Morgunblaðið - 10.11.2005, Page 14

Morgunblaðið - 10.11.2005, Page 14
14 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bílar á morgun Í ferð á Discovery um hálendið ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Ársalir - fasteignamiðlun ◆ Fyrirtæki til sölu Björgvin Björgvinsson, löggiltur fasteignasali 533 4200 eða 892 0667 Ársalir FASTEIGNAMIÐLUN Engjateigi 5 105 Rvk 533 4200 Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar: Ársalir ehf - fasteignamiðlun. GARÐATORG 1 - Einn besti söluturn á Höfuðborgarsvæðinu er til sölu, með eða án hús- næðis, sem er til sölu eða leigu. Spilakassar, Lottó og Happaþrennur. Mikil ís-sala og frá grilli. Leiga og sala á myndböndum. FATAHREINSUN OG ÞVOTTAHÚS Vel staðsett fyrirtæki í Reykjavík, með nýleg tæki og búnað. Er vel rekið og skilar hagnaði. Mikil vinna framundan og góð viðskiptasambönd fylgja. Til afhendingar strax. STURLA Böðvarsson, samgöngu- ráðherra, segir að endurskoðun á samgönguáætlun sé framundan en að frátöldum þeim jarðgöngum sem þegar hafi verið tekin ákvörðun um blasi við að mikilvægasta samgöngu- bótin innan landshluta séu jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar. Þá segir hann eðlilegt að næstu áform um jarðgöng á Austurlandi væru ný göng í stað Oddskarðsganga úr Eskifirði í Neskaupstað. Ráð- stefna um veggangagerð á Austur- landi sem haldin var fyrir skömmu gerði kröfu til ríkisstjórnar og Al- þingis um að veggöng á Miðaust- urlandi, milli Eskifjarðar, Norð- fjarðar, Mjóafjarðar, Seyðisfjarðar og Héraðs, yrðu aftur sett fremst í forgangsröð nýrra vegganga á Ís- landi. „Mín viðbrögð eru þau að úr öllum áttum berast óskir um bættar sam- göngur,“ segir Sturla. „Mér finnst það eðlilegt en minni jafnframt á að samkvæmt gildandi samgönguáætl- un eru í gildi mikil áform um end- urbætur á vegakerfinu svo ég hlýt að vísa til þess. Að öðru leyti fagna ég áhuga manna á bættum sam- göngum.“ Sturla segir að þegar hafi verið tekin ákvörðun um verulegar fjár- hæðir í vegagerð í tengslum við sölu Símans og bendir á að framundan sé endurskoðun á samgönguáætlun til tólf ára. „Þá verða þessi mál að sjálfsögðu öll til skoðunar en í mínum huga blasir við, að að frátöldum þeim jarðgöngum sem þegar hefur verið tekin ákvörðun um, sé mikilvæg- asta samgöngu- bótin innan landshluta jarðgöng milli Arnarfjarðar og Dýrafjarðar til þess að opna samgöngur á milli norður- og suðurfjarða. Þau jarðgöng munu gjörbreyta atvinnu- og þjón- ustusvæðinu á Vestfjörðum,“ segir Sturla. „Þegar sú framkvæmd er frá er að sjálfsögðu af ýmsu öðru að taka og það munum við skoða í tengslum við endurskoðun á samgönguáætl- uninni.“ Ekki stokkið á ákvörðun um kaup á bor Sturla segir að fyrir austan hafi Reyðarfjarðar/Fáskrúðsfjarðar- göng verið í forgangi en þau séu nú búin ásamt göngum í Almannaskarði. Hann telji þó eðlilegt að næstu áform um jarðgöng á Austurlandi yrðu ný göng í stað Oddskarðsganga úr Eski- firði í Neskaupstað. Edvard Dahl, verkefnisstjóri EL- KEM Saudefaldene í Noregi, sagðist á ráðstefnunni á föstudaginn telja að Austfirðingar gætu nú keypt TBM- bor fyrir fimmtung af verði nýs bors, en það eru sams konar