Morgunblaðið - 10.11.2005, Síða 24

Morgunblaðið - 10.11.2005, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Krabbameinsfélag Íslandsstendur nú frammi fyrirrisavöxnu verkefni.Tækjabúnaður sem not- aður er til brjóstakrabbameinsleitar er orðinn úr sér genginn og orðið brýnt að endurnýja hann. Einnig þarf að endurnýja tölvukerfi og hug- búnað félagsins. Endurnýjun þessa búnaðar mun þýða gjörbyltingu fyrir Krabbameinsfélagið, að mati Krist- jáns Sigurðssonar, yfirlæknis á leit- arstöð félagsins. „Við viljum gjarnan taka upp nýja tækni við brjóstamyndatökur, staf- rænar brjóstamyndatökur, og geta sleppt því að vera með gamaldags röntgenfilmur. Röntgenfilmutækin sem við erum með eru komin að end- urnýjun. Nú eru allar röntgendeildir landsins að breyta yfir í stafræna tækni en við erum enn að nota rönt- genfilmur,“ sagði Kristján. Hann segir kosti stafrænnar röntgen- myndatöku ótvíræða. Hún auki mjög nákvæmni greiningar hjá ungum konum og konum með þétt brjóst á öllum aldri. Þær konur eru hvað erf- iðastar í greiningu brjóstakrabba- meins frá sjónarhóli röntgenlækna. Stafræna tæknin gerir og mögu- legt að tengja hana við greiningar- tæki sem hjálpa röntgenlæknunum að greina breytingar í brjóstum. Það eykur öryggi og dregur úr líkum á að eitthvað fari framhjá augum þeirra. Hægt er að senda stafrænar rönt- genmyndir með tölvum á milli deilda, landshluta eða jafnvel landa til grein- ingar hjá sérfræðingum í stað þess að bíða lengi eftir filmum. „Ég tala nú ekki um að sum af þessum tækjum bjóða upp á 75% minna geislamagn en eldri tæki nota. Þótt við teljum að bein hætta stafi ekki af geislunum, sem notaðir eru við röntgenmyndatökur nú, þá er öll tækni sem dregur úr geislamagni af hinu góða,“ sagði Kristján. Endurnýja þarf fimm röntgen- tæki og hvert nýtt stafrænt tæki kostar 40 milljónir króna, eða 200 milljónir alls. Þá þarf að betrum- bæta tölvukerfi félagsins svo hægt verið að taka upp stafræna tækni og einnig til að fullkomna úrvinnslu gagna úr rannsóknum. Endurnýjun tölvubúnaðarins kostar um 150 millj- ónir. Verkefnið í heild sinni kostar því um 350 milljónir króna. Kristján segir að Krabbameins- félagið hafi fjármagn til að reka leg- háls- og brjóstakrabbameinsleit miðað við óbreyttar forsendur. Þessi tækjakaup falla þar fyrir utan og því þarf viðbótar fjármagn. Undanfarið hafa Kristján og sérfræðingar Krabbameinsfélagsins í brjósta- greiningu unnið að því að afla félag- inu stuðnings til endurnýjunar tækjabúnaðarins. Þeir hafa leitað til fyrirtækja sem mögulega gætu að- stoðað félagið við að fjármagna tækjakaupin. Kristján segir að leitað sé til fyrirtækja sem skilað hafi góð- um arði undanfarin ár og svo vill til að stór hluti starfsfólks sumra þeirra er kvenfólk. „Ég hef verið í viðræðum við þá banka sem hafa viljað tala við mig. Okkur hefur verið tekið vel þar sem við höfum komið, en ég veit ekki hver niðurstaðan verður,“ sagði Kristján. Algengasta krabbamein kvenna Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein meðal íslenskra kvenna. Brjóstakrabbameinsleit Krabba- meinsfélagsins fer fram meðal kvenna á aldrinum 40–69 ára. Krist- ján segir að leitin hefjist á þeim aldri sem tíðni krabbameinanna fer að aukast. „Það er verið að leita að litlum krabbameinum, 10–14 mm í þvermál, sem ekki finnast við þreif- ingu. Því fyrr sem þannig mein greinist því minni líkur eru hafi dreift sér.