Morgunblaðið - 19.10.2005, Side 25

Morgunblaðið - 19.10.2005, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 25 arstjórnum staðið okkur mjög vel og hlutur kvenna á sveitarstjórnarstigi er mjög góður,“ segir Þorgerður Katrín. „Ég sé öflugar konur víðsvegar um landið,“ bætir hún við og bendir á að áfram verði að gæta að því að konur séu meðal þeirra sem eru í forystu á sveitarstjórnarstiginu. „Við þurfum að gera það núna þegar kosið verð- ur í prófkjörum um landið. Það þarf að gæta sér- staklega að því meðal okkar sjálfstæðismanna sem tökum þátt í prófkjörum að konur séu vel sýnilegar og framarlega á listum. Framboðs- listar flokksins verða að endurspegla þá breidd sem einkennir flokkinn, stuðningsmenn hans og kjósendur.“ Þorgerður Katrín leggur áherslu á að sú breyting sem orðið hafi á miðstjórninni á lands- fundinum hafi komið frá grasrótinni. „Það er mikilvægt að það gerist þannig en ekki gegnum kynjakvóta eða eitthvað slíkt, sem ég er mjög á móti. Ef kynjakvótar hefðu verið hefðu konur lið- ið fyrir það í þetta sinn,“ segir Þorgerður. Áfram með keflið á lofti Hún segist telja það jákvætt merki að kona gegni nú embætti varaformanns og bendir á að fleiri konur séu í forystu flokksins. Sólveig Péturs- dóttir sé þingforseti, Arnbjörg Sveinsdóttir for- maður þingflokksins og tvö ráðuneyti séu undir stjórn sjálfstæðiskvenna. „Síðan þurfum við að halda áfram að vera með keflið á lofti,“ segir hún. „Það eru miklir hagsmunir fólgnir í því fyrir Sjálfstæðisflokkinn að efla fylgi hans. Við höfum sóknarfæri meðal kvenna og eigum að nýta okk- ur þau því þá verður flokkurinn öflugri og stærri,“ segir Þorgerður. Hún var spurð um af- stöðu til fyrirhugaðs frumvarps um fjölmiðla. Þorgerður Katrín segir ljóst að skilaboð lands- fundarins í þessum efnum hafi verið mjög skýr. Sjálfstæðisflokkurinn vilji „skýra, skarpa löggjöf um eignarhald á fjölmiðlum með það að leið- arljósi að það ríki fjölbreytni og ákveðnir aðilar geti ekki ráðið umfjöllun inni á blöðunum í krafti stærðar sinnar“. „Það var líka rætt um það í menningarnefnd [á landsfundinum] hvort menn ættu að ræða sér- staklega skiptingu á milli prent- og ljósvakamiðla eins og gert var á sínum tíma. Það fór ekki í gegn,“ segir Þorgerður. Landsfundurinn hafi hins vegar viljað brýna fyrir forystu flokksins að löggjöfin um fjölmiðla verði skýr. 25% eignarhlutfall allt of hátt Í vor lagði fjölmiðlanefnd menntamálaráðherra, skipuð fulltrúum allra flokka, fram einróma til- lögur um aðgerðir vegna aðstæðna á fjölmiðla- markaði. Var meðal annars lagt til að enginn einn aðili eða tengdir aðilar gætu átt meira en 25% hlut í fjölmiðlum, sem náð hefðu tiltekinni út- breiðslu. Þorgerður Katrín segir að fyrirhuguð löggjöf um fjölmiðla muni væntanlega taka mið af skýrslu fjölmiðlanefndar. Skýrslan sé í raun „viðurkenning á því sem við sjálfstæðismenn börðumst fyrir, að það þyrfti lög um eignarhald á fjölmiðlum“. Hún leggur áherslu á að það pró- sentuhlutfall sem nefnt er í skýrslunni hafi verið málamiðlun. „Ég hef margoft ítrekað það,“ segir Þorgerð- ur. „Það var fyrst og fremst Samfylkingin sem barðist fyrir því að hafa þetta svona hátt. Við verðum að skoða niðurstöðuna í ljósi þess umróts sem ríkti. Það var mikil áhersla lögð á að ná ákveðinni