíu til máls á fundinum á föstudag. „Íslenski markaðurinn hefur að mínu mati ver- ið vanmetinn. Fiskútflutningur er einn af burðar- ásum þjóðfélagsins en heimamarkaðurinn skiptir ekki síður máli. Ef við eigum sterkan heima- markað sem lítur á fisk sem heilsufæði hjálpar það okkur vitaskuld við markaðssetningu á fiski erlendis,“ segir Sjöfn um þá hlið fundarins sem fjalla mun um markaðssetningu fisks. Meðal þeirra sem ræða munu það efni er Þór- ólfur Árnason frá Icelandic Group. Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins var stofnuð sem hluti af Rannsóknarstofnun atvinnuveganna árið 1965. Stofnunin vinnur með leiðandi aðilum að þróun afurða, aukinni nýtingu í vinnslu og aukningu gæða. „RF er rekin sem hvert annað fyrirtæki, í samræmi við markmið og stefnu sem mörkuð er af stjórn og stjórnendum og árangur og hagkvæmnisjónarmið í rekstri höfð að leið- arljósi,“ segir Sjöfn. Þannig kemur RF að bestun vinnuferla, bættri meðhöndlun fisks og hönnun nýrra afurða og vinnsluferla. Einnig kemur RF að öryggi og heilnæmi sjávarfangs og heldur þannig m.a. utan um upplýsingar um aðskotaefni og heilsuþætti í fiski, næringarefnainnihald o.fl. Málfundurinn verður sem fyrr segir á föstudag á Grand hóteli. Fundurinn hefst kl. 13.15 og stendur til 16.15 og eru allir velkomnir. Málþing | Fiskur sem heilsufæði og markaðssetning innanlands rædd á hádegisfundi Heilsufæðan fiskur  Sjöfn Sigurgísladótt- ir er fædd 1963. Hún lauk B.Sc.-prófi í mat- vælafræði frá Háskóla Íslands árið 1986, meistaraprófi í mat- vælafræði frá DalTech- háskólanum í Halifax árið 1991 og dokt- orsprófi í matvælafræði með áherslu á vinnslu- ferla sjávarfangs frá Háskólanum í Björgvin 2001. Sjöfn starfaði á Iðntæknistofnun Ís- lands 1991–2000, en var forstöðum. mat- vælasviðs Hollustuverndar ríkisins frá 2000– 2002. Hún hefur gegnt starfi forstjóra Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins frá 2002. 70 ÁRA afmæli. Í dag, 22. sept-ember, er sjötug Jórunn Þor- gerður Bergsdóttir frá Hofi í Öræf- um, fyrrverandi starfskona í eldhúsi á Hraunbúðum í Vestmannaeyjum. Árnaðheilla dagbók@mbl.is Auglýst eftir öldruðum ÉG hlustaði af athygli þegar fjallað var um í fréttunum að fyr- irtæki væru farin að beina spjót- um sínum að eldri borgurum í svona minni stöðugildi. Þetta var svona 3–4 klst. vinna á dag, 2–3 daga í viku. Og var róið á þau mið að hvetja eldra fólk, jafnvel sem var komið á ellilífeyri og lífeyr- isgreiðslur, til að sækja um. Ég velti því fyrir mér hvers vegna væri svona miðað sér- staklega á þennan hóp? Það hlyti auðvitað að vera vegna þess að þeim hefði ekki tekist að ráða yngra fólk í þessar stöður. En samt fannst mér þetta stinga í augun, var ekki nóg að þessir eldri borgarar væru búnir að vinna segjum svona að jafnaði sín 40–50 ár og komnir á sín eft- irlaun? Eitthvað í mér sagði mér að þetta væri ekki eins og það ætti að vera. Hver var hvatinn að baki því að falast eftir eldri borg- urum? Var hann að gera þeim greiða? Hjálpa þeim að komast út á meðal fólks? Eða bara að ráða fólk í vinnu? Ég fékk einhvern veginn það fyrra á tilfinninguna, að fyrirtækin væru að upplifa sig sem bjargvætti eldra fólksins, svo þeim leiddist nú ekki til dauða. Hvarflar það ekki að þeim að lífeyrisþegar eigi líf sem er inni- haldsríkt og þeir eigi sér áhuga- mál? Síðan efast ég ekki um að þeir sem auglýstu eftir starfsfólki vissu vel að það yrði skerðing á öllum lífeyrisgreiðslum til þessa fólks, en hvort það hafi þótt