Morgunblaðið - 10.11.2005, Page 38
38 FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Sum sambönd verða til vegna sameig-
inlegra áhugamála en önnur virðast
ekki eiga sér sérstakan rytma eða
ástæður. Manni líkar bara við einhvern
og öfugt, líklega af efnafræðilegum
ástæðum. Njóttu þess bara.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Ef maður hugsar of mikið um það sem
er í vændum hræðir það að líkindum úr
manni líftóruna. Stökktu af stað án
þess að spá í það frekar. Um leið og þú
kemst á hreyfingu verður allt í lagi.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Himintunglin varpa ljósi á takmark-
anir tiltekins sambands. Þú áttar þig á
því að þú býrð ekki næstum því yfir
jafnmiklu frelsi og þú hefðir kosið.
Breytingar eru lykilatriði. Kannski
ekki endilega í dag, en einhvern tím-
ann.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þótt þú sért ekki spenntur fyrir
vinnunni skaltu bara herða upp hug-
ann og byrja. Þeir sem eru fyrir ofan
þig eru að fylgjast með þér. Góð
frammistaða, þrátt fyrir að þig langi
ekki til að leggja þig fram, skiptir máli.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þú þarft á dálítilli uppörvun að halda
frá vinum og ástvinum. Reyndu að
sjarmera hana út úr þeim, ef ekki vill
betur til. Lestu í kvöld, þú kemst að
einhverju sem þú þarft að vita.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Áætlanir ganga eftir, ekki síst með
fulltingi steingeitar. Nýtt fólk í kring-
um þig dregur fram nýjar hliðar á per-
sónuleika þínum og svo sjaldséðar að
það kemur þeim, og þér, í opna skjöldu.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Það sem þú leggur á þig í nafni
skemmtunarinnar er virkilega hvetj-
andi. Frábær tímasetning gerir lang-
sótta hugmynd raunhæfa. Ef þú finnur
hjá þér hvöt sem þú veist að er rétt
áttu hiklaust að fylgja henni eftir.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Ekki slaka á þótt vel gangi, haltu þínu
striki og láttu hlutina komast á skrið.
Tímamörk þrýsta á þig, þú þarft að
leggja nokkuð á þig til þess að mæta
þeim, en getur það alveg.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Miklir hæfileikar passa ekki við smá-
vægilegt verkefni. Hæfileikarnir sem
um ræðir eru þínir. Annaðhvort vex
verkefnið eða þá að þú finnur þér eitt-
hvað stærra og meira.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Fólk þarf að vera með puttann á púls-
inum til þess að geta fylgt þínum brjál-
aða lífsmáta eftir. Auktu kraftinn til
þess að hressa þá sem eru í kringum
þig við.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Ekki bíða eftir því að andinn komi yfir
þig, leitaðu hann uppi. Himintunglin
hjálpa þér til þess að auka áhrifamátt
þinn. Kannski þarftu að þvinga þig í fé-
lagslegum samskiptum til þess að
byrja með, en þú mýkist um leið og þú
hitnar.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Fiskurinn ljómar á einstakan hátt, eins
og hann búi yfir leynilegri áætlun sem
er í þann mund að ganga upp. Jákvætt
viðmót birtist í öllum athöfnum, hvort
sem hann er að sinna matargerð eða
viðskiptum.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
Tungl í fiskum hefur djúp-
stæð áhrif, það er engu lík-
ara en að allir séu með
sinn eigin Yoda á öxlinni, sem miðlar
visku á dularfullan, ef ekki öfugsnúinn
hátt. Að fara sér hægt og gæta árvekni
sparar tíma þegar upp er staðið. Reyndu
samt að annast allt sem þú kemst yfir,
það er ekki víst að morgundagurinn
verði hagstæður.
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 þreifa á, 4 and-
spænis, 7 undirokað, 8
álitleg, 9 eldstæði í
smiðju, 11 ský, 13 urgur,
14 bjarta, 15 þakklæti, 17
vitleysa, 20 reiðikast, 22
meyr, 23 hár, 24 glatað,
25 sveiflufjöldi.
Lóðrétt | 1 sverleiki, 2
skips, 3 ójafna, 4 enda-
veggur, 5 borguðu, 6
dregur, 10 hróður, 12
ílát, 13 óhreinindi, 15
nafntogað, 16 hella, 18
heimild, 19 skil eftir, 20
hlassið, 21 slæmt.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 afturhald, 8 vakur, 9 langt, 10 als, 11 lónar, 13
teina, 15 hjall, 18 saggi, 21 orm, 22 liðug, 23 ámuna, 24
manngildi.
