Morgunblaðið - 06.10.2005, Qupperneq 18
18 FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Moskvu. The Washington Post. | Svetl-
ana, 32 ára áfengissjúklingur, hafði
haldið sér þurri mánuðum saman en
dag einn fyrir tveimur árum varð
hún að fá sér einn sopa. Í þetta skipti
settist hún við símaborðið til að geta
hringt og beðið um sjúkrabíl. Síðan
fékk hún sér sopa af bjór.
„Ég var dauðhrædd,“ sagði Svetl-
ana, sem hélt að hún myndi kafna
þegar bjórsopinn færi í blóðrásina.
Hún vonaði bara að hún fengi nægan
tíma til að hringja og að mennirnir í
sjúkrabílnum gætu lífgað hana við.
„Ég var algerlega viss um að eitt-
hvað hræðilegt myndi koma fyrir
mig,“ sagði Svetlana.
„Deyrð ef þú drekkur“
Þremur mánuðum áður hafði
Svetlana gengist undir meðferð sem
felst í því að skjóta áfengissjúklingn-
um skelk í bringu, gera hann dauð-
hræddan við áfengi. Beitt er sál-
fræðilegum aðferðum til að sannfæra
sjúklinginn um að áfengi jafngildi
dauða.
Í tilviki Svetlönu beitti læknirinn
fyrst sefjun og gaf henni öflugt lyf
sem getur ráðist á öndunarfærin en
virkar aðeins í skamman tíma.
Læknirinn bauð henni síðan að
dreypa á vodka. Svetlana fékk þá
svima og gat ekki andað þar til lækn-
irinn kom henni til bjargar og gaf
henni súrefni.
Læknirinn sagði Svetlönu að lyfið
héldist í líkamanum og hún gæti ekki
drukkið áfengi í eitt ár. „Og þú deyrð
ef þú drekkur á þeim tíma.“
Áður en Svetlana fór heim krafðist
læknirinn þess að hún undirritaði yf-
irlýsingu þess efnis að hann bæri
ekki ábyrgð á dauða hennar drykki
hún áfengi næstu tólf mánuðina.
Sefjunarmáttur að dvína
„Ég trúði honum vegna þess að við
höfðum öll heyrt sögur um fólk sem
gekkst undir þessa meðferð og dó
þegar það drakk,“ sagði Svetlana,
sem vildi ekki láta eftirnafns síns
getið þar sem vinnufélagar hennar
vita ekki að hún er áfengissjúklingur.
Hundruð þúsunda manna í Rúss-
landi og fleiri fyrrverandi lýðveldum
Sovétríkjanna hafa gengist undir
slíka meðferð á síðustu tuttugu ár-
um. Þessari aðferð hefur einnig verið
beitt gegn hvers konar fíkn á síðustu
árum, til að mynda spilafíkn, og
læknar óttast nú að sefjunarmátt-
urinn sé að minnka.
Netið á drjúgan þátt í þeirri þró-
un. Til eru margir spjallþræðir þar
sem fjallað er um skeikulleika með-
ferðarinnar. Á vefsíðum er hægt að
fá upplýsingar um aðferðir til að
ganga úr skugga um hvort viðkom-
andi áfengissjúklingur hafi fengið
lyfleysu eða lyf sem getur valdið
hastarlegum veikindum blandist það
áfengi.
Eina úrræði margra
Áfengisneyslan hefur aldrei verið
meiri en nú í Rússlandi. Á ári hverju
deyja um 50.000 manns af völdum
áfengiseitrunar, að sögn rússneskra
sérfræðinga.
Flestum áfengissjúklinganna
gefst ekki kostur á neinni lang-
tímaráðgjöf og samtök á borð við
AA, sem byggja starfsemi sína á
reynslusporunum tólf, eiga enn langt
í land með að ná til þeirra sem þurfa
á hjálp að halda.
Fyrrnefnd innrætingarmeðferð er
því eina úrræðið sem mörgum Rúss-
um stendur til boða.
Eftir að hafa beðið í hálfa klukku-
stund án þess að veikjast kláraði
Svetlana bjórflöskuna og opnaði
aðra. Þar með hófst látlaus drykkja í
fjóra mánuði. Nú, tveimur árum síð-
ar, er Svetlana í AA-samtökunum og
hefur ekki drukkið áfengi í sextán
mánuði.
Skjótvirk og ódýr
Upphaf innrætingarmeðferð-
arinnar er rakið til sovéska geðlækn-
isins Alexanders Dovzhenkos. „Að-
ferð Dovzhenkos byggist í
meginatriðum á sefjun: þú deyrð ef
þú drekkur,“ sagði Andrej Jermos-
hín, sem stundar sállækningar með
einkaráðgjöf en beitir ekki lengur
þessari aðferð. „Hún er skjótvirk og
ódýr.“
Alexander Nemtsov, geðlæknir
við rannsóknastofnun í Moskvu,
kvaðst einnig hafa beitt þessari að-
ferð. Hann hefði þá venjulega sagt
sjúklingunum að hann hefði breytt
taugaendum í munni þeirra þannig
að þeir myndu veikjast heiftarlega
drykkju þeir áfengi. Hann gaf þeim
staðdeyfingarlyf og setti síðan raf-
skaut með mjög lítinn straum í munn
þeirra til að telja þeim trú um að þeir
gætu ekki lengur drukkið áfengi án
þess að stofna lífi sínu í hættu.
