Morgunblaðið - 07.10.2005, Page 44

Morgunblaðið - 07.10.2005, Page 44
44 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Pétur Jóhannes-son fæddist í Bolungarvík 4. júní 1923. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum 2. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhannes Teitsson húsasmíðameistari, f. á Skarði í Vatns- nesi í V-Hún. 2. júní 1893, d. 1. nóv. 1977, og kona hans Guð- rún Magnúsdóttir kennari og skáld- kona, f. á Klukkufelli í Reykhóla- sveit 15. sept. 1884, d. 2. júlí 1963. Systkini Péturs eru: Björn, f. 14. okt. 1919, látinn, Magnús, f. 9. des. 1920, látinn, Baldvin, f. 16. des. 1928, látinn og fóstursystir Guð- laug Árnadóttir, f. 22. sept. 1930. 10. júní 1950 kvæntist Pétur eft- irlifandi eiginkonu sinni, Elín- borgu Magnúsdóttur, f. á Hellis- sandi 20. apríl 1930. Foreldrar hennar voru Sólborg Sæmunds- dóttir húsmóðir og Magnús Jóns- son formaður. Börn Péturs og El- ínborgar eru: 1) Jóhannes, f. 1. apríl 1948, kvæntur Þuríði Ingólfs- dóttur, f. 23. des. 1950, börn þeirra: a) Pétur, f. 22. sept. 1975, sambýliskona Thelma Róberts- síðar við ýmsar verklegar fram- kvæmdir m.a. fyrir hernámsliðið eins og var með marga unga menn á þessum árum. Hugur hans beind- ist fljótt að verklegum fram- kvæmdum og hóf hann nám í húsa- smíði við Iðnskólann og vann við þá iðn allan starfsaldur sinn. Pétur starfaði talsvert að félagsmálum, var í stjórn Trésmíðafélags Reykjavíkur, og var formaður fé- lagsins árið 1953 á miklum um- brotatímum, þegar félagið skiptist upp í sveina- og meistarafélag. Eftir skólagöngu tekur hann að sér verkstjórn hjá trésmiðjunni Byggir hf. sem þá var ein af stærri trésmiðjum bæjarins. Árið 1964 stofnar hann ásamt starfsfélaga sínum Aðils Kemp húsasmíða- meistara byggingarfyrirtækið Bygging s.f., og varði það farsæla samstarf þar til Aðils féll frá, 1969. Upp frá því rak Pétur fyrirtækið einn, eða þar til hann lét af störf- um fyrir aldurs sakir. Pétur sinnti þeim störfum sem honum voru fal- in af stakri trúmennsku enda mik- ið leitað til hans um úrlausnir bæði af einstaklingum og opinberum aðilum, enda var sjaldan komið að tómum kofunum á þeim sviðum sem vörðuðu hans fag. Kringum hann myndaðist strax góður starfsmannakjarni sem hélt tryggð við fyrirtækið allt frá stofnun, enda bar hann hag starfs- manna sinna mjög fyrir brjósti. Útför Péturs verður gerð frá Kópavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. dóttir, f. 6. sept. 1978, b) Ingólfur, f. 15. okt. 1976, kvæntur Katr- ínu Völu Arjona, f. 28. júní 1976, c) Elín- borg, f. 22. febr. 1979 d) Örn, f. 9. ágúst 1983. 2) Sólborg Anna, f. 23. ágúst 1950, gift Þórði Frið- rikssyni, f. 22. des. 1937, börn þeirra: a) Laufey Hlín, f. 6. júlí 1982; b) Íris Rún, f. 18. jan 1984, fyrir átti Sólborg Pétur Per- pentuine Pétursson, f. 12. ágúst 1971, sambýliskona hans er Jó- hanna Haukdal Styrmisdóttir, f. 15. sept. 1977. 