Lóðrétt: 2 fákæn, 3 urrar, 4 helst, 5 lindi, 6 hvel, 7 átta,
12 afl, 14 efa, 15 hóll, 16 auðna, 17 login, 18 smári, 19
grund, 20 iðan.
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Tónlist
Café Rosenberg | Robin Nolan-tríóið spilar
í kvöld.
Háskólabíó | Sinfóníuhljómsveit Íslands.
Hljómsveitarstjóri og einleikari á selló Dav-
id Geringas. Kl. 19.30.
Seltjarnarneskirkja | Kvennakór Hafn-
arfjarðar. Kl. 20.
Fríkirkjan í Reykjavik | Hilmar Jensson og
Simon Jermyn gítarleikarar. Kl. 21.
Salurinn | Ágúst Ólafsson barítonsöngvari
og Izumi Kawakatsu píanóleikari. Kl. 20.
Myndlist
Bókasafn Kópavogs | Norrænir listamenn
sýna nú óvenjulega myndlist í sýning-
arskápum Bókasafns Kópavogs. Artist’s
books er heiti á þeim verkum sem sýnd eru
en þau tjá sig frekar með útliti en orðum.
Sýningin er opin á sama tíma og safnið og
aðgangur er ókeypis.
Byggðasafn Árnesinga | Á Washington-
eyju og Grasjurtir. Til nóvemberloka.
Café Karolína | Aðalheiður S. Eysteins-
dóttir sýnir ný verk og lágmyndir úr tré. Til
2. des.
Energia | Kolbrún Róberts. Allt fram
streymir. 13 abstrakt olíumálverk. Út nóv-
embermánuð.
Gallerí 100° | Einar Marínó Magnússon.
Bryndís Jónsdóttir. Opið mán.–fös. 8.30 til
16.
Gallerí 101 | Haraldur Jónsson sýnir til 26.
nóv. Opið fim.–lau. 14–17.
Gallerí I8 | Þór Vigfússon sýnir til 23. des.
Gallerí Lind | Ólöf Björg Björnsdóttir er
listamaður nóvembermánaðar.
Gallerí Sævars Karls | Guðrún Nielsen -
Skúlptúr „Tehús og teikningar“ til 17. nóv.
Gallery Turpentine | Arngunnur Ýr og
Amanda Hughen.
Gel Gallerí | Jóhannes Rúnar til 25. nóv.
Grafíksafn Íslands | Sýning Svanhvítar
Sigurlinnadóttur, Hreyfing og gleði til 13.
nóv. Opið fim.–sun. kl. 14–18.
GUK+ | Hartmut Stockter til 16. janúar.
Hafnarborg | Jón Laxdal til 31. des.
Hrafnista Hafnarfirði | Guðfinna Eugenía
Magnúsdóttir sýnir málverk í Menning-
arsalnum, 1. hæð, til 6. des.
Ís-café | Bjarney Sighvatsdóttir til 15. nóv.
Jónas Viðar Gallerí | Sigríður Ágústs-
dóttir til 13. nóv.
Karólína Restaurant | Óli G. með sýn-
inguna „Týnda fiðrildið“ til loka apríl 2006.
sjá: www.oligjohannsson.com.
Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýning.
Listasafnið á Akureyri | Helgi Þorgils Frið-
jónsson til 23. des.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Tími
Romanov-ættarinnar. Til 4. des.
Listasafn Reykjanesbæjar | Húbert Nói, til
4. des.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Maðurinn og efnið, yfirlitssýning. Til 2006.
Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn |
Bernd Koberling til 22. janúar.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Guð-
rún Vera Hjartardóttir til 30. des. Erró til
23. apríl.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá
fæðingu málarans. Til 19. mars.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Hraun-
blóm til 27. nóv.
Listasetrið Kirkjuhvoli | Einar Há-
konarson, málverk. Til 20. nóv.
Listasmiðjan Þórsmörk Neskaupstað | 10
listakonur frá Neskaupstað sýna á Egils-
staðaflugvelli. Sýningin stendur fram jan-
úar 2006.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Lars Tun-
björk til 20. nóv.
Næsti Bar | Sýning um Gamla bíó. Hug-
myndir listamanna. Til miðs nóvember.
Safn | Safn sýnir verk Harðar Ágústssonar
(1922 –2005). Verkin á sýningunni er öll úr
eigu Safns.
