Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Íslenskir nemendur koma vel út úr svo-nefndum PISA-könnunum en þeir getagert betur.Málþing Rannsóknarstofnunar Kenn- araháskóla Íslands verður haldið í dag og á morgun og þar flytur Andreas Schleicher fyr- irlestur sem hann nefnir Is the sky the limit in educational performance? Þar veltir hann meðal annars fyrir sér stöðu íslenskra nem- enda í samanburði við nemendur annarra þjóða, styrkleika og veikleika íslenska menntakerfisins í samanburði við önnur menntakerfi, og almennum aðferðum til þess að ná betri árangri í námi. Fyrir ofan meðallag Í PISA-könnunum er námsárangur 15 ára nemenda metinn. Fyrsta könnunin fór fram 2000 og var Ísland á meðal 43 þjóða sem tóku þátt í henni. Í könnuninni 2003, sem 41 þjóð var með í, var Ísland í 14. sæti í stærðfræði, 21. sæti í lestri og 22. sæti í náttúrufræði. Andreas Schleicher segir að íslenskir nem- endur hafi staðið sig vel. Þeir séu ekki í hópi þeirra bestu en fyrir ofan meðallag og á svip- uðu róli og nemendur nágrannalandanna. „Stöðugleiki og gæði vekja mesta athygli varðandi Ísland,“ segir hann og vísar til þess að lítill munur er á milli skóla og félagslegur bakgrunnur skiptir litlu máli. „Vandamál eru til staðar en í miklu minni mæli en hjá öðrum þjóðum.“ Að sögn Andreas Schleichers styðja kenn- arar á Íslandi vel við bakið á nemendum sín- um og fyrir vikið fá einstakir nemendur nauð- synlega aðstoð. Hins vegar er óvenjulega mikill munur á frammistöðu pilta og stúlkna. Strákar standa sig mun verr en stúlkur, eink- um á landsbyggðinni. „Það er spurning hvort þessi munur er vegna galla á menntakerfinu eða hvort hann endurspeglar félagslega stöðu nemendanna en það þarf að taka á vanda- málinu. Árangur íslenskra stúlkna skipar þeim á meðal þeirra bestu í heiminum en ís- lenskir piltar eru á meðal þeirra sem skipa neðsta þriðjunginn hvað frammistöðu varðar.“ Nám eykur möguleika Það er ekki nóg að standa sig vel í ákveðnum fögum. Andreas Schleicher segir að mestu máli skipti að byggja sterkan grunn fyrir nám til lífstíðar. „Mikilvægast er að nemendur noti nám og menntun til að víkka eigin sjóndeildarhring og líti á nám og mennt- un þeim augum,“ segir hann og bætir við að margir íslenskir nemendur standi sig ekki vel hvað þetta varðar. „Margir nemendur sýna náminu lítinn áhuga í fögum eins og til dæmis stærðfræði,“ segir Andreas Schleicher. „Það er mikilvægt að líta á möguleikana sem fylgja í kjölfarið. Nemendur þurfa að koma þeirri hugsun að, að þeir eru ekki að læra til þess að standa sig vel á prófi heldur vegna þess að þekking í viðkomandi fagi kemur sér til góða í lífsbaráttunni síðar meir. Margir íslenskir nemendur, einkum piltar, standa sig ekki vel að þessu leyti. Þeir sjá ekki möguleikana sem felast í náminu, en það skiptir æ meira máli og það er hægt að gera betur eins og dæmin sýna.“ Þó íslenskir nemendur hafi komið vel út úr PISA-könnunum segir Andreas Schleicher að hægt sé að gera miklu betur. „Ef Ísland er til dæmis borið saman við Finnland má sjá að Finnland stendur sig mun betur,“ segir hann. „Með öðrum orðum má segja að frammistaða Í o e a g t þ f l d þ m þ a b ö a s a þ n u þ h m u m s S u i i o s b S u u s m m l g e n h f e h v l Andreas Schleicher, forstöðumaður námsmatsstof aðalskipuleggjandi PISA-kannananna, með fyri Íslenskir neme góðir en geta ger Morgunblaðið/Ásdís Andreas Schleicher, forstöðumaður námsmats- stofnunar OECD og einn aðalskipuleggjandi