3) Magnús Rúnar, f. 6. ágúst 1955, var kvæntur Stein- unni Helgadóttur, þau skildu. Börn þeirra eru Aðalsteinn Helgi, f. 28. nóv. 1974; Hákon Ingi, f. 28. júlí 1978; og Guðrún Birna, f. 28. júní 1985. Sonur Magnúsar of Car- lottu Rósu Guðmundsdóttur, f. 5. des. 1955, er Loftur Karl, f. 12. des. 1990. Barnabarnabörnin eru sjö. Pétur ólst upp í Bolungarvík. Hann lauk framhaldsskólanámi frá Núpsskóla árið 1940 . Eftir það flytur hann til Reykjavíkur og vann þá bæði við verslunarstörf og Það var skömmu fyrir 1960 sem ég flutti með foreldrum mínum á Kárs- nesbrautina í Kópavogi. Stuttu síðar fluttu í götuna þau Pétur Jóhannes- son og kona hans Elínborg Magnús- dóttir ásamt börnum sínum, þeim Jó- hannesi, Sólborgu og Magnúsi. Við Sólborg urðum fljótt góðar vinkonur. Fimmtán árum síðar varð ég tengda- dóttir þessarra ágætu hjóna. Leiðir okkar hafa því legið saman í hartnær 40 ár. Pétur og Borga hafa alla tíð verið gefandi manneskjur í orðsins fyllstu merkingu. Gestrisin og bóngóð, enda afar vinsæl hjón. Pétur var mörgum góðum kostum búinn. Hann var hreinskilinn og ófeiminn við að segja álit sitt við hvern sem var án tillits til mann- félagsstöðu. Oftar en ekki var hann málsvari þeirra sem minna máttu sín, og sem atvinnurekandi var hann mikill málamiðlari. Það leyndist ekki neinum sem við Pétur ræddi hve vel hann var máli farinn, enda bar orða- forðinn vott um mikinn bókalestur. Hnitmiðaður í allri frásögn og gat farið á flug ef sá gállinn var á honum. Þó hefðu sögulokin stundum mátt koma fyrr. Tengdapabbi var ekki síður hand- laginn. Fyrir mörgum árum gaf hann mér leirstyttu sem mölbrotnaði á fyrsta degi. Styttuna límdi hann sam- an þannig að ógerningur var að sjá að hún hefði nokkru sinni brotnað. Fyr- ir okkur hjónin smíðaði hann afar fal- legan eikarstiga skömmu eftir að við fluttum í Grafarvoginn. Stiginn var hin mesta völundarsmíð og fallegasta mubla sem við höfum eignast. Þegar við svo seldum húsið löngu seinna var það með mikilli eftirsjá sem við horfðum á eftir stiganum. Meðan við bjuggum út á landi voru það óskastundir barnanna að fá afa og ömmu í heimsókn. Svo mikil var eftirvæntingin eitt sinn að synirnir ruku upp í háan hita. Læknir var kallaður til en fann ekki að neitt þjak- aði drengina. Líklegast þótti að spenna og til- hlökkun hefði kynt svo hraustlega undir, enda urðu þeir alheilir um leið og afi og amma komu. Pétur unni náttúru landsins og ferðaðist vítt og breitt um það. Mörg sumur undi hann við lax- og silungs- veiðar. Það var tilhlökkunarefni fjöl- skyldunnar að vera með honum helgi í laxveiði. Í þessum ferðum kviknaði áhugi sona okkar, en þeir nota öll tækifæri sem gefast til veiðiferða. Eftir að Pétur lét af störfum haustaði skjótt í lífi hans og halla tók undan fæti. Án efa hafa viðbrigðin við að láta af störfum fyrir þennan mikla athafnamann átt stóran þátt í því. Hann gat ekki lengur notið þess sem áður var gleði hans. Elínborg, sú ein- staka kona, stóð alla tíð við hlið hans og studdi í gegnum súrt og sætt. Hafi hún þökk og heiður fyrir. Elsku Pétur, megi englar hins himneska föður styrkja þig og styðja á nýjum slóðum. Hafðu þökk fyrir samfylgdina í þessu lífi. Þuríður. Elsku afi, okkur langar að kveðja þig með fáeinum orðum. Alltaf reyndist þú okkur vel og í okkar augum varst þú alltaf maður- inn sem gast gert allt. Við eigum góð- ar minningar frá því þegar þú kennd- ir okkur að veiða í ferðunum okkar í veiðikofann og hvernig þú gast alltaf hjálpað okkur þegar okkur hafði tek- ist á einhvern klaufalegan hátt að meiða okkur, eins og okkur einum var lagið. Þegar þú varst frískur var ekkert sem þú gast ekki eða vildir ekki gera fyrir okkur. Allt sem þú gerðir gerðir þú vel og mun það alltaf vera stór partur í minningu okkar