Morgunblaðið - 07.10.2005, Qupperneq 48

Morgunblaðið - 07.10.2005, Qupperneq 48
48 FÖSTUDAGUR 7. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Rannveig frænka mín verður fyrst og fremst minnisstæð fyrir ljúfmennsku sína og trygglyndi. Minning hennar geymist í hug mínum og hjarta meðan ég lifi. Guði veri hún falin. Rannveig Tryggvadóttir. Í fáeinum orðum viljum við systk- inin minnast sæmdarkonunnar Rannveigar Böðvarsson sem reynd- ar gekk aldrei undir öðru nafni í okkar fjölskyldu en Púsla frænka á Akranesi. Faðir okkar, Páll Ásgeir Tryggvason og Púsla voru systra- börn sem áttu sameiginlegt æsku- heimili á Vesturgötu 32 í Reykjavík. Böndin á milli þeirra voru sterk og saknar pabbi nú, líkt og við, kærrar frænku. Púsla giftist ung Sturlaugi H. Böðvarsson og flutti þá á aðra Vest- urgötu 32, nú á Akranesi og þar fæddust börnin sex eitt af öðru en auk barnauppeldisins og húsmóður- starfa sinnti Púsla mikilvægu hlut- verki fyrir útgerðarfyrirtæki HB. Góð vinátta var á milli foreldra okkar og Púslu og Sturlaugs sem komu gjarnan í heimsóknir á Kvist- hagann þegar þau skruppu til Reykjavíkur. Við systkinin minn- umst ævintýraljómans sem var yfir þessum glæsilegu og ástföngnu hjónum þegar þau komu siglandi frá Akranesi til að eiga góðar stundir með foreldrum okkar. Heimsóknir okkar á stórglæsilegt heimili þeirra Sturlaugs þar sem ávallt var tekið á móti okkur með kostum og kynjum eru ekki síður minnisstæðar. Það var mikið áfall þegar Sturlaugur lést langt um aldur fram. Fleiri áföll mátti Púsla þola en með sínum sterka persónuleika, reisn og góðu fjölskyldu tók aftur að birta til í lífi hennar eftir erfið ár. Seinna varð Sveinn heitinn Björnsson, nágranni okkar af Kvisthaganum, góður vinur hennar og nutu þau þess m.a. að ferðast saman. Púsla var afar ættrækin kona og höfðingi heim að sækja. Stórfjöl- skyldan naut þess í ríkum mæli, nú síðast á ættarmóti fjölskyldunnar uppá Skaga þann 26. febrúar síðast- liðinn. Ekkert var til sparað fremur en venjulega og húsmóðirin lék á als oddi. Gestrisni og höfðingsskapur einkenndi hana og það hversu stolt hún var af sínu fólki, hún var sönn ættmóðir. En Púsla var ekki aðeins áhugasöm um afkomendur sína heldur vildi hún halda nánu sam- bandi við alla stórfjölskylduna. Hún sat ekki auðum höndum heldur tók virkan þátt í samfélaginu. Ekki síst fylgdist hún vel með sjávarútvegi og fótbolta enda hvort tveggja samofið lífi fjölskyldu hennar. Um leið og við vottum börnum, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum Púslu frænku innilega samúð okkar viljum við enn á ný þakka þá umhyggju sem hún sýndi móður okkar Björgu í veikind- um hennar og þá hlýju sem hún veitti okkur og föður okkar eftir lát hennar. Blessuð sé minning góðrar konu. Dóra, Tryggvi, Herdís, Ásgeir og Sólveig Páls- og Bjargarbörn. Með hverri kærri manneskju sem fer hverfur heill heimur. Púsla frænka okkar var ásamt Páli Thorp, hálfbróður sínum, eini nákomni ætt- ingi ömmu okkar Herdísar Ásgeirs- dóttur og hennar fjölskyldu af Vest- urgötu 32 í Reykjavík. Þar bjó langamma okkar Rannveig, sem missti fyrri eiginmann sinn, Ásgeir langafa okkar, rúmlega þrítugan, frumburð sinn Jóhönnu um ferm- ingu, einkasoninn Sigurð á unglings- aldri