Morgunblaðið - 19.10.2005, Page 11

Morgunblaðið - 19.10.2005, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 11 FRÉTTIR „NÚNA þarf að breyta!“ er yfirskrift lands- fundar Vinstrihreyfingarinnar – græns fram- boðs (VG) sem haldinn verður 21.–23. október nk. á Grand hóteli í Reykjavík. Landsfundurinn hefst kl. 17.30 á föstudag með opnunarhátíð, ávörpum og ræðu formanns. Á laugardag verða sérstakar pallborðsumræður um kvenfrelsi, en þar flytja framsögu þær Þor- gerður Einarsdóttir, Hildur Hákonardóttir, Halla Gunnarsdóttir, Thelma Ásdísardóttir, Halldóra Friðjónsdóttir og Atli Gíslason. Pall- borðinu stýrir Drífa Snædal. Þá um kvöldið verð- ur landsfundarfagnaður í Ými við Skógarhlíð, en VG í Reykjavík hefur haft veg og vanda af skipu- lagningu fagnaðarins. Meðal viðfangsefna landsfundarins eru, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, endurskoðun stefnuyfirlýsingar flokksins í samræmi við ákvörðun síðasta landsfundar þar sem kvenfrelsi verður fléttað inn í stefnuskrá flokksins. „Vinstrihreyfingin – grænt framboð mun þar með eitt starfandi stjórnmálaflokka í landinu skilgreina sig sem flokk kvenfrelsis eða fem- ínisma. Einnig verður lögð áhersla á félagslega sýn til alþjóðamála, græna, félagslega hnattvæð- ingu í stað hnattvæðingar á forsendum fjár- magns og fjölþjóðafyrirtækja, í hinni endurskoð- uðu útgáfu stefnuyfirlýsingarinnar,“ segir m.a. í fréttatilkynningunni. Einnig kemur fram að fjallað verði á fundinum um menntastefnu sem verið hefur í vinnslu í stofnunum flokksins, auk þess sem lagabreyt- ingar verða gerðar, fjallað verður um sveit- arstjórnarmál og komandi sveitarstjórnarkosn- ingar og stjórnmálaályktanir afgreiddar. Á fundinum verða reikningar flokksins, endur- skoðaðir af löggiltum endurskoðanda, lagðir fram fyrir árin 2003 og 2004. Landsfundur VG 21.–23. október „Núna þarf að breyta!“ HALLDÓR Ásgrímsson for- sætisráðherra segir að það væri vond niðurstaða sem allir myndu skaðast á ef það yrði nið- urstaða launanefndar aðila vinnumarkaðarins að segja upp launalið gildandi kjarasamninga, en ráðherrar ríkisstjórnarinnar áttu fund með Alþýðusambandi Íslands og fulltrúum landssam- banda í gær. Halldór sagði að fundurinn hefði verið haldinn að ósk Al- þýðusambandsins. „Við fórum yfir þessa stöðu og það liggur ljóst fyrir og er óumdeilt að verðlagshækkanir eru meiri en gert var ráð fyrir í þeim samn- ingum sem gerðir voru 2004. Það eru hins vegar önnur atriði sem skipta að mínu mati miklu máli. Kaupmáttaraukningin hef- ur verið mikil og þar hjálpa til þær skattalækkanir sem voru ákveðnar eftir samningana,“ sagði Halldór. Hann sagði að verðlagshækk- anirnar stöfuðu af hækkunum á fasteignaverði og hækkunum á eldsneytisverði. „Þeir sem koma að þessum málum leggja á það áherslu að langtímasamningar í kjaramálum haldi áfram og allir eru sammála um að það hafi reynst þjóðinni mjög vel,“ sagði Halldór enn fremur. Horft til 15. nóv. Hann sagði að fram hefðu komið óskir varðandi nokkur at- riði sem vörðuðu samskipti rík- isvaldsins við aðila vinnumark- aðarins. Það lyti að hlutum eins og starfsmannaleigum, atvinnu- leysisbótum, fræðslumálum og lífeyrissjóðum, einkum að því er varðaði örorkumál. Ákveðið ist Halldór vera þeirrar skoð- unar að besta leiðin til þess að auka kaupmátt um þessar mundir væri með breytingum á sköttum en ekki með launa- hækkunum „þannig að ég teldi það afar óskynsamlegt að fara að ganga til baka með þær við þessar aðstæður“. bandi við allt þetta mál á 15. nóvember,“ sagði Halldór, en þá þarf niðurstaða launanefndar- innar varðandi kjarasamningana að liggja fyrir. Spurður um þá gagnrýni að tekjuskattslækkanir um áramót séu ekki rétt tímasettar í ljósi aðstæðna í efnahagslífinu, sagð- hefði verið að vinna frekar í