Morgunblaðið - 07.10.2005, Síða 22

Morgunblaðið - 07.10.2005, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR PÓSTSENDUM www.simnet.is/heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889, fæst m.a. í Hagkaupum, Maður Lifandi Borgartúni 24, Yggdrasil Skólavörðustíg 16, Fjarðarkaupum, Lyfju Selfossi Glucosamine Glucosamine 1000 mg í hverri töflu Sodium- og skelfiskfrítt Klæddu þig vel Kápur, jakkar, stakkar, bolir, buxur, peysur Hafnarstræti 97, 600 Akureyri. Sími 462 3505 Opið virka daga 10-18 laugardaga kl. 10-16 HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Mosfellsbær | Varmárskóli er um þessar myndir að ljúka þriggja ára samstarfi við þrjá aðra skóla í Evr- ópu undir merkjum Comeniusar- verkefnisins, en þeir eru í borgunum Brügge í Belgíu, Portó í Portúgal og Bassano del Grappa á Ítalíu. Að sögn Guðrúnar Markúsdóttur, deildarstjóra við Varmárskóla, hefur samstarfið verið í senn skemmtilegt og fræðandi, bæði fyrir nemendur og kennara. Verkefni Varmárskóla ber heitið „Byggjum brýr,“ og hafa um 70 nemendur skólans tekið þátt í því. Fjölbreytilegur menningararfur Nemendur sem tóku þátt í verk- efninu kynntu m.a. listamenn frá sínum löndum og verk þeirra fyrir öðrum nemendum. Þannig kynntu nemendur Varmárskóla sér íslenska listamanninn Louisu Matthíasdóttur og verk hennar. Þá kynntu nem- endur Varmárskóla verk Louisu og feril fyrir hinum erlendu nemendum og allir unnu þeir síðan listaverk í anda hinna ólíku listamanna. Kenn- ararnir frá Portó kynntu listamann- inn Julio Resende, en í Portó er listasafn kennt við hann. Portú- gölsku nemendurnir fengu að hitta listamanninn á safninu, hann spjall- aði við þau og svaraði spurningum þeirra. Meðal annars var nemend- unum boðið að halda sýningu á lista- safninu með verkum sínum og kynn- ingum á öllum fjórum listamönnunum. Sýningin stendur yfir núna. Aðrir listamenn sem kynntir voru eru James Ensor frá Belgíu og Gino Severino frá Ítalíu. „Börnin spáðu einmitt mjög í það hvað listamenn- irnir eru ólíkir,“ segir Guðrún. „Belgíski listamaðurinn var m.a. mjög upptekinn af dauðanum og hauskúpum og vakti það forvitni margra, en Louisa er með mikið af fallegum litum.“ Guðrún segir verkefnið hafa heppnast mjög vel, en tilgangur samstarfsins sé að efla Evrópuvit- und barnanna. „Það er verið að efla tengsl barna og kennara innan Evr- ópu og kynnast sameiginlegum en fjölbreytilegum menningararfi okk- ar,“ segir Guðrún. „Nú erum við að hefja nýtt samstarf sem heitir hlúum að rótunum og inni í því eru Tyrk- land, Spánn, Pólland, Belgía og Ís- land. Þar byggjum við á svipuðum verkefnum og væntum þess að þetta verði mjög fjölbreytilegt, spennandi og fræðandi.“ Orðabók á vefnum Árangur verkefnisins er ekki síst merkjanlegur hjá börnunum og seg- ir Guðrún athyglisvert hvernig börnin fóru að bera listamennina saman. „Okkur tókst að efla list- rænan áhuga um leið og Evrópu- vitundin jókst,“ segir Guðrún. „Það má segja að umheimurinn hafi minnkað.“ Hluti af verkefninu hjá krökk- unum var einnig að búa til orðabók með hundrað algengum orðum. „All- ir handskrifuðu orðin og teiknuðu myndir með, til dæmis voru þar orð yfir bróður, systur, fána, skóla og ýmis dýr,“ segir Guðrún. „Síðan töl- uðum við kennararnir frá öllum löndum inn með hverju orði og þann- ig er hægt að hlusta á hvert orð á öll- um tungumálum. Þessa orðabók má sjá á slóðinni www.building- bridges.be.