Morgunblaðið - 15.10.2005, Side 35

Morgunblaðið - 15.10.2005, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 35 UMRÆÐAN UNDIRRITAÐAR eru höfundar Upplýsingarits um fóstureyðingar sem útgefið er af Landspítala – há- skólasjúkrahús árið 2004. Vegna umfjöllunar um niðurlag bæklings í fréttum Stöðvar 2 fyrir skemmstu viljum við koma nokkr- um athugasemdum á framfæri. Fréttakonan taldi eftirfarandi setningu úr bæklingnum óskilj- anlega í ljósi þess efnis sem hann fjallaði um. Umrædd setning er svohljóðandi: „Þessi reynsla [fóst- ureyðing] getur þó allt eins verið konunni uppspretta jákvæðra til- finninga eins og aukins sjálfs- trausts og þroska.“ Undirritaðar eru ósáttar við um- fjöllun stöðvarinnar þar sem þessi eina setning er tekin út og slitin úr samhengi við annað innihald bækl- ingsins þar sem síst er reynt að hvetja til fóstureyðinga eða gera þær að eftirsóknarverðri reynslu eins og skilja mátti af fréttinni. Frá alda öðli hafa verið þekktar aðferðir til að gera konu kleift að losna við óvelkomna þungun. Kon- ur hafa á öllum tímum orðið barns- hafandi án þess að hafa aðstæður, getu eða vilja til að ala og annast barn. Þannig er veruleikinn sem við búum við í dag og aldrei verður hægt að koma í veg fyrir að konur verði af einhverjum ástæðum þungaðar gegn vilja sínum. Íslenskar konur búa sem betur fer við þau mannréttindi að fóstur- eyðingar eru hér löglegar liggi að baki félagslegar eða lækn- isfræðilegar ástæður og sé aðgerð- in framkvæmd fyrir ákveðinn tíma meðgöngunnar. Flestar konur hér á landi fara í fóstureyðingu af fé- lagslegum ástæðum og eru þær eru á öllum aldri frjósemisskeiðs- ins og úr öllum stigum þjóðfélags- ins. Oftast er það sambland af fé- lagslegum og persónulegum að- stæðum sem valda því að konur telja sig ekki í stakk búnar að eignast barn og kjósa því fóstur- eyðingu. Þær eru ekki tilbúnar fyrir foreldrahlutverkið, sem er mikil ábyrgð og skuldbinding til langs tíma. Þær ástæður sem kon- ur nefna fyrir fóstureyðingunni eru oftast ótryggt samband við barnsföður, ungur aldur, ólokin skólaganga, erfiðleikar í tengslum við fjárhag, húsnæði, atvinnu eða áföll. Oft eru konurnar einstæðar mæður, eiga ung börn, skilnaður nýlega afstaðinn eða erfiðleikar hafa verið með getnaðarvarnir. Þrátt fyrir það að fóstureyð- ingar séu fremur algengar virðast konur ekki eiga auðvelt með að ræða þessi mál opinskátt. Þær hugmyndir eru að vissu leyti enn við lýði í samfélaginu að fóstureyð- ing beri vitni um að konan hafi gerst sek um ábyrgðarleysi og mistök. Konur virðast því gjarnan upplifa að skömm sé fylgjandi því vali að binda enda á þungun með fóstureyðingu. Viðhorf sem þessi eru líkleg til að auka á vanlíðan kvenna sem standa frammi fyrir því að velja fóstureyðingu og þau ala á tilfinningum eins og sekt- arkennd. Fóstureyðingar eru málefni sem oft eru rædd á neikvæðan hátt og frekar á tilfinningalegum nótum en vitrænum. Ákvörðun um fóstur- eyðingu er hins vegar persónulegt mál fyrir hverja konu sem hún verður að fá að taka á eigin for- sendum og mati á aðstæðum. Það er erfitt að vera í þeim sporum að þurfa að taka ákvörðun um fóstureyðingu og lífsreynsla sem enginn óskar sér að standa frammi fyrir. Fyrir flesta er mik- ilvægur hluti af tilverunni að geta haft sem mesta stjórn á aðstæðum sínum og val um hvernig við kjós- um