þeim málum og sjá hvort hægt væri að skýra línurnar í þessum efnum, en allt væru þetta atriði sem hefðu verið í umræðu milli aðila. Framhald yrði á þessum samskiptum en annar fundur ekki tímasettur að svo komnu. „Menn eru að horfa í sam- Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra um uppsögn launaliðar kjarasamninga Vond niðurstaða sem allir myndu skaðast á Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Morgunblaðið/Golli Í DAG eru 70 ár liðin frá því Laugarnesskóli var settur í fyrsta sinn. Tímamótanna verður minnst í skólanum í vetur með margvíslegum hætti og er gert fyrir að mánaðarlega verði ýmsar uppá- komur í honum vegna afmælisins. Í dag fer fram afmælisdagskrá á sal skólans þar sem þau Guð- mundur Þór Árnason, skólastjóri Laugarnes- skóla, og Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borg- arstjóri, munu flytja ávörp. Þá munu Lögreglukórinn og nemendur Laugarnesskóla flytja tvö lög. Á vefsíðu Laugarnesskóla kemur fram að ástæða þess að skólastarf hófst ekki fyrr en 19. október árið 1935, hafi verið sú að mænuveikif- araldur gekk þá um Reykjavík og því varð að seinka upphafi skólastarfs. 214 börn á aldrinum 8–13 ára hófu nám við skólann, en skólaskylda barna miðaðist á þessum tíma við 8 ára aldur. Fastráðnir kennarar voru tíu talsins. Fyrsti skólastjóri Laugarnesskóla var Jón Sig- urðsson. Hann helgaði líf sitt skólanum í heil 30 ár (1935–65). Segir á vefsíðu Laugarnesskóla að Jón hafi borið mikla umhyggju fyrir nem- endum sínum og verið hugmyndaríkur maður. Annar einstaklingur sem hafði mikil áhrif á mót- un skólans var Aðalbjörg Sigurðardóttir. Hún var formaður skólanefndar Laugarnesskóla um áraskeið (1936–1942 og 1946–1947). Laugarnesskóli 70 ára NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands hafa skorað á skólayfirvöld að draga ekki grunn- skólabörn inn í þjóðmálaumræðu með því að taka þátt í verkefni Landsvirkjunar um orkumál. Samtökin segja þau átök og umræðu sem ríkt hafa um stefnu í virkjunarmálum ekki eiga heima í skólastofum landsins og benda á að mörg verk Landsvirkjunar hafi leitt til hrikalegra og óafturkræfra náttúruspjalla. Landsvirkjun sem gerandi í málaflokki sem þessum geti ekki gætt hlutleysis í umfjölluninni og því ekki rétti aðilinn til að bera málin inn á borð skólabarna. Þar að auki benda náttúruverndarsamtökin á að fái Landsvirkjun aðgang að skólastarfinu í landinu þurfi að gæta jafnræðis og veita þeim sem vinna að náttúrvernd sambærilegan aðgang að nemendum. Það geri grunnskóla landsins að vettvangi átaka sem komi skólastarfi ekki við og samtökin eru á móti þeirri þróun. Grunnskólabörn ekki dregin inn í þjóðmálaumræðu GRÉTAR Þorsteinsson, forseti Alþýðusam- bands Íslands, segir að á fundi með rík- isstjórninni í gær hafi ASÍ lagt ríka áherslu á að fá afdráttarlaus svör varðandi þau efnis- atriði sem væru upp á borðum mjög fljótlega, en ekki væru nema þrjár og hálf vika til stefnu, þar sem niðurstaða launanefndarinn- ar þyrfti að liggja fyrir 15. nóvember næst- komandi. Grétar sagði að ástæða þess að óskað hefði verið eftir fundi með ríkisstjórninni væri að það myndi reyna á endurskoðunarákvæði kjarasamninga. Ríkisstjórnin hefði verið þátttakandi í samningsgerðinni 2004 og það hefði verið þríhliða yfirbragð á kjarasamn- ingagerðinni að minnsta kosti allar götur frá 1990. „Það blasir auðvitað við að ef það á að vera einhver von til þess að ná þessu saman fyrir 15. nóvember að þá verður ríkisstjórnin að koma myndarlega að málinu. Auðvitað reynir varðaði í þessum efnum. Á fundinum hefðu þeir lagt upp nokkur efnisatriði, en þeir vildu fá annan fund með stjórnvöldum og einhver svör áður en þeir færu nánar út í það efn- islega hvað þar væri um að ræða. Grétar bætti því við aðspurður hvort