Morgunblaðið - 10.11.2005, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 10.11.2005, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 27 DAGLEGT LÍF BÖRN verða æ mikilvægari mark- hópur auglýsenda. Aldurinn 8–12 ára hefur vakið sérstaka athygli og rannsóknir beinast nú í auknum mæli að þessum hópi og áhuga aug- lýsenda á þeim. Aldurshópurinn er kallaður „tweenagers“, afbökun á orðinu „teenagers“, táningar eða unglingar, og vísar til orðsins „bet- ween“ þ.e. á milli smábarna og ung- linga. Í Aftenposten er fjallað um norska doktorsrannsókn sem laus- lega þýdd ber yfirskriftina: „Það kostar að vera kúl.“ „Öll börn vilja vera eins. Tíu ára stelpa sagði þetta: „Til að vera vinsæl þarf maður að hafa eitthvað sem aðrir líta upp til“, og ég held að hún hitti naglann á höfuðið,“ segir Mari Rysst, dokt- orsneminn sem vinnur að rannsókn- inni þar sem hún skoðar hvernig börn af ólíkum uppruna takast á við aukna markaðsvæðingu samfélags- ins. Hún fylgdist með krökkum í Ósló á tímabilinu 2002–2004, þ.e. nem- endum í grunnskóla þar sem 30– 40% voru af erlendum uppruna. Samkvæmt könnunum er kaupgeta innflytjendafjölskyldna að meðaltali minni en norskra og Rysst komst að því að aukinn þrýstingur er að verða á fjárhag fjölskyldna vegna þess að börnin vilja líkjast unglingum. Hafa ekki ráð á dýrum flíkum Stelpur úr innflytjenda- fjölskyldum eiga skv. rannsókn Rysst erfiðast með að aðlagast barna- og unglingamenningu af þessum sökum. Foreldrarnir hafa ekki ráð á dýrustu flíkunum og ekki heldur þátttöku í dýru frístund- astarfi eða tómstundum eins og snjóbrettaiðkun, bíó- og versl- unarferðum. Rysst bendir á að að- lögunin yrði auðveldari ef fleiri teg- undir frístundastarfs yrðu ókeypis. Annars færist þrýstingurinn æ neð- ar og erfiðara verði fyrir innflytj- endur að aðlagast. „Það kostar að vera kúl og aðlögun og það að til- heyra hóp fær á sig verðmiða.“ Norræna ráðherranefndin stóð nýverið fyrir ráðstefnu um neyt- endamál í Kaupmannahöfn þar sem annað aðalefnið var börn og ung- lingar sem neytendur. Ýmsir sér- fræðingar fjölluðu um hlutverk fjöl- miðla gagnvart þessum vaxandi markhóp auglýsenda og aukinn þrýsting á hann. Börn ber að vernda fyrir auglýsingum Einnig var fjallað um skýrslu sem kom út á vegum ráðherranefnd- arinnar fyrr á þessu ári um nið- urstöður rannsóknar á afstöðu for- eldra í þessu efni. Í skýrslunni kemur m.a. fram að flestir foreldrar líta á börn sem viðkvæman hóp sem beri að vernda fyrir þrýstingi aug- lýsinga og markaðssetningar. Rannsóknin var gerð í Noregi, Sví- þjóð, Danmörku og Finnlandi. Um- ræður hafa hins vegar skapast um hver beri ábyrgðina á að brynja börnin gagnvart þessum þrýstingi; foreldrarnir, hið opinbera eða börn- in sjálf?  RANNSÓKN | Ungmenni í Noregi á aldrinum 8–12 ára Það kostar að vera „kúl“ Morgunblaðið/Sverrir Kaupgeta innflytjendafjölskyldna er að meðaltali minni en norskra og rannsóknin leiddi í ljós að aukinn þrýstingur er að verða á fjárhag fjöl- skyldna vegna þess að börnin vilja líkjast unglingum. Í FRAMHALDI af frétt í Morgun- blaðinu um danska rannsókn sem leiddi í ljós að krabbameins- og of- næmisvaldandi eiturefni væri að finna í svörtum eldhúsáhöldum, var haft samband við Umhverf- isstofnun og spurt hvort þar væri á einhvern hátt brugðist við slíkum niðurstöðum. Níels Jónsson varð fyrir svörum. „Nei, því miður bregðumst við ekki mikið við fréttum af rannsóknarnið- urstöðum. Við höfum hvorki fjármagn né mannafla til að fylgja þeim eftir með ein- hvers konar prófunum, sem þyrfti auðvitað að vera. En við njótum vissulega aðgerða annars staðar. Dönsk neytendasamtök eru mjög virk í öllu eft- irliti og dugleg að benda á það sem betur má fara. Eiturefni eru mörg hver undir mikilli smásjá í dag. Til dæmis er verið að reyna að útrýma svokölluðum PAH olíum í bíldekkjum og Svíar og Finnar hafa út- rýmt þessum olíum í sinni dekkjafram- leiðslu. Og það er bannað að setja svoköll- uð Þalöt í leikföng barna. En þessi umræða er varla komin á koppinn hér á Ís- landi. Við tökum fyrst og fremst upp allt regluverk EB í þessum efnamálum. Á heimsvísu er tiltölulega slakt eftirlit með efnum sem eru í tilbúnum vörum. Og hing- að til hefur verið stólað á að þessi efni leki ekki út, en það hefur komið í ljós að þau gera það, til dæmis hefur mýkingarefnið í PVC plastinu lekið úr barbídúkkum, sem fram að því var talið bundið.“ Bregst ekki við niðurstöðum um eiturefni í svörtum eldhúsáhöldum  UMHVERFISSTOFNUN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.