Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.10.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 35 Segja má að það hafi veriðmörgum ánægjuefni þeg-ar Nóbelsnefndin til-kynnti hinn 3. október sl. hverjir fengju Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 2005. Læknarnir eru báðir frá Ástral- íu, Robin Warren og Barry J. Marshall, og vöktu athygli á líklegu sambandi magabakteríunnar Helicobacter pylori við magabólgur, maga- og skeifugarn- arsár (meltingarsár) og jafnvel krabba- mein í maga. Með því að uppræta bakt- eríuna úr magaslím- húð hefur tekist að lækna sárin og hugs- anlega forða því að ákveðin teg- und krabbameins myndaðist í maganum. Áþján margra áður fyrr En hvaða þýðingu hefur upp- götvun sem þessi fyrir okkur öll? Til þess að gera sér skýrari grein fyrir því er nauðsynlegt að hverfa nokkra áratugi aftur í tímann. Mér er minnisstætt þegar ungur prentnemi, sem ég þekkti fyrir um fjörutíu árum, varð að leggj- ast inn á sjúkrahúsið Sólheima 1 sinni til 2 sinnum á ári til með- ferðar vegna meltingarsárs. Dvaldist hann þar í 6–8 vikur í magakúr, þjáðist af miklum maga- óþægindum og missti mikið úr í skóla og vinnu. Ég minnist enn betur þeirra einstaklinga þegar ég kom úr sérnámi, rétt eftir 1980, sem þjáðust af meltingarsári, einu sinni til tvisvar sinnum á ári. Þeir þurftu sýrubindandi lyf í miklu magni og sýruhemjandi lyf í kúr- um eða stöðugt til að halda sjúk- dómnum í skefjum. Meðferðin tók oft margar vikur eða mánuði þar til sárin greru og einkenni hurfu. Meltingarsárin voru svo sann- arlega langvinnur sjúkdómur sem gjarnan gaus upp aft- ur og aftur. Þá var áætlað að 200–300 einstaklingar fengju þennan sjúkdóm hér- lendis á ári og fleiri hundruð lifðu með hann ævilangt. „Óábyrgir magasjúklingar“ Skurðaðgerðir voru algengar þar sem mismunandi mikið af maganum var fjar- lægt. Sumir jafnvel létust vegna holgötunar (sárið gerði gat á magavegginn) eða blæðinga frá illvígum sárum. Því- lík þjáning fyrir þetta fólk og því- líkur kostnaður fyrir þjóðfélagið! Þessir einstaklingar voru gjarnan, af þeim sjálfum og öðrum, nefndir „magasjúklingar“ sem höfðu margir hverjir verulega skert lífs- gæði. Þeir voru líka taldir „stress- aðir“, með allt of háar magasýrur, „sekir“ að óhollu líferni og mat- aræði. Kaffi þótti hið versta mál og gat valdið sárum. En þökk sé vísindunum og fyrrgreindum Nób- elsverðlaunahöfum, því uppgötvun þeirra hefur í áranna rás gjör- breytt viðhorfi læknisfræðinnar til meltingarsára. Mjög flókið og erf- itt vandamál verður einfalt og auðleyst fyrir flesta. Bakterían fyrrnefnda, Helicobacter pylori, leikur þar aðalhlutverkið. En hef- ur þá stressið, magasýran, kaffið og mataræðið lítið með það að gera hver fær meltingarsár? Já, sennilega er það nú svo, því ef bakterían er ekki fyrir hendi, myndast sjaldnast meltingarsár. Það er þá af öðrum toga t.d. vegna salílyfjanotkunar (gigtarlyf) eða asperín-lyfja. Mikilvæg tímamót Í kjölfar uppgötvunar Marshall og Warren á þessari bakteríu, beindist meðferðin hjá „maga- sjúklingunum“ að því að uppræta sýkilinn í mögum þeirra. Í fyrstu var meðferðin flókin og erfið (4 lyf tekin samtímis) í allt að fjórar vikur og gegndu þar ný og bylt- ingarkennd lyf, svonefndir sýru- hemlar, veigamiklu