Morgunblaðið - 19.10.2005, Síða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Ég gleymi aldrei
fyrstu sögunni sem ég
heyrði af Hæli í
Flókadal, en söguna sagði faðir
minn sem var vinnumaður þar eins-
og ég varð síðar. Sagan er sú að
hann hefði verið beðinn um að fara
að reyta arfa í kartöflugarðinum
sem þótti ekki til virðingar í píra-
mída verka á sveitabæ. Hann
hlýddi þó. Á leiðinni sér hann
mykjuskán á túninu og lætur til-
JAKOB
GUÐMUNDSSON
✝ Jakob Guð-mundsson fædd-
ist á Hæli í Flókadal
31. maí 1913. Hann
lést á Dvalarheimili
aldraðra í Borgar-
nesi 26. september
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Reykholtskirkju
laugardaginn 8.
október.
finningar sínar í ljós
og dúndrar einsog at-
vinnumaður í knatt-
spyrnu. Mykjan
þeyttist þó ekki um
túnið einsog fyrir var
lagt heldur var fyr-
irstaða sem braut
eina litla strákatá.
Þetta var þá klettur í
túni en ekki mykja.
Ég var 7 ára þegar
ég fór í mína fyrstu
sumardvöl á Hæli í
Flókadal. Vinir mínir
úr fótboltanum í Ár-
manni vorkenndu mér það þeim
fannst ekkert benda til þess að ég
þyrfti á Hæli að halda. Ég reyndi
að útskýra að bærinn héti í raun
Hæll en á Hæli var ég að fara. Ég
var þar átta sumur eftir það. Betri
maður í dag eftir að Jakob kenndi
mér lífsins gildi og um prinsessur
heimsins. Jakob hafði þann eigin-
leika að láta mann áreynslulaust
þykja vænt um sig. Gildi hans voru
áreynslulaus. Hann var bara Jakob
og þegar eftir góðan hádegisverð
frú Ingu, að hann sagði „jæja“ vissi
maður að kominn var tími til að
fara aftur til vinnu. Jakob bar virð-
ingu fyrir náttúrunni og dýrunum
og þeim þurfti að sinna að kost-
gæfni. Skyldan við búið var númer
eitt. Hann var snillingur og góður
maður sem með þolinmæði og
kænsku lét mann aldrei finna fyrir
hversu lélegur bóndi maður var í
raun. Þetta veit ég vegna þess að
bróðir minn, Bjarni, sem var þarna
11 sumur var betri vinnumaður en
ég en samt trúði ég því að ég væri
jafn góður. Jakob gerði ekki mun á
mönnum.
Það var mikið af góðu fólki á
Hæli. Það var einsog að það sogaði
að sér manngæsku. Allir sem voru
þar eru í hjarta sínu þakklátir fyrir
að gefa þeim tækifæri til að þrosk-
ast með gildi sem erfitt er að finna í
dag. Ég elska ykkur öll sem hjálp-
uðuð mér til að vera Lalli.
Ég veit að dvöl mín á „Hæli“
gerði mig að betri manni.
Lárus Halldórsson.
Árið 1945, í nóvem-
ber, auglýsti ég eftir
húsnæði í Morgunblaðinu. Sama
dag kom maður inn í verslun þar
sem ég vann. Ég þekkti hann lítið,
en vissi þó að hann var vestan úr
Reykhólasveit. Þessi maður var
Gunnar Þórðarson, sem nú er
kvaddur hinstu kveðju.
Hann bauð mér herbergi til leigu
með aðgangi að eldhúsi. Ég tók
þessu boði með þökkum og við
Kristín fluttum inn í desember
sama ár. Eftir það slitnaði aldrei
samband okkar Kristínar við Gunn-
GUNNAR GÍSLI
ÞÓRÐARSON
✝ Gunnar GísliÞórðarson
fæddist á Hallsteins-
nesi í Gufudalssveit
10. apríl 1918. Hann
lést á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi
við Hringbraut 16.
september síðastlið-
inn og var útför
hans gerð frá Há-
teigskirkju 23. sept-
ember.
ar og hans góðu konu
Elísabetu Sveinsdótt-
ur. Vinskapurinn
hélst því í um hálfa
öld.
Það var mikið lán
fyrir okkur hjónin að
kynnast þessum heið-
arlegu og vel gerðu
hjónum. Samkomu-
lagið var eins og best
varð á kosið. Það fóru
aldrei styggðaryrði á
milli okkar alla tíð
síðan, og voru þau
hjónin okkar bestu
vinir frá upphafi þessa tímabils.
