Morgunblaðið - 07.10.2005, Side 25

Morgunblaðið - 07.10.2005, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 25 DAGLEGT LÍF Honey Nut Cheerios er fyrir okkur sem viljum meira. Eitthvað öðruvísi. Eitthvað sem veitir manni orku til að takast á við daginn á bragðgóðan hátt. …sem viljum meira ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S N A T 29 10 9 10 /0 5 París. AFP. | Þúsundir skólabarna um allan heim fara nú í skólann á tveimur jafnfljótum og safnast saman í n.k. göngurútur á fyrir- fram ákveðinni leið þar sem fleiri og fleiri bætast við á ákveðnum stoppistöðvum, líkt og um skólabíl væri að ræða. Hugmyndin á ræt- ur að rekja til Ástralíu 1991, barst síðan til Sviss þar sem hún sló í gegn og göngurút- urnar hafa í framhaldi byrjað að ganga í Kan- ada, Bretlandi, Þýskalandi, Ítalíu og Frakk- landi. „Börn og fullorðnir elska þetta verkefni,“ sagði Rene Durand, sem býr í bæ fyrir utan París, en sveitarfélagið var eitt þeirra fyrstu í Frakklandi til að mynda göngurútu. „Þetta er heilbrigt, vistvænt, skemmtilegt, hagkvæmt, og veitir félagsskap.“ Göngurútan slær marg- ar flugur í einu höggi, veitir yngstu kynslóð- inni, sem hætt er við offitu, tækifæri til að hreyfa sig, útrýmir stuttum bílferðum á há- annatíma, sparar eldsneyti og verndar um- hverfið. Foreldrar eyða líka minni tíma í að skutla börnum í skólann þar sem þeir skiptast á að fylgja göngurútunni á áfangastað. Allir farþegar klæðast endurskinsvestum sem sveitarfélögin gefa oftast. Foreldrar og skólayfirvöld geta fengið leiðbeiningar á net- inu um hvernig koma á göngurútu á laggirnar. Umhverfis- og orkustjórnunarstofnun Frakk- lands hefur hvatt til að sem flestar göngurút- ur verði settar í gang. Stofnunin hefur reiknað út að tveir þriðju franskra grunnskólanem- enda á aldrinum 6-11 ára séu keyrðir innan við 1 km leið í skólann á hverjum degi. Kenn- arar telja athyglisgáfu nemenda þá líka betri þegar þeir koma í skólann eftir röska göngu. Göngurútur í skólann  BÖRN Foreldrar eiga að skiptast á að fylgja göngurútunni á áfangastað. STEINSELJU má nota á marg- víslegan hátt við matreiðslu, en hér er hún einkum notuð til skrauts og bragðbætis, til dæmis á smurbrauð, í salöt og á steikur. Blöðin eru bæti- efnarík, t.d. mjög auðug af C-vítamíni og járni. Blöðin henta mjög vel til frystingar án forsuðu og þau henta enn fremur til þurrkunar. Aldrei ætti að taka meira en svo af hverri plöntu að eftir standi a.m.k. 1–2 blöð ella dregur um of úr nývexti, að sögn Garðars R. Árnasonar, lektors við Landbúnaðarháskóla Íslands. Meðfylgjandi eru uppskriftir af steinseljusósu og steinseljusmjöri úr bókinni Matarást. Steinseljusósa 125 g smjör 3 msk. hveiti 2 dl heitt vatn nýmalaður pipar salt 1 dl steinselja, smátt söxuð 1 msk. sítrónusafi Tvær msk af smjörinu bræddar í potti, hveitinu stráð yfir, hrært og soðið í eina mínútu. Þá er sósan bök- uð upp með heitu vatni, hrært vel og látið malla í fáeinar mínútur. Krydd- að með pipar og salti. Afgangurinn af smjörinu þeyttur saman við í smábit- um og síðan er steinseljunni og sítr- ónusafanum hrært út í. Borið fram strax, t.d. með soðnum fiski eða grænmeti. Steinseljusmjör 250 g lint smjör 2–3 msk. söxuð steinselja 1–2 msk. sítrónusafi nýmalaður pipar salt Allt hrært vel saman og mótað í rúllu eða sett í sprautupoka og sprautað í toppa. Sett í kæli og látið stífna. Geymist í nokkra daga í ís- skáp, en smjörið má einnig frysta. Blöðin eru bætiefnarík join@mbl.is  MATUR | Steinseljan er kryddjurt sem má bæði nota í sósur og smjör

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.