“ Nýgengi brjóstakrabbam ur farið vaxandi frá byrjun meinsskráningar 1956. Kris ir ekki auðvelt að hafa nýgengi sjúkdómsins. D vegna brjóstakrabbamein landi hefur hins vegar læ 37% á síðustu fimm árum m árin þar á undan. „Von okkar er að þess haldi sér. Í Bandaríkjun menn að helming lækku megi rekja til leitar með myndum og helming vegna meðferðar. Leitin flýtir g flýting á greiningu þýðir m og þar af leiðandi betri lif ferðin getur einnig bætt þeirra sem greinast með mein. Þarna er um blönduð ræða. Slembivalsrannsókni ur höfðu verið gerðar sýnd að menn gátu búist við að fá lækkun á dánartíðni veg með brjóstamyndatökum.“ Leit að leghálskrabbam Krabbameinsfélagið hóf leghálskrabbameinum hjá um konum þegar árið 196 var leitin bundin við höfu svæðið en frá 1969 var fari konur alls staðar af landin ára, til skoðunar. Kvensj læknar fóru á þeim árum u með skoðunarbekki og s skoðunarstofur til bráðabir í félagsheimilum og víðar. Endurnýjun tækjabúnaðar Krabbameinsfélagsi Krabbameinsl Kristján Sigurðsson yfirlæ sem Krabbameinsfélagið þ Leitarstarf Krabbameinsfélagsins hefur skilað árangri sem sést m.a. af lækkun dánartíðni vegna legháls- og brjóstakrabbameina. Félagið stendur frammi fyrir því risavaxna verkefni að endurnýja tæki til brjóstakrabbameinsleitar. Guðni Einarsson talaði við Kristján Sigurðsson yfirlækni. Einstaklingsmiðað nám var grund-vallarforsenda þess mótunar-starfs sem átti sér stað þegarverið var að undirbúa skipulag og byggingu Ingunnarskóla í Grafarholti, en Ingunnarskóli er fyrsti grunnskólinn í Reykjavík sem sérstaklega er ætlaður ein- staklingsmiðuðu námi. Þetta kom fram í máli Gerðar G. Óskarsdóttur, sviðsstjóra menntasviðs Reykjavíkurborgar, þegar hún veitti blaðamanni leiðsögn um skólann ásamt Stefáni Jóni Hafstein, formanni menntaráðs, og Guðlaugu Sturlaugsdóttur, skólastjóra Ingunnarskóla. „Það er tvennt sérstakt við þennan skóla, í fyrsta lagi aðdragandinn að byggingu hans og síðan hvernig hann er,“ sagði Gerður um tilurð skólans. „Við fórum að hugsa hvernig skólar ættu að vera á 21. öld- inni. Okkur langaði mjög að brjóta formið upp en okkur gekk dálítið illa að koma öðru skólafólki og arkitektum og fleirum í skiln- ing um hvað við vorum að meina. Þess vegna fórum við í kynnisferð til Bandaríkj- anna með hópi fólks til að skoða skóla sem menn teldu sig vera að byggja miðað við 21. öldina. Þar voru arkitektar, verkfræðingar og skólafólk sem fóru með í þessa ferð.“ Frá hinu almenna til hins sértæka Í ferðinni kynntist hópurinn verkum bandaríska arkitektsins Bruce Jilk og höfðu fræðsluyfirvöld samband við hann og báðu hann um að liðsinna sér við hönnun hins nýja skóla. Jilk brást vel við og vann í nánu samstarfi við starfshópinn sem starf- aði að mótun skólastarfs og hönnunar Ing- unnarskóla. Skólinn var hannaður í hönnunarferli frá hinu almenna til hins sértæka. Áður en haf- ist var handa við hönnun hússins var unnið mikið með umhverfi þess, samfélagið og þarfirnar í kringum hann. Eftir langt mót- unarferli var gengið í hönnun hússins sam- kvæmt niðurstöðum og segir Guðlaug skólastjóri að hreinlega hafi verið tekið til- lit til allra þarfa sem hópurinn hafi talið fram. Í Ingunnarskóla er mikið lagt upp úr því að rými séu opin og hljóðvist skipar því stórt hlutverk. Guðlaug segir hljóðvistina hafa heppnast afar vel og mjög auðvelt sé að kenna miklum fjölda nemenda í litlum hópum víða hafi tekist neyti, bóka fleira komi andi mynd Í skólanu skóla Árbæ tónlistarsk mælst afar foreldrum, og stúss eft bar að garð ur að æfa la og héldu lít þeim klapp og sagði ei ur sínar þe „Þetta gek neitt.