Morgunblaðið - 19.10.2005, Síða 23

Morgunblaðið - 19.10.2005, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 23 UMRÆÐAN Rannís tekur þátt í evrópska verkefninu Researchers in Europe 2005 til að kynna mikilvægi vísinda og rannsókna fyrir samfélagið. Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • www.rannis.is Eirný Þöll Þórólfsdóttir sameindalíffræðingur, 32 „Það var aldrei nein spurning eftir að ég kynntist erfðafræðinni í menntaskóla. Ég ætlaði að leggja hana fyrir mig. Hún er full af óleystum ráðgátum — og ég hef alltaf elskað að grúska í þess konar efni. Það er því óendanlega spennandi að hafa tækifæri til að taka þátt í rannsóknum á þessu sviði,“ segir Eirný Þöll Þórólfsdóttir, yfirmaður LindGen á Íslandi, sem er í eigu bandarísku rannsókna- stofnunarinnar Cold Spring Harbor Laboratories. Eirný valdi sér líffræði við Háskóla Íslands og lauk MS-prófi þaðan. Hún segir að það sé mikill kostur hve víðtæk líffræðin sé og því auðvelt að finna sér farveg innan hennar. „Ég hafði t.d. lítinn áhuga á grasa- eða dýrafræði... sem aðrir sökkva sér í. Ég sá ekkert annað en erfðafræðina.“ Eirný stýrir nú sérhæfðum rannsóknum í erfðarannsóknum þar sem notaðar eru örflögur við meingenaleit og upplýsingaöflun um erfðamengi mannsins. „Fimm ára gömul dóttir mín og eiginmaðurinn eiga hins vegar hug minn allan þegar vinnunni sleppir — og við notum hvert tækifæri til að ferðast innanlands og fara í gönguferðir. Þórsmörk er uppáhalds- staðurinn — þar er magnað að vera!“ Sjá nánar á vefnum www.visindi2005.is [ráðgátur og ferðalög] Vísindi – minn vettvangur P R [p je e rr ] „…ERU það réttkjörnir þing- menn, sem fá kjörbréf, ekki flokk- arnir.“ Svo segir í Klippt- og-skorið-dálki Blaðs- ins mánudaginn 10. október, til réttlæt- ingar þeim fáránleika að „réttkjörinn“ þing- maður tiltekins fram- boðslista geti valsað með það bréf sitt milli flokka á þinginu án tillits til þess hvernig þetta bréf hans er fengið. Því – út á hvað er það fengið? Lista sem hann bar fram í eigin nafni? Var hann persónulega kjör- inn? Reyndar hvorugt. Hann átti sæti á lista sem tiltekinn flokkur bar fram. Hann fékk kjörbréf sitt út á atkvæði sem flokkurinn fékk – ekki hann persónulega. Hann var rétt- kjörinn þingmaður þess flokk – eða er hægt að segja að hann sé rétt- kjörinn þingmaður einhvers annars flokks – sem hann kom hvergi nærri á þeim tíma? Ef til vill er þetta hægt út á einhverjar reglur frá öldinni sem leið, eða jafnvel enn eldri. Ekki veit ég það. Hitt hef ég sannreynt að fjölmörgum okkar sem útífrá standa þykir fjar- stæða að þetta skuli vera hægt og skiptir engu hvaða flokkur eða hverjir eiga í hlut. At- kvæði greidd tilteknum lista hljóta að tilheyra honum og þeim flokki sem bar hann fram. Ef einhverjum sem fékk kjörbréf sitt út á atkvæði greidd þeim lista hugnast ekki lengur að standa fyrir mál- staðnum sem hann gerði að sínum þegar hann var kjörinn á hann að taka pokann sinn og hypja sig – næsti maður af listanum á þá að taka við og fá sitt réttkjörna kjörbréf til þess. Ef raunin er sú að það dæmi sem við höfum nú fyrir augunum