sátt,“ segir Þorgerður Katrín. Hún kveðst sammála því sem fram kom í máli Geirs H. Haarde í Morgunblaðinu í gær, að rétt væri að miða við lægra hlutfall en 25%. „Mér finnst 25% allt of hátt. Ég hef ekkert breytt þeirri skoðun minni en þetta er sú niðurstaða sem nefndin komst að og við áttum okkar fulltrúa þar,“ segir Þorgerður Katrín. Hún kveðst ekki vilja nefna ákveðið hlutfall sem sé æskilegt í þessum efnum. Það sé nokkuð sem þurfi að ræða. Þú sagðir í vor þegar skýrsla fjölmiðlanefndar lá fyrir að þar hefði náðst söguleg sátt og að ef mikið ætti að fara að hrófla við niðurstöðum nefndarinnar yrði kannski ekki mikið um sáttina. Verður ekki erfitt að ætla að fara að breyta þessu enn frekar? „Það verður erfitt en ég held engu að síður að við þurfum að ræða þetta,“ segir Þorgerður Katrín. Hún bendir á að sjálfstæðismenn hafi gefið eftir kröfur um að skil ættu að vera á milli prent- og ljósvakamiðla. „Við höfum gert mjög margt til þess að koma til móts við það að reyna að ná þessari sáttargjörð. Það verður erfitt að breyta niðurstöðunni en ég held að það sé alveg ljóst að landsfundurinn er búinn að gefa okkur ákveðna línu um að löggjöfin verði skýr og hafi það markmið að það verði dreifð eignaraðild að fjölmiðlum,“ segir Þorgerður. Hún segir ljóst að meginlínurnar hafi verið lagðar. „Það sem nú er eftir er að ræða um prósentuhlutfallið á eign- arhaldi á fjölmiðlum.“ Þorgerður Katrín leggur áherslu á að enginn tali lengur um að ekki beri að setja fjölmiðlalög. „Ég mun sérstaklega fylgjast með því hvað stjórnarandstöðuflokkarnir koma til með að gera í þessu máli,“ segir Þorgerður Katrín. Hún kveðst ekki trúa að þeir vilji að Ísland verði „liggur við eina landið í heiminum sem hefur ekki löggjöf um fjölmiðla“. Mikilvægt að þjóðin hafi leið til að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu Þorgerður Katrín var spurð um álit sitt á ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um að fella beri brott ákvæði um synjunarvald forseta sem er að finna í 26. grein stjórnarskrárinnar. Kvaðst hún taka heilshugar undir ályktun fundarins. „Menn verða einfaldlega að átta sig á því að það eru nýir tímar. Það getur vel verið að þetta hafi verið sett á sínum tíma vegna þess að menn ræddu ekki þjóðaratkvæðagreiðslur, það hugtak var jafnvel ekki í hinni pólitísku orðabók þess tíma sem stjórnarskráin var gerð á. Um leið og við tryggj- um að fólk geti haft möguleika á að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslur er algerlega óþarft að forsetinn hafi einhvers konar neitunarvald,“ seg- ir Þorgerður. „Af hverju á einn maður að hafa þetta á sinni hendi, hvers vegna ekki frekar að finna leið sem fólkið hefur?“ Hún kveðst telja það mikilvægt í ljósi þróunar lýðræðisumræðunnar að þjóðin hafi leið til þess að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu. „En það þurfa að vera mjög skýrar reglur um það, “ segir Þorgerður. Eigum ekki að vera feimin við að ræða velferðarkerfið Nú var nokkur samhljómur í ræðum ykkar Geirs á landsfundinum um helgina, sérstaklega í fé- lagsmálunum. „Við sömdum þær nú alveg sitt í hvoru lagi en ég hafði gaman af því að hlusta á ræðuna hans Geirs þar sem ég var að renna yfir mína.