Safn | Hörður Ágústsson til 10. nóv.
Saltfisksetur Íslands | Hermann Árnason
– Himinn haf og allt þar á milli. Til 20. nóv.
Opið alla daga frá kl. 11–18.
Smekkleysa Plötubúð – Humar eða
Frægð | Þorsteinn Otti Jónsson, sýnir
„Börn Palestínu“. Myndirnar á sýningunni
voru teknar á ferðalagi hans til herteknu
svæðanna í Palestínu árið 2004.
Svartfugl og Hvítspói | Björg Eiríksdóttir
–Inni – til 13. nóv. Opið alla daga kl. 13–17.
Þjóðarbókhlaðan | Brynjólfur Sveinsson til
áramóta.
Þjóðmenningarhúsið | Í veitingastofu sýnir
Hjörtur Hjartarson málverk.
Þjóðminjasafn Íslands | Tvær ljós-
myndasýningar. Konungsheimsóknin 1907
og Mannlíf á Eskifirði 1941–1961. Til 27. nóv.
Þrastalundur, Grímsnesi | Reynir Þor-
grímsson.
Leiklist
Loftkastalinn | Stúdentaleikhúsið sýnir
„Blóðberg“ eftir P.T. Andersson kl. 20.
Söfn
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra-
steinn er opinn alla daga nema mánudaga í
vetur frá kl. 10–17. Vönduð hljóðleiðsögn,
margmiðlunarsýning og gönguleiðir. Vel-
komin. www.gljufrasteinn.is.
Þjóðmenningarhúsið | Sýnt er íslenskt
bókband gert með gamla laginu, jafnframt
nútímabókband og nokkur verk frá nýaf-
staðinni alþjóðlegri bókbandskeppni. Sýn-
ingin er afar glæsileg og ber stöðu hand-
verksins fagurt vitni. Félagsskapur
bókbindara sem kallar sig JAM-hópinn
setti sýninguna upp.
Þjóðmenningarhúsið | Handritin – saga
handrita og hlutverk um aldir, Þjóðminja-
safnið – svona var það, Fyrirheitna landið,
íslenskt bókband. Hægt er að panta leið-
sögn fyrir hópa. Veitingastofan Matur og
menning býður alhliða hádegis- og kaffi-
matseðil.
Þjóðminjasafn Íslands | Í Þjóðminjasafni
Íslands eru fjölbreyttar og vandaðar sýn-
ingar auk safnbúðar og kaffihúss. Opið alla
daga vikunnar nema mánudaga kl. 11–17.
Kvikmyndir
Tjarnarbíó | Tilrauna kvikmyndatvíeykið
sýnir afrakstur sinn á vegum Unglistar
klukkan 20.
Mannfagnaður
AKÓGES Salurinn | Þorrablót Súgfirð-
ingafélagsins verður haldið í Akóges saln-
um, Sóltúni 3, 12. febrúar nk. Húsið opnar
kl. 19 og borðhald hefst kl. 20. Miðaverð er
kr. 3.900. Pantanir hjá stjórnarmönnum og
á netfangi: bjorn@fulltingi.is. Súgfirðinga-
félagið í Reykjavík.
Fréttir
Skaftfellingafélagið í Reykjavík | Í kvöld
verður fyrra myndakvöld vetrarins í Skaft-
fellingabúð og hefst kl. 20.30. Þar mun
hinn kunni ljósmyndari Mats Wibe Lund
sýna myndir af flestum lögbýlum í Skafta-
fellssýslum og ýmsar aðrar myndir úr sýsl-
unum.
Málþing
Bifröst | Lagadeild Viðskiptaháskólans á
Bifröst stendur fyrir málþingi um virð-
isaukaskatt föstud. 11. nóv. kl. 13. Fyrirles-
arar eru valdar konur úr hópi skatta-
sérfræðinga hjá ríki og ráðgjafarfyrir-
tækjum. Málþingið sem er haldið á Bifröst
er öllum opið og aðgangur er ókeypis. Nán-
ari upplýsingar er að finna á www.bifrost.is.
Kynning
Lýðheilsustöð | Frítt til Evrópu fyrir reyk-
lausa er keppni ætluð ungu fólki á aldrinum
15–20 ára. Allir sem verða reyklausir frá
10. nóvember–10. desember eiga þess kost
að vinna utanlandsferð. Hægt er að skrá
sig til leikswww.lydheilsustod.is.