um þig. Þú varst búinn að vera lengi veikur og búinn að eiga mjög erfitt síðustu ár og við vonum bara að þér líði betur núna og við vitum það að þú fylgist með okkur og litlu langafa- börnunum þínum af himninum. Við kveðjum þig með söknuði. Hvíl í friði elsku afi. Ég veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir svo mæt og góð, svo trygg og trú svo tállaus, falslaus reyndist þú ég veit þú látin lifir! (Steinn Sigurðsson.) Elsku amma, við biðjum Guð að vera með þér á þessum erfiðu tímum Pétur, Íris og Laufey. Elsku afi, okkur systkinin langar til þess að kveðja þig og þakka þér fyrir þann tíma sem við áttum sam- an. Margt kemur upp í hugann þegar litið er til baka og margar góðar minningar lifna við. Þú gafst alltaf mikið af þér og varst ávallt tilbúinn að leiðbeina og hjálpa þegar svo bar undir. Minnisstæðar eru þær stundir sem við áttum saman á bökkum Urr- iðaár þar sem góður undirbúningur var lagður að veiðidellu okkar bræðr- anna. Þó svo fiskarnir hafi ekki verið margir voru stundirnar ógleyman- legar og hver ferð sem ævintýri í hugum okkar systkinanna. Þar feng- um við líka að kynnast einum mesta veiðijeppa sem við höfðum nokkurn tíma augum litið. Fáir sögðu sögur eins og þú. Þú hafðir þann eiginleika að fanga athygli allra sem í kringum þig voru. Þú hreinlega fórst með mann á staðinn og gerðir allar frá- sagnir ljóslifandi í hugum þeirra sem á þær hlýddu. Skrifstofan þín var annað ævintýrið. Allt þar inni var merkilegt og fannst okkur að landinu hlyti að vera stjórnað frá stóra skrif- borðinu þínu. Heimsóknirnar á Kárs- nesbrautina voru svo enn eitt ævin- týrið. Þar var alltaf eitthvað um að vera, ýmislegt gekk á og aldrei var langt að leita þegar einhver slasaði sig. Þú fórst með okkur inn í eldhús, settir okkur við eldhúsborðið, dróst niður eldhúsljósið, tókst upp sjúkra- kassann og stækkunarglerið og mál- ið var leyst. Þú varst athafnamaður í eðli þínu, það vitum við öll sem þekktum þig. Hagverksmaður í orði og verki. Ósjaldan fengum við að taka þátt í framkvæmdum sem þú tókst þér fyr- ir hendur á Kársnesbrautinni eða í Grímsnesinu. Þar lærðist okkur fljótt PÉTUR JÓHANNESSON ✝ Kristinn Sigur-jónsson fæddist á Rauðarárstíg í Reykjavík 28. nóv- ember 1932. Hann ólst upp á Rauðarár- stígnum og Hverfis- götu 82. Kristinn lést á Landspítalan- um við Hringbraut 29. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Sigurjón Jónsson kyndari í Gasstöð- inni, f. 5.4. 1894, d. 29.1. 1947, og kona hans Sólveig Róshildur Ólafsdóttir húsmóðir, f. 13.7. 1900, d. 26.3. 1984. Systkini Kristins eru: Vilhjálmur Sverri Valur, f. 1.3. 1918, d. 1.9. 2004; Vil- helmína, f. 11.4. 1920; Ólafur Jón, f. 2.6. 1921; Þórunn Ólafía, f. 8.2. 1923; Sigurður, f. 26.3. 1924, d. 16.6. 1936; Soffía, f. 7.9. 1925; Hörður, f. 11.6. 1927; Gunnsteinn, 2001. 3) Guðrún Róshildur, f. 7.9. 1966, maður hennar er Páll Þórir Viktorsson, börn þeirra eru: Sig- urður Straumfjörð, f. 27.8. 1984; Guðmundur Kristinn, f. 3.11. 1992; Guðbjörn Jón, f. 3.11. 1992. 4) Ás- dís Björg, f. 11.7. 1975, maður hennar er Hálfdán Gunnarsson, börn þeirra eru: Eydís Rós. f. 22.11. 2002; Telma Lind, f. 15.1. 