Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 28
Í STRANDASÝSLU eru fimm sveitarfélög, þ.e. Árneshreppur, Kald- rananeshreppur, Hólmavíkurhreppur, Broddaneshreppur og Bæj- arhreppur, með tvo byggðakjarna. Í sveitarfélögunum búa samtals um 800 manns, en um helmingur þeirra býr á Hólmavík og tæplega 100 manns á Drangsnesi. Tvö sveitarfélaganna, Árneshreppur og Broddaneshreppur, eru nálægt 50 íbúa lágmarkinu og stefnir í að þau sveitarfélög verði sameinuð öðrum með vísan til 6. gr. sveitarstjórn- arlaga, nr. 45/1998, ef fólksfækkun heldur áfram álíka og verið hef- ur. Árið 1990 voru íbúar í Árneshreppi 121 og 112 í þeim sveitar- félögum sem nú mynda Broddaneshrepp. Íbúum þessara tveggja sveitarfélaga hefur því fækkað um rúmlega helming síðastliðin 14 ár. Dreifbýli í Strandasýslu er umtalsvert og fjarlægðir miklar. Strandasýsla Sveitarfélögin þrjú liggja á mörkum Vesturlands og Vestfjarða og er Gufufjörður, sem myndin er frá, einn margra fjarða í Reykhólahreppi. EINAR Örn Thorlacius, for- maður samstarfs- nefndar um sam- einingu í Dalasýslu og Austur-Barða- strandarsýslu, segir sveitarfélög- in þrjú sem greiða munu atkvæði um sameiningu á svæðinu, þ.e. Dalabyggð, Saurbæj- arhreppur og Reykhólahreppur, liggja landfræðilega vel við því að sameinast eftir að Gilsfjarðarbrúin var byggð. Það hafi gjörbreytt sam- göngum á milli sveitarfélaganna. Þau hafi þegar með sér samstarf á ýmsum sviðum, séu t.a.m. með sam- eiginlegan skipulags- og byggingar- fulltrúa. Auk þess sé samstarf á milli slökkviliðanna á svæðinu. „Samanlagður íbúafjöldi er nú tæplega þúsund manns og sveitarfé- lagið verður öflugra sameinað held- ur en hvert í sínu lagi,“ segir Einar. Sameiningin eru þó langt frá því að vera gallalaus. Hann bendir á að þau viðmið sem sameiningarnefnd félagsmálaráðuneytis og Sambands íslenskra sveitarfélaga settu varð- andi sameiningu muni ekki nást. „Við náum því ekki einu sinni að verða þúsund manns þótt við sam- einumst. Sem dæmi má nefna að lög- gjöf um barnaverndarnefnd krefst þess að lágmarks íbúafjöldi sé 1.500 manns, en við getum ekki einu sinni fengið barnaverndarnefnd þótt við sameinumst,“ segir Einar. Hann segir aukinheldur að það viðmið, sem hefur verið sett, að 90% íbúafjölda sameinaðs sveitarfélags yrði innan við 30 km akstur frá þétt- býlisstað náist ekki. „Vandamálið hér er að þetta eru mjög fámennar sveitir en mjög stórar.“ Aðspurður segir hann að áhugi fyrir kosningunni sé lítill á svæðinu og dræm þátttaka á kynningarfund- um. Ástæðuna sé eflaust að finna í því að nú sé verið að kjósa um sömu sameiningartillögu og hafi verið felld fyrir þremur árum. „Hún hefur lítið breyst síðan og einhvern veginn liggur í loftinu að úrslitin fari á svip- aðan veg og þá,“ segir Einar og bæt- ir því við að menn spyrji að leiks- lokum. Öll sveitarfélögin hafa boðað til fundar en fjórði og síðasti fund- urinn var haldinn í gærkvöldi í Laugum í Sælingsdal þar sem Árni Magnússon félagsmálaráðherra ætl- aði að mæta. Einar kveðst vera þeirrar skoðun- ar, líkt og Einar K. Guðfinnsson ráð- herra, að betra væri ef farið væri í endurbætur í samgöngumálum og opinber störf flutt út á land. Þá myndi sameining koma af sjálfu sér. „Ég er auðvitað ánægður með það fyrir hönd íbúanna að ríkisvaldið gefi okkur kost á að kjósa um þessa sam- einingu. Ég vona að menn mæti og kjósi samkvæmt sinni sannfæringu.