Morgunblaðið - 19.10.2005, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 19. OKTÓBER 2005 45
JODIE Foster á vel heima í myndum
um konur sem hafa engan að halla
sér að og verða upp á sitt eindæmi að
bjarga sér og sínum út úr vonlaus-
ustu kringumstæðum. Andlitið end-
urspeglar einbeitni, viljafestu og
hlýju en hún geislar ekki af kyn-
þokka, sem er til bóta í slíkum hlut-
verkum sem hún afgreiðir býsna vel í
Flightplan og þar á undan í The Pa-
nic Room. Ekki alls fyrir löngu lék
Angelina Jolie lögreglukonu í bar-
áttu við fjöldamorðingja í Taking Li-
ves og rústaði trúverðugleika mynd-
arinnar með kyntröllshætti. Það er
ófrávíkjanlegt undirstöðuatriði að
áhorfandinn hafi trú á manngerð-
unum sem túlka hlutverkin. Jolie var
hárrétt valin í hlutverk Mrs. Smith,
Foster hrífur okkur með sér í Flig-
htplan og er það afl sem bindur
glompótta sögu saman.
Foster leikur flugvélaverkfræð-
inginn Kyle, Bandaríkjamann sem
unnið hefur að gerð nýrrar ofurflug-
vélar í Berlín. Þegar maður hennar
fellur skyndilega frá pakkar Kyle
saman og flyst aftur vestur um haf
ásamt Juliu (Marlene Lawston), sex
ára dóttur sinni. Reyndar er pabbinn
líka með í ferð, í kistu sinni í farang-
ursrýminu. Kyle kemur sér fyrir,
hún er þreytt og taugaspennt og tek-
ur svefntöflu. Er hún vaknar hefur
vélin verið þrjá tíma í loftinu og Julia
er horfin. Það sem verra er, það er
eins og vélin hafi gleypt hana; þrátt
fyrir gaumgæfilega leit eftir uppi-
stand móðurinnar finnst hún ekki og
enginn kannast við að hafa séð telp-
una sem finnst ekki heldur á farþega-
listanum. Er Kyle gengin af göfl-
unum eða er eitthvert ráðabrugg í
gangi?
Leikstjórinn, Þjóðverjinn
Schwentke, setur sig í Hitchcock-
stellingar og handritshöfundarnir fá
nokkur atriði lánuð úr verkum meist-
arans. Hjartað sem Julia teiknar á
gluggann í flugvélinni er t.d. endur-
unnið úr lestarrúðunni í The Lady
Vanishes. Schwentke er flinkur, tón-
listin, takan og Foster bæta öll
myndina sem líður aðeins fyrir áber-
andi slappan lokakafla, þar sem
framvindan er bæði spennandi og
okkur haldið í efa um heilbrigði aðal-
persónunnar lengst af. Til viðbótar
er endirinn máttlaus og flugvélarlík-
anið, sögusvið myndarinnar, fer und-
ir lokin að verða áberandi stúd-
íóvinna og fara í pirrurnar á manni
þótt vandað sé.
Flightplan er búin að vera á toppn-
um vestanhafs að undanförnu á rýru
hausti, það er ekki sagt myndinni til
hnjóðs því hún hefur margt gott til að
bera, sérstaklega tekst Foster og
kvikmyndagerðarmönnunum vel upp
við að halda áhorfandanum í efa um
heilbrigði Kyle.
Það sem helst má að myndinni
finna er einmitt það sem ekki má
nefna; uppgjörið, aðdragandinn að
því og afleiðingarnar.
Telpan
hverfur
„Leikstjórinn setur sig í Hitchcock-stellingar og handritshöfundarnar fá
nokkur atriði lánuð úr verkum meistarans,“ segir meðal annars í dómi um
Flightplan. Jodie Foster og Peter Sarsgaard í hlutverkum sínum.
KVIKMYNDIR
Sambíóin, Háskólabíó
Leikstjóri: Robert Schwentke. Aðalleik-
arar: Jodie Foster, Peter Sarsgaard, Sean
Bean, Erika Christensen. 96 mín. Banda-
ríkin. 2005
Flightplan Sæbjörn Valdimarsson
Óskarsverðlaunahafarnir Russell Crowe og Renée
Zellweger fara á kostum í sterkustu mynd ársins.
Upplifðu stórkostlegustu
endurkomu allra tíma.
Mynd eftir Ron Howard (“A Beautiful Mind”).
Skelltu þér á
alvöru mynd.
Það er alltaf
hægt að þekkja
myndir sem
eiga eftir að
keppa um
Óskarinn.
R.H.R / MÁLIÐ
D.V.
S.V. MBL
kvikmyndir.is
FLIGHT PLAN kl. 8 - 10
CINDERELLA MAN kl. 10
GOAL! kl. 8
KEFLAVÍKAKUREYRIÁLFABAKKI KRINGLAN
FLIGHT PLAN kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 12 ára.
FLIGHT PLAN VIP kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30
WALLACE AND... m/Ísl tali kl. 4 - 6
WALLACE AND... m/enskutali kl. 6 - 8.15 - 10.30
CINDERELLA MAN kl. 5 - 8 - 10.50 B.i. 14 ára.
THE 40 YEAR ... kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára.
GOAL kl. 8.15 - 10.30
VALIANT m/- Ísl tal. kl. 3.40
SKY HIGH kl. 3.50
CHARLIE AND THE ... kl. 3.45
TOPPMYNDIN Í USA
2 VIKUR Í RÖÐ
Spenntu beltin og undirbúðu þig undir háspennumynd
ársins með Óskarsverðlaunahafanum Jodie Foster.
ATH! Á undan myndinn er stuttmyndin “Madagascar
Mörgæsirnar halda í jólaleiðangur sýnd.
Sjáið Wallace & Gromit í sinni fyrstu bíómynd.
Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna
OGFRÁ FRAMLEIÐENDUM
SÁ BESTI Í
BRANSANUM
ER MÆTTUR AFTUR!
FÓR BEINT Á
TOPPINN Í USA
FRÁ FRAMLEIÐENDUM
THE PROFESSIONAL
OG LA FEMME NIKITA
TOPPMYNDIN Í USA
2 VIKUR Í RÖÐ
Spenntu beltin og undirbúðu þig
undir háspennumynd ársins með
Óskarsverðlaunahafanum
Jodie Foster.
TRANSPORTER 2 kl. 6 - 8 - 10.10 B.i. 16 ára
FLIGT PLAN kl. 8 - 10.10 B.i. 12 ára
WALLACE & GROMIT m/Ísl tali kl. 6
MUST LOVE DOGS kl. 8 - 10.10
SKY HIGH kl. 5.45
FLIGHT PLAN kl. 8
THE 40 YEAR.. kl. 8
V.J.V. TOPP5.IS
ROGER EBERT
Vinsælasta
myndin í
USA og á
BRETLANDI
Í dag.
Kvikmyndir.com
H.J. / MBL
S.K / DV
HEIMFRUMSÝND
Á FÖSTUDAG
TÖLFRÆ‹INÁMSKEI‹ Í SPSS
Mán. 17. okt og þri. 18. okt. kl. 8:30–17:00
GAGNAVINNSLA • L†SANDI TÖLFRÆ‹I
ÁLYKTANDI TÖLFRÆ‹I
Kynntu flér máli› og skrá›u flig á endurmenntun.is
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
18
7
7
3
Er kynlíf unglinga or›i› skiptimynt?
mi›
kl. 21Sirr‡
Unglingar og kynlíf í kvöld!