PISA-kannananna, flytur erindi í dag. Að sögn Andreas Schleichers styðja kennarar á Íslandi vel við bakið á nemendum sínum og fyrir vikið f Hins vegar er óvenjulega mikill munur á frammistöðu pilta og stúlkna. Strákar standa sig mun verr en Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is MIKILVÆGAR SAMEININGARKOSNINGAR Kjósendur í 61 sveitarfélagi gangaá morgun til kosninga um sam-einingu við önnur sveitarfélög. Í þeim tillögum, sem kosið verður um, er gert ráð fyrir að sveitarfélögum í land- inu fækki úr 101 í 47. Þetta er stærsta atrennan að sameiningu sveitarfélag- anna frá stóru sameiningarkosningunni í nóvember 1993. Þótt þá væru flestar sameiningartillögur felldar, markaði sú kosning engu að síður upphaf þeirrar sameiningar sveitarfélaga, sem síðan hefur átt sér stað í misstórum skömmt- um. Á þessu árabili hefur sveitarfélög- um fækkað úr 196 í 101, eða um nærfellt helming. Umtalsverður árangur hefur því náðst í þessu verkefni nú þegar. Rökin fyrir fækkun og stækkun sveit- arfélaga eru skýr og ljós. Stærri sveitar- félög eru hagkvæmari og betur í stakk búin til að annast þau verkefni, sem sveitarfélögunum hafa verið falin. Þetta á ekki sízt við um rekstur grunnskólans, sem var færður frá ríki til sveitarfélaga fyrir nokkrum árum. Sú breyting hefur að flestu leyti tekizt vel. Jón Gunnarsson, alþingismaður og oddviti í Vogum á Vatnsleysuströnd, segir í Morgunblaðinu á miðvikudag að sveitarfélögin verði að stækka og eflast til að geta tekið við fleiri verkefnum frá ríkinu. Þau hafi sýnt að þau sinni rekstri grunnskólans betur í nærþjónustu en ríkið gerði á landsvísu og það sama muni gilda um málefni fatlaðra og aldraðra og jafnvel heilsugæzluna, en þetta eru verkefni, sem rætt hefur verið um að færa til sveitarfélaganna. Þannig er stækkun og efling sveitar- félaga forsenda fyrir þeirri valddreif- ingu, sem er æskileg í fjölbreyttu nú- tímasamfélagi og að borgararnir geti haft beinni áhrif á þá þjónustu, sem hið opinbera býður þeim. Önnur augljós röksemd fyrir samein- ingu sveitarfélaga er hagræðing í stjórnsýslunni. Það er hægt að komast af með einn sveitarstjóra í stað margra, eina sveitarstjórn og eitt nefndakerfi, svo dæmi séu nefnd. Stjórnsýslan verð- ur um leið faglegri, því að kostur gefst á meiri sérhæfingu. Kristján Þ. Halldórs- son, formaður samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga í Suður-Þing- eyjarsýslu, bendir á aðra hlið á málinu í Morgunblaðinu í gær og segir vega þungt að von sé til þess að í stærra sveitarfélagi veljist fólk í sveitarstjórn, sem hafi raunverulegan áhuga á sveit- arstjórnarmálum. Í minni hreppunum séu persónukosningar, enginn í fram- boði og menn verði að una því að vera kosnir. Í þriðja lagi er víða víðtækt samstarf nú þegar milli sveitarfélaga um ýmis verkefni. Valgarður Hilmarsson, for- maður samstarfsnefndar um samein- ingu sveitarfélaga í Austur-Húnavatns- sýslu, segir í Morgunblaðinu á miðviku- dag að þessi leið sé þung og erfið, seinvirk stjórnsýsla og þung í vöfum. Auðvitað myndi það auka mjög skil- virkni, ef þessi verkefni væru á hendi einnar sveitarstjórnar. Forsendurnar fyrir sameiningu sveit- arfélaga hafa víðast hvar breytzt veru- lega á undanförnum árum. Með stór- bættum samgöngum og fjarskiptum hafa byggðarlög, sem áður áttu kannski fátt sameiginlegt, vaxið saman í heild- stæð atvinnu- og þjónustusvæði. Það er fullkomlega eðlilegt að það endurspegl- ist í stjórnsýslunni. Reynslan af sameiningu sveitarfélaga