hlutverki. Þannig hófst meðferðin hér á landi um 1990, en í kjölfar fjölda rannsókna með nýjum sýklalyfj- um og fyrrgreindum sýruhemj- andi lyfjum, er meðferðin nú orðin einföld, tekur aðeins 1 viku og er örugg, því flestir læknast (meira en 95%). Ef bakteríunni er eytt, grær sárið og kemur sjaldan aft- ur. Þeir eru nú ófáir „maga- sjúklingarnir“ sem höfðu langvinn meltingarsár í áratugi og hafa nú læknast af „sárum“ sínum og eru án einkenna eins og magalausir væru. Mörgum finnst þeir hafi öðlast nýtt líf og leyna sjaldan þakklæti sínu. Með góðum rannsóknar- aðferðum til að greina melt- ingarsár og tilvist bakteríunnar, má stytta sjúkdóms-og þjáning- arferli fólks með því að beita nýjum og mjög virkum lyfjum í stuttan tíma. Fylgikvillar með- ferðarinnar eru fáir. Skurð- aðgerðir við meltingarsárum eru mjög sjaldan framkvæmdar nú orðið og þá aðeins í undantekn- ingartilvikum. Heilsurækt og mannamein Fullyrða má að uppgötvun sú sem hér um ræðir hafi verið að hluta til heppni, eins og reyndar margar aðrar merkilegar nýj- ungar. Í bókinni Heilsurækt og mannamein, sem kom út hér á landi fyrir rúmlega 60 árum, er skrifað m.a. um meltingarsár: „Viðvarandi misþyrming magans með mjög kryddaðri, of heitri eða illa tugginni fæðu geti átt þátt í sáramyndun. Það er enn óútkljáð mál, hvort gerlar (bakteríur, sýkl- ar) koma hér við sögu.“ Um 40 árum eftir að þetta er ritað upp- götva vísindamennirnir bakteríuna og skýra tengsl hennar við maga- bólgur og meltingarsár. Um 20 árum síðar fá þeir viðurkenningu fyrir einn stærsta sigur vís- indanna í læknisfræði, sem leiðir til þess að mögulegt er að lækna sjúkdóm, sem talinn var lang- vinnur og aðeins hægt að halda í skefjum. Orðatiltækið – góðir hlutir ger- ast hægt – á vel við þessa merku uppgötvun. Á þessum tíma hafa líka þróast betri rannsóknar- aðferðir til að greina bakteríuna og lyf til að beita gegn henni. Þegar þetta allt kemur saman sést hin fullkomna mynd nútíma læknisfræði. Lækning fundin við langvinnum sjúkdómi! Eftir Ásgeir Theodórs ’… uppgötvun þeirrahefur í áranna rás gjör- breytt viðhorfi læknis- fræðinnar til melt- ingarsára. Mjög flókið og erfitt vandamál verður einfalt og auð- leyst fyrir flesta.‘ Ásgeir Theodórs Höfundur er læknir og sérfræðingur í meltingarsjúkdómum. Umræður um fjölgunrefa og minka hér álandi hafa farið vax-andi á síðustu miss- erum og árum og ekki að ófyr- irsynju. Það var þess vegna eitt af fyrstu verkum mínum sem um- hverfisráðherra fyrir rúmu ári að undirbúa átak til að fækka mink og helst að útrýma honum úr ís- lenskri náttúru sé þess kostur, en jafn- framt að auka fjár- stuðning til sveitarfé- laga vegna refaveiða. Það er því ánægju- legt að nú hefur verið ákveðið að efla rann- sóknir og veiðar á þessum tveimur stofnum umtalsvert á næstu árum. Refurinn á sér langa sögu hér á landi og talið er að hann hafi komið hing- að með hafís í lok síð- ustu ísaldar fyrir um 10.000 ár- um. Hann er þess vegna eðlilegur hluti af íslenskri nátt- úru og mikilvægt er að svo verði áfram. Margt bendir hins vegar til að refurinn hafi fjölgað sér mjög og nauðsynlegt er að grípa til aðgerða að til að halda stofn- inum niðri svo að hann valdi ekki of miklu tjóni á öðru dýralífi. Minkurinn er hins vegar