Morgunblaðið - 10.11.2005, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 10.11.2005, Qupperneq 26
26 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF T vær risastórar breytur í lífi okkar Reykvík- inga síðasta áratug- inn og rúmlega það eru allt í einu ekki lengur til staðar. Eftir tólf ára stjórnartíð verður R-listinn ei meir í vor, þegar gengið verður að kjörborðinu. Og Davíð er hættur. Þið vitið hvaða Davíð ég er að tala um. Fólk eins og undirritaður, sem nú er komið (mis)langt á fertugs- aldur, hefur mátt venjast því allt frá því að það fyrst fékk að kjósa, að Davíð gnæfði yfir öllu stjórn- málalífi landans. Einhvern veginn hefði ég hald- ið að maður hefði af þeim sökum yfrið nóg að segja um þær miklu breytingar, sem eru að eiga sér stað á hinu pólitíska umhverfi með brotthvarfi Davíðs. En þegar til kemur þá veit maður eiginlega ekki hvað skal segja. Eitt blasir samt einhvern veg- inn við: Davíð hefði átt að hætta fyrir kosningarnar 2003. Það hefði verið honum sjálfum til hagsbóta, flokki hans og þjóðinni – en stór hluti landsmanna var orðinn alltof þreyttur á sambúð- inni við landsföðurinn til að það teldist heilbrigt. Auðvitað skilur Davíð eftir sig tómarúm á hinu pólitíska sviði. En það hefur líka skapast mikið andrúm sem vonandi mun nýtast nýjum mönnum til góðra verka. Það er nauðsynlegt að end- urnýja af og til, stokka upp spilin. Með fullri virðingu fyrir pólitísku framlagi Davíðs þá var kominn tími á breytingar. Það sama má sannarlega segja um stöðuna í borgarmálunum. Það er kominn tími á uppstokkun. R-listinn verður enda ekki í framboði sem slíkur í vor, eftir að hafa stýrt borginni í tólf ár. Fréttir af andláti R-listans vöktu ekki frekar en brotthvarf Davíðs þess háttar öldur, sem hefði mátt vænta. Kannski er það af því að úr því sem komið var þá var eiginlega sjálfhætt. Jafnvel kjósendur R-listans í gegnum tíðina ættu að sjá (og geta viðurkennt) að þetta síðasta kjörtímabil hefur einkennst af hverju áfallinu á fætur öðru. Borgarstjóravandræðin eru auð- vitað saga sem ekki þarf að rekja frekar, hana þekkja allir. En nú síðast hefur það gerst að tveir borgarfulltrúar R-listans, Árni Þór Sigurðsson og Dagur B. Eggertsson, hafa gengið fram fyrir skjöldu og viðurkennt, að mistök hafi verið að ráðast í þær framkvæmdir við Hringbrautina, sem nú eru að klárast. Ég segi fyrir mig að ég veit eig- inlega ekki yfir hvoru ég er reið- ari: Hringbrautarruglinu sjálfu eða játningum borgarfulltrúanna. Er það virkilega þannig að menn vissu alls ekkert hvað þeir voru að gera þegar þeir ákváðu framkvæmdirnar? Ef þeir vissu það ekki – eru þeir þá ekki van- hæfir til þeirra starfa sem þeir voru kosnir? Þessar framkvæmdir kostuðu auðvitað milljónir ef ekki millj- arða, það er ábyrgðarhluti að hafa sólundað því fé í framkvæmd sem nú er sögð hafa verið mistök. Þessum peningum hefði mátt verja betur – til dæmis til að gera skurk í dagvistarmálum barna; en þau eru í upplausn eins og flestum ætti að vera kunnugt um. Já, það breytist ýmislegt hjá manni þegar það er komið barn í spilin. Ekki bara sem einstaklingi – það hefur líka áhrif á pólitískan þankagang manns. Auðvitað kemur barn sem gleðigjafi inn í líf manns. En því fylgir líka vinna, ábyrgð, vanda- mál sem þarf að leysa. Nýtt vandamál gerði til að mynda vart við