Morgunblaðið - 19.10.2005, Side 28

Morgunblaðið - 19.10.2005, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í MORGUNBLAÐINU 8. sept- ember segir Sigurjón Þórðarson grein mína frá 5. ágúst um samband nýliðunar og hrygningarstofns þorsksins illskiljanlega, og að ég út- skýri ekkert hvað afl- inn komi málinu við. Þeir sem vita það sem aðrir vita ekki um sam- band nýliðunar og hrygningarstofns bæði á Íslandi og í Fær- eyjum og betur en Hafró og ráðuneytið hvernig stunda eigi fiskveiðarnar ættu samt að skilja og geta gert einfalt dreifirit yf- ir samband nýliðunar og hrygningarstofns. Dreifiritið sýndi nýlið- un í hlutfalli við hrygningarstofn með hlutfallsstuðli 0,83 kg–1. Þá gef- ur hvert kg af hrygningarfiski af sér 0,83 nýliða á ári að meðaltali, 300 þúsund tonna hrygningarstofn 250 milljón nýliða o.s.frv. Það sem Sig- urjóni finnst óskiljanlegast er að hægra megin á dreifiritinu var mæli- kvarði yfir afla. Það er ekki afli hvers árs eins og Sigurjón endurtekur margsinnis í grein sinni heldur heild- araflinn úr árganginum eða eins og hann var kallaður í lokamálsgrein- inni, væntanlegur framtíðarafli. Við ætlum væntanlega að veiða einhvern tímann þessa nýliða sem hrygning- arstofninn gefur af sér en að kostn- aðarlausu má nota þá fyrst til stofn- stækkunar. Því fleiri nýliðar, því meiri afla má taka án þess að ganga á stofninn. Þeir sem gluggað hafa í skýrslur Hafró eða hlustað á fiskifræðinga ættu að vita að hver nýliði þorsks gefur af sér um 1,6 kg afla að með- altali. Hrygningarstofninn gefur okkur nýliða og nýliðarnir gefa okk- ur afla (og/eða stofnstækkun). Hvert kg af hrygningarfiski gefur sem sagt rúmlega 0,8 nýliða á ári og hver þeirra stendur nú undir 1,6 kg af sjálfbærum afla (aðeins meira áður fyrr þó að fleiri nýliðar væru þá að bítast um fæðuna). Meðalhrygning- arstofninn undarfarinn aldarfjórð- ung hefur verið 180 þúsund tonn sem gefur þá 180*0,83*1,6 = 240 þúsund tonna afla eða stofnstækkun. En veidd hafa verið 290 þúsund tonn/ári að meðaltali undanfarinn aldarfjórðung og því hefur þorskstofninn ekkert stækkað á þess- um tíma. Hvernig má þá auka nýliðunina og þar með framtíðaraflann? Með því að stækka hrygn- ingarstofninn og sjá til þess að hann stækki í leiðinni golþorska- stofninn, hinn raunverulega hrygn- ingarstofn. Ef það er þá ekki orðið of seint því þetta þarf að gerast áður en ofveiðarnar eru búnar að erfða- breyta þorskinum, lækka kyn- þroskaaldur hans og útrýma und- irstofnum eins og þær hafa gert í rækjunni. Þeir stofnar verða ekkert byggðir upp í bráð ef þá nokkurn tímann. Í hæsta máta óvið- urkvæmilegt er að fiskifræðingar Hafró skuli koma í blöðin og fullyrða að þorskurinn hafi útrýmt rækjunni sem þeir hafa sjálfir mælt með að út- rýmt yrði. Þorskurinn!? Áratuga gamall þorskur hefur lifað hér, ef ekki í sátt og samlyndi, með áratuga gamalli rækju svo lengi sem Ísland hefur verið til! Þetta var mín rækja og ég heimta fullar bætur. 10 milli- arða á ári að eilífu eða þar til stofn- arnir hafa verið byggðir upp. Er þetta svo torskilið? Því fleiri kindur sem eru á vetur settar, því fleiri lömb fær bóndinn að vori. Eitt til tvö lömb á ári á hverja kind. Sig- urjón fullyrðir að þessu sé öfugt far- ið með fiska. Ef það væri jákvætt samband milli nýliðunar og hrygn- ingarstofns þá mundi hafið fyllast af þeirri fisktegund sem mest væri af segir hann. Vissulaga bauð Drottinn bæði mönnum og þorskum að vera frjósamir og uppfylla jörðina og haf- ið. Það er mest gott um það að segja ef hafið fyllist af fiski og mér finnst þessar áhyggjur rökleysa og líf- fræðileg della fyrir ofveidda fiski- stofna. Það þarf reyndar ekkert að deila um það hvort þetta sé della eða ekki. Mælingar Hafró sýna einfald- lega að nýliðun og afli þorska stend- ur í réttu hlutfalli við hrygning- arstofninn. En sá afli er ekki í hendi fyrr en æði mörgum árum eftir að hrygningarstofninn er í hafi. Sigurjón birtir línurit yfir nýliðun og hrygningarstofn en segir bara án reikninga eða rökstuðnings að það sýni neikvætt samband nema 1980 þegar það sýndi risatopp í hrygning- arstofni og topp í nýliðun. En sá risatoppur var ekkert hér! Megnið af þessum hrygningarfiskum (73 ár- gangurinn) var eins og aflatölur sýna við Grænland á þessum tíma og þeir gáfu ekki risatopp í nýliðun fyrr en 1983–1984. Sigurjón segir að reiknikúnstir með óvissar tölur flæki bara um- ræðuna. Hann ætti þá ekkert að vera að