“ Guðrún segir mikla ánægju, með verkefnið, jafnt meðal kennara, nemenda og foreldra og mikla til- hlökkun að hefjast handa við hið nýja verkefni sem er nú í starthol- unum. Varmárskóli lýkur þriggja ára evrópsku samvinnuverkefni Efldu Evrópuvitund nemenda og kennara Menningarbrú Portúgölsku kennararnir Fatima Neves og Fatima Mourão kynntu sér m.a. myndlist Louisu Matthíasdóttur. Orðabók Hér má sjá dæmi um myndir og texta úr orðabók barnanna. Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is Garðabær | Verið er að vinna úr þeirri hugmyndavinnu sem unnin var á vel sóttum íbúafundi um skipu- lag nýs miðbæjar í Garðabæ, sem haldinn var mánudaginn 3. okt. sl. Á fundinn mættu þeir íbúar sem höfðu skráð sig til þátttöku í rýnihóp um þróun hugmynda um miðbæinn. Á íbúafundinum voru kynntar hugmyndir að skipulagi nýs miðbæj- ar, sem unnar hafa verið af ráðgjöf- um Klasa hf. Fjöldi tillagna Að sögn bæjaryfirvalda voru fund- armenn almennt jákvæðir í garð fyr- irliggjandi hugmynda og töldu mikla þörf á að byggja upp nýjan og aðlað- andi miðbæ þar sem verslun og þjón- usta gæti blómstrað í tengslum við aukna íbúðabyggð á svæðinu. Eftir kynninguna skiptu fundar- menn sér í tvo hópa og ræddu hug- myndirnar. Fjöldi góðra tillagna ku hafa komið fram í hópunum, en ráð- gjafar Klasa hf. munu vinna úr þeim fyrir næsta fund rýnihópsins. Meðal tillagna sem fram komu voru þær að styrkja þyrfti bókasafn í tengslum við nýjan miðbæ, stækka og styrkja hönnunarsafn eins og fyr- irhugað er, koma fyrir félagsmiðstöð í miðbænum og gera torg næst bæj- arskrifstofum vistlegra. Unnið að þróun hugmynda um nýjan miðbæ FÉLAGS- og þjónustumiðstöð fyrir aldraða var tekin í notkun í gær á jarðhæð Bugðusíðu 1. Markmið Ak- ureyrarbæjar með breytingu á jarð- hæð hússins var að koma til móts við óskir og þarfir eldri borgara og stíga þar með stórt skref í þá átt að búa betur að þessum aldurshópi. Umfangsmiklar breytingar voru gerðar á húsnæðinu og þar útbúin fé- lagsmiðstöð fyrir eldri borgara ásamt aðstöðu fyrir heimaþjónustu og heimahjúkrun. Í félagsmiðstöð- inni er fjölnota salur sem nýtist til tómstundastarfs, leikfimi, fræðslu- starfs, skemmtanahalds og funda, en að auki var útbúinn tómstundasalur þar sem hægt er að leika ballskák og keilu. Tvö minni herbergi eru í mið- stöðinni auk eldhúss, hársnyrtistofu og skrifstofu Félags eldri borgara á Akureyri, en félagið hefur nú flutt starfsemi sína í hina nýju aðstöðu, úr sínu gamla félagsheimili, gamla Al- þýðuhúsinu. „Við erum afskaplega þakklát fyrir þetta,“ sagði Björg Finnbogadóttir, formaður félagsins. „Þessi nýja og glæsilega aðstaða mun án efa hafa í för með sér að starfsemin verður fjölbreyttari.