2004. Árið 1957 fluttist Kristinn til Seyðisfjarðar. Þar bjó hann með þáverandi konu sinni Kristbjörgu og börnum þeirra allt þar til þau slitu samvistum árið 1981. Kristinn hóf nám hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar hjá Stefáni Jóhanns- syni þar sem hann nam vélvirkjun og gekk í Iðnskólann á Seyðisfirði og varð hann vélvirkjameistari 1963. Kristinn vann hjá Hafsíld sem verksmiðjustjóri og síðar hjá Síld- arbræðslu ríkisins allt þar til hann flutti búferlum til Reykjavíkur 1986. Þá hóf hann störf hjá Traust, síðan Aðalbraut og síðustu árin vann hann hjá Arentstál. Útför Kristins verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfn klukkan 13. f. 31.5. 1931, d. 24.12. 2001; Sigurður Sæv- ar, f. 19.6. 1936; og Þóranna Erla, f. 1.8. 1940. Kristinn kvæntist Kristbjörgu S. Krist- jánsdóttur 24. desem- ber 1961. Þau slitu samvistum 1981. Börn þeirra eru: 1) Sigurjón Bergur, f. 25.10. 1961, kona hans er Olga Ásrún Stefánsdóttir, börn þeirra eru Bergrún Lilja, f. 2.2. 1982, sambýlismaður Kristján Edilon Magnússon. Krist- inn Smári f. 22.10. 1983, unnusta Gunnhildur Einarsdóttir; Heiðdís Rósa, f. 13.7. 1990; og Guðrún Hanna, f. 2.8. 1992. 2) Kristján Vil- hjálmur, f. 23.5. 1963, kona hans er Ingibjörg Elín Ingimundardóttir, börn þeirra eru: Þröstur Smári, f. 28.3. 1998; Haraldur Sindri, f. 26.8. Elsku besti pabbi okkar. Þetta var frekar löng og erfið barátta sem þú þurftir að ganga í gegnum. Hinn 22. des. sl. greindist þú með banvænan sjúkdóm. Allt frá því að þú greindist barðist þú hetjulega og komst öllum á óvart með krafti þínum og lífsvilja. Nú flæða að okkur systk- inum svo ótal margar minningar um þig og getum við ekki annað en þakk- að fyrir þær góðu stundir sem við fengum með þér. Eftir að þú eltir okkur krakkana suður og fluttir í Hrafnhólana var ekki að því að spyrja, alltaf var eitthvert góðgæti á boðstólunum ef ekki var læri eða hryggur í ofninum, kjötsúpa í pott- inum, sem jú var sú allra besta sem hægt var að fá, þá var allavegana hægt að fá köku, kex, súkkulaði og mjólk. Það kom enginn að tómum borðunum hjá þér, elsku pabbi. Við systur verðum ævinlega þakk- látar fyrir að hafa fengið tækifæri til að fara með þér austur á Seyðisfjörð nú í vor. Það var dýrmætur tími sem við munum ætíð geyma í hjörtum okkar. Síðan varðstu að sjálfsögðu að drífa þig norður til Sigurjóns þar sem hann var að byggja. Þú máttir aldrei vita til þess að neitt okkar væri í ein- hvers konar framkvæmdum hvort sem það voru breytingar á eldhúsum, flísalagnir, bilaðir bílar og svo mætti lengi telja. Ávallt var pabbi mættur fyrstur á staðinn til að laga eða í það minnsta leiðbeina okkur hvernig best væri að gera hlutina. Pabbi var alltaf vinamargur, hann elskaði alla og allir elskuðu hann. Hann vildi alltaf passa upp á sína nán- ustu athuga hvort einhvern vantaði hjálp eða bara smá spjall. Hann var alltaf góður afi og sýndi barnabörnum sínum mikla ást, hlýju og kærleik. Alltaf var hann fyrstur til að mæta á fótboltaleiki, leikrit eða aðra fögn- uði þar sem þau áttu hlut að. Það var alltaf tilhlökkun hjá barnabörnunum að koma til afa Kidda í hlýjuna þó ekki sé talað um að aldrei klikkaði afi á því að eiga nóg af ís og súkkulaði til að gefa þeim sem vildu. Elsku pabbi, við eigum eftir að sakna þín svo mikið en við vitum að núna ertu kominn á góðan stað þar sem þér líður vel. Minningarnar verma okkur. Við elskum þig, kæri pabbi, og munum brosin þín björtu. Sigurjón, Kristján, Róshildur og Ásdís. Lífið okkar