leika sér með færeyskar töl- ur sem hann hefur enga trú á. Síst af öllu að nota einhverjar kúnstir til að búa til neikvæða fylgni þar sem eng- in eða jákvæð fylgni er fyrir. Að nota svo slíkan tilbúning til að heimta aukna sókn og minnkaða fiskistofna og að ráðleggingar fiskifræðinga séu virtar að vettugi, er ábyrgðarhluti. Ég vona að nýi sjávarútvegs- ráðherrann taki ekki meira mark á slíku en sá gamli. Samband hrygningarstofns, nýliðunar og afla Einar Júlíusson svarar Sigurði Þórðarsyni alþingismanni ’Sigurjón segir að reiknikúnstir með óvissar tölur flæki bara umræðuna. ‘ Einar Júlíusson Höfundur er eðlisfræðingur. VIÐ þurfum ekki að fara nema 10 ár aftur í tímann til þess að sjá að hreyfing var mun stærri þáttur af hinu daglega lífi okkar en hún er í dag. Tækninni hefur fleygt fram og það eru til tölvur og bílar á nánast hverju einasta heimili. Oft byrjuðu unglingar sín fyrstu spor á vinnu- markaðnum sem sendlar á hjóli og þeystust út um allan bæ með bréf og póst. Þessi vinna er nú fram- kvæmd að mestu í gegnum tölvuna, sem betur fer segja sumir. Að sjálfsögðu fögn- um við þeim fram- förum sem verða á sviði tækninnar en við verðum líka að átta okkur á þeim breytingum sem verða í kjölfarið. Því miður er það oft á kostnað hreyf- ingarinnar. Með almennri og aukinni bílaeign, dekra foreldrar enn frekar við börnin sín og skutla þeim í skól- ann, í tómstundir og á íþrótta- æfingar. Það hefur verið margsannað að regluleg hreyfing og hollt mataræði er forvarnarstarf sem minnkar lík- urnar á t.d. beinþynningu, hjarta- og æðasjúkdómum, bætir andlega líðan okkar og er þjóðhagslega hagkvæm þar sem fjarvistir úr skóla minnka og afköst aukast. Alþjóðaheilbrigð- ismálastofnunin (WHO) mælir með 30 mínútum á dag sem lágmarks- hreyfingu til að koma í veg fyrir sjúkdóma. Undirrituð hefur starfað í Íþrótta- skóla Fram fyrir börn á aldrinum 3–6 ára í 10 ár þar sem fjöldi iðkenda hefur aldrei verið meiri en einmitt nú. Foreldrar yngri barna eru mjög meðvit- aðir um að aukinn hreyfiþroski getur auð- veldað börnunum síðar í námi og að hreyfing er mikilvægur þáttur í uppeldi barnanna. En hvað gerist svo þegar börnin okkar verða að unglingum? Í spjalli mínu við 12 ára nemendur mína kom í ljós að þegar þeir koma heim úr skól- anum setjast þeir flest- ir undartekningarlaust við tölvuna og gleyma sér í tölvuleik eða MSN. Þar sitja þeir í 2–3 tíma, þangað til foreldrarnir koma heim. Þá á eftir að læra og varla fara for- eldrarnir að reka börnin sín út að leika og hreyfa sig þegar þeir eru nýkomnir heim til þess að vera með börnunum sínum. Það er einmitt á þessum aldri sem líkaminn er að byggja upp beinmassa þar sem hreyfing og góð næring er nauðsyn- leg fyrir unglingana okkar. Því miður sýnir landskönnun Manneldisráðs á mataræði frá árinu 2002 að gos og sykurneysla ungs fólks er vægast sagt gífurleg, sér- staklega hjá strákum 15–19 ára. Þeir drekka að meðaltali tæpan lítra af gosi á dag. Einnig kemur þar fram að ungar stúlkur ná ekki ráðlögðum dagskammti af kalki og D-vítamíni. En þetta eru þau næringarefni sem eru mikilvægust fyrir beinin. Kann- anir á íþróttaiðkun sýna að brottfall unglinga byrjar á aldrinum 13 ára og nær hámarki þegar þau eru15 ára. Foreldrar, við berum ábyrgð á heilsu barna okkar. Við þurfum að fylgjast enn betur með þeim og sjá til þess að þau borði hollan mat og hreyfi sig nóg. Oft þarf ekki að kosta miklu til. Fara saman að hjóla, á línuskauta, í sund eða út að ganga. Hjálpum þeim að finna það sem þau hafa áhuga á og fylgjum þeim eftir eins og við gerðum þegar þau voru lítil í íþróttaskólanum. Líkurnar á því að þau haldi áfram að stunda íþróttir aukast þegar þau finna að foreldrarnir styðja þau og fylgjast með þeim. Samverustundir fjöl- skyldunnar verða fleiri, umræðuefn- ið er börnin sjálf og áhugamál þeirra og sú minning sem eftir lifir er dýr- mæt þegar við verðum eldri. Gefum þeim meiri tíma. Höfum hreyfingu inn á okkar daglegu stundaskrá og gerum hana að jafnsjálfsögðum hlut eins og að bursta tennurnar. Hugum að heilsu unglinganna Jóna Hildur Bjarnadóttir skrifar í tilefni af Alþjóðlega beinverndardeginum ’… þegar þeir komaheim úr skólanum setj- ast þeir flestir undan- tekningarlaust við tölv- una og gleyma sér í tölvuleik eða msn.‘ Jóna Hildur Bjarnadóttir Höfundur er grunnskólakennari og sviðstjóri almenningsíþróttasviðs ÍSÍ. Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.