Morgunblaðið - 19.10.2005, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 15
ERLENT
SKÓLABÖRN virða fyrir sér
grameðlu á risaeðlusýningu sem
opnuð var á safninu Palais de la
Découverte í París í gær. Sýn-
ingin nefnist „Veisla risaeðlanna“
og á að standa til 25. apríl á
næsta ári. Náttúrufræðisafnið í
London hannaði risaeðlurnar sem
eru sýndar í fullri stærð í leit að
fæðu.
Reuters
Risaeðlur
í fæðuleit
París. AFP. | Brasilísk börn verja
að jafnaði lengri tíma fyrir framan
sjónvarpið en jafnaldrar þeirra í
Bandaríkjunum. Brasilíubörnin
eru 3,5 klukkustundir á degi hverj-
um fyrir framan skjáinn, banda-
rísku börnin hálftíma skemur. Vin-
sældir sjónvarpsstöðva sem
einbeita sér að efni fyrir börn vex
hratt á kostnað hefðbundinna
stöðva.
Börn í níu löndum tóku þátt í al-
þjóðlegri könnun sem kynnt var á
mánudag í Cannes í Frakklandi.
Yngstu börnin í könnuninni voru á
aldrinum 2–4 ára en þau elstu 11–
15 ára. Fram kemur að börn í
Þýskalandi horfa einungis á sjón-
varp í 1,5 stundir á dag en frönsk
börn hálftíma betur. Börn í
Indónesíu vörðu 3,1 stund fyrir
framan sjónvarpið, börn í Suður-
Afríku 2,6 stundum en spænsk
börn einungis 2,5 klukkustundum
fyrir framan sjónvarpið. Þá horfðu
bresk börn á sjónvarp í 2,3
klukkustundir á hverjum degi.
Sum glápa
meira en
önnur
KENNETH Clarke, fyrrverandi
fjármálaráðherra Bretlands, varð
fyrir áfalli í gær er hann varð neðstur
í fyrstu umferð leiðtogakjörs Íhalds-
flokksins.
Clarke fékk aðeins 38 atkvæði í
fyrstu umferðinni og verður því ekki
með í þeirri sem fram fer á fimmtu-
dag. Þingmenn flokksins greiða at-
kvæði í fyrstu tveimur umferðunum.
Almennir flokksmenn munu síðan
greiða atkvæði í desembermánuði um
þá tvo sem ná að komast áfram.
Flest atkvæði í gær fékk David
Davies eða 62. Næstur kom David
Cameron með 56
og þriðji varð
Liam Fox með 42.
Einn þessara
þriggja mun síðan
falla út eftir seinni
umferðina á
fimmtudag.
Clarke sem er
56 ára hefur tví-
vegis áður sóst
eftir leiðtogaembætti Íhaldsflokksins.
Hann nýtur umtalsverðrar alþýðu-
hylli ef marka má skoðanakannanir.
Stjórnmálaskýrendur sögðu að lé-
legt gengi hans í gær mætti að lík-
indum rekja til þess að hann hefði
löngum upphafið ágæti Evrópusam-
runans. Margir íhaldsmenn telja að
nú þegar hafi of langt verið gengið í
þeim efnum á vettvangi Evrópusam-
bandsins.
Clarke var reyndastur frambjóð-
enda og sagði hann úrslitin „mikil
vonbrigði“. Nú er þess beðið að hann
lýsi yfir stuðningi við einn þeirra
þriggja sem eftir standa. Búist er við
að margir þeirra sem studdu Clarke í
gær hyggist kjósa Cameron á
fimmtudag.
Kenneth Clarke
Kenneth Clarke féll í fyrstu
umferð leiðtogakjörsins
Washington. AP, AFP. | Hæstiréttur
Bandaríkjanna í Washington vís-
aði á mánudag frá kröfu banda-
rískra stjórnvalda um sektar-
greiðslur frá tóbaksfyrirtækjum
sem sökuð eru um að hafa blekkt
neytendur með tilliti til hættunn-
ar af reykingum. Ríkisstjórn
Bandaríkjanna fór fram á skaða-
bætur upp á 280 milljarða Banda-
ríkjadala, eða yfir 9.000 milljarða
íslenskra króna.
Niðurstaðan þykir vera stórsig-
ur fyrir tóbaksfyrirtækin en mál-
ið gegn þeim var höfðað árið
1999. Málinu er þó ekki lokið því
að alríkisdómari sem fjallað hefur
um málið undanfarna níu mánuði
á eftir að úrskurða hvort tóbaks-
framleiðendur séu sekir um brot
á lögum um sviksamlegt athæfi.
Þótt hæstiréttur ákvæði í gær að
fjalla ekki frekar um málið að
sinni gæti því farið svo að málið
yrði tekið upp að nýju á næsta
ári. Úrskurður réttarins sneri
eingöngu að skaðabótunum.
Tóbaks-
fyrirtæki
vinna sigur
♦♦♦