Morgunblaðið - 15.10.2005, Side 10
10 LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
VIÐRÆÐUR um framtíð varnar-
samningsins við Bandaríkjamenn
halda áfram í Bandaríkjunum í næstu
viku, að því er fram kom í máli Geirs
H. Haarde utanríkisráðherra á lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins í gær. Ráð-
herrar Sjálfstæðisflokksins sátu þar
fyrir svörum. Fram kom í máli Geirs
að viðræðurnar snerust m.a. um
breytingu á kostnaðarhlutdeild land-
anna tveggja.
Geir lagði ennfremur áherslu á að
það hefði verið fyrir harðfylgi Davíðs
Oddssonar, þáverandi forsætisráð-
herra, að koma í veg fyrir að allar loft-
varnir hyrfu héðan úr landi, eins og
Bandaríkjamenn höfðu hugmyndir
um. Geir ítrekaði síðan að viðræðum
yrði haldið áfram í Bandaríkjunum í
næstu viku.
Fjölmargar spurningar voru lagð-
ar fram. Þorgerður K. Gunnarsdóttir
menntamálaráðherra svaraði m.a.
spurningum um Ríkisútvarpið. Hún
sagði að ríkisstjórnin væri að vinna að
því að leggja fram nýtt frumvarp um
RÚV. Hún kvaðst ekki hafa farið
leynt með þá skoðun sína að hún teldi
réttast að reyna að breyta RÚV í
einkahlutafélag. Hún sagði ennfrem-
ur að í væntanlegu frumvarpi um Rík-
isútvarpið yrði gert ráð fyrir nefskatti
í stað afnotagjalda.
Ákveðin málamiðlun
Þorgerður var einnig spurð nánar
út í ummæli sínu í Ríkisútvarpinu fyrr
um daginn um fjölmiðla og hvort hún
væri ekki sama sinnis og formaður
flokksins, Davíð Oddsson, í þeim efn-
um. Í svari sínu sagði hún: „Ég á erf-
itt með að nota orðið misnota í þessu
samhengi, en engu að síður er það
deginum ljósara, af minni hálfu, að
þessum fjölmiðlum hefur verið beitt
einhliða af hálfu eigenda blaðsins. Það
er alveg á hreinu. Það er hins vegar
spurning um orðanotkun. Ég vil
meina að þeir hafi notað fjölmiðlana
sem þeir eiga. Það sjá allir sem vilja
sjá. Ég vil líka undirstrika, að þetta er
kannski dæmi um það, sem við m.a.
höfðum í huga á sínum tíma, þegar
allt fór upp í loft með fjölmiðlafrum-
varpið. Ég er ekki búin að breyta
þeirri afstöðu minni. Ég tel mikilvægt
að það sé dreift eignarhald á fjölmiðl-
um; að þeir sem eigi allt og alla – eigi
ekki að geta stjórnað umræðunni í
fjölmiðlunum. Við hins vegar urðum
undir á sínum tíma eins og menn
þekkja. Þess vegna tel ég mikilvægt
að við reynum að ná sátt í þessu erfiða
máli.“ Þorgerður sagði ennfremur að
hún teldi dæmi á undanförnum vikum
undirstrika nauðsyn þess að setja
ákveðna löggjöf á fjölmiðla, sem feli í
sér breytingar á eignarhaldi. Hún
sagði jafnframt að hún teldi að fjöl-
miðlaskýrslan, sem kynnt var sl. vor,
hefði verið ákveðin málamiðlun.
Spurt um olíustyrk
Ráðherrar voru einnig spurðir út í
samgöngumál, umhverfismál, fisk-
veiðimál og fleira. Árni M. Mathiesen
fjármálaráðherra var tvívegis spurð-
ur út í þá tillögu, sem fram kemur í
fjárlagafrumvarpi næsta árs, að fella
niður bensínstyrk til öryrkja. Hann
sagði að tillagan kæmi frá heilbrigð-
isráðuneytinu. „[Hún] er hluti af
þeirri kröfu sem lögð er á herðar allra
ráðuneyta að hagræða innan sinna
heimilda. Það var niðurstaða heil-
brigðisráðuneytisins að þetta væri sú
leið sem þeir teldu skynsamlega til að
hagræða hjá sér.“ Þegar Árni var aft-
ur spurður út í tillöguna sagði hann að
það væri dálítið erfitt fyrir fjármála-
ráðherra að grípa fram fyrir hend-
urnar á öðrum ráðherrum þegar þeir
væru að uppfylla kröfur um hagræði.
Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins sátu fyrir svörum í fyrirspurnatíma á landsfundinum í gær
Viðræður um varnar-
samninginn í næstu viku
KJARTAN Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins,
sagði er hann flutti skýrslu sína á
landsfundi flokksins í gær að Sjálf-
stæðisflokkurinn tæki að sjálf-
sögðu af fullum heilindum þátt í
starfi nefndar forsætisráðherra
um hugsanlega lagasetningu um
fjármál stjórnmálaflokka. Flokkur-
inn hlyti þó að áskilja sér allan
rétt til þess að meta það nefnd-
arstarf og þær tillögur sem þar
kynnu að vera uppi út frá þeim
meginsjónarmiðum sínum að
stjórnmálastarfsemi í landinu ætti
að vera sem frjálsust og afskipti
og eftirlit opinberra aðila af starf-
semi stjórnmálaflokka væri óeðli-
leg og lýðræðinu hættuleg.
Kjartan sagði að hann hefði
margsinnis bent á að stjórnmála-
flokkar væru undir nákvæmlega
sömu lög og reglur settir um fjár-
mál sín og öll önnur almanna- og
fjöldasamtök í landinu. Síðar sagði
hann: „Ég held að umræðurnar
um þessi mál hafi að mörgu leyti
verið á villigötum vegna þess að
þetta er málefni sem sumir stjórn-
málaflokkar hafa kosið að gera að
sérstökum árásar- og gagnrýnis-
efnum á aðra flokka og telja að
með því geti þeir búið til andrúms-
loft tortryggni í þeirra garð. Eng-
inn bannar neinum stjórnmála-
flokki, hvorki með lögum né öðrum
hætti, að gefa opinberlega allar
hugsanlegar upplýsingar um fjár-
mál sín en enginn flokkur kýs að
fara þá leið. Aldrei voru t.d. á til-
vistartíma R-listans gefnar upplýs-
ingar af einu né neinu tagi um
fjármál hans.“
Kjartan fór í skýrslu sinni yfir
starfsemi flokksins og sagði m.a.
að útlit væri fyrir að flokkurinn
yrði skuldlaus um næstu áramót.
Hann sagði að rúmlega 35 þúsund
félagsmenn væru í flokknum og
þar af væru rúmlega sautján þús-
und í Reykjavík. Kjartan sagði síð-
ar í ræðu sinni að mikill hama-
gangur hefði verið í þjóðfélaginu
síðustu misseri sem kynnt hefði
verið undir með oft á tíðum röng-
um fréttaflutningi sumra fjölmiðla,
hálfsannleik, ýkjusögum og per-
sónuníði. „Á miklum velmegunar-
tímum og þegar mikið efnahags-
vald safnast á fáar hendur eða
skiptir ört um hendur fylgir því oft
órói. Einstaklingar geta ofmetnast
og þótt sem um þá gildi ekki al-
mennar reglur þjóðfélagsins sem
borgararnir hafa komið sér saman
um að fylgja. Stemma þarf stigu
við slíkum hugsunarhætti og leiða
öllum fyrir sjónir að lög og réttur
eru allra skjól og sjálftaka á því
sviði er óþolandi þjóðfélagsmein
sem réttarríki getur ekki unað
við.“
Kjartan fór því næst yfir starf-
semi landsfundarins og undir lok
ræðu sinnar þakkaði hann Davíð
Oddssyni, fráfarandi formanni
Sjálfstæðisflokksins, fyrir gott
samtarf.
Skýrsla Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, á landsfundinum
Umræður um fjármál stjórn-
málaflokkanna á villigötum
Morgunblaðið/Kristinn
KJARTAN Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins,
sagði í ræðu sinni á landsfundi
flokksins í gær að skoðanakannanir
gæfu sterklega til kynna að Sjálf-
stæðisflokkurinn nyti hlutfallslega
nokkuð minna fylgis meðal kvenna
en karla. Það ástand væri óvið-
unandi fyrir flokkinn og gera yrði
ráðstafanir til að leiðrétta það.
„Oft hefur komið fram í skoð-
anakönnunum að svo virðist sem
Sjálfstæðisflokkurinn njóti hlut-
fallslega nokkuð minna fylgis með-
al kvenna en karla. Engar nákvæm-
ar rannsóknir liggja þó fyrir um
þetta en endurteknar niðurstöður í
skoðanakönnunum gefa þetta
sterklega til kynna. Þetta er ástand
sem er óviðunandi fyrir flokkinn og
gera verður ráðstafanir til að leið-
rétta. Öflugt starf kvennahreyf-
ingar flokksins megnar þó ekki eitt
að breyta þessu. Nauðsynlegt er að
flokksmenn allir, hvar sem þeir
taka þátt í starfi flokksins, geri sér
grein fyrir þessu og taki af ein-
lægni þátt í því að tryggja eðlilegan
hlut kvenna í störfum og forystu
Sjálfstæðisflokksins á hverjum
tíma.“
Kjartan sagði að hlutur kvenna í
sveitarstjórnarstarfi Sjálfstæð-
isflokksins hefði aukist mikið á
undanförnum árum en þyrfti þó
enn að vaxa. Hlutdeild kvenna í
þingflokki flokksins þyrfti einnig
að vaxa. „Þetta er starf sem t.d.