“ Mjög stórar en fámennar sveitir ' *  .  * 1   1 # *"" ' 2    3*.#% 4%    !" - % $  *   %   % ' ! "##$ ()%% 56 *   7 ! $ 2  89:6 + ) !    Einar Örn Thorlacius Kosið um sameiningu þriggja sveitarfélaga í Dalasýslu og Austur-Barðastrandarsýslu Morgunblaðið/Sverrir Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is Í DALASÝSLU eru tvö sveitarfélög, Dalabyggð og Saurbæjar- hreppur, með einn byggðakjarna og umtalsvert dreifbýli. Í sveitarfélögunum búa rúmlega 700 manns, en þriðjungur þeirra býr í Búðardal, eða tæplega 250 manns. Í Austur-Barðastrandarsýslu er eitt sveitarfélag, Reykhólahreppur, með um 260 íbúa. Reykhólahreppur varð til árið 1987 við sameiningu fimm hreppa í Austur-Barðastrandarsýslu. Miðstöð sveitarfélagsins er á Reykhólum og annað minna þéttbýli er á Króksfjarðarnesi, en þar er verslun, sláturhús og banki. Grunn- skóli er á Reykhólum, svo og brunavarnir, dvalarheimili aldraðra, skrifstofa sveitarfélagsins og útibú frá sýslumanninum á Patreksfirði. Dalasýsla og Austur- Barðastrandarsýsla 28 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ KOSIÐ UM SAMEININGU HARALDUR V. A. Jónsson, for- maður samstarfs- nefndar um sam- einingu Strandasýslu, segir hreppana í Strandasýslu vera litla og því verði sameining til bóta hvað stjórnsýsluna varði. Umræddir hreppar eru Ár- neshreppur, Kaldrananeshreppur, Hólmavíkurhreppur og Broddanes- hreppur og munu íbúar sveitarfélag- anna greiða atkvæði með eða á móti sameiningu þeirra nk. laugardag. Hvað varðar galla við sameiningu á svæðinu bendir Haraldur á að stjórnsýsla og ýmis þjónusta henni tengd komi til með að verða fjarlæg- ari íbúum sveitarfélagsins ef samein- ingin verði samþykkt. Spurður um fundarsókn og al- menna stemningu fyrir sameining- unni segir Haraldur að fámennt hafi verið á fundinum á Hólmavík. Hann sagði að fundað hafi verið í öllum hreppunum nema í Kaldrananes- hreppi en þar átti eftir að funda, þeg- ar rætt var við Harald. Skoðanir meðal íbúanna eru skiptar varðandi sameiningu í sýslunni að hans sögn og segir hann menn vera á báðum áttum. Meðal málefna sem menn velti fyrir sér séu samgöngumál t.a.m. í Árneshreppi en þar séu sam- göngur erfiðar yfir vetrartímann. Hann nefnir sem dæmi að ef menn hyggist fara til Hólmavíkur þurfa þeir oft fyrst að fljúga til Reykjavík- ur og aka þaðan til Hólmavíkur. Áður hafa orðið þrennar samein- ingar í sýslunni að sögn Haraldar. Hann nefndi að Hrófbergshreppur, Nauteyrarhreppur og Kirkjubóls- hreppur hafi sameinast Hólmavíkur- hreppi. Þar af var sameining Kirkju- bólshrepps þvinguð. Hann telur sameiningarnar hafi ekki skaðað neinn og lukkast sæmilega. Haraldur á von á því að kjörsókn verði rétt í meðallagi í kosningunum á laugardag en vonast til að menn nýti sér kosningaréttinn og sýni þar með í verki hver hugur þeirra sé til málsins. Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Hólmavíkurhreppur og Broddaneshreppur sameinist Menn á báðum áttum varðandi sameiningu (  )$ 1 # *"" ' 22 * 1 # *""  $% 1 # *"" 2  * 1 # *"" ; * # *"" 4%   1 # *"" 3*.#% 1 # *"" ' 2% (   2 4    3*.#% 4%   -  * <      %  % ' ! "##$ ! $ 2  879 ,   :  &   66: -  &   5 !  .   = Haraldur V.A. Jónsson Á Hólmavík eru hlið við hlið galdrasýning og fiskvinnsla. Eftir Jón Pétur Jónsson jonpetur@mbl.is Morgunblaðið/Kristín Sigurrós
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.