Morgunblaðið - 10.11.2005, Side 41

Morgunblaðið - 10.11.2005, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 41 MENNING SÉRSTÖK forsala á takmörk- uðum eintakafjölda glæpasög- unnar Þriðja táknsins eftir Yrsu Sigurðardóttur verður í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18 í kvöld. Sala bókarinnar hefst þar kl. 21.30 og er gert ráð fyrir að hún standi í hálfa til eina klukku- stund eða á meðan kynningarupp- lagið endist. Þriðja táknið er væntanlegt úr prentun á föstudag og er formleg útgáfa á laugardag. „Vegna mik- illar eftirspurnar eftir bókinni mun Prentsmiðjan Oddi hins vegar af- greiða 200 bækur í kvöld og verða þær sendar beint í Bókabúð Máls og menningar á Laugavegi 18. Þar verða þær á sérstöku kynning- artilboði eða með 20% afslætti. Þá verða gestum og gangandi boðnar léttar veitingar í tilefni þess að fyrsta útgáfa bókarinnar er að koma úr prentverkinu,“ segir Pét- ur Már Ólafsson hjá bókaútgáf- unni Veröld sem gefur Þriðja tákn- ið út. Þegar hefur verið gengið frá samningum um útgáfu á bókinni á níu tungumálum í þrjátíu löndum áður en hún kemur út hér á landi en slíkt er einstakt þegar um ís- lenskt skáldverk er að ræða, að sögn Péturs Más. „Viðræður standa nú yfir við enn fleiri erlend bókaforlög um útgáfuréttinn á bók Yrsu og er frekari tíðinda að vænta af því á næstu dögum og vikum,“ segir Pétur Már. Þriðja táknið er fyrsta skáldsag- an sem Yrsa Sigurðardóttir ritar fyrir fullorðna. Hún hefur áður gefið út fimm skáldverk fyrir börn og unglinga og hefur hún hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir þau verk sín. Hún er bygging- arverkfæðingur að mennt, starfar um þessar mundir sem eftirlits- verkfræðingur við virkjanafram- kvæmdirnar á Kárahnjúkum og vann þar að handriti glæpasög- unnar sem nú er að koma á út. Bækur | Þriðja táknið kemur út Forsala á takmörkuðum eintakafjölda í kvöld Yrsa Sigurðardóttir, höfundur glæpasögunnar Þriðja táknsins. „ÆVINTÝRAMAÐUR og róm- antíker“ er yfirskrift tónleika Ágústs Ólafssonar barítónsöngvara og Izumi Kawakatsu píanóleikara, sem fram fara í Salnum í kvöld kl. 20. Heitið vísar til þeirra tveggja rit- höfunda sem eiga heiðurinn af text- um þeim er sungnir verða í kvöld; þýska leikskáldsins Friedrichs Schillers og danska ævintýraskálds- ins H.C. Andersens. Ríkar andstæður Um þessar mundir eru tvö hundr- uð ár liðin frá dauða hins fyrrnefnda, en fæðingu hins síðarnefnda, og seg- ir Ágúst þau Izumi því gjarnan hafa viljað setja saman efnisskrá tileink- aða þeim. „Það kom í ljós að við átt- um í fórum okkar eða höfðum lengi haft augastað á tónlist sem tengdist þessum tveimur rithöfundum, þann- ig að það lá beint við að setja saman slíka efnisskrá á þessu ári,“ segir hann. Á tónleikunum gefur að heyra ólík verk að sögn Ágústs, og endurspegla þau vel þann mun sem er að finna á skáldunum tveimur. Þannig gefur að heyra sönglög eftir Edvard Grieg og Robert Schumann við texta H.C. Andersens, sem og aríur úr óperum eftir Giuseppi Verdi og Gioacchino Rossini sem byggðar eru á leikritum Schillers, svo dæmi séu tekin. „Andersen og Schiller eru mjög ólíkir – Andersen er meira á útopnu með allar tilfinningar og oft eru verk hans á mörkum þess að vera meló- dramatísk. Schiller er á móti mikill heimspekingur, og tekur oft fyrir stór þemu á borð við frelsi ein- staklingsins og