Morgunblaðið - 06.10.2005, Síða 50

Morgunblaðið - 06.10.2005, Síða 50
Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn NÁLGUNAR BANN ERU MJÖG LJÓT ORÐ, ELLA NÁLGUNAR- BANN ER EITT ORÐ, ASNINN ÞINN ELLA, HVAÐ SEGIRÐU UM AÐ ÉG STÖKKVI YFIR TIL ÞÍN OG TJÁI ÞÉR TILFINNINGAR MÍNAR MEÐ NOKKRUM LJÚFUM HARMONIKKUTÓNUM? ÞÚ HATAR MIG... ÞÚ FYRIRLÍTUR MIG... ÞÚ SKAMMAST ÞÍN FYRIR MIG ÉG HEF ALDREI SAGST SKAMMAST MÍN FYRIR ÞIG EKKI? FÖRUM ÞÁ AFTUR YFIR ÞENNAN LISTA SAMAN LÍKAR ÞÉR ILLA VIÐ MIG? ÞÁ VERÐURÐU AÐ LEGGJA MJÖG HART AÐ ÞÉR Í STARFI, KALVIN NEI, ÞÚ ÞARFT AÐ GERA ÞAÐ ÉG? JÁ, ÉG ÆTLA BARA AÐ ERFA ÞIG PABBI, ÉG ÆTLA AÐ VERÐA MILLI ÞEGAR ÉG VERÐ STÓR HELGA! ÞINN HJÁLPFÚSI EIGINMAÐUR ER KOMINN AFTUR! HVAÐA GAGN ER Í HJÁLPFÚSUM EIGINMANNI EF HANN ER ALDREI HEIMA? ÁÐUR EN ÉG MÆLI BLÓÐÞRÝSTINGINN HJÁ ÞÉR ÞÁ ÞARF ÉG AÐ VITA HVERSU LANGT ER Á MILLI HJARTASLAGA HJÁ ÞÉR ÉG Á TVÖ GÆLUDÝR, HJARTAÐ MITT FÆR ALDREI TÍMA TIL AÐ HVÍLA SIG! ÉG ÆTLA AÐ SLÁ GRASIÐ, SNYRTA TRÉN OG SETJA UPP NÝJA HENGIRÚMIÐ ÉG ÆTLA ÚT AÐ SNYRTA GARÐINN Í GÓÐA VEÐRINU HVERNIG DIRFISTU AÐ KOMA HINGAÐ?!! ÉG VARÐ AÐ SEGJA ÞÉR AÐ PUNISHER VÆRI AÐ LEITA AÐ OKKUR ÚFF, ÉG ER SVO MÓÐUR AF ÞVÍ AÐ HLAUPA UPP STIGANN MÁ ÉG EKKI FÁ MÉR VATNSGLAS? EKKI SNERTA ÞESSA HURÐ! Dagbók Í dag er fimmtudagur 6. október, 279. dagur ársins 2005 Umferðin er enda-laus uppspretta umkvörtunarefna. Víkverji er þar síst barnanna bestur, hann getur látið um- ferðina fara óstjórn- lega í taugarnar á sér, hvort heldur sem er aðra bílstjóra, gatna- kerfi, vegafram- kvæmdir o.s.frv. Og þessa dagana hefur Víkverji allt á hornum sér í umferðinni og ætlar hér að fá útrás fyrir gatnagremju (e. road rage) sína. Eiginlega vill Víkverji kenna Garðbæingum um allt sem miður fer í tilveru hans um þessar mundir. Nema vitaskuld þá þætti sem eru Seðlabanka Íslands að kenna en það er allt, allt önnur saga. Víkverji þarf nefnilega að aka í gegnum Garðabæ á leið sinni til vinnu. Það er gott og blessað, Garða- bær er um margt ágæt bæjarfélag, þar býr margt skínandi skemmtilegt fólk og þar eru mörg snotur hús. En þegar kemur að umferðinni er Garðabær algerlega út úr kortinu. Það er sama hvernig Víkverji reynir að komast framhjá Garðabæ, hvort sem hann fer austan megin eða vest- an, alltaf skal hann lenda í umferð- arteppu. Ljósin á gatnamótum Vífils- staðavegar og Reykja- nesbrautar eru skemmtiatriði út af fyrir sig, þó Víkverja sé reyndar sjaldan skemmt þegar hann á leið þar um. Samt eru þessi gatnamót hátíð borin saman við gatna- mót Vífilstaðavegar og Hafnarfjarðarvegar, þaðan sem bílaorm- urinn hlykkjar sig inn í nærliggjandi sveit- arfélög, í báðar áttir, á álagstímum. Víkverja er fyrirmunað að skilja hvers vegna Garðbæingar taka ekki á sig rögg og gera eitthvað í mál- unum. Víkverja er stórlega til efs að hér á landi fyrirfinnist fjölfarnari leið. Samt hefur þessi óáran við- gengist til fjölda ára. Víkverji gerir sér grein fyrir því að það eru mörg aðkallandi verk og peningarnir stundum af skornum skammti. En Víkverji hvetur Garðbæinga til að taka sér nágranna sína, Hafnfirð- inga, til fyrirmyndar í þessum efn- um, hvar hefur verið gerð gríðarlega bragarbót á umferðarmannvirkjum síðustu misseri. Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is         Tónlist | Tónlistarfélag Borgarfjarðar hefur 39. starfsár sitt með tónleikum Ólafs Kjartans Sigurðarsonar barítonsöngvara og Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara í Borgarneskirkju í dag kl. 20. Þeir Ólafur Kjartan og Jónas munu flytja blandaða efnisskrá. Eins og þeirra er von og vísa verður komið víða við, íslensk, ensk og þýsk sönglög, ljóð og óperuaríur. Af höfundum má nefna Emil Thoroddsen, Sigvalda Kaldalóns, Tsjajkovskíj, Giordano og Mozart. Aðgangseyrir er 1.500 krónur en 1.000 krónur fyrir börn og eldri borgara. Morgunblaðið/Jim Smart Söngur í Borgarneskirkju MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Hver sem ekki tekur sinn kross og fylgir mér er mín ekki verður. (Matt. 10, 38.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.