Gunnar var vel greindur, prúð-
menni hið mesta, afskaplega orðvar
og deildi ekki á aðra, samvisku-
samur og vandaður í fyllsta máta.
Hann var afar hógvær maður og
virtist aldrei skipta skapi. Gunnar
var og mikill reglumaður á vín og
tóbak.
Við Kristín áttum margar
ánægjulegar og skemmtilegar
stundir með þeim hjónum frá fyrstu
kynnum okkar og margar góðar
minningar frá liðinni tíð. Við sökn-
um góðs og hugljúfs vinar okkar.
Þó við höfum verið erlendis að
mestu undanfarin ár, þá slitnaði
aldrei sambandið á milli okkar. Við
höfðum alltaf samband bæði sím-
leiðis og með bréfaskriftum. Síðast
heimsóttum við Gunnar í sumar á
heimili hans á Dalbraut 18 í
Reykjavík, þar sem hann bjó síð-
ustu árin.
Síðustu dagana lá hann á sjúkra-
húsi og beið eftir lokastundinni,
sáttur við guð og menn, þar sem
hans elskulega kona beið hans hin-
um megin við tjaldið til að taka á
móti sínum ágæta eiginmanni.
Gunnar var mikið snyrtimenni og
hjá honum var allt í röð og reglu.
Þau hjón Gunnar og Elísabet
áttu fimm mannvænleg börn, sem
öll eru gift og hafa komið sér vel
fyrir í þjóðfélaginu, reglusamt og
vel gert fólk.
Við hjónin söknum góðs vinar
sem við áttum sem betur fer sam-
leið með í rúma hálfa öld, með þeim
minningum sem best verður á kos-
ið. Við þökkum þér, vinur, trygga
og langa samleið. Við vottum börn-
um hins látna og öðrum ættingjum
innilegustu samúð okkar og biðjum
þeim guðs blessunar.
Gestur Guðmundsson,
Kristín Katarínusardóttir.
Sæl vertu, Kristín
nafna mín. Svona heilsaði Jóhanna
frænka mín mér ævinlega. Ég man
að sem krakka fannst mér þetta
skrýtið því hún hét jú ekki Kristín.
Hún nafna mín kom á hverju
sumri norður á Langanes, það var
eins áreiðanlegt og að þrestirnir
kæmu í blómagarðinn hennar
ömmu. Við krakkarnir hlökkuðum
alltaf mikið til komu hennar og
það var hægt að ganga að því sem
vísu að á fyrsta degi yrði fjallinu
heilsað með virktum og næsta dag
væri vaknað snemma, snúið á móti
sólu, farið í jóga og haldið í fjall-
göngu. Við stálumst nú stundum
til að undirbúa okkur fyrir göng-
una miklu og fórum í æfingaferðir.
Hún frænka okkar var nefnilega
hörku göngugarpur og ekki vildum
JÓHANNA MARGRÉT
ÞORSTEINSDÓTTIR
✝ Jóhanna Mar-grét Þorsteins-
dóttir fæddist á
Syðri Brekkum á
Langanesi í Norður-
Þingeyjarsýslu hinn
7. september 1912.
Hún andaðist á
heimili sínu, Dal-
braut 27, hinn 4.
október síðastliðinn
og var jarðsungin
frá Áskirkju 13.
október.
við að hún stingi okk-
ur af! Fyrsta stopp
var alltaf í Bollanum
og við látin gera önd-
unaræfingar svo að
örugglega væri nóg
loft í lungunum fyrir
gönguna upp á brún.
Jóhanna stjórnaði
hópnum eins og her-
foringi, allt príl var
stranglega bannað og
ekki mátti koma ná-
lægt hreiðrunum
hans krumma. Henni
frænku minni þótti
óskaplega vænt um fjallið sitt og
einu sinni sagði hún mér að þar
væri búið í mörgum steinum. Þetta
þótti mér undarlegt en mótmælti
þó ekki, því ég bar mikla virðingu
fyrir þessari nöfnu minni sem tók
á móti mér þegar ég fæddist. Hún
hafði líka tekið á móti mömmu og
pabba og hlyti því að vera fjör-
gömul! Sennilega hefur Jóhanna
séð votta fyrir efasemdarsvip því
daginn eftir bauð hún mér með sér
í göngutúr upp á Kerlingu. Þar
bankaði hún þremur höggum á
stóran stein, spjallaði heillengi við
íbúana og kynnti mig svo. Þarna
bjó sem sagt sjálfur álfakóngur, í
stóru höllinni sinni með útsýni yfir
hafið og fjöllin. Ég man nú ekki al-
veg hvað ég var gömul þarna en ég
man hvað mér fannst þetta ótrú-
lega merkilegt. Síðan hef ég verið
sammála nöfnu minni. Það er sko
fullt af íbúum í fjallinu og þegar
ég fer á Langanesið labba ég iðu-
lega upp á Kerlingu til að heilsa
upp á álfakóng sem nú er orðinn
ansi gamall. Fjallið þitt eina biður
að heilsa.
