Morgunblaðið - 15.10.2005, Side 55

Morgunblaðið - 15.10.2005, Side 55
Hrikalega hraður háloftatryllir með Jamie Foxx, FRÁ LEIKSTJÓRA FAST AND THE FURIOUS & xXx Hrikalega hraður háloftatryllir með Jamie Foxx, Josh Lucas og Jessicu Biel í aðalhlutverkum. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 14 ára Sýnd kl. 3 og 8 Miða sala opn ar kl. 17.15 Sími 551 9000 4 30 í i töluvert fyrir evrópskar konur! Sprenghlægileg gamanmynd! Sýnd kl. 6 og10 b.i. 14 ára Hrikalega hraður háloftatryllir með Jamie Foxx, Josh Lucas og Jessicu Biel í aðalhlutverkum. RACHEL McADAMS CILLIAN MURPHY  S.V. / MBL Göldrótt gamanmynd! Sýnd kl. 3 og 6 Íslenskt tal Sýnd kl. 3, 5.50, 8 og 10.10 B.i. 16 ára Frá leikstjóranum David Cronenberg kemur ein athyglisverðasta mynd ársins. Tom Stall lifði fullkomnu lífi ... þangað til hann varð að hetju. Viggo Mortensen, Maria Bello, Ed Harris og William Hurt fara á kostum í þessari frábæru spennumynd. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 B.i. 16 ára Frá leikstjóranum David Cronenberg kemur ein athyglisverðasta mynd ársins. Tom Stall lifði fullkomnu lífi ... þangað til hann varð að hetju. Viggo Mortensen, Maria Bello, Ed Harris og William Hurt fara á kostum í þessari frábæru spennumynd. 553 2075Bara lúxus ☎ OG FRÁ FRAM- LEIÐENDUM ATH! Á undan myndinn er stuttmyndin “Madagascar Mörgæsirnar halda í jólaleiðangur sýnd. Sjáið Wallace & Gromit í sinni fyrstu bíómynd. Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna Sýnd kl. 2, 4 og 6 Ísl. tal Sýnd kl. 6, 8, 9, 10 og 11.10 B.i. 16 ára "BRÚTAL, BLÓÐUG, ÓGNVEKJANDI OG SLÁANDI ... SVO MAGNÞRUNGIN AÐ ÞÚ SITUR EFTIR Í LOSTI!" EMPIRE MAGAZINE. UK "ÉG SEF ENN MEÐ LJÓSIN KVEIKT" INTERNET MOVIE DATABASE Sýnd kl. 2 og 4 Ísl. tal Skemmtilega ævintýramynd með íslensku tali.450 kr. 3 BÍÓ Á AÐEINS 400 KR.* * Gildir á allar sýningar merktar með rauðu TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400 KR. ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU400 KR. 400 KR. Sýnd kl. 3 b.i. 14 ára Sýnd kl. 2 Ísl. tal kl. 8 og 10.30 b.i. 16 Night Watch is F***ING COOL! Quentin Tarantino i t t i I ! ti r ti  Ó.H´T / RÁS 2  H.J. / MBL Skemmtilega ævintýramynd með íslensku tali.  VJV Topp5.is Kóngurinn og Fífl ið, XFM "FLOTTASTA HROLLVEKJA ÁRSINS" KÓNGURINN OG FÍFLIÐ / X-FM  VJV Topp5.is Kóngurinn og Fífl ið, XFM "“hörku spennandi barátta upp á líf og dauða þar sem öll tiltæk meðöl eru notuð...”" S.V. MBL "“sjaldan liðið eins óþægilega í bíó... heldur manni föstum frá byrjun... ”" Ó.Ö.H / DV "“Virkilega vönduð mynd, vel leikinn og skemmtilega stílfærð. Cronenberg hefur ekki verið svona góður árum saman.”" Þ.Þ / FBL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. OKTÓBER 2005 55 Daniel Craig, sem taka mun viðhlutverki James Bond af Pierce Brosnan, kom til blaða- mannafundar í London á föstudag með miklum stæl sem sæmandi var njósnara hennar hátignar. Siglandi á báti breskra landgönguliða. Það fyrsta sem hinn nýi Bond sagði við fjölmiðlamenn eftir að til- kynnt hafði verið að hann tæki við hlutverkinu var: „Mig langar bara að þakka landgönguliðunum fyrir að flytja mig hingað – og hræða úr mér líftóruna.“ Þegar hann var spurður hver hans fyrstu við- brögð hafi verið eftir að framleið- endur myndanna buðu honum hlut- verkið svaraði hann: „Það fyrsta sem mér datt í hug var að mig langaði að fá mér í glas.“ Aftur á móti neitaði hann að svara því hverja hann teldi vera hina full- komnu Bond-stelpu, Kate Moss eða Sienna Miller – en sögusagnir hafa heyrst um að hann hafi átt í stuttu sambandi við þær báðar. Framleiðendur Bond-myndanna vilja breyta áherslunni í nýju mynd- inni, sem væntanleg er á næsta ári og heitir Casino Royale, og láta hana snúast meira um persónu Bonds og minna um tæknibrellur og hvers kyns græjur. Leiða kvikmyndaspek- úlantar að því getum að í höndum Craigs verði Bond hvassari en áður og kvennagullið muni að verulegu leyti falla í skuggann af „leyfinu til að drepa“.    