“ Áhersla á sjálfstæði og Góð birta er í skólanum og opin rými gefa börnunum þæg Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is FANGAR OG FÍKNIEFNI Lyf flæða inn í fangelsið á Litla-Hrauni. Þangað streyma bæðiólögleg fíkniefni og læknalyf. Þetta kom fram í máli Ragnars Gunn- arssonar, sérfræðings í heimilislækning- um við Heilbrigðisstofnun Suðurlands, sem sinnir heilbrigðismálum á Litla- Hrauni, á morgunverðarfundi samráðs- nefndar um málefni fanga fyrir helgi. „Þetta eru fíklar sem eru í gríðarlegri neyslu, í þessum hópi eru margir hörð- ustu fíklar þjóðfélagsins og þetta getur þess vegna verið talsvert flókið,“ sagði Ragnar og bætti því við hversu ergilegt væri að geta ekki stöðvað straum fíkni- efna inn í fangelsið þótt hægt væri að draga úr honum. Á fundinum kom einnig fram að hér væri um alþjóðlegt vandamál í fangels- um að ræða. Michael Levy, prófessor og yfirmaður rannsóknarmiðstöðvar um heilsufar innan ástralska réttarvörslu- kerfisins, benti á að menn breyttu ekki hegðun sinni þótt þeir væru settir á bak við lás og slá. hefðu þeir verið fíklar utan fangelsismúranna hyrfi fíknin ekki við að inn fyrir þá væri komið. Levy talaði um það hve mikilvægt væri að fangarnir fengju meðferð við fíkn sinni og ná þyrfti til þeirra um leið og þeir kæmu inn í fangelsin. Þar væri hins vegar nægt framboð á fíkniefnum og aðeins tíma- spursmál hvenær fíklarnir kæmust í tæri við þau. Íslendingar standa betur en flestar þjóðir að því leyti að víðast hvar er hlut- fall fanga af íbúum hærra en hér. Á Ís- landi eru 39 fangar á hverja 100 þúsund íbúa og er það hlutfall aðeins lægra í níu löndum. Til samanburðar má nefna að í hlutfallið í Bandaríkjunum er 714 fangar á hverja 100 þúsund íbúa og gerist það ekki hærra í heiminum. Þótt það sé ánægjulegt hversu lágt hlutfall þjóðarinnar dvelur í fangelsi á hverjum tíma er ekki þar með sagt að allt leiki í lyndi og sá vandi, sem Ragnar lýsti, er alvarlegur. Ef neysla fíkniefna og lyfja setur mikinn svip á lífið á Litla- Hrauni verður þar til afskræmt sam- félag þar sem sá eða þeir fangar, sem ráða yfir efnunum, ráða yfir föngunum og þeir, sem vilja standa fyrir utan þann valdahring og neyslunnar, geta þá átt erfitt uppdráttar. Ragnar telur að á Litla-Hrauni þurfi að vera meðferðardeild vegna þess að fangi með alvarleg fráhvarfseinkenni þurfi helst að vera undir eftirliti læknis allan sólarhringinn, en þar sé aðeins læknisþjónusta á dagvinnutíma þótt hringja megi eftir aðstoð. Það ber að hlusta á slíkar ábendingar og vinna að því að á Litla-Hrauni skapist umhverfi, sem ýtir undir það að fangar komi þaðan út tilbúnir að hefja nýtt líf, en hrökkvi ekki í sama far og þeir voru í áður en vistin hófst. Í fyrra var tekin upp ný stefna í lyfjamálum í fangelsinu þannig að ákveðin lyf, sem fangar áður sóttust stíft eftir, eru nú aðeins gefin í undan- tekningartilfellum. Hefur þessi stefna