höft samfélagsins. Þessi munur endurspeglast í text- unum,“ segir Ágúst og bætir við að tónskáldin sem samið hafa við texta þessara manna séu ennfremur mjög ólík. „Útkoman er því efnisskrá sem einkennist af ríkum andstæðum; við erum til dæmis með Grieg sem sem- ur mjög aðgengileg lög við texta H.C. Andersens, bæði blátt áfram og tilfinningarík, og hins vegar Schu- bert sem er að berjast við að koma til skila hinum heimspekilegu hug- myndum Friedrichs Schillers – en eins og raunar í öllum sönglögum hans gerir hann það með mjög skemmtilegum laglínum. Síðan er- um við með óperuaríurnar á efnis- skránni, sem eru mjög sterkar og dramatískar.“ Fischer-Dieskau áhrifavaldur Þau Ágúst og Izumi hafa komið fram saman undanfarin þrjú ár, þar á meðal nokkrum sinnum hér á landi, en leiðir þeirra lágu saman á námskeiði í Karlsruhe í Þýskalandi. Það var þó sameiginlegur mast- erklass þeirra hjá hinum heims- fræga söngvara Dietrich Fischer- Dieskau sem endanlega innsiglaði samvinnu þeirra. „Það var þessi ferð okkar til hans í Berlín sem var upphafið að því að við fórum að vinna svona náið saman. Í kjölfarið tókum við þátt í alþjóðlegri ljóðasöngkeppni í Stuttgart, þar sem okkur tókst að hreppa önnur verð- laun,“ segir Ágúst. Aðspurður hvort heiti tónleikanna vísi á einhvern hátt til þeirra sjálfra; hvort þau Izumi séu ævintýramenn og rómantíkerar, svarar Ágúst neit- andi og hlær. „Ætlunin var nú bara að vísa til Andersens og Schillers, Andersens sem ævintýrasnillingsins og Schillers sem frumkvöðuls róm- antíkurinnar,“ segir hann en neitar því þó ekki að orðin geti átt við á vissan hátt um tónlistina á tón- leikum kvöldins: „Hún er að minnsta kosti hárómantísk, og við gætum sagt að það felist ákveðin ævintýra- mennska í ferðalagi sem liggur allt frá Ítalíu gegnum Þýskaland og norður til Noregs.“ Tónlist | Ágúst Ólafsson barítónsöngvari og Izumi Kawa- katsu píanóleikari með tónleika í Salnum í kvöld Efnisskrá rómantíkur og ævintýra Morgunblaðið/Ásdís Ágúst Ólafsson og Izumi Kawakatsu flytja tónlist ólíkra tónskálda á borð við Grieg og Rossini, við texta H.C. Andersens og Friedrichs Schiller. Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur ingamaria@mbl.is Seltjarnarneskirkju, fimmtudaginn 10. nóv. kl. 20:00 Víðistaðakirkju, laugardaginn 12. nóv. kl. 16:00 Stjórnandi Hrafnhildur Blomsterberg Píanóleikari Antonía Hevesi Miðaverð kr. 1500 Forsala aðgöngumiða er hjá kórfélögum, Súfistanum, Máli og menningu, Reykjavík og Strandgötu 9, Hafnarfirði. www.kvennakorinn.org 10 ára afmælistónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar SÓLVEIG Eggerz Péturs- dóttir opnar sýningu í Bog- anum í Gerðubergi á morgun kl. 16.00 Myndirnar eru vatns- litamyndir og málaðar á heim- ili Sólveigar á Hrafnistu í ár. Þemað er blóm og myndir máluð á Árbæjarsafni. Sólveig Eggerz Pétursdóttir myndlistamaður er fædd árið 1925 í Reykjavík. Sólveig nam myndlist frá barnæsku á Ís- landi og í London og hefur sýnt víða, bæði einkasýningar og samsýningar, á Íslandi, Norðurlöndunum, Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkj- unum. Á opnuninni syngur Gerðu- bergskórinn og Kór Hrafnistu. Sýningin, sem er sölusýn- ing, er opin virka daga frá 11– 17, miðvikudaga frá 11–21 og helgar frá 13–16. Sólveig sýnir í Boganum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.