og seinni mann sinn Pál (afa Púslu) úr spönsku veikinni 1918. Páll var tuttugu árum yngri en Rannveig, „enda var hún æðisleg kona, hún amma Rannveig,“ sagði Púsla sem mundi vel eftir henni. Mamma Púslu, Matthea, dó ung úr berklum og líkast til þess vegna lit- um við á Púslu sem eina af móður- systrum okkar, enda kom hún alltaf þannig fram. Púsla frænka var æð- isleg kona. Í æskuminningu okkar eru hún og Sturlaugur sveipuð ljóma. Þau komu í bæinn á rauðum Benz, Púsla í „bílabuxnadragt“ úr Parísartískunni með sólgleraugu, svolítið eins og Money Penny úr James Bond. Stur- laugur eins og ítalskur kvikmynda- leikari með dökkt liðað hár, hlýr, fal- legur og ekkert nema rausnarskapur. Það var mikið æv- intýri að fara með þeim upp á Skaga og dvelja hjá þeim. Manni leið eins og í bíómynd enda fékk maður höfð- inglegar móttökur þótt maður væri bara krakki. Púsla stendur hjarta okkar nær af því að hún bar hag okkar fyrir brjósti. Hún fór m.a.s. í leiðangur með aðra okkar óumbeðin til að finna fyrir hana ákjósanlegan eiginmann meðal sona vinkvenna sinna, þótt hún réði ekki valinu í það skiptið. Púsla var eins og amma okkar Herdís dama fram í fingurgóma. Hún var skemmtileg, hlý, kurteis og fyndin. Svo sannarlega ein af stjörn- unum á æskuhimni okkar. Við vott- um elskulegum frændsystkinum okkar og fjölskyldum þeirra innilega samúð. Herdís og Sigríður Herdísar- og Þorgeirsdætur. Með Rannveigu er gengin einstök kona sem hafði um langan aldur mikil áhrif í samfélaginu okkar á Akranesi. Að því verki vann hún alla tíð af hógværð og hlýju í garð fólks- ins ásamt manni sínum, tengdafor- eldrum og börnum Tvítug flyst hún til Akraness og stofnar heimili með manni sínum Sturlaugi H. Böðvarssyni í hinu myndarlega húsi á Vesturgötu 32. Það hefur örugglega ekki verið létt verk fyrir svo unga konu að koma inn í samfélagið hér og taka við öllu heimilishaldi í húsi sem löngu var orðið tákn fyrir Akranes og órjúf- anlegur hluti af daglegum rekstri hins mikla fyrirtækis Haraldar Böðvarssonar. Í rúm sextíu ár bjó Rannveig manni sínum, börnum og barna- börnum heimili í þessu fallega húsi af einstakri reisn og smekkvísi. Heimili þar sem allir voru jafninni- lega velkomnir hvort sem það vorum við börnin í nágrenninu eða vinir, áhrifamenn í íslensku samfélagi eða erlendir gestir og viðskiptamenn HB og Co. En fyrirtækið hafði for- ystu í áratugi um margar nýjungar við veiðar og vinnslu á sjávarafurð- um. Í gestabók hússins rituðu á hverju ári tugir og oft hundruð manna nöfn sín. Rannveig tók á móti öllu þessu fólki, oft með litlum fyr- irvara, með hlýlegu andrúmslofti og viðurgjörningi sem snart fólk á þann veg að það gleymdi því aldrei. Um það vitna hundruð jólakorta sem ávallt bárust henni jafnvel í áratugi eftir heimsóknir til hennar. Þessi stuðningur hennar við starf manns síns og síðar barna við rekstur fyr- irtækisins var oft mikilvægur lykill að viðskiptalegu trausti sem náði langt út fyrir Akranes. Traust sem átti sinn þátt í að byggja upp þá miklu útrás sem íslenskur sjávarút- vegur stóð í m.a. eftir seinna stríð. Byggja þurfti upp nýja markaði víðs vegar um heiminn með nýrri fram- leiðslu því hefðbundnir markaðir okkar Íslendinga voru lengi að jafna sig eftir