sig í vikunni þegar sambýliskonu minni og mér varð ljóst að við vorum búin að missa dagmömmuplássið sem við höfð- um stólað á eftir jól. Leikskólamál virðast vera í ólestri í borginni einnig. Erfiðlega gengur að manna leikskólana, margir foreldrar af þeim sökum í standandi vandræðum. Dagvistarmálin/leikskólamálin eru á forræði borgaryfirvalda en þau virðast standa ráðþrota gagn- vart vandamálunum sem upp hafa komið. Menn eru semsé ekki að standa sig neitt sérstaklega vel á kosningavetri. R-listans verður því vart saknað úr þessu. En verður ekki sama fólk í framboði fyrir þá flokka, sem staðið hafa að R-listanum, í kosn- ingunum næsta vor og ef einn listi væri í kjöri? Hefur það eitthvað frekar til þess unnið, að maður treysti því fyrir atkvæði sínu, þegar R-listinn er kominn í frum- eindir sínar? Spyr sá sem ekki veit. Það er allavega ljóst að flokk- arnir þrír – Samfylkingin, VG og Framsókn – verða að hafa sig alla við vilji þeir gera sér vonir um að endurvinna traust kjósenda. Ég held í öllu falli að það sé óhætt að spá því að dagvist- armálin verði ofarlega á baugi í kosningabaráttunni og spurning hver býður upp á einhverjar raun- hæfar lausnir í þeim efnum. Að þessu sögðu þá er samt ekki hægt að líta svo á að það sé sjálf- gefið að sjálfstæðismenn nái meirihluta. Þeir verða auðvitað að hafa eitthvað að bjóða kjósendum, vera trúverðugir í málflutningi sínum, geta sýnt fram á að þeir muni ekki gera mistök af þeirri stærðargráðu sem R-listinn hefur gert á þessu kjörtímabili. Það verður spennandi að fylgj- ast með því í baráttunni sem framundan er hverjir eiga eftir að standast prófið – og hverjir falla. Allt er breytt Það er nauðsynlegt að endurnýja af og til, stokka upp spilin. Með fullri virð- ingu fyrir pólitísku framlagi Davíðs þá var kominn tími á breytingar. Það sama má sannarlega segja um stöð- una í borgarmálunum. Það er kominn tími á uppstokkun. VIÐHORF Davíð Logi Sigurðsson david@mbl.is STARFSMENN Eimskips, sem látið hafa af störfum sökum aldurs, hafa haft það fyrir venju und- anfarin tólf ár að hittast mán- aðarlega yfir kaffi og kruðeríi í matsal fyrirtækisins á Sundakletti. Kjarninn í hópnum telur um fjöru- tíu manns að jafnaði og er hist um kaffileytið fyrsta þriðjudag í hverj- um mánuði. Eimskip býður upp á kaffið og meðlætið, sem þessir fyrr- verandi starfsmenn segja að sé afar vel útilátið. Upphafið má rekja til þess að tveir í hópnum, Viggó Maack og Sigurlaugur Þorkelsson, fóru að stinga saman nefjum um að gaman gæti verið að halda sambandi. Í framhaldinu létu þeir þau boð út ganga að boðið væri upp á kaffi fyrsta þriðjudag í hverjum mánuði. Viggó, sem sjálfur er nú 83 ára gamall, sagði að engir ynnu lengur en til sjötugs og þá væri sjálfhætt. „Það er engin formleg dagskrá. Við bara hittumst og röbbum saman, rifjum upp góða og gamla tíma og stundum koma stjórnendur félags- ins og segja okkur frá því hvað er að ske í skipabransanum. Rétt rötuðu um gamla húsið Um daginn var okkur svo boðið í kaffi í gamla Eimskipshúsið í Póst- hússtræti 2, sem nú er orðið að hót- eli, en þar unnum við margir hverj- ir alla okkar tíð. Aðrir í hópnum unnu margir við vöruafgreiðsluna og margir voru um borð í skipunum sem skipstjórar, stýrimenn og vél- stjórar.