fyr- irhugaðar skattalækkanir um áramót hefðu borið á góma á fundinum að svo hefði ekki verið. „Við erum síðustu misserin margítrek- að búnir að koma þessu viðhorfi á framfæri varðandi skattalækkanirnar, hvað sem líður efnislegri afstöðu til þeirra sem slíkra, að þetta væri afar slæm tímasetning. Það hefur verið fleira sem lýtur að stjórnun efnahags- mála sem við höfum verið með í farteskinu og í þetta skipti erum við ekki einir á báti eins og við höfum stundum verið,“ sagði Grétar. Hann benti á að Seðlabankinn, greining- ardeildir bankanna, OECD og fleiri aðilar hefðu varað við þessari tímasetningu skatta- lækkananna. ekki síður á aðalviðsemjandann, sem eru auð- vitað Samtök atvinnulífsins. Það þarf hvort tveggja að koma til ef það á að nást sam- komulag um að brúa þetta bil sem er orðið á milli þess sem við töldum okkur vera að semja um og svo raunveruleikans í dag,“ sagði Grétar. Hann sagði að efnisleg svör hefðu ekki fengist á fundinum í gær. Rætt hefði verið um ýmis atriði, en efnisleg svör hefðu ekki fengist og kannski væri það bara eitthvað sem þyrfti að sætta sig við á fyrsta formlega fundi. „Við lögðum hins vegar ríka áherslu á að við yrðum að fá afdráttarlaus svör við okkar erindi mjög fljótlega. Það eru jú um þrjár og hálf vika til stefnu,“ sagði Grétar ennfremur. Dagar fremur en vikur Hann bætti því við aðspurður að þeir væru að tala um daga fremur en vikur hvað svör Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, eftir fund með ríkisstjórninni í gær Áhersla á afdráttarlaus svör FORYSTUMENN ASÍ ganga á fund með fjórum ráðherrum ríkisstjórnarinnar í Ráðherrabústaðnum í gærdag. Auk þeirra sátu formenn landssambanda Alþýðusambandsins fundinn þar sem rædd var sú staða sem nú blasir við vegna verðlagsþróunar og endurskoðunar á forsendum almennu kjarasamning- anna. Á myndinni eru f.v. Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur ASÍ, Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ og Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. Gengið til fundar við ráðherranefnd LYFJAVÖRUHÓPUR Samtaka verslunar og þjónustu sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem kem- ur fram að þrátt fyrir lækkun heildsöluverðs lyfseðilsskyldra lyfja skili þær sér ekki til neyt- enda sem greiði í flestum tilvik- um óbreytt verð fyrir lyfin í lyfja- verslunum – enda sé hluti sjúklinga í lyfjakostnaði oftast föst krónutala sem er ákveðin með reglugerð. Enn fremur kemur fram að reglugerð og hafi það valdið hlut- aðeigandi skaða. Sigurður Jónsson, fram- kvæmdastjóri SVÞ, segir smá- sala lyfja lenda í því að sitja uppi með vörubirgðir sem þeir verða síðan að selja á stórlækkuðu smá- söluverði og fá þá skelli ofan á það að tekjur þeirra minnka vegna lækkandi álagningar. Lækkunin nú er einn þáttur í samningi sem heilbrigðisráðu- neytið og lyfjagreiðslunefnd gerðu við innflytjendur og fram- leiðendur lyfja fyrir nokkrum misserum, en samningurinn hef- ur það að markmiði að lækka heildsöluverð á lyfjum hér á landi til jafns við það sem almennt ger- ist á Norðurlöndum. Jafnframt stendur yfir átak til að lækka smásöluálagningu í lyfjaverslun- um þannig að lyfjaverð í smásölu hér verði sambærilegt við það sem gerist í Danmörku og Finn- landi. apótekin hafi orðið að lækka álagningu sína umtalsvert og er áhrifanna farið að gæta í þeirri þjónustu sem þau veita. Það stafi af auknum rekstrarkostnaði en þar að auki bætist við að apótekin þurfi að taka á sig verðlækkun lyfjabirgða þegar ríkið ákveður ný heild- og smásöluverð um hver mánaðamót. Misbrestur sé á því að apótekin fái upplýsingar um verðbreytingar með minnst mán- aðar fyrirvara líkt og kveði á um í Apótekin taka á sig verðlækkun lyfjabirgða

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.