Samband ungra sjálfstæðismanna
ætti að sinna af sérstökum áhuga
því reynsla allra flokka sýnir að
flestir þeir sem beita sér verulega í
stjórnmálastarfi á ævinni hefja þá
þátttöku ungir.“
Leiðrétta þurfi
hlut kvenna
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
SAKSÓKNARINN sem settur verð-
ur til að fjalla um hvort ástæða sé til
að höfða mál á grundvelli þeirra
gagna sem liggja að baki ákærulið-
unum 32 í Baugsmálinu sem Hæsti-
réttur vísaði frá, verður að uppfylla
sömu skilyrði og ríkissaksóknari og
þar með uppfylla skilyrði sem sett
eru til skipunar í embætti hæstarétt-
ardómara.
Samkvæmt lögum um dómstóla
má þann einn skipa í embætti hæsta-
réttardómara sem fullnægir þessum
skilyrðum:
1. Hefur náð 35 ára aldri.
2. Hefur íslenskan ríkisborgararétt.
3. Er svo á sig kominn andlega og
líkamlega að hann geti gegnt emb-
ættinu.
4. Er lögráða og hefur aldrei misst
forræði á búi sínu.
5. Hefur hvorki gerst sekur um
refsivert athæfi sem má telja sví-
virðilegt að almenningsáliti né
sýnt af sér háttsemi sem getur
rýrt það traust sem dómarar
verða almennt að njóta.
6. Hefur lokið embættisprófi í lög-
fræði eða háskólaprófi í þeirri
grein sem metið verður jafngilt.
7. Hefur starfað í minnst þrjú ár
sem héraðsdómari, hæstaréttar-
lögmaður, prófessor í lögum, lög-
reglustjóri, sýslumaður, ríkissak-
sóknari, vararíkissaksóknari,
saksóknari, ráðuneytisstjóri,
skrifstofustjóri í dómsmálaráðu-
neytinu eða umboðsmaður Alþing-
is eða hefur um jafnlangan tíma
gegnt öðru líku starfi sem veitir
hliðstæða lögfræðilega reynslu.
8. Telst vera hæfur til að gegna
embættinu í ljósi starfsferils síns
og lögfræðilegrar þekkingar.
Sömu kröfur og til
hæstaréttardómara
issaksóknari njóti ávallt fulls
trausts við meðferð mála og að ekki
sé unnt að draga óhlutdrægni hans í
efa.
Tveir hinna ákærðu í málinu sem
ríkislögreglustjóri höfðaði með
ákæru, dagsettri 1. júlí sl., eru lög-
giltir endurskoðendur og starfa eða
störfuðu hjá KPMG Endurskoðun
hf. Þáttur þessara löggiltu endur-
skoðenda er enn til meðferðar hjá
héraðsdómi í samræmi við niður-
stöðu Hæstaréttar í málinu. Hjá
KPMG Endurskoðun hf. hafa starf-
að bróðir minn og tveir synir mínir.
Hafði ég hugleitt hvort þessi starfs-
tengsl þeirra við hina ákærðu end-
urskoðendur gætu valdið vanhæfi
mínu og komist að þeirri niðurstöðu
að svo væri ekki.
BOGI Nilsson ríkissaksóknari sendi
Birni Bjarnasyni dómsmálaráð-
herra eftirfarandi bréf fimmtudag-
inn 13. október sl.:
„Að beiðni ríkislögreglustjóra á
fundi með mér þann 11. þ.m. í tilefni
af dómi Hæstaréttar Íslands í mál-
inu nr. 420/2005, uppkveðnum 10.
þ.m., þar sem vísað var frá héraðs-
dómi 32 ákæruliðum af 40 í málinu:
Ákæruvaldið gegn Jóni Ásgeiri Jó-
hannessyni o.fl., ákvað ég, sbr. 1. og
2. mgr. 28. gr. laga um meðferð op-
inberra mála nr. 19/1991, að taka til
athugunar þau gögn málsins sem
liggja að baki ákæruliðunum 32 til
að ganga úr skugga um hvort efni
væri til þess að höfða mál að nýju á
grundvelli þeirra gagna.
Ég tel að miklu máli skipti að rík-
Þar eð ég hef síðar orðið þess var
að óhlutdrægni mín við meðferð
málsins er dregin í efa vegna fram-
angreindra tengsla tilkynni ég
dómsmálaráðherra hér með að ég
tel mig ekki bæran til að stýra at-
hugun á áðurnefndum gögnum og
taka síðan ákvörðun um afgreiðslu
málsins sem ríkissaksóknari. Er því
nauðsynlegt að settur verði annar
löghæfur maður til þess verkefnis,
sbr. 1. mgr. 30. gr. laga um meðferð
opinberra mála.
Tekið skal fram að frumgögn
varðandi þá 32 ákæruliði sem vísað
var frá héraðsdómi eru enn í vörslu
Héraðsdóms Reykjavíkur en eintak
af gögnum málsins er hér á skrif-
stofunni fengið frá embætti ríkis-
lögreglustjóra.“
Bréf ríkissaksóknara
til dómsmálaráðherra