að- skotadýr hér á landi. Hann var fluttur inn á fjórða áratug síð- ustu aldar og slapp þá út í nátt- úruna. Honum hefur fjölgað mik- ið og hefur breiðst út um allt land. Hann veldur miklu tjóni á öðrum dýrategundum og er ógn við hlunnindi og nytjar bænda. Ólíkt refnum nýtur minkurinn engrar friðunar samkvæmt lög- um nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og almennt er talið að æskilegt markmið sé að útrýma honum úr íslenskri nátt- úru. Í þessu sambandi má einnig benda á að samkvæmt alþjóð- legum samningi um líffræðilega fjölbreytni hvílir sú skylda á stjórnvöld- um að sjá til þess að framandi lífverur í náttúru íslands ógni ekki búsvæðum annarra lífvera. Stofnstærðar- líkan fyrir refinn Tvær nefndir störfuðu nýlega á vegum umhverfis- ráðuneytisins og fjölluðu annars veg- ar um refinn og hins vegar um minkinn. Báðar komust að þeirri niðurstöðu að grípa þyrfti til markvissra aðgerða til að fækka ref en útrýma mink, væri þess kostur. Ekki var þó talið nægja að auka aðeins veiðar, því að með því væri að nokkru leyti rennt blint í sjóinn ef betri upplýsingar lægju ekki fyrir um stofnstærð og áhrif veiðanna á þessa tvo stofna. Í fjárlagafrumvarpi því sem nú hefur verið lagt fram er gert ráð fyrir auknum framlögum til að efla rannsóknir og veiðar. Ætl- unin er að gera stofnstærðarlíkan fyrir íslenska refinn, en ekki eru til nægilega haldbærar upplýs- ingar um stærð refastofnsins. Þá verði gerður miðlægur gagna- grunnur þar sem aflað verði betri upplýsinga um tjón af völdum refs auk þess sem unnið verði námsefni fyrir veiðimenn. Þessu til viðbótar er gert ráð fyrir að endurgreiðslur ríkissjóðs til sveitarfélaga vegna refaveiða verði hækkaðar næstu árin og verði svipaðar og þær voru árið 2003 eða allt að helmingur af kostnaði við veiðarnar. Mikilvægt er ef árangur á að nást að sveit- arfélögin, sem fara með þetta verkefni, skipuleggi vel hvernig því fjármagni sem varið er til veiða á ref og mink er varið. Svæðisbundið tilrauna- verkefni gegn minknum Eins og áður segir stendur vilji til þess að útrýma mink úr ís- lenskri náttúru, en óvissa er um hvernig best verði staðið að því og jafnvel hvort að það sé raun- hæft markmið. Þess vegna hefur verið ákveðið að leggja sérstakt fjármagn í tímabundið til- raunaverkefni næstu þrjú árin. Þegar niðurstöður þessa til- raunaverkefnis liggja fyrir verða ákvarðanir teknar um frekari að- gerðir. Tilraunaverkefnið felst í svæð- isbundnu átaki til útrýmingar minks á þremur takmörkuðum svæðum á landinu þar sem saman fari veiðar, skipuleg vöktun og rannsóknir á meðan á verkefninu stendur. Framlag ríkisins til verkefnisins er 45 milljónir króna á ári, en verkefni af þessu tagi er talin nauðsynleg forsenda þess að hægt verði að leggja rökstutt mat á til hvaða aðgerða raunhæft er að grípa í framhaldinu. Verkefnið verður unnið í samvinnu við sveit- arfélög á svæðunum sem fyrir valinu verða, enda er framkvæmd veiðanna lögum samkvæmt á ábyrgð sveitarfélaganna. Einnig verður lögð áhersla á aðkomu hagsmunaaðila á borð við hlunn- indabændur og veiðiréttarhafa að verkefninu. Á sama tíma verða endur- greiðslur ríkisins til sveitarfélaga vegna minkaveiða hækkaðar og miðað við að þær verði svipaðar og þær voru árið 2003 eða allt að helmingur