“ „Ég held að það sé fagnaðarefni að við skulum vera með svipaðar áherslur og senda svipaða tóna út í samfélagið.“ Spurð um það hvort Sjálfstæðis- flokkurinn muni taka breytingum með nýrri for- ystu segist Þorgerður telja að með nýju fólki verði ákveðnar breytingar. „Við höfum verið að gantast með það undanfarna daga að nú heilsast formaður og varaformaður með því að kyssast á kinnina en það var ekki áður. Þetta er þó ekki eini munurinn. Við komum til með að leggja okk- ar áherslur,“ segir Þorgerður. „Menn geta kallað það áherslubreytingu þegar ég tala um velferð- arkerfið. Það hefur hins vegar alla tíð verið einn af hornsteinum í stefnu Sjálfstæðisflokksins að hlúa að því. Það höfum við gert og eigum ekkert að vera feimin við að tala um það,“ segir Þorgerð- ur Katrín. Þú talaðir í ræðu þinni um einkareknar lausnir í opinberri þjónustu, þar á meðal í mennta- málum. Hvernig hyggstu beita þér þannig að þetta nái fram að ganga? „Ég sé fyrir mér að það verði tryggt hér að einkaskólum eða sjálfstæðum skólum séu tryggð framlög af hendi sveitarfélagsins, ef sveitar- félögin samþykkja slíkt rekstrarform innan sinna vébanda. Við þurfum að tryggja tilveru sjálfstæðu skólanna því þeir auka fjölbreytni, valfrelsi og jafna tækifærin,“ segir Þorgerður Katrín. Sjá Ísland sem land tækifæranna Þú ræddir um innflytjendur á landsfundinum og sagðist telja að skoðanir þeirra og skoðanir Sjálf- stæðisflokksins færu saman. „Fólkið sem kemur hingað er fólk sem sér Ís- land sem land tækifæranna. Það kemur hingað á eigin forsendum og á grundvelli eigin mann- kosta. Það kemur hingað til þess að njóta ákveð- innar lífshamingju en það getur bara treyst á sjálft sig og svo þetta samfélag sem við höfum mótað og skapað. Þetta finnst mér vera mikið í takt við það sem við erum að gera og segja með sjálfstæðisstefnunni,“ segir hún. „Við verðum að taka vel á móti fólkinu sem kemur hingað til lands og eflir og auðgar mann- lífið,“ segir Þorgerður. Hún leggur áherslu á að einnig sé mikilvægt að þeir sem hingað flytjast beri virðingu fyrir okkar siðum og menningu. „Ég tel að við verðum að marka og móta skýra stefnu varðandi innflytjendur. Við höfum gert það með lagasetningu, í lögum um útlendinga. Dóms- og félagsmálaráðherra hafa líka lagt ríka áherslu á að finna leiðir til að efla íslensku- kennslu í samvinnu við menntamálaráðuneytið,“ segir Þorgerður og bætir við að hún telji ís- lenskukunnáttu lykilinn að því að fólkið nái kjöl- festu í samfélaginu. maður Sjálfstæðisflokksins, segir mikilvægt að konum hafi fjölgað í forystusveit flokksins stur getur ferðarkerfið Morgunblaðið/Golli a því þeir auka fjölbreytni, valfrelsi og jafna tækifærin,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir. ’Menn geta kallað það áherslu-breytingu þegar ég tala um velferðarkerfið. Það hefur hins vegar alla tíð verið einn af hornsteinum í stefnu Sjálfstæðisflokksins að hlúa að því. Það höfum við gert og eigum ekkert að vera feimin við að tala um það.‘ ’Menn verða einfaldlega að áttasig á því að það eru nýir tímar. Það getur vel verið að þetta hafi verið sett á sínum tíma vegna þess að menn ræddu ekki þjóð- aratkvæðagreiðslur, það hugtak var jafnvel ekki í hinni pólitísku orðabók þess tíma sem stjórnarskráin var gerð á.‘ elva@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.