„Ég var leikari miklu fremur en
læknir,“ sagði Nemtsov. „Þetta hafði
frábær áhrif á þau. Þetta er ein teg-
und sállækninga, skjótvirk, óbein
sállækning.“
Gerð dauðhrædd við áfengi
Eins spors meðferð við áfengissýki í Rússlandi byggist á sefjun
Reuters
Heimilislaus Rússi heldur á sér hita með vodkasopa.
’Ég var algerlega vissum að eitthvað hræðilegt
myndi koma fyrir mig.‘
ÍBÚAR í Líberíu í Afríku munu
kjósa sér nýjan forseta 11. þessa
mánaðar og eru alls 22 menn í
framboði. Meðal þeirra er knatt-
spyrnukappinn kunni, George
Weah, og er hann talinn sig-
urstranglegur af mörgum. Borg-
arastyrjöld geisaði í landinu linnu-
lítið í 14 ár, frá 1989 til 2003, og
kostaði það upp undir 200.000
manns lífið.
AP
Weah vill
verða forseti
HRAUNHÓLAR - GARÐABÆR
Vorum að fá í sölu 160,2 fm einbýlishús
ásamt 70,6 fm bílskúr, sem að hluta hefur
verið breytt í íbúð, á einstökum stað inn-
an höfuðborgarsvæðisins. Húsið stendur
á óvenju stórri lóð í jaðri hraunsins. Eign
sem vert er að skoða. Nánari uppl. á
skrifst. FM síma 550 3000, einnig fmeign-
ir.is 7932.
Miðasölusími: 551 1200
Miðasala á netinu: www.leikhusid.is
Frábær og fyndin fjölskylduskemmtun!
NORSKA ríkisútvarpið, NRK, ákvað
í gær að hunsa úrskurð dómstóls í
Ósló á þriðjudag um lögbann og
senda út sjónvarpsþátt, Brennpunkt,
um lögreglurannsókn í svonefndu
NOKAS-bankaránsmáli.
Greint er í þættinum frá hlut kaup-
sýslumannsins Christer Tromsdal í
málinu. Hann segir afbrotamenn í
tengslum við ræningjana hafa haft
samband við sig og viljað fá aðstoð við
peningaþvætti, að sögn Aftenposten.
Segist Tromsdal, sem óttast nú um líf
sitt, hafa haft samband við lögregluna
og var ákveðið að leggja gildru fyrir
ræningjana. „Þeir vildu koma miklu
fé úr landi,“ segir hann í þættinum.
Að sögn Tromsdal gerði lögreglan
mistök í rannsókninni og fór svo að
útsendari ránsmanna skaut á hann og
særði í desember í fyrra. Hann segir
einnig að NRK, sem fékk að fylgjast
með málinu, hafi brotið samning um
að leyna því hver hann væri og fékk
lögmann sinn til að krefjast lögbanns.
En yfirmaður NRK, John G. Bern-
ander, ákvað að hunsa dómstólinn og
segir að úrskurðurinn sé tilraun til
ritskoðunar.
Talsmenn norska fjölmiðlasam-
bandsins vilja ekki tjá sig um ákvörð-
un NRK. Réttur fréttamiðla til að
meðhöndla efni sitt án utanaðkom-
andi afskipta sé grundvallaratriði.
Það sé hins vegar mat hvers fjölmiðils
fyrir sig hvort mál sé svo mikilvægt
að hann vilji eiga á hættu refsingu
vegna brota á landslögum.
Lögbann gegn
fréttaþætti hunsað
Brussel. AP. | Um helmingur
Evrópumanna ætlaði að
greiða atkvæði með evrópsku
stjórnarskránni áður en
Frakkar og Hollendingar
settu framtíð hennar í upp-
nám með því að fella hana.
Kemur þetta fram í könnun,
sem birt var í gær.
Eurobarometer-könnunin,
sem gerð var í 19 Evrópu-
löndum í sumar, sýnir, að
48% ætluðu að samþykkja
stjórnarskrána, 28% voru
henni andvíg en 24% óákveð-
in. Mestur var stuðningurinn
í Belgíu, 71%, en minnstur í
Bretlandi, 31%. Könnunin var
ekki gerð á Spáni, Grikklandi,
Ítalíu, Litháen, Ungverja-
landi og Slóveníu en þar var
búið að samþykkja stjórnar-
skrána.
Helmingur
með stjórn-
arskránni
Madríd. AFP. | Hamed Abderrahm-
ane, spænskur borgari sem látinn
var laus í febrúar eftir tveggja ára
vist í fangelsi Bandaríkjamanna í
Guantanamao á Kúbu, var í gær
dæmdur í sex ára fangelsi á Spáni.
Er hann talinn hafa verið félagi í al-
Qaeda-hópi en neitar sjálfur öllum
tengslum við hryðjuverk og segist
nú vera „píslarvottur“.
Eitt af vitnunum í málinu var
Sýrlendingurinn Imad Eddin Bar-
akat Yarkas, öðru nafni Abu Dah-
dah, sem hlaut 27 ára dóm í sept-
ember fyrir samstarf við
al-Qaedamenn.
Abderrahmane segir vistina í Gu-
antanamo hafa brotið sig niður.
Hann er frá borginni Ceuta á norð-
urströnd Afríku, gegnt Spáni, en
hún er spænsk eign. Var hann
handtekinn í Pakistan í október
2001 er hann reyndi að flýja landið
eftir árásirnar 11. september sama
ár á Bandaríkin. Tveim mánuðum
síðar var hann afhentur Banda-
ríkjamönnum í Afganistan og var
þar í haldi þar til hann var fluttur
til Guantanamo í febrúar 2002.
„Spænski
talíbaninn“
hlaut sex ár