Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 19 ERLENT 30-70% Aðeins í 7 daga Nýju Delhí. AP. | Átök vegna vax- andi vatnsskorts gætu sett sinn svip á Indland á næstu áratugum að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá Alþjóðabankanum. Í skýrslunni segir, að margar ár séu að hverfa vegna mikillar notkunar, grunnvatnsstaðan verði æ lægri og sumar vatnslindir orðnar hættulegar vegna meng- unar. Ástandið sé nú þegar orðið alvarlegt en muni verða „stór- hættulegt“ verði ekki gripið í taumana nú þegar. Fólksfjöldinn á Indlandi er kominn yfir milljarð, hagvöxtur mikill og vatnsnotkunin eykst hröðum skrefum. John Briscoe, höfundur skýrslunnar, segir hins vegar, að ekkert sé gert til að mæta aukinni eftirspurn með betri stjórnun og nýtingu. Briscoe spáir því, að vatnsforð- inn, yfirborðs- og grunnvatn, sem nú er metinn á 500 rúmkm, verði kominn niður í 80 rúmkm árið 2050. Niðurgreiðslur ýta undir ofnotkun á grunnvatni Verst er ástandið í ríkjunum Punjab, Haryana og Rajasthan á Norður-Indlandi og í Tamil Nadu og Karnataka í suðurhluta lands- ins. Í öllum ríkjunum er notað mik- ið af grunnvatni í landbúnaði vegna þess, að annað vatn er á þrotum. Hefur mikil niðurgreiðsla á rafmagni ýtt verulega undir kaup á dælubúnaði til að nýta og ganga á grunnvatnið. Reuters Indversk stúlka með vatnsbrúsa í fátækrahverfi í Nýju Delhí. Óttast átök vegna vatnsskorts FAGLÆRÐIR farandstarfsmenn frá löndum utan Evrópska efna- hagssvæðisins (EES) þurfa að sýna fram á að árslaun þeirra nemi að minnsta kosti 55.000 evrum, sem samsvarar rúmum fjórum milljón- um króna, til að eiga rétt á svoköll- uðu grænu korti á Írlandi, þ.e. dval- ar- og atvinnuleyfi sem gildir í að minnsta kosti fimm ár. Svar við vaxandi samkeppni um faglærða starfsmenn Dagblaðið The Irish Times skýrði frá þessu á miðvikudag og sagði að grænu kortin yrðu einskorðuð við faglærða starfsmenn í tíu greinum efnahagslífsins þar sem skortur væri talinn á vinnuafli. Þessar tíu greinar eru m.a. upplýsinga- og tölvutækni. Stjórn Írlands tilkynnti í júní að hún hygðist taka upp nýtt fyrir- komulag, svokölluð græn kort, til að auðvelda faglærðum starfsmönnum að fá atvinnuleyfi í landinu. Gamla fyrirkomulagið hafði verið gagnrýnt fyrir að vera þunglamalegt og ósveigjanlegt. Markmiðið með nýja fyrirkomu- laginu er að laða að fleiri faglærða starfsmenn sem vaxandi samkeppni er um í Vestur-Evrópu og Banda- ríkjunum. Til að eiga rétt á grænu kortunum þurfa starfsmenn frá löndum utan EES að fá ákveðin lágmarkslaun og að sögn heimildarmanna The Irish Times verður fyrst í stað miðað við 55.000 evrur á ári. Lágmarksfjárhæðin kann þó að hækka áður en nýja fyrirkomulagið tekur gildi. Atvinnuleyfi miðað við fjögurra millj- óna kr. árslaun Írar vilja menntaða innflytjendur London. AP. | Breska lögreglan hefur lagt hald á 250 húseignir í Manchest- er og ýmis gögn en talið er að fast- eignirnar tengist Írska lýðveldis- hernum, IRA. Í yfirlýsingu frá opinberri stofnun í London, sem sér um að leggja hald á eignir sem tengj- ast glæpum, kemur fram að eignirn- ar tengist tveimur kaupsýslumönn- um í Manchester. Umræddri stofnun er ætlað að vinna gegn skipulagðri glæpastarf- semi með því að gera upptækar eign- ir samtaka á því sviði. Talið er að verðmæti eignanna sé um 30 millj- ónir punda eða nær 3,3 milljarðar ísl. kr. Málið er talið tengjast rannsókn á fjármálum Thomas Murphy frá Suður-Armagh-sýslu. Hann er al- mennt talinn vera leiðtogi IRA. Lögðu hald á meintar IRA-eignir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.