Morgunblaðið - 06.10.2005, Síða 27

Morgunblaðið - 06.10.2005, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 27 DAGLEGT LÍF | NEYTENDUR FYRIR um ári var fyrsta Maður lifandi-verslunin opnuð í Borgar- túni í Reykjavík. Í dag verður önn- ur slík verslun opnuð í Hæðasmára 6 í Kópavogi. „Sala á lífrænum vörum hefur aukist stöðugt hjá okkur alveg frá upphafi og til að geta þjónað viðskiptavinum okkar enn betur ákváðum við að hefja út- rás til Kópavogs,“ segir Hjördís Ásberg, framkvæmdastjóri Maður lifandi-verslananna. „Viðtökurnar á tilbúnum réttum og allri fram- leiðslu úr eldhúsinu hafa líka verið langt umfram væntingar frá upp- hafi og því nauðsynlegt að stækka eldhúsið til að auka magnið og fjöl- breytnina. Við höfum frá fyrsta degi lagt mikla áherslu á það sem við búum til sjálf sem eru t.d. til- búnir réttir, salöt, vefjur og sósur.“ Hjördís segir að með annarri nýrri og ennþá stærri verslun skapist svigrúm til að auka fram- boðið enn frekar og bjóða upp á meira úrval af hollustu. „Við höfum líka stóreflt eigin innflutning í fyrirtæki sem heitir Bio-vörur og Maður lifandi eignaðist fyrr á árinu. Þannig getum við stöðugt verið að bjóða nýjar og spennandi vörur sem ekki hafa sést áður og við náum líka að þjónusta betur hópa og einstaklinga með ýmsar sérþarf- ir. Í verslunum Maður lifandi er lögð áhersla á að sneiða hjá hvítum sykri, hvítu hveiti og eingöngu er seld lífræn mjólk og engar vörur með msg eða aspartam. Það er sama hugmyndafræði í báðum búð- unum og sömu vörur verða í boði, en það verður áherslumunur í rekstrinum. Námskeiðahald og fyrirlestrar á sviði heilbrigði og hollustu verða t.d. meira í Borgar- túninu.“ Vinsældir lífrænna vara eru stöð- ugt að aukast að sögn Hjördísar. „Fólk er alltaf að átta sig á því bet- ur og betur hvað mataræðið skiptir gríðarlega miklu máli fyrir heil- brigði og líðan. Það vill forðast aukaefni jafn í matvöru og snyrti- vöru og það er mikil vakning í þá átt.“ Stefnt er að því að opna verslun- ina í Hæðarsmáranum fyrir hádegi í dag. „Þetta er tæplega 600 fer- metra húsnæði á einni hæð og það er gott aðgengi að húsinu sem hentar vel undir þessa starfsemi,“ segir Hjördís að lokum.  VERSLUN | Maður lifandi í Kópavoginn Stöðugt að bæta við nýjum vörum Morgunblaðið/Sverrir Hjördís Ásberg fyrir utan nýju Maður lifandi-verslunina í Kópavogi. Í LJÓS hefur komið að Bónus- remúlaði með best fyrir dagsetn- inguna 09.01.06 eða fyrr inniheldur örveruna Bacillus cereus yfir við- miðunarmörkum. Krydd sem notað hefur verið í framleiðsluna reyndist innihalda þessa örveru. Varan hefur eingöngu verið til sölu í verslunum Bónuss. Hefur sala á umræddu remúlaði verið stöðvuð og eru mengaðar framleiðslulotur þess nú hvergi í sölu. Bónus beinir því til viðskiptavina sinna að skila remúlaðinu til versl- ana Bónuss. Ekki er talið að varan geti verið hættuleg neytendum. Innköllun á Bónus-remúlaði  ÖRVERUR Rafmengunarmælar Fyrirtækið Símabær býður nú til sölu rafmengunarmæli. Þessi litli mælir á að finna hugsanlega raf- mengun í hýbýlum manna og dýra, en rafsegulsvið myndast á flestum þeim stöðum þar sem rafmagns- notkun fer fram. Tæki þetta nemur rafmagnsmengun frá t.d. símum, tölvum, rafmagnstenglum, köplum og öðrum búnaði sem getur sent frá sér rafsegulbylgjur. Eins getur mælirinn gagnast við leit að raflögn- um í veggjum til að koma í veg fyrir óhöpp við t.d. borun. Notkun mælis- ins er einföld en hann gefur upp styrk mengunar í Mg (milligauss). Mælirinn kostar 2.990 krónur. Nánari upplýsingar á www.sima- baer.is. Súkkulaði með perlupúkum Nói – Síríus hefur hafið fram- leiðslu á nýju súkkulaðistykki sem heitir Púkó og þar er sameinað sí- gilt súkkulaði frá Nóa- Síríusi og brakandi perlupúkar sem smella í munni.  NÝTT Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.