Morgunblaðið - 06.10.2005, Qupperneq 29

Morgunblaðið - 06.10.2005, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 6. OKTÓBER 2005 29 MENNING TVÆR systur komu fram í Salnum á laugardaginn og fluttu franska tón- list. Þetta voru þær Þóra og Gunn- hildur Einarsdætur, en tónlistin var eftir Fauré, Debussy og Ravel, auk hinna minna þekktu tónskálda Tour- nier, Caplet og Cannon, sem reynd- ar var af fransk-ensku bergi brotinn. Þóra söng og Gunnhildur spilaði með á hörpu, en hún lék einnig nokkur einleiksverk. Óvenju vegleg- ur bæklingur fylgdi með hverjum miða inn í Salinn, en fyrir utan söng- textann með þýðingum var þar ekki aðeins að finna fróðleik um tón- skáldin, heldur suma textahöfund- ana líka, sem verður að teljast til fyrirmyndar. Skemmst er frá því að segja að þetta voru frábærir tónleikar. Syst- urnar voru glæsilegar á sviðinu og mjúkur, tær hörpuleikur Gunnhildar féll fullkomlega að fínlegri sópr- anrödd Þóru. Eins og flestir vita er það einstaklega falleg rödd; svo fal- leg að það skipti eiginlega ekki máli hvað hún söng, hún gerði allt vel. Túlkun hennar á hálfgerðum gam- ansöngvum Cannons var sérlega líf- leg og blæbrigðarík; lag eftir Tour- nier og tvö lög eftir Caplet voru seiðmögnuð, sömuleiðis jafnmörg lög eftir Fauré. Fimm grísk þjóðlög í útfærslu Ravels voru jafnframt svo full af allskonar tilfinningum án þess að maður yrði var við yfirborðs- mennsku að það var ekki annað hægt en að hrífast með. Auðvitað hefði lítið verið varið í tónleikana ef Þóra hefði sungið ein og óstudd. Harpan átti drjúgan hlut í dagskránni og sennilega var það í síðastnefndu lögunum sem hún kom best út; þetta er jú ævafornt hljóð- færi og hörpuútsetningin, sem er eftir Carlos Salzedo, gaf tónlistinni tímalausan blæ sem átti prýðilega við gríska þjóðlagatextana frá eynni Chios. Harpan hljómaði líka ágætlega ein og sér; þrjár píanóprelúdíur eftir Debussy voru verulega sannfærandi þótt önnur prelúdían, Sporin í snjón- um, hljómi óneitanlega betur á píanó eins og hún var upphaflega hugsuð. Það var helst Une Chatelaine en sa tour eftir Fauré sem hefði mátt vera safaríkari; verkið var dálítið litlaust í meðförum hörpuleikarans og hefðu snarpari andstæður og betur mótuð sönglína verið til bóta. Að öðru leyti voru þetta framúrskarandi tónleikar sem verða án efa lengi í minnum hafðir. Fögur frönsk tónlist Morgunblaðið/Árni Torfason Systurnar Gunnhildur og Þóra Einarsdætur. TÓNLIST Salurinn í Kópavogi Tónlist eftir frönsk tónskáld í flutningi Þóru Einarsdóttur (sópran) og Gunn- hildar Einarsdóttur (harpa). Laugardagur 1. október. Söng- og hörputónleikar Jónas Sen HEIÐURSVERÐLAUNUM Mynd- stefs, myndhöfundasjóðs Íslands, verður úthlutað í fyrsta sinn 31. október næstkomandi. Forseti Ís- lands afhendir verðlaunin sem nema samtals einni milljón króna. Landsbanki Íslands er fjárhags- legur bakhjarl heiðursverð- launanna og leggur til helming verðlaunafjárins en hinn helming- urinn kemur úr sjóðum Myndstefs. Heiðursverðlaun Myndstefs eru veitt fyrir afburða framlag til myndlistar, framúrskarandi mynd- verk eða sýningu. Allir myndhöf- undar á Íslandi koma til greina svo framarlega sem þeir hafa það sem meginatvinnu að skapa myndverk. Jafnframt er það skilyrði sett að verkin, sem tilnefnd eru, séu ný eða nýleg enda er verðlaununum ekki ætlað að heiðra sérstaklega ævi- starf myndhöfunda. Í ljósi þess að myndir og mynd- verk skipa sífellt mikilvægari sess í fjölmiðlun og allri þjóðfélags- umræðu þótti stjórn Myndstefs, höfundarréttarsamtaka myndhöf- unda, tímabært að koma á sér- stökum heiðursverðlaunum sam- takanna. Innan vébanda Myndstefs eru á fjórtánda hundrað manns í sex aðildarfélögum: Sambandi ís- lenskra myndlistarmanna, Ljós- myndarafélagi Íslands, Félagi ís- lenskra teiknara, Félagi grafískra teiknara, Arkitektafélagi Íslands og Félagi leikmynda- og búninga- höfunda. Einnig eiga aðild að Myndstefi allmargir erfingjar að myndhöfundarétti. Auglýst var eftir tilnefningum vegna verðlaunanna í sumar frá að- ildarfélögum Myndstefs sem og frá einstökum félagsmönnum. Fjöl- margar ábendingar bárust og fer nú þriggja manna dómnefnd yfir tilnefningar. Dómnefnd skipa Val- gerður Bergsdóttir myndlist- armaður, Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari og Björgólfur Guð- mundsson, stjórnarformaður Landsbanka Íslands. Dómnefndin velur sex myndhöfunda sem koma til álita sem heiðursverðlaunahafar Myndstefs 2005 og verða nöfn þeirra tilkynnt um miðjan október 2005. Í framhaldi af því velur dóm- nefndin verðlaunahafann og verða úrslitin tilkynnt við hátíðlega at- höfn í Listasafni Íslands mánudag- inn 31. október nk. þar sem forseti Íslands afhendir heiðursverðlaun- in. Heiðurs- verðlaun Myndstefs Fréttir á SMS Ármúla 10 • Sími: 5689950 Með hverri DUX 12:12 + dýnu 90cm eða stærri fylgir DUXIANA Royal luxsus gæsadúnsæng að verðmæti kr 34.980 (160x200cm = 2 sængur) Sérfræðingur frá DUX í Svíþjóð verður í versluninni 7og 8 okt.w w w .is ak w in th er .c om Kr 252.350 90x200cm Dúnmjúkt hausttilboð Aðeins dagana 6-7 og 8 okt
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.