“ – Rötuðuð þið um húsið eftir all- ar breytingarnar? „Það var svona rétt að við næð- um að rata um húsið. Það var búið að breyta því svo mikið. Okkur fannst þetta mikið svart og hvítt og söknuðum mjög gömlu fulninganna og klæðninganna í húsinu.“ Viggó starfaði sem skipaverk- fræðingur hjá Eimskip allan sinn starfsaldur eða í 47 ár. Hann hóf þar störf 25 ára gamall eftir að hafa lokið námi við MIT-háskólann í Boston í Bandaríkjunum og leið alltaf vel hjá Eimskip. „Það er ágæt tilbreyting að hittast svona. Við erum aðallega að rifja upp gamlar syndir auk þess sem við fylgjumst með hvernig samstarfs- fólkinu reiðir af á mölinni eftir árin hjá Eimskip.“ Skipin nú keypt á færibandi Þegar Viggó er inntur eftir skoð- un sinni á þróun mála í skipabrans- anum segist hann varla vera dóm- bær á það. „En einhvern veginn finnst mér allt dálítið öfugsnúið miðað við það sem einu sinni var. Þetta var mjög lifandi starf þegar við gátum sniðið skipin nákvæm- lega eftir þörfum hverju sinni. Nú eru menn ekki lengur með puttana í hönnun og smíði því nú tíðkast það barasta að kaupa skipin á færi- bandi,“ segir Viggó, sem hætti hjá Eimskip liðlega sjötugur og segist hafa verið þokkalega sáttur við að láta af störfum þegar aldur sagði til. „Ég sæki hins vegar mikið niður að höfn í göngutúrunum mínum,“ segir Reykvíkingurinn, Vest- urbæingurinn og KR-ingurinn Viggó Maack og bætir við að hann hafi ofan af fyrir sér með ýmsu öðru móti líka. „Ég reyni til dæmis að pjakka í leikfimi tvisvar í viku með Vöskum öldungum undir stjórn Valdimars Örnólfssonar og er þar reyndar orðinn aldurs- forseti.“  VINNUSTAÐIR | Fyrrverandi starfsmenn Eimskips hittast oft Rifja upp gamlar syndir Morgunblaðið/Þorkell Um það bil fjörutíu manna hópur fyrrverandi starfsmanna Eimskips mætir mánaðarlega í kaffisamsæti. Morgunblaðið/Þorkell Viggó Maack er hér til hægri á myndinni ásamt Stefáni Guðmundssyni, einum elsta núlifandi skipstjóra Eimskips. Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is ÁSTÆÐA er til að hafa áhyggjur af daglegri notkun strigaskóa. Fólk sem er í lokuðum skóm allan daginn getur þjáðst af sveppum, inngrónum nöglum og il- siggi. Sagt er frá nokkrum gerðum og hvernig megi takmarka vandamál við mikla notkun á strigaskóm í franska ritinu „Santé magazine“. Flestir strigaskór eru hannaðir með ákveðna íþrótt í huga, til dæmis eru körfuboltaskór sérstaklega hent- ugir til þess að lenda á og taka við höggi fremst og aft- ast á skónum. Ef gengið er daglega í svoleiðis skóm getur það haft áhrif á vöxt húðarinnar þar sem loft- púðarnir eru of stórir og hindra eðlilegan vöxt hennar. Sumir íþróttaskór eru frekar flatir, flatari en lögun fótarins og breyta ganginum þar sem hnén ná ekki að hreyfast eðlilega og geta því einnig valdið mjaðma- verkjum. Þeir sem geta ekki sleppt því að vera í strigaskóm er ráðlagt að vera ekki í sömu tegundinni tvo daga í röð eða fá sér innlegg. Einnig er sterklega mælt gegn því að vera berfættur í strigaskóm þar sem það er full- komin gróðrarstía baktería sem getur valdið ilsiggi og sveppum. Mikilvægt er að reima strigaskó þar sem of lausir skór geta stefnt fætinum fram og valdið inn- grónum tánöglum. Best væri að takmarka notkun á strigaskóm við íþróttaiðkun og vera í öðrum skóm við daglegt amstur.  FÆTUR Ekki sömu strigaskóna dag eftir dag

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.