“ Auk framkvæmda innandyra var lóðin endurbætt, byggður sólpallur út frá salnum, bílastæði stækkað og lóð þökulögð. „Með þessari endurnýjun verður mögulegt að bæta og auka starfsemi félagsmiðstöðvarinnar auk þess sem flutningur Félags eldri borgara í sama húsnæði gefur færi á nánari samvinnu við þann hóp sem fé- lagsmiðstöðin er ætluð,“ sagði Jakob Björnsson, formaður félagsmálaráðs og Fasteigna Akureyrarbæjar. Benedikt Davíðsson, formaður Landssambands eldri borgara, sagði það færast í vöxt að samstarf væri á milli félaga eldri borgara og sveitar- félaga og það væri mjög ánægjulegt, en nú eru alls 53 slík félög á Íslandi. Heildarstærð húsnæðis er um 630 fermetrar og kostnaður við verkið nam 58 milljónum króna en að auki var keyptur stofnbúnaður fyrir um 4,5 milljónir króna. Ný félags- og þjónustumiðstöð fyrir eldri borgara Starfsemin verður aukin og bætt Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Morgunblaðið/Kristján Samstarfssamningi eldri borgara og bæjarins fagnað. Heilsudagur á Glerártorgi | Fé- lagið Heilsa og forvarnir hefur staðið fyrir og sett upp heilsusýn- ingar og heilsuklúbba að undan- förnu. Markmið félagsins er að þjóna samfélaginu með virkri fræðslu um áhrifaþætti helstu lífs- stílssjúkdóma nútímans. Nú býður félagið almenningi á Akureyri að taka þátt í heilsudög- um á Glerártorgi, sem hófust í gær og verður fram haldið í dag föstu- dag frá kl. 16–18. Þar gefst fólki tækifæri á að kanna ýmsa þætti sem varða heilsufar, með því að láta mæla lungnaþol, blóðþrýsting, kólesteról, blóðsykur og líkamsþol. (Þeir sem vilja láta mæla blóð verða að vera fastandi í a.m.k. fjór- ar klst.) Heilsualdur verður reiknaður út með tölvuforriti sem er byggt á margra ára rannsóknum á lifn- aðarháttum manna. Forritið gefur einnig leiðbeiningar varðandi heil- brigðari lífsvenjur. Kólesteról- snauður matur verður kynntur og áherzla lögð á mikilvægi og lækn- ingamátt vatnsins. Fagfólk verður til viðtals á staðnum. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Hafrannsóknir | Hafrannsóknir – erum við á réttri leið? er yfirskrift fundar á vegum Sóknar – hugveitu í þágu sjávarútvegs sem haldinn verður í stofu R311 á Borgum á laugardag, 8. október, kl. 12.30. Einar K. Guðfinnsson sjáv- arútvegsráðherra flytur ávarp, Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, flytur fyr- irlestur um hlutverk hafrannsókna, Björn Gunnarsson, deildarforseti auðlindadeildar Háskólans á Ak- ureyri, fjallar um mikilvægi há- skólamenntunar í sjávarútvegs- og fiskeldisfræðum, Friðrik Arn- grímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegs- manna, flytur erindi sem nefnist: Af hverju veiðum við ekki meira? og að lokum fjallar Peter Weiss, forstöðumaður há- skólaseturs Vestfjarða, um hvaða hlutverki rannsóknastofnanir á landsbyggðinni við hafrannsóknir gegna. BÓKMENNTAKVÖLD verður hald- ið í Populus tremula í Kaupvangs- stræti, Listagili, annað kvöld, laug- ardagskvöldið 8. október. Kynnt verður kínverska skáldið Po Chü-i og ljóð hans flutt. Ljóð Po Chü-i eru nú að koma út á íslensku í fyrsta sinn; Uppheimar ehf. gefa í haust út bókina Brjál- semiskækir á fjöllum, úrval ljóða sem Vésteinn Lúðvíksson hefur þýtt. Starfsemi forlagsins verður einn- ig kynnt. Po Chü-i er hins vegar enginn ný- græðingur enda var hann uppi á 9. öld, lifði langa ævi og orti mikinn fjölda ljóða sem haft hafa áhrif á vestræn skáld, einkum á síðustu öld. Engar veitingar á vegum Populus tremula, en malpokar leyfðir. Að- gangur er ókeypis. Kynna kínverskt skáld

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.