hildarleik stríðsins. Með þessu starfi var m.a. lagður grunnur að uppbyggingu velferðarkerfisins í landinu. Rannveig lagði svo sannar- lega sitt lóð á þá vogarskál sem aldr- ei verður fullþakkað. Tæplega þriggja ára gamall kom ég fyrst í húsið til Rannveigar og Sturlaugs sem leikfélagi Sturlaugs sonar þeirra. Þrátt fyrir að mikið væri að gera hjá þeim hjónum var þessum litla snáða úr nágrenninu sýnd mikil vinsemd og innilegheit og í raun var heimili þeirra frá þessum tíma sem mitt annað heimili, þannig var viðmótið alla tíð. Í samskiptum mínum við Rannveigu tók ég út mik- inn þroska. Hún var minn fræðari og óþreytandi að miðla til mín af sínum fágaða stíl heimskonunnar, um smekk og kurteisi í samskiptum við fólk og kenndi mér góða mannasiði. Sem barn og unglingur varð ég vitni að því að margir komu á heimili þeirra og leituðu ásjár í persónuleg- um erfiðleikum. Sem fullorðinn maður og síðar bæjarfulltrúi hef ég oft hugsað til þessara heimsókna sem ég komst ekki hjá að verða vitni að. Fáir ef nokkur fór úr þeirra hús- um án þess að vera veitt leiðsögn, hvernig sem á stóð hjá þeim. Þær lausnir voru aldrei færðar í fundar- gerðabækur heldur unnar af trúnaði og í kyrrþey við viðkomandi. Fyrir þetta og margt annað stendur sam- félagið hér á Akranesi í ævarandi þakkarskuld. Að eiga Rannveigu að trúnaðar- vini var hreinlega óður til lífsins, slík var reynsla hennar. Örlögin höfðu ekki farið um hana neinum vett- lingatökum. Árið 1976 missir hún Sturlaug mann sinn en hann lést um aldur fram. Það sama ár lifði hún af ásamt Helgu dóttur sinni mikla sprengingu er lagði heimilið í rúst. En upptök sprengingarinnar var að finna í næturhitunartanki hússins. Rannveig og fjölskyldan öll tókst á við þessa erfiðleika af einstöku æðruleysi og byggðu heimilið upp að nýju og sigldu fyrirtækinu út úr brimróti erfiðleika með traustu og góðu samstarfsfólki, en ytri skilyrði rekstrarins höfðu verið þung árin á undan. Rannveig tók virkan þátt í leik og starfi samstarfsmanna hjá fyrirtæk- inu og var ávallt hvetjandi og full bjartsýni í garð starfsmanna sem margir hverjir höfðu unnið með fjöl- skyldunni í áratugi. Það kostaði oft svita og tár að berjast fyrir nýjum atvinnutækjum til að treysta starfs- grundvöll fólksins og efla útgerðina á Akranesi. Það var í raun stór hluti af hennar lífssýn og verkin látin tala. Nú hafa örlögin hagað því þannig til að sá baráttueldur hefur verið færð- ur í annarra hendur og hennar hinsta ósk er að hann verði aldrei slökktur. Í dag kveð ég og fjölskylda mín þessa merku konu. Hennar er og verður sárt saknað og sendum við fjölskyldu Rannveigar okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Jafnframt vil ég fyrir hönd samstarfsmanna hjá Haraldi Böðvarssyni til margra ára þakka Rannveigu og fjölskyld- unni fyrir einstakt samstarf í ára- tugi og biðjum góðan Guð að blessa þau. Guðmundur Páll Jónsson. „Þar sem englarnir syngja sefur þú,“ segir í kvæði eins af Íslands bestu tónsmiðum og þau orð koma í hugann nú þegar Rannveig Böðv- arsson er kvödd hinstu kveðju. Eng- an sem kynntist henni lét hún ósnortinn með hlýju sinni og mildri hendi. Við leiðarlok eftir langa og viðburðaríka ævi er efst í huga þakklæti og djúp virðing fyrir