borar og eru í notkun í Kárahnjúkavirkjun. Sturla segir að ekki verði stokkið á ákvörð- un um slík kaup. „Það þarf að hafa eðlilegan aðdrag- anda og undirbúning fyrir utan að við höfum þann háttinn á hvað varðar vegagerð og ekki síst jarðgangagerð, að bjóða slík verk út,“ segir Sturla. „Nú er verið að bjóða út göngin milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar um Héð- insfjörð og þar gefst verktökum færi á að sýna fram á kosti þessarar bor- tækni. Vonandi fáum við gott tilboð sem sýnir og sannar að sú bortækni eigi framtíð fyrir sér á Íslandi. Ákvarðanir um önnur verk í tengslum við það liggja ekki fyrir.“ Austfirðingar vilja göng á Miðausturlandi Forgangsröðun sam- gönguráðherra önnur Sturla Böðvarsson Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is TÖLVUFYRIRTÆKIÐ Friðrik Skúlason ehf. hefur skorað á stjórn- völd að koma netsambandi Íslands við umheiminn í skikkanlegt horf eft- ir að samband um Farice-sæstreng- inn rofnaði í fimmta sinn á þessu ári og Dohop ehf., sem starfrækir leit- arvélina dohop.com, sér sig knúið til þess að flytja vefþjóna sína utan án tafar af þessum sökum. Í áskoruninni segir að netsam- band um Farice hafi rofnað á mánu- dag í tíu klukkustundir og sé þetta í fimmta skipti frá 30. júní sem það gerist, en í öllum tilvikum sé um að ræða skemmdir á strengnum þar sem hann liggi um Skotland. Þegar sambandið rofni færist öll umferð yf- ir eldri streng, Cantat, sem hafi langt í frá næga bandvídd til þess að sinna þessari auknu umferð. „Þekkingariðnaður Íslands vex með hverju árinu og fyrirtæki treysta í síauknum mæli á stöðugt netsamband við útlönd. Fyrirtæki sem sinna sínum viðskiptum í gegn- um netið reiða sig á stöðugleika þessa netsambands og geta hlotið töluverðan skaða í hvert sinn sem samband rofnar eða umferð tefst. Mikilvægur tölvupóstur getur týnst og samskipti íslenskra fyrirtækja við viðskiptavini sína og samstarfsmenn erlendis tefjast óásættanlega. Er- lendir viðskiptavinir ná oft á tíðum ekki sambandi við vefsetur þessara fyrirtækja sem hýst eru hérlendis og getur ímynd þeirra beðið töluverða hnekki vegna þessa,“ segir í áskor- uninni. Bent er á nauðsynlegt sé að fyr- irtækjum sé tryggt samskiptaum- hverfi sem byggist á áreiðanlegu og stöðugu netsambandi við útlönd, þannig að þau búi við samkeppnis- hæft umhverfi að þessu leyti. Jafn- framt er á það bent að kostnaður ís- lenskra fyrirtækja af notkun Farice sé 8 til 11 sinnum hærri en erlendra samkeppnisaðila á sambærilegri þjónustu erlendis og ljóst sé að það grafi undan samkeppnishæfni ís- lenskra fyrirtækja. Flytja vefþjóna Dohop ehf. er íslenskt hugbúnað- arfyrirtæki sem starfrækir leitarvél, sem hýst er hér á landi, til að finna flug með lággjaldaflugfélögum og koma flestir viðskiptavinanna er- lendis frá. „Þessar ítrekuðu truflanir á ljósleiðarasambandinu hafa nú leitt til þess að við sjáum okkur knúna til flytja vefþjóna okkar utan án tafar og verður ekki aftur snúið fyrr en búið er að finna varanlega og trausta lausn á ljósleiðarasambandinu til landsins,“ segir ennfremur. Samband rofnar um Farice-sæstrenginn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.