Þín nafna
Kristín Jóhanna.
Jóhanna Þorsteinsdóttir eða Jó-
hanna ljósa eins og hún var alltaf
kölluð á mínu æskuheimili er
minnisstæð persóna. Hún var
æskuvinkona og frænka föður
míns, Jóhanns Friðrikssonar í
Kápunni, og kom iðulega í lysti-
túra á sumrin upp í sumarbústað-
inn okkar sem hún kallaði Sum-
arhótelið sitt; reið út í heiðinni,
söng og fór með vísur, fékk sér í
staupinu og síðast en ekki síst tók
hún í spil. Mig minnir að það hafi
verið hún sem kenndi okkur systr-
um að halda rétt á spilum og taka
áhættu; gat þó verið býsna tapsár.
Jóhanna hló mikið, átti til að
fara í jógastöðuna köttinn í miðju
spjalli og blóta hressilega ef henni
fannst spilamennskan ekki ganga
nógu vel. Hún gaf sig að okkur
systrunum, hélt okkur fínustu boð
og bauð okkur með á sinn uppá-
haldsstað, Þórsmörk, þar sem við
fengum að gista í svítunni hennar.
Hún kenndi mér að njóta náttúr-
unnar og hafa gaman af lífinu –
fyrir það er ég henni þakklát.
Ingibjörg Jóhannsdóttir.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og
langafi,
ÁRNI BJARNASON,
Fögruhlíð 7,
Hafnarfirði,
andaðist á St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, laugar-
daginn 15. október.
Jarðarförin verður auglýst síðar.
Ruth Árnadóttir, Guðmundur Jónsson,
Ása Bjarney Árnadóttir, Jón Örn Pálsson,
Guðný Hildur Árnadóttir, Guðleifur Guðmundsson,
Haraldur Árnason, Valgerður Bjarnadóttir,
Árni Özur Árnason, Díana Ósk Pétursdóttir,
Reynir Bjarnason, Guðný Bernhard,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir mín, tengdamóðir mín, amma
okkar og langamma,
SIGRÍÐUR GUÐRÚN BENÓNÝSDÓTTIR,
Fossagötu 10,
Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni aðfaranótt mánu-
dagsins 17. október.
Útförin verður auglýst síðar.
Elísabet S. Magnúsdóttir,
Sigríður Dóra Jóhannsdóttir,
Sigríður Erla Eysteinsdóttir, Jóhannes Hermannsson,
Magnús Þór Gylfason, Elva Dögg Melsteð,
Þóra Björk Eysteinsdóttir, Gunnar Wedholm Helgason,
Helga Björg Gylfadóttir, Gunnar Theodór Eggertsson
og barnabarnabörn.
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar og tengda-
móðir,
EYDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR,
Kveldúlfsgötu 14,
Borgarnesi,
andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
mánudaginn 17. október.
Jarðarförin auglýst síðar.
Þorsteinn G. Benjamínsson,
Guðmundur Valgeir Þorsteinsson,
Inga Dögg Þorsteinsdóttir, Kjartan Ásþórsson,
Arnar Þór Þorsteinsson.
Elskulegur bróðir okkar, mágur og frændi,
PÁLL SIGURÐUR STEFÁNSSON,
Hnappavöllum,
Öræfum,
lést á hjúkrunarheimilinu Höfn, Hornafirði, aðfara-
nótt mánudagsins 17. október.
Þórður Stefánsson, Sigrún Bergsdóttir,
Sigríður Stefánsdóttir
og systkinabörn.
Faðir okkar, tengdafaðir og afi,
KJARTAN EIÐUR EIÐSSON,
Holtsgötu 14c,
Njarðvík,
lést á Landspítala háskólasjúkrahúsi mánudaginn
17. október.
Útförin fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði
föstudaginn 21. október kl. 13:00.
Hrönn Kjartansdóttir, Kristján Stefánsson,
Kjartan Kjartansson, Ingibjörg Pálsdóttir,
Gylfi Kjartansson,
Jóhannes Kjartansson, Hjördís Árnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.