konu sem verðskuldar eilífa hvíld meðal engla. Síðustu misserin átti Rann- veig við erfið veikindi að stríða og ef- laust er hvíldin henni líkn og ósk hennar uppfyllt um að hitta að nýju Sturlaug eiginmann sinn. Engum dylst að Rannveig Böðv- arsson var einstök heiðurskona í öllu starfi sínu og verkum. Hún breiddi faðm sinn móti hverjum þeim sem til hennar leitaði og umvafði allt hlýju sinni og mildi. Ævi hennar er öll samofin uppbyggingu, þróun og breytingum í atvinnulífi Akurnes- inga og í þeim efnum hefur aldrei þurft að efast um umhyggju hennar, metnað og velvilja í garð samfélags- ins á Akranesi. Í blíðu og stríðu mætti hún hverju verkefni af stað- festu, látleysi og æðruleysi og var styrk stoð öllum þeim sem henni stóðu næst. Hvort heldur horft sé til hlutverks hennar sem eiginkonu og móður eða þess tíma sem hún var formaður stjórnar Haraldar Böðv- arssonar hf. stýrði Rannveig málum af þeirri alúð, hlýju og mildi sem all- ir þekkja að einkenndu hana. Aldrei brást hún bón minni um liðsinni þeg- ar leitað var til hennar um að taka á móti gestum, heldur leysti úr málum langt umfram það sem til var ætlast, RANNVEIG BÖÐVARSSON Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SOFFÍA I.S. SIGURÐARDÓTTIR, dvalarheimilinu Hrafnistu, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju í dag, föstu- daginn 7. október, kl. 13.00. Halla Sigurðardóttir, Hafsteinn Vilhjálmsson, Hilmar Sigurðsson, Hrefna Jónsdóttir, Sigurður Sófus Sigurðsson, Helga Harðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, er auð- sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður og afa, EINARS KR. PÁLSSONAR sjóntækjafræðings, Oddeyrargötu 14, Akureyri. Ásta Einarsdóttir, Björn Óskar Björnsson, Jónas Páll Einarsson, Viðar Einarsson, Guðrún Eir Einarsdóttir og barnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGURBJARGAR GUÐLEIFAR GUÐJÓNSDÓTTUR, Hrafnistu, Reykjavík. Sérstakar þakkir eru til starfsfólks Hrafnistu í Reykjavík og hjartadeildar Landspítalans við Hringbraut. Aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, KRISTJANA STEINGRÍMSDÓTTIR, Dalbraut 14, áður til heimilis að Hringbraut 89, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. október kl. 15.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Hjarta- vernd. Margrét Guðjónsdóttir, Hörður Kristjánsson, Arnór Steingrímur Guðjónsson, Frank Arnold Wijshijer, Auður Ólína Svavarsdóttir, Þórir Hrafn Harðarson, Haukur Þór Harðarson, Nanna Ólína A. Arnórsdóttir, Vilhjálmur Svavar A. Arnórsson. Ástkær maðurinn minn, faðir okkar, fósturfaðir, sonur, bróðir, tengdafaðir og afi, REYNIR RÍKARÐSSON, Fellsási 9a, Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá Áskirkju mánudaginn 10. október kl. 13.00. Blóm og kransar eru afþakkaðir, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Krabbameinsfélag Íslands og hjúkrunar- þjónustuna Karitas. Halldóra Einarsdóttir, Einar Tryggvi Kjartansson, Ríkarður Reynisson, Berglind Þorbergsdóttir, Sigrún Reynisdóttir, Gunnar Hrafn Jónsson, Árný Reynisdóttir, Stefanía Reynisdóttir, Pétur Smárason, Inga Rós Reynisdóttir, Ríkarður Ingibergsson, Albert Ríkarðsson, Elín Vigfúsdóttir, og barnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.