undanfarinn áratug hefur víðast hvar verið góð. Eins og Árni Magnússon fé- lagsmálaráðherra bendir á í grein í Morgunblaðinu í gær er mikill meiri- hluti íbúa í sameinuðum sveitarfélögum ánægður með reynsluna af stækkun sveitarfélaga og hlynntur frekari sam- einingum. Á þessu eru þó auðvitað und- antekningar, sem ekki má líta framhjá. Í einhverjum tilfellum telja íbúar ein- stakra byggðarlaga að óskir þeirra og hagsmunir hafi ekki verið virtir í sam- einuðu sveitarfélagi. Það er full þörf á að læra af slíkum dæmum og skapa ekki of miklar væntingar um ávinninginn af sameiningu. Það er raunar jákvætt að svo virðist sem í kynningu á þeim sam- einingartillögum, sem kosið verður um á morgun, virðist ekki of miklu lofað og margar samstarfsnefndir hafa kynnt galla sameiningar sveitarfélaga, ekki síður en kostina. Slík vinnubrögð eru líkleg til að stuðla að því að gangi sam- eining eftir, verði færri fyrir vonbrigð- um þegar á reynir. Í samtölum við sveitarstjórnarmenn í umfjöllun Morgunblaðsins um samein- ingartillögurnar undanfarna daga hefur komið fram af hverju fólk hefur áhyggj- ur. Sumir óttast ópersónulegri þjónustu í stærri sveitarfélögum. Sumir hafa áhyggjur af að byggðarlagið þeirra verði afskipt jaðarbyggð. Sumir óttast að sameining dragi úr heilbrigðri sam- keppni á milli sveitarfélaga; þannig bendir Reynir Sveinsson, formaður samstarfsnefndarinnar á Suðurnesjum, á að Garðbúar og Sandgerðingar hafi áhyggjur af að gatnagerðargjöld vegna nýbygginga muni hækka, komi til sam- runa við Reykjanesbæ. Í Bæjarhreppi hefur fólk áhyggjur af að aka þurfi skólabörnum allt að 80 kílómetra leið, komi til sameiningar við Húnaþing vestra og þannig mætti áfram telja. Allt eru þetta gild rök og skiljanlegar áhyggjur. Þegar á heildina er litið, er þó óhætt að fullyrða að mun fleira mæli með frekari sameiningu sveitarfélaga en núverandi ástandi. Í aðdraganda sameiningarkosning- anna hefur talsvert verið rætt um það hvort heimila eigi byggðarlögum, sem eru óánægð með sameiningu, að end- urheimta sjálfstæði sitt. Félagsmálaráð- herra hefur lagzt eindregið gegn því. Morgunblaðið hefur hins vegar bent á að í slíkum möguleika gæti falizt aukið lýðræðislegt aðhald fyrir sveitarstjórnir í nýjum sveitarfélögum. Og slíkur mögu- leiki gæti jafnvel stuðlað að því að sam- eining yrði frekar samþykkt en ella, af því að fólk vissi að hann væri fyrir hendi ef illa færi. Það væri svo nýrrar sveit- arstjórnar að tryggja að til slíks þyrfti ekki að grípa og ætla verður að það yrði afar fátítt að reyna myndi á lagaákvæði af þessu tagi. Úr þessu kemur þetta auð- vitað ekki til álita fyrr en í næstu sam- einingarlotu. Miklu máli skiptir að sameining sveit- arfélaga sé ákveðin í lýðræðislegum kosningum íbúanna sjálfra. Lögþvinguð sameining er ekki líkleg til að heppnast vel. Markmiðið með sameiningu sveitar- félaga er að íbúarnir ráði meiru um eigin mál, en ekki að ríkisvaldið þröngvi upp á þá fyrirkomulagi, sem þeir ekki vilja. Íbúar sveitarfélaganna, sem í dag kjósa um sameiningu, ættu tvímælalaust að nýta kosningarétt sinn, eftir að hafa velt rækilega fyrir sér kostum og göllum sameiningar. Hér er um að ræða mik- ilvægt mál, sem varðar alla íbúa sveitar- félaganna sem um ræðir. Óhætt er að taka undir með Árna Magnússyni fé- lagsmálaráðherra sem segir í grein sinni í Morgunblaðinu í gær: „Hvað getur verið áhugaverðara en að móta sitt stjórnsýslustig til frambúðar?“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.