haft áhrif til góðs. Það ber að halda áfram í þeim anda. UPPHEFÐ ARNALDAR Glæsilegur ferill Arnaldar Indriða-sonar tók sannarlega stökk upp á við í hinum stóra heimi í gær er hann hlaut Gullna rýtinginn, verðlaun Sam- taka breskra glæpasagnahöfunda. Þessi verðlaun eru talin þau virtustu sem hægt er að hljóta á sviði spennu- og glæpasagna og sá er þau hlýtur hefur skipað sér á bekk með fremstu höfund- um heimsins í þeirri grein. Það eru stórtíðindi að íslenskur höfundur skuli nú vera kominn í þann hóp og er Arn- aldur vel að heiðrinum kominn eftir að hafa verið í fararbroddi íslenskra spennusagnahöfunda um 15 ára skeið og margfaldur metsöluhöfundur hér heima, á Norðurlöndunum, í Þýska- landi og víðar. Alls munu bækur hans hafa selst í ríflega einni milljón eintaka samtals. Samtök norrænna glæpa- sagnahöfunda hafa í tvígang verð- launað Arnald með Glerlyklinum fyrir bækurnar Grafarþögn og Mýrina og hann hefur verið einn vinsælasti spennusagnahöfundur Norðurlanda um nokkurra ára skeið. Með Gullna rýtingnum er Arnaldur búinn að ná traustri fótfestu á erfiðasta markaði bókmenntanna, hinum ensku- mælandi heimi bæði austan hafs og vestan, og hlýtur því þessi viðurkenn- ing að marka umtalsverð kaflaskil á ferli hans. Bæði Mýrin og Grafarþögn eru nú þegar komnar út í Bretlandi og útgáfa Mýrarinnar í Bandaríkjunum er í undirbúningi. Ekki skyldi heldur vanmeta áhrif skáldsagna Arnaldar til kynningar á menningu okkar og samfélagi, fyrir þeim gríðarstóra hópi erlendra lesenda sem mun nú beina sjónum sínum að bókum hans auk þeirra sem þegar hafa heillast af þeim. Raunsæjar samfélags- lýsingar og sterk réttlætiskennd eru meðal helstu kosta Arnaldar sem höf- undar og sú mynd sem hann dregur upp af íslensku nútímasamfélagi er vafa- laust raunsannari en sú yfirborðs- kennda glansmynd sem oftast er birt í kynningar- og ferðabæklingum um land og þjóð. Í dómi um nýjustu bók Arnaldar, Vetrarborgina, sem birtist í bókablaði Morgunblaðsins á þriðjudag segir Ást- ráður Eysteinsson bókmenntafræðing- ur: „Og raunin er sú að vitundarlíf þess- arar sögu stýrist ekki aðeins af rannsókn glæpsins heldur af rýni höf- undar í íslenskt samfélag og okkar sam- tíma.“ Ennfremur segir Ástráður: „Og borgin sem við blasir í þessu raunsæis- verki er ekki sú Reykjavík sem mest er haldið á lofti. Við blasa niðurníddar blokkir, sóðalegir stigagangar og vist- arverur fólks sem annaðhvort býr við naum lífsgæði eða er á einhvern hátt ófært um að stýra nánasta umhverfi sínu.“ Arnaldur sagði sjálfur í samtali við Morgunblaðið í gær að hann væri sér- staklega ánægður með að Grafarþögn hefði hlotið Gullna rýtinginn þar sem þar væri fjallað um heimilisofbeldi; „… einhver viðurstyggilegasti glæpur sem til er, leyndur glæpur og ef verð- launin yrðu til þess að draga fleiri les- endur að bókinni þá þætti mér það hið besta mál þess vegna“. Sagnaheimur Arnaldar Indriðasonar hefur vakið verðskuldaða athygli er- lendis og það er einmitt ekki vegna þess að hann hafi valið að skrifa sögur sínar samkvæmt „alþjóðlegri“ spennusagna- formúlu heldur er hann íslenskur höf- undur í húð og hár og sannast þar sem oft er haldið fram í umræðum um útrás listgreinanna að sérkenni samfélaga eru áhugaverðari en samkenni þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.