sé leyfi- legt og gilt eru það afleitar reglur og ber að breyta þeim hið fyrsta. Menn eiga að sjálfsögðu að fara eftir sann- færingu sinni og gera það sem þeir telja rétt, en atkvæðin sem fleyttu þeim inn á þing af listanum sem þeir voru á eiga ekki að vera þeirra eign sem þeir geti farið með og gefið öðr- um flokkum að geðþótta. – Pistill þessi var sendur Blaðinu sama dag og ofanígjöf var send þing- flokki Frjálslyndra í dálki Blaðsins, Klippt og skorið, fyrir að vilja fá álit frá umboðsmanni Alþingis um rétt- mæti þess að þingmaður sem kemst á þing á atkvæðum greiddum til- teknum flokki geti fært þau öðrum flokki ef honum sýnist svo. Bersýni- legt er að Blaðið hyggst ekki birta ofanskráð og er því Morgunblaðið beðið fyrir það. Út á hvað er kjörbréfið fengið? Sigurður Hreiðar Hreiðarsson fjallar um kjörbréf ’Hann fékk kjörbréfsitt út á atkvæði sem flokkurinn fékk – ekki hann persónulega. ‘ Sigurður Hreiðar Hreiðarsson Höfundur er blaðamaður. NÚ ÞEGAR ljóst er að Síminn hefur verið seldur fyrir yfir 60 miljarða vakna spurn- ingar um hvernig þeim fjármunum skuli varið. Jú, ríkisstjórn íhalds og framsóknar hefur gefið frá sér yf- irlýsingar um hvernig þeim fjármunum skuli varið. Ekki er að sjá að eldri borgarar séu hátt skrifaðir á þeim framkvæmdalista. Þeir eru þó stór hluti kjósenda þessa lands og fer hópur þeirra vaxandi. Ekki króna til hagsbóta fyrir eldri borgara er þar sjáan- leg. Fólkið er skóp þess fjármuni með atorku og tæknikunn- áttu sinni að lang- mestu leyti og er að fara á eftirlaun flest hvert í dag. Nei, það er ekki króna til þessa fólks hjá ríkisstjórn íhalds og framsóknar. Hvað með fjármagn til hjúkrunarheim- ilis fyrir aldraða sem sárlega vant- ar, ekki síst í Suðvesturkjördæmi? Við skulum einnig minnast þess að 10 þúsund eldri borgarar eru með innan við 110 þúsund til fram- færslu sinnar á mánuði og af því eru að sjálfsögðu skattar teknir. Hvað verður þá eftir? Það væri fróðlegt ef ríkisstjórn- arflokkarnir gætu gefið þessu fólki uppskrift að því hvernig hægt er að lifa af innan við 100 þúsund kr. á mánuði. Það er einnig at- hyglisvert að sjá þá aðila sem komið hafa í sviðsljósið undanfarna daga og tala um að ekki megi auka laun eða kjarabætur til handa launþegum. Þetta er oft á tíðum sama fólkið og er með nokkur hundruð þús- und í mánaðarlaun. Geta þessir aðilar tal- ist sannfærandi í sín- um málflutningi? Ég held varla. Er ekki enn og aft- ur nauðsynlegt að eldri borgarar og launþegar á þessu landi hugsi alvarlega sinn gang og veiti þeim atkvæði sitt hvort sem er í sveit- arstjórnarkosningum eða alþingiskosningum er raunverulega eru tilbúnir að auka vel- ferð fólksins í landinu? Þar er Samfylkingunni fyrst og fremst treystandi til góðra verka. Aldraðir ekki inni í myndinni Jón Kr. Óskarsson fjallar um aldraða Jón Kr. Óskarsson ’Það væri fróð-legt ef ríkis- stjórnarflokk- arnir gætu gefið þessu fólki upp- skrift að því hvernig hægt er að lifa af innan við 100 þúsund kr. á mánuði.‘ Höfundur er varaþingmaður Samfylkingar í Suðvesturkjördæmi. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.