nauð- synlegt að segja frá því er annað mál. Að ríkið hirti síðan allt að 85% af laununum um mán- aðamótin var síðan sjokk sem líf- eyrisþeginn mátti höndla eins og hann vildi, það kom ekki þeim við. Ágústa Ísleifsdóttir. Samdægurs? ÉG lenti í því að gleyma snyrti- tösku á hóteli í London. Ég hringdi í DHL á mánudagsmorgni og bað þá um að sækja töskuna og koma henni til Íslands á þeim 24 tímum sem er sá sendingartími sem DHL lofar á heimasíðu sinni undir fyrirsögninni: Samdægurs. Góðan daginn. Svo líður og bíður en á fimmtu- dagsmorgni fæ ég tölvupóst frá DHL á Íslandi þar sem mér er sagt að ekki hafi tekist að ná í pakkann sökum anna! Ég hafði samband við Fed Ex sem lofaði mér að ná í þetta og koma þessu til mín á 24 tímum en á sömu stundu fæ ég símtal frá DHL þar sem þeir segja mér að það sé ver- ið að ná í pakkann. Nú er laugardagur og pakkinn ekki kominn, þeir hjá DHL halda að þetta verði komið á mánudag, 168 klst. seinna! Ég held ég skipti við Fed Ex næst. Andrea. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn 50 ÁRA afmæli. 28. september nk.verður fimmtugur Hlífar Þor- steinsson, framkvæmdastjóri, Gils- bakka 10, Fjarðabyggð. Hann og eig- inkona hans, Inga Magnúsdóttir, taka á móti gestum á Rauða torginu, Norð- firði, laugardaginn 24. september frá kl. 19. Snyrtileg 70 fm 2ja herb. íbúð á 4. hæð í lyftuhúsi fyrir eldri borgara í Bólstað- arhlíð 45. Íbúðin skiptist í hol m. skáp, rúmgóða stofu m. svölum í n-austur, eldhús m. snyrtilegri innréttingu og tengi fyrir uppþvottavél, baðherherb. m. sturtu og glugga, svefnherb. m. góðum skápum og sérgeymslu innan íbúðar. Öll þjónusta er í húsinu. Hús- vörður, mötuneyti, þrif á sameign og margt fleira. Íbúðina má aðeins selja félagsmönnum í samtökum aldraðra. Tekið verður á móti gestum í dag, fimmtudag, frá klukkan 19-21. Allar nánari upplýsingar veita sölumenn DP FASTEIGNA í síma 561 7765 // 822 2307 // 690 3111. BÓLSTAÐARHLÍÐ 45, ÍBÚÐ 0401 - OPIÐ HÚS Flókagata - laus strax Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. www.valholl.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.30. Í einkasölu rúmgóð og björt 64 fm íbúð í kjallara. Nýlegt eldhús og baðherbergi. Parket. Endurnýjuð skólplögn. Garðurinn verður allur nýstandsettur á kostnað seljanda. Göngufæri í miðbæinn. Frábær staðsetning. Verð 14,0 millj. 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rd2 c5 4. exd5 Dxd5 5. Rgf3 cxd4 6. Bc4 Dd6 7. De2 Rc6 8. Rb3 Be7 9. Bd2 a6 10. O-O-O Rf6 11. Kb1 b5 12. Bd3 Bb7 13. Hhe1 O-O 14. g4 g6 15. g5 Rh5 16. Be4 Hfe8 17. Bc1 Dc7 18. Rbxd4 Rxd4 19. Hxd4 Bxe4 20. Dxe4 Bc5 21. Hd3 Had8 22. Hc3 Db6 23. Re5 Hd5 24. Rg4 Hed8 25. Hf3 H8d7 26. a3 Bf8 27. Hh3 Bg7 28. Hg1 Dd4 29. Df3 Kf8 30. Re3 H5d6 31. Hg4 Da7 32. Hgh4 Db7 33. De2 Dh1 34. Hxh5 gxh5 35. Dxh5 Hd1 36. Rxd1 Hxd1 37. Hf3 Í þessari stöðu, sem kom upp á minningarmóti Stauntons sem lauk fyrir skömmu í London, stóð Jonath- an Levitt (2441) fyrir þeirri spurn- ingu hvort hann ætti með svörtu gegn David Howell (2471) að taka biskupinn á c1 eða verja f7 reitinn með 37...Hd7. Hann kaus að leika 37... Hxc1+ og það reyndist rétt ákvörðun eftir 38. Ka2 Ha1+ 39. Kb3 Hxa3+! 40. Kxa3 svartur hefði mátað eftir 40. bxa3 Db1#. 40... Da1+ 41. Kb4 Da4+ 42. Kc5 Bd4+ 43. Kd6 Db4+ 44. Kc6 Dc5+ 45. Kd7 Da7+ 46. Kd6 De7+ 47. Kc6 Ke8! og hvítur gafst upp þar sem hann getur ekki komið í veg fyrir með góðu móti að svartur máti í næsta leik. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.