hvers og eins er saga sem á sér upphaf og endi. Inn í hverja sögu fléttast persónur sem sumar eru til staðar söguna á enda en aðrar koma einungis inn í valda kafla. Þann- ig var það með yndislegan tengdaföð- ur minn sem kom inn í tuttugu og fimm kafla í minni sögu, einn fyrir hvert ár frá því ég kynntist Sigurjóni mínum. Ekki alls fyrir löngu sátum við og spjölluðum um lífið og dauðann og tilfinningar okkar fóru á flug. Við vorum sammála um að það væri erfitt að horfast í augu við dauðann en samt yrði ekki undan því komist. Við vor- um líka sammála um að það ætti fyrir okkur öllum að liggja en það sem mestu máli skipti væri að við værum viss um að eiga örugga himnavist hjá guði föður á himnum. Einn góður vin- ur okkar Sigurjóns hefur svo oft talað um það að við séum ekki spurð hvern- ig við byrjuðum söguna, heldur hvernig hún endaði. Kiddi skilur eftir sig arfleið sem líkja má við fallegan garð sem hann ræktaði vel. Eftir standa falleg blóm og jurtir í alls kyns litum sem end- urspeglast í börnunum hans og tengdabörnum sem elskuðu og áttu gott samband við hann. Barnabörn- um sem elskuðu og sakna afa sárt því skarðið er stór og verður aldrei fyllt. Vinir út um allt land sem syrgja. Slík- ir hlutir sem þessir eru ekki sjálfgefn- ir heldur þarf að vinna að þeim og þetta var það sem gaf lífinu hans Kidda gildi. Í þessi tuttugu og fimm ár stóð hann trúr og tryggur með okkur Sig- urjóni og tók virkan þátt í lífi okkar og uppvexti barnanna, sama hvar á landinu við höfum búið. Síðustu árin hér á Akureyri eru ekki undanskilin og við erum þakklát fyrir allar þær góðu stundir sem við fengum saman. Það er skrýtin tilfinning að eiga ekki eftir að heyra hvellan hlátur hans hljóma eða njóta krafta hans og nærveru. Þeir kaflar í minni sögu sem tengdapabbi var til staðar hafa auðg- að líf mitt og það voru forréttindi að fá að vera tengdadóttir hans. Blessuð sé minning hans. Olga Ásrún. Það gleymist víst engum sem gengur sinn veg hve gott er að eiga þar vini. Og finna samúð á langri leið í lífsins hverfula skini. Þú deildir á milli í dagsins önn þínum drengskap sem heilu réði að rétta fórnandi heita hönd var hamingja þín og gleði. (Valdimar Hólm Hallstað.) Elskulegur mágur minn og vinur Kristinn Sigurjónsson er látinn. Ég kynntist Kidda ung að árum, þá ný- gift Villa hálfbróður hans, þá var Kiddi 21 árs. Þeir höfðu ekki alist upp saman og á þeim var töluverður ald- ursmunur en þeir áttu vel skap sam- an og voru um margt líkir. Síðar fór Kiddi austur á land, átti heima á Seyðisfirði í áratugi, festi þar ráð sitt og eignaðist fjögur mannvænleg börn. Á þeim árum voru samgöngur ekki jafn greiðar og í dag og því varð vík milli vina. Seinna þegar mikið vatn hafði runnið til sjávar og margt hafði á dagana drifið flutti Kiddi suð- ur og þá var þráðurinn tekinn upp að nýju og hann slitnaði aldrei eftir það. Kiddi var hlýr og góður maður, hafði góða nærveru og vildi hvers manns vanda leysa, allt lék í höndum hans. Hann var bæði verklaginn og verkhygginn og mjög útsjónarsamur, allt var hægt að gera við og laga sem bilaði og eins var alltaf tími til að heimsækja skyldfólk og vini og rétta hjálparhönd. Slík vinátta og tryggð er ómetanleg og sannast þar það sem vitur maður sagði að „Af öllum þeim KRISTINN SIGURJÓNSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.