Morgunblaðið - 19.10.2005, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 9
FRÉTTIR
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• sími 581 2141
Samkvæmiskjólar
og -jakkar
Ljósmyndastofa Kópavogs sími 554 3020
Mynd, Hafnarfirði s. 565 4207
www.ljósmynd.is
Fermingarmyndartökur
Tilboðsmyndatökur
Fjölskyldumyndatökur
Pantið tímanlega
Fræðslufundur
Fræðslufundur fyrir ömmur, afa
og ættingja barna með athyglisbrest
og ofvirkni.
Fjallað verður um: Hvernig einkenni
athyglisbrests og ofvirkni hjá barni
hefur áhrif á alla fjölskylduna.
Fyrirlesari Gylfi Jón Gylfason,
sálfræðingur.
Fimmtud. 20. október kl. 20.00
í safnaðarheimili Háteigskirkju.
Allir velkomnir.
Hverfisgötu 6, sími 562 2862
S O K K A B U X U R
Hreinn og mjúkur ullar- og bómullarfatnaður,
ullarinnlegg fyrir brjóstagjöfina,
ullargærur og allt sem þarf og að sjálfsögðu
heilsuhornið fyrir alla fjölskylduna!
Skólavörðustíg 41, sími 551 2136 – www.thumalina.isAllt fyrir mömmu og litla krílið
Ljósakrónur Borðstofuborð
Íkonar Skrifborð
www.simnet.is/antikmunir
— Nýkomnar vörur—
Antíkmunir, Klapparstíg 40, sími 552 7977.
LEIÐTOGAR stjórnmálaflokkanna virðast yfirleitt vera
þeirrar skoðunar að niðurstaða fjölmiðlanefndar um eign-
arhlutdeild í fjölmiðlum sé sá grunnur sem áfram verði
byggt á. Samkomulag hafi náðst um þá málamiðlun. Geir
H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í viðtali
við Morgunblaðið að hann teldi að málamiðlunin, sem náð-
ist í fjölmiðlanefnd um 25% eignarhlut hvers aðila í fjöl-
miðlum, sé of há. Réttara væri að miða við lægra hlutfall.
Ekkert nýtt komið fram
Halldór Ásgrímsson, forsætisráð-
herra og formaður Framsóknarflokks-
ins, minnti á að niðurstaða fjölmiðla-
nefndarinnar hafi verið sú að miða við
25% eignarhlutdeild í fjölmiðlum.
Fulltrúar allra flokka hafi staðið að
þeirri niðurstöðu.
„Við viljum byggja framhaldið á því.
Við teljum að það hafi ekkert nýtt kom-
ið fram í málinu sem kallar á breyt-
ingar á þeirri niðurstöðu,“ sagði Hall-
dór.
Sáttargjörð við fólkið í landinu
„Við í Samfylkingunni tókum heils-
hugar þátt í fjölmiðlanefndinni með
það að markmiði að ná sameiginlegri
niðurstöðu sem gæti verið grundvöllur
lagasetningar,“ sagði Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, formaður Samfylkingar-
innar. Hún sagði og að í nefndinni hafi
náðst sáttargjörð. „Hún er ekki bara á
milli flokkanna, sem sátu í nefndinni,
heldur leit ég á þetta sem sáttargjörð
stjórnmálamanna við fólkið í landinu
og við skulduðum fólkinu þessa sátt-
argjörð. Að það væri ekki stöðugt verið að troða illsakir við
fjölmiðlana.“
Ingibjörg Sólrún sagði að nefndarmenn hafi allir lagt sig
fram í þessu máli. Menntamálaráðherra hafi sagt að
nefndarálitið væri söguleg niðurstaða, sem löggjöf yrði
byggð á. Það hafi forsætisráðherra einnig sagt. „Ef Geir
H. Haarde ætlar að gera það að sínu fyrsta verki að rjúfa
þessa sáttargjörð þá fer hann illa af stað sem formaður
Sjálfstæðisflokksins.“
Krafa setur málið í uppnám
„Ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að
halda sig við þá kröfu að hlutfallið fari
verulega niður fyrir það, sem fjölmiðla-
nefndin náði sem lendingu, held ég að
sé verið að setja málið í talsvert upp-
nám,“ sagði Guðjón A. Kristjánsson,
formaður Frjálslynda flokksins. Hann
taldi að allir stjórnmálaflokkarnir hafi
teygt sig í sáttaátt í starfi fjölmiðla-
nefndarinnar. Menn hafi síðan talið álit
nefndarinnar vera grunn að ákveðinni
sátt um málið.
„Ef einn flokkur ætlar að fara að setja skilyrði um eitt-
hvað annað en þar náðist sátt um held ég að málið sé komið
á nýtt stig. Og ekki kannski auðvelt að vinna málið upp á
nýtt þegar einn aðili mætir að borðinu með fyrirfram
ákveðin skilyrði. Mér finnst svolítið að Sjálfstæðisflokk-
urinn sé að setja þetta mál í uppnám á nýjan leik.“
Best að reyni á það á hvað menn geti sæst
Steingrímur J. Sigfússon, formaður
Vinstrihreyfingarinnar – græns fram-
boðs, sagðist hafa lesið úr orðum Geirs
H. Haarde viðleitni til „diplómatískrar
stöðutöku“. „Annars vegar vill hann að
sjálfsögðu virða og tala í samræmi við
ályktanir landsfundarins. Hins vegar
gerir hann sér grein fyrir því vonandi,
að það er ekki spennandi fyrir stjórn-
arflokkana að leggja upp í nýjan fjöl-
miðlaleiðangur með allt upp í loft.“
Geir hafi haldið til haga sjónarmiði
landsfundarins um að hlutfallið væri of hátt, en greinilega
verið á þeim nótum að ná verði samkomulagi um málið.