kostnaðar við veið- arnar. Ég bind miklar vonir við það átak sem framundan er í veiðum og rannsóknum á ref og mink og tel að það skili sér ekki aðeins í fækkun refa og minka á næstu árum frá því sem annars hefði verið, heldur ekki síður í mark- vissari aðgerðum til framtíðar. Aukin þekking á þessum tveimur stofnum er ein helsta forsenda þess að hægt sé að grípa til raun- hæfra aðgerða gegn óhóflegum vexti þeirra. Átak í veiðum og rannsóknum á ref og mink Eftir Sigríði Önnu Þórðardóttur ’Tilraunaverkefniðfelst í svæðisbundnu átaki til útrýmingar minks á þremur takmörkuðum svæðum á landinu.‘ Sigríður Anna Þórðardóttir Höfundur er umhverfisráðherra. Íslands sé góð en hún getur verið mun betri og það er möguleiki til frekari framfara. Það er gott að vera fyrir ofan meðallag í sam- anburði við aðrar þjóðir en það er ekki nógu gott fyrir þjóð eins og Ísland sem þarf að treysta æ meira á hæfileika þegnanna. Með þetta í huga vil ég koma mikilvægi námsins á framfæri en um leið leggja áherslu á að ís- lenska menntakerfið er í góðu lagi. Það er dýrt í samanburði við önnur menntakerfi en það stendur vel fyrir sínu.“ Breytingar Heimurinn tekur stöðugt breytingum og mikilvægt er að menntakerfið takið mið af þeim. Andreas Schleicher segir mikilvægt að allir geri sér grein fyrir að ekki sé hægt að beita sömu kennsluaðferðum nú og fyrir hálfri öld. Almennt hafi skólinn tilhneigingu til þess að endurtaka það sem hafi alltaf verið gert en skólastjórnendur verði að gera sér grein fyrir að breytingar eru nauðsynlegar í samræmi við þjóðfélagsbreytingar. Kröfur almennings og nemenda gagnvart skólum eru aðrar nú en áð- ur og skólar verði að aðlaga námskrána að þessum breytingum hverju sinni. Hugsanlega hafi það ekki verið gert í nægilega ríkum mæli íslenskum skólum varðandi pilta. „Mun- urinn á frammistöðu pilta og stúlkna er of mikill og á þessu þarf að taka,“ segir hann. Auknar kröfur Andreas Schleicher segir að ekki þýði að standa í stað þegar nám er annars vegar. Stöðugt séu gerðar auknar kröfur til mennt- unar og því verði ekki aðeins erfiðara og erf- iðara fyrir ómenntað fólk að fóta sig í veröld- inni heldur verði menntastofnanir að bæta sig og gera verði auknar kröfur til nemenda, ekki síst í þjóðfélögum þar sem allar framfarir byggist á menntuðu fólki. Menntun er án takmarkana, segir Andreas Schleicher og vísar til frammistöðu finnskra ungmenna. Þau hafi verið á toppnum í könn- uninni 2000 og bætt sig mikið þremur árum síðar. „Þeir sem standa sig best bæta sig á milli kannana,“ segir hann. „Það er mikill metnaður í Finnlandi, miklu meiri en ég get lesið út úr niðurstöðunum frá Íslandi. Eru gerðar nógu miklar kröfur til Íslenskra nem- enda? Fá þeir nógu mikinn stuðning? Eru námsmarkmiðin nógu skýr með framtíðina í huga? Er námskráin í samræmi við kröfur framtíðarinnar? Segja má að íslenskir nem- endur standi sig vel en spyrja verður um hvað helst ógni árangri í framtíðinni og bregðast við með það að leiðarljósi að gera betur. Finn- land er góð fyrirmynd að þessu leyti.“ fnunar OECD og einn irlestur í Reykjavík endur rt betur Morgunblaðið/Árni Sæberg fá einstakir nemendur nauðsynlega aðstoð. n stúlkur, einkum á landsbyggðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.