Madonna hefur bannað börn-unum sínum tveim að horfa á sjónvarpið og borða ruslfæði. Hún viðurkennir að vera ströng mamma og segist fylgja því fast eftir að krakkarnir, Lourdes, 9 ára, og Rocco, 5 ára, fylgi ströngum reglum. „Við erum auðvitað með sjónvarps- tæki, en það er bara hægt að horfa á kvikmyndir í þeim. Sjónvarpsefni er algjört rusl,“ sagði Madonna í viðtali við tímaritið Harpers and Queen. Segist hún sjálf ekki hafa alist upp við sjónvarp. „Við erum heldur ekki með tímarit eða dagblöð á heimilinu,“ segir hún. Þá er haft eftir henni að Lourdes hætti til að skilja föt eftir á gólfinu og séu þau þá sett í poka og Lourdes verði að ganga vel um til að fá fötin aftur. Þá segist Madonna hafa áhyggjur af tannheilsu barna sinna og reyna að fá þau til að sinna heimalærdómn- um. „Ég fylgi allt- af áætlunum, ég geri lista,“ segir hún. Aftur á móti láti maðurinn sinn, Guy Ritchie, allt eftir börn- unum. „Hann spillir þeim, ég aga þau.“    Fólk folk@mbl.is Fregnir hermaað kapp- arnir í The Roll- ing Stones séu við öllu búnir á tónleikaferðalagi sínu um Banda- ríkin. Hafi þeir meðferðis hjarta- stuðtæki sem alltaf er til reiðu baksviðs ef hjartað í einhverjum meðlima bandsins skyldi missa taktinn eða hreinlega hætta að slá. Þetta hefur Ananova eftir breska blaðinu The Sun, sem aftur vitnar í bandaríska tímaritið Globe. Þar er haft eftir heimildarmanni: „Hljóm- sveitarmeðlimirnir eru allir fjórir að komast á efri ár og skipuleggjend- urnir vilja ekki taka neina áhættu.“ En eitthvað virðist þetta þó vera málum blandið því haft er eftir tals- manni hljómsveitarinnar: „Ég hef aldrei séð hjartastuðtæki baksviðs.“    Sjónvarpsstjarnan Josh Holloway,sem leikur hinn úrilla Sawyer í sjónvarpsþáttunum Lífsháska (Lost), var vakinn heldur óþægilega á mið- vikudagsmorguninn við það að við rúmið hans stóð maður og beindi að honum skammbyssu. Neyddi þjóf- urinn Holloway og konu hans til þess að láta af hendi krítarkort og reiðufé auk bíllykla að Mercedes-Benz-bifreið í eigu þeirra, sem þjófurinn flúði á. Bíllinn fannst síðar yfirgefinn. Holloway, sem er nokkuð vanur því að láta beina að sér skotvopnum þegar hann leikur töffarann Sawyer, gaf frá sér stutta yfirlýsingu varðandi málið. Þar þakkaði hann lögreglunni í Hono- lulu, en þar býr kappinn, og sagði fjöl- skyldu sína ómeidda og þakkaði fyrir umhyggjuna sem honum hefði verið sýnd í kjölfar ránsins, að því er segir á vef breska ríkisútvarpsins BBC. ÁRLEGA er haldin hér á landi fyrirsætukeppni þar sem Ford-fyrirsætan er valin úr hópi þátttakenda. Í ár verður brugðið upp á þeirri nýbreytni að gerðir verða fimm sjónvarpsþættir, á vegum Eskimo Models og sjón- varpsstöðvarinnar Sirkus, sem sýna þátttakendur við undirbúning keppninnar. Sjónvarpsþættirnir um undirbúning keppninnar sem og keppnin sjálf verða sýnd á sjónvarpsstöðinni Sirkus og fer fyrsti þátturinn í loftið 5. nóvember næstkom- andi. Keppnin fer svo fram í beinni útsendingu á Sirkus 24. nóvember næstkomandi. Auk þess verður einn þáttur sýndur eftir áramót þar sem fylgst verður með vinningshafanum við þátttöku í hinni alþjóðlegu keppni Supermodel of the World sem fram fer í New York hinn 13. janúar. Leitin af þátttakendum er þegar hafin og geta áhugasamar stúlkur frá 16 ára aldri mætt á skrifstofu Eskimo Models á morgun, sunnudag, milli klukkan 13 og 14.30 til að skrá sig til þátttöku. Að sögn Bryndísar Jónsdóttur eiga þættirnir ekki að vera með sama sniði og America’s Next Top Model, sem hafa það þó að markmiði að leita að hentugri fyrirsætu. Þættirnir á Sirkus sýna frá undirbúningi keppninnar sem verður fjölbreyttur að sögn Bryndísar. „Sýnt verður frá undirbúningi stelpnanna 14 fyrir keppnina. Þær fara meðal annars á ýmsa fyrirlestra og læra göngulag,“ segir Bryndís. Sjónvarp | Nýr raunveruleikaþáttur á Sirkus Fylgst með leitinni að Ford-fyrirsætunni Sif Ágústsdóttir var valin Ford-fyrirsætan í fyrra.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.