að haga lífi okkar. Það að eiga möguleika á að taka slíkar ákvarð- anir hefur áhrif á sjálfsmynd okk- ar og sjálfstraust. Það er stór ákvörðun að eignast barn og fátt hefur meiri áhrif á líf fólks en það að verða foreldrar. Konur sem kjósa fóstureyðingu eru ekki síður meðvitaðar en aðrir um hve for- eldrahlutverkið er ábyrgðarmikið og stórt en þær telja sig af ýmsum ástæðum ekki í tilbúnar til að sinna því eins vel og þær vilja. Það eru mannréttindi að geta tekið ákvarðanir sem snerta líf manns og líkama á jafnafdrifaríkan hátt og meðganga og fæðing. Óvelkom- in þungun og fóstureyðing getur vissulega verið erfið og krefjandi reynsla. Fæstir fara varhluta af áföllum og erfiðleikum af ein- hverju tagi á lífsleiðinni en sem betur fer standa margir sterkari eftir glímu sína við það mótlæti sem mætir þeim. Eins geta erfiðar og sárar ákvarðanir eins og t.d. skilnaður eða það að láta eyða fóstri haft jákvæð áhrif á líðan fólks og aðstæður til lengri tíma litið. Niðurstöður margra rann- sókna á afleiðingum fóstureyðinga gefa til kynna að fóstureyðing sé ekki líkleg til að valda alvarlegum sálrænum erfiðleikum. Líðan kvenna sem ganga í gegnum óvel- komna þungun og fóstureyðingu líkist viðbrögðum við öðrum streituvaldandi atburðum í lífinu. Skoðun konunnar á réttmæti fóst- ureyðinga, stuðningur frá barns- föður og öðrum nákomnum og upplifun af aðgerðinni eru allt þættir sem hafa áhrif á viðbrögð konunnar við óvelkominni þungun og fóstureyðingu. Einhliða umræða um fóstureyð- ingar er til þess fallin að ýta undir skömm og auka á vanlíðan kvenna og auka enn á fordóma í samfélag- inu. Tilgangur með útgáfu upplýs- ingarritsins um fóstureyðingar var m.a. að vinna gegn þeim for- dómum. Fóstureyðingar Guðbjörg Edda Hermannsdótt- ir, Inga María Vilhjálmsdóttir og Jóhanna Hjartardóttir gera athugasemdir við umfjöllun Stöðvar 2 um bæklinginn Upp- lýsingarit um fóstureyðingar sem þær eru höfundar að ’Einhliða umræða umfóstureyðingar er til þess fallin að ýta undir skömm og auka á van- líðan kvenna og auka enn á fordóma í sam- félaginu.‘ Jóhanna Hjartardóttir Höfundar eru félagsráðgjafar. Inga María Vilhjálmsdóttir Guðbjörg Edda Hermannsdóttir Eyrarvegi 15, Selfossi, sími 482 2930. Hægt er að gerast áskrifandi að Jinny Beyers efnunum, 5 efni í mánuði, 45x55 á kr. 1.407. Erum að fá Jolly Ol jólaefnin og mörg fleiri efni í næstu viku. sendu póst á butabaer@simnet.is og þú færð uppskrift af þessu NORSK FRÍSTUNDAHÚS/SUMARHÚS Til sölu ósamansett frístundahús/sumarhús frá Noregi. Verð frá 3,5millj. Fulltrúar frá verksmiðunni í Noregi eru staddir á Íslandi. Upplýsingar veitir Sigurður í síma 893 2990 og Páll í síma 550 3000. Fasteignamiðstöðinni Hlíðasmára 17 Kópavogi. Opið hús í dag frá kl. 15-17. Ásmundur og Svanhvít taka vel á móti fólki. Sími 530 6500 Finnbogi Hilmarsson, Einar Guðmundsson og Bogi Pétursson löggiltir fasteignasalar Opið mán.- fös. frá kl. 9-17 Vorum að fá í sölu sérlega góða neðri sérhæð á þessum frábæra stað. Íbúðin er töluvert mikið endurnýjuð, m.a. fallegt eldhús og baðherbergi. Þrjú herbergi á hæðinni og aukaherbergi í kjallara með aðgangi að snyrtingu. Stór og mikil sameign fylgir ásamt bíl- skúrsrétti. Verð 33,7 millj. SELVOGSGRUNN 8 - GLÆSILEG NEÐRI SÉRHÆÐ Í TVÍBÝLI OPIÐ HÚS Í DAG

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.