„Ég held að best sé að það reyni á það í framhaldinu, verði
frekara samstarf um málið milli flokkanna, á hvað menn
geti sæst ef það er ekki niðurstaða fjölmiðlanefndarinnar.“
Steingrímur sagði að VG hefði þótt niðurstaða fjölmiðla-
nefndarinnar alveg viðunandi, með þeim fyrirvörum sem
voru almennt gerðir.
Áfram byggt á niður-
stöðu fjölmiðlanefndar
Eftir Guðna Einarsson
gudni@mbl.is
Halldór
Ásgrímsson
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Guðjón A.
Kristjánsson
Steingrímur J.
Sigfússon
BORGARSTJÓRINN í Reykjavík,
Steinunn Valdís Óskarsdóttir, sendi í
gær frá sér yfirlýsingu vegna end-
urvakningar Kvennafrídagsins næst-
komandi mánudag. Segist borgar-
stjóri fagna þeim aðgerðum sem
fyrirhugaðar eru og að allt of hægt
gangi að jafna launamun kynjanna.
Borgarstjóri lýsir yfir stuðningi við
almenna þátttöku kvenna í aðgerð-
unum. Konur meðal starfsmanna
Reykjavíkurborgar eru hvattar til
þátttöku eftir því sem aðstæður leyfa
og beinir því til stjórnenda á vinnu-
stöðum borgarinnar að bregðast já-
kvætt við óskum kvenna um að leggja
niður vinnu í þeim tilgangi.
Hvetur borgarstjóri konur einnig
til þess að komast að samkomulagi
við starfsmenn og stjórnendur um til-
högun og segir að stjórnendur verði
að meta hverju sinni að hve miklu
leyti hægt verði að koma til móts við
óskir starfsmanna þannig að nauð-
synleg þjónusta skerðist ekki.
Erlendir fjölmiðlar sýna áhuga
Í breska blaðinu The Guardian
birtist í gær grein eftir Önnudís Run-
ólfsdóttur þar sem saga Kvennafrí-
dagsins er rakin og sagt frá því að
leikurinn verði endurtekinn mánu-
daginn 24. október næstkomandi.
Segir í greininni að mörgum finnist
ekki nóg hafa áunnist á þessum 30 ár-
um og að konur á Íslandi hyggist
koma með potta og pönnur í vinnuna
og berja á þau til að skapa eins mik-
inn hávaða og mögulegt er en hvort
yfirvöld heyri í þeim eigi eftir að
koma í ljós.
Á Ísafirði mun kröfuganga hefjast
frá Silfurtogi kl. 15 og í framhaldi af
göngunni verður haldin baráttuhátíð
í tali og tónum. Hvetur undirbúnings-
hópur kvennafrísins á Ísafirði konur
til að klæðast litskrúðugum og glað-
legum klæðnaði og að þær hafi með
sér viðeigandi háreystibúnað.
Hátíðar- og baráttufundur mun
fara fram í Sjallanum á Akureyri kl.
15 og eru allar konur í Eyjafirði
hvattar til að mæta og sýna samtöðu í
verki. Fundurinn verður öllum opinn
og eru foreldrar hvattir til að sækja
börn sín á leikskóla um kl. 14.08 svo
konur sem þar starfi geti einnig átt
möguleika á að sækja fundinn.
Stúdentaráð Háskóla Íslands skor-
ar á allar stúdínur og starfskonur
Háskóla Íslands að leggja niður störf
klukkan 14.08 þann 24. október næst-
komandi, kvennafrídaginn, og lýsa
þannig andúð sinni á þeim kyn-
bundna launamun sem til staðar sé á
Íslandi. Stúdentaráð hvetur einnig
alla stúdenta og starfsmenn Háskóla
Íslands til að sýna samstúdínum og
samstarfskonum sínum stuðning í
verki.
Borgarstjóri segir allt of hægt ganga að jafna launamun
Hvetur konur hjá borginni
til þátttöku í aðgerðunum
KAPIL Sibal, vísinda- og
tæknimálaráðherra Indlands,
verður í opinberri heimsókn á
Íslandi í boði Þorgerðar Katr-
ínar Gunnarsdóttur mennta-
málaráðherra í dag og á morg-
un. Í tengslum við fund ráð-
herranna verða undirritaðir
samningar um menningar- og
vísindasamstarf Íslands og
Indlands.
Kapil Sibal mun einnig eiga
fundi með Ólafi Ragnari Gríms-
syni, forseta Íslands, Halldóri
Ásgrímssyni forsætisráðherra
og Einari Kristni Guðfinnssyni
sjávarútvegsráðherra.
Í heimsókninni mun Sibal
heimsækja fjölmargar íslensk-
ar stofnanir og fyrirtæki.
Vísindaráð-
herra Ind-
lands hingað
LÖGMAÐUR Reykjavíkurborgar
hitti í gær fulltrúa stóru olíufélag-
anna þriggja og ræddi við þá um
bótakröfu borgarinnar vegna ólög-
legs samráðs félaganna í viðskipt-
um. Fleiri fundir verða haldnir á
næstunni, að sögn Helgu Jónsdótt-
ur borgaritara.
Lögmaður borgarinnar í þessu
máli er Vilhjálmur H. Vilhjálmsson
hrl. Helga sagði að hann hefði
greint frá því að viðræðum væri
ekki lokið og að halda þyrfti fleiri
fundi fyrir lok næstu viku.
Reykjavíkurborg krefst 150
milljóna króna í skaðabætur auk
dráttarvaxta og innheimtukostnað-
ar.
Borgin og olíu-
félögin ræða
bótakröfu