Morgunblaðið - 10.11.2005, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 10.11.2005, Qupperneq 18
MÁLIÐ ER Í MIÐJUN NI Á MOG GANUM Í DAG Seyðisfjörður | Þessi grágás spókaði sig á götum úti í Seyð- isfjarðarkaupstað eitt nið- dimmt síðkvöldið fyrir skemmstu. Vegfarandi hafði rétt svo að segja ekið yfir hana, þar sem hún þrammaði ákveðin eftir miðri götunni, en náði til allrar blessunar að staðnæmast og aukinheldur taka af henni myndir. Enda greinilega mannvön og arkaði upp að bif- reiðinni til að athuga hver væri á ferð. Bæjarstjórinn á Seyð- isfirði, Tryggvi Harðarson, kom akandi úr hinni áttinni í sömu svifum og upplýsti að gæsin sú arna væri íbúi í bæn- um og héldi yfirleitt til á sama stað þar sem dýravinur æli önn fyrir henni. Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Á síðkvöldsgöngu Seyðfirðingur Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Sameining | Hreppsnefnd Broddanes- hrepps hefur óskað eftir viðræðum við Hólmavíkurhrepp um sameiningu sveitar- félaganna. Tillaga um sameiningu sveitar- félaga á Ströndum var felld í kosningum í byrjun október í öllum sveitarfélögunum, nema í Broddaneshreppi þar sem 75% kjós- enda samþykktu þá tillögu um sameiningu sem fyrir lá. Í Broddaneshreppi eiga rétt rúmlega 50 manns lögheimili. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Hagræðing í rekstri | Skrifað hefur verið undir samninga á milli Húsavíkurbæjar og Þekkingar hf. annars vegar og Húsavík- urbæjar og Orkuveitu Húsavíkur hins veg- ar vegna umfangsmikilla breytinga sem nú eru að eiga sér stað í rekstrarfyrirkomulagi á tölvumálum Húsavíkurbæjar. Unnið hef- ur verið að því um nokkurra mánaða skeið að ná fram hagræðingu í rekstri og umsjón tölvukerfa, ásamt endurskipulagningu gagnaflutningsmála og endurnýjun bún- aðar að hluta. Þekking hf. tekur að sér heildarumsjón tölvumála þar sem áhersla er lögð á að byggja upp heildstætt upplýsingakerfi allra stofnana Húsavíkurbæjar. Allnokkur end- urnýjun á sér stað í búnaði og högun sam- hliða flutningi kerfa í miðlægt rými með hagkvæmni og öryggi að leiðarljósi. Ný sundlaug | Bæjarráð Hornafjarðar fjallaði nýlega um greinargerð Hönnunar á Reyðarfirði vegna nýrrar sundlaugar á Höfn. Áætlaður kostnaður við nýja laug með tilheyrandi mannvirkjum er 243 millj- ónir króna. Áætlaður kostnaður við stækkun og end- urbætur á núverandi sundlaug er 116 millj- ónir. Á fundinum kynnti bæjartæknifræð- ingur hugmyndir tækni- og umhverfissviðs um staðsetningu á sundlaugarmannvirkjum við Heppuskóla. ember nk. Í boði eru skemmtiatriði og ým- islegt fleira fyrir alla aldurshópa og mörg af- mælistilboð í gangi. Um síðustu helgi var boðið upp á fjölbreytta dag- skrá og meðal þeirra UM þessar mundireru fimm ár fráþví versl- unarmiðstöðin Glerártorg var opnuð og af því til- efni hefur verið efnt til afmælishátíðar sem stend- ur yfir fram til 13. nóv- sem stigu á svið var stór- söngvarinn Óskar Pét- ursson. Hann hefur gefið út nýja hljómplötu og tók nokkur lög af henni fyrir þá fjölmörgu gesti sem voru á svæðinu á laugardag. Morgunblaðið/Kristján Afmæli Óskar Pétursson söng lög af nýrri hljómplötu sinni fyrir fjölmarga gesti. Afmælishátíð á Glerártorgi Einar Kolbeinssonyrkir að morgni: Upp úr hafi eldar rísa, austurroðann magnast sérð. Þetta er allra versta vísa, sem verður nokkurn tíma gerð. En síðan gengur hann al- veg fram af sér: Á mér hárin óðar rísa, og ég vonlaus styn, enda er þessi árans vísa, ennþá verri en hin! Davíð Hjálmar Haralds- son: Bisa menn við bjánahátt og bögglast ekki lítið. Er það flestum ósjálfrátt aðra daga. Skrýtið. Hjálmar Freysteinsson: Sumir eilíft kvarta um krísur við kveðskap eiga ei hægt um vik, en þegar gera á vondar vísur virðast þeir ná sér á strik. Ragnar Ingi Að- alsteinsson orti fyrripart: Oft er lífið gramt mér gerði gladdi vonarröðull bjartur. Og botnaði svo sjálfur: Borin von að botninn verði betri en þessi fyrripartur. Vondar vísur pebl@mbl.is ENN hefur dregist að semja um kaup á nýrri Grímseyjarferju. Kristín Sigurbjörnsdóttir hjá Vega- gerðinni sagði við samtali við vefmiðilinn Dag að búið væri að semja við seljendur írska skipsins Olean Arann um kaupverð sem gerði ráð fyrir nokkrum lagfæringum og breytingum á skipinu áður en það hæfi siglingar hér. Raunar er búið að ganga frá öllum helstu atriðum og ekkert að vanbúnaði að skipið verði skráð hér á landi til bráðabirgða á meðan á viðgerðum stendur en Siglingamálastofnun þarf að veita samþykki sitt fyrir því að skipið sé skráð hér. Stofnunin hefur nú farið fram á að skoðunarmenn frá henni fari út og skoði skipið áður en það verður skráð hér. Það verður því varla fyrr en í næstu viku sem endanlega fæst úr því skorið hvort um- rædd ferja kemur. Þá þarf að bjóða út lagfæringar á skipinu með löglegum hætti á Evrópska efnahagssvæðinu svo gera má ráð fyrir nokkurra mánaða bið í viðbót á meðan útboð stendur og viðgerðir fara fram áður en ný ferja fer að sigla milli Grímseyjar og lands Enn ósamið um Gríms- eyjarferju Blönduós | Bæjarráð Blönduóss fagnar áformum dómsmálaráðherra um að vinna að því með embætti Sýslumannsins á Blönduósi að innheimtustöð sekta og sak- arkostnaðar á landinu verði rekin af emb- ættinu á Blönduósi. Við þetta gætu skapast 10 til 15 störf, en áætlað er að flutningurinn verði á næsta ári. „Með þessari aðgerð sýnir dóms- og kirkjumálaráðherra vilja í verki með flutn- ingi opinberra starfa og uppbyggingu rík- isstofnana á landsbyggðinni. Bæjarráð lýs- ir sig reiðubúið til samstarfs við framgang verkefnisins,“ segir í bókun bæjarráðs af þessu tilefni. Sýnir vilja í verki Morgunblaðið/Jón Sigurðsson ♦♦♦ Olíubirgðastöð í Flatey | Reykhóla- hreppi hefur borist erindi frá Umhverf- isstofnun varðandi olíubirgðastöð í Flatey á Breiðafirði. Fram kemur að Umhverf- isstofnun hafi móttekið umsókn Olíu- dreifingar ehf. um starfsleyfi fyrir olíu- birgðastöð fyrirtækisins í Flatey. Beðið er um að tillagan liggi frammi til kynningar fyrir almenning en umsagnarfrestur um tillöguna er til 30. desember. Þetta kemur fram á vefnum skessuhorn.is.         

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.