Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 15.11.2005, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 15. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING RÍFLEGA 8.000 gestir hafa sótt sýn- ingarnar Tími Romanov-ættarinnar í Rússlandi og Rússneskir íkonar á Ís- landi, sem opnaðar voru 15. október í Gerðarsafni í tilefni Rússneskrar menningarhátíðar í Kópavogi, að sögn Guðbjargar Kristjánsdóttur for- stöðumanns safnsins. Á sýningunum eru um 200 gripir í eigu Rík- isminjasafnsins Tsarskoje Selo í Rúss- landi auk íkona frá ýmsum tímum í eigu Íslendinga og Rússa. Romanov-keisaraættin ríkti í Rúss- landi í meira en þrjár aldir eða allt til byltingarársins 1917 og safnaði á þeim tíma miklum fjölda listaverka. Á sýningunni eru valdir gripir ætt- arinnar og fjöldi gripa sem tengjast síðasta keisara Rússlands, Nikulási öðrum. Sýningarnar eru opnar alla daga nema mánudaga frá kl. 11–17 og standa til 4. desember. Morgunblaðið/Sverrir Gestir skoða sýninguna í Gerðarsafni. 8.000 manns hafa séð rússnesku sýningarnar ÞAÐ styttist í aðventuna, þegar músík hljómar úr hverju skúma- skoti alla daga. Í Vesturbænum verður tekið forskot á sæl- una, því þar verður nú, ann- að árið í röð, efnt til sér- stakrar listahá- tíðar, eða að- ventuinngangs sem hefst í dag, og lýkur laug- ardaginn 3. des- ember. Hátíðin ber heitið Tónað inn í aðventuna, og heimili hennar er í Neskirkju, en það er organist- inn þar, Steingrímur Þórhallsson sem skipuleggur herlegheitin og er listrænn stjórnandi. „Vest- urbærinn hefur aldrei átt sína listahátíð. Það hafa verið Tónlist- ardagar í Dómkirkjunni, og Kirkjulistahátíð í Hallgríms- kirkju, og draumurinn hjá mér var að Vesturbærinn eignaðist sína eigin litlu listahátíð,“ segir Steingrímur. Á hátíðinni í ár verða sex tónleikar með tónlist frá ýmsum tímum og af ýmsum teg- undum. „Það er bara tónlist á há- tíðinni núna, og það helgast ein- faldlega af því að ég er tónlistarmaður, get hvorki leikið né teiknað beint strik. Hátíðin mótast talsvert af því sem ég er að gera í mínu starfi. Þetta þróast smátt og smátt, og við erum enn að vinna í því að verða okkur út um peninga í verkefnið. Á næsta ári ætlum við að hafa myndlistina með, og þar næsta ár verður leik- listinni bætt við.“ Steingrímur segir að þessi árstími sé góður fyrir listahátíð, – það sé aðeins farið að dimma, og jólastressið ekki hafið. Fólk ætti því að hafa góðan tíma til að sækja list- viðburði. „Með hátíðinni viljum við líka kynna kirkjuna sem mið- stöð lista í hverfinu. Kirkjan hefur staðið vel á bak við hugmyndina og þetta er partur af safn- aðarstarfinu.“ Steingrímur kveðst hafa horft upp til „stóru kallanna“ Marteins H. Friðrikssonar í Dóm- kirkjunni og Harðar Áskelssonar í Hallgrímskirkju. „Þeir hafa haldið svona hátíðir og hvers vegna ætti maður ekki að reyna sjálfur?“ „Listin fyrir fólkið“ „Listin fyrir fólkið“ eru orð sem Steingrímur notar um dagskrá hátíðarinnar, og á við að hún verði fjölbreytt, – ekki bara háklassísk. Á dagskránni eigi að vera við- burðir sem séu aðgengilegir fyrir allan almenning. „Dagskráin á að endurspegla stefnu kirkjunnar, – hún er opin öllum.“ Hátíðin hefst í kvöld kl. 20, með tónleikum sem bera yfirskriftina: Hin heilaga þrenning, en á tón- leikunum verður flutt samnefnd óratoría eftir Alessandro Scar- latti. Verkið er samið fyrir ein- söngvara og barokkstrengi. Það Rinacente hópurinn sem syngur, en hann skipa: Marta Halldórs- dóttir, sópran, Hallveig Rúnars- dóttir, sópran, Jóhanna Halldórs- dóttir alt, Hrólfur Sæmundsson, bariton og Ólafur Rúnarsson ten- ór. Steingrímur leiðir sjálfur frá orgelinu litla kammersveit, en í henni eru auk hans, Hildigunnur Halldórsdótttir, Martin Frewer, Sarah Buckley, Sigurður Hall- dórsson og Örnólfur Kristjánsson. Steingrímur segir flutning órat- oríunnar stærsta viðburð hátíð- arinnar. „Við fluttum hluta órat- oríunnar í maí, en hún heyrist afar sjaldan. Það eru reyndar til ein eða tvær upptökur af henni, og varla hægt að fá nótur að henni. Ég fékk afrit af handriti tón- skáldsins sent frá Mílanó og vinn uppúr því. Þetta er æðisleg músík og þess vegna langaði okkur að flytja þetta aftur í heild sinni.“ Sunnudaginn 20. nóvember verður orgelið í aðalhlutverki, á tónleikum sem hefjast kl. 17. Þar leikur Steingrímur verk eftir Bach, þar á meðal Vivaldi konsert sem Bach umskrifaði, og tokkötur eftir ítalska meistarann Girolamo Frescobaldi. Báðir voru Bach og Frescobaldi miklir orgelsnill- ingar. Heimildir herma að Bach hafi orðið fyrir miklum áhrifum af verkum Frescobaldis og því spennandi að hlýða á verk þeirra leikin á sömu tónleikum. Þriðju- daginn 22. nóvember kl. 20 verða afar sérstakir tónleikar, en þá verða leidd saman hjónin Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunn- arsson og tengdasonur þeirra, Þorsteinn Einarsson, betur þekktur sem Steini söngvari í Hjálmum. „Það verður kerta- ljósastemmning yfir þessum tón- leikum, – þau djamma saman, Ell- en syngur vafalítið sálma, og svo syngur Steini sjálfsagt eitthvað af sínum lögum.“ Hlý stemning Frönsk, hlý og rómantísk stemmning verður ríkjandi sunnudaginn 27. nóvember kl. 17 á tónleikum Duo Giocoso, en það skipa þær Pamela de Sensi þver- flautuleikari og eiginkona og sam- starfskona Steingríms við hátíð- ina, og Sophie Marie Schoojans hörpuleikari. Þær leika verk eftir franska meistara á borð við Ibert og André. Báðar hafa þær hlotið ýmis verðlaun og viðurkenningar fyrir tónlistarflutning sinn í heimalöndum sínum Ítalíu og Belgíu en samstarf þeirra hófst fyrir um ári. Þriðjudaginn 29. nóv- ember kl. 20, leikur Biber tríóið Rósakrans-sónötur eftir Ignacio Franz von Biber, Rósakrans- sónöturnar eru meðal merkustu verka tónskáldsins. Þær eru alls 15 og er inntak þeirra hugleið- ingar um ævi Jesú Krists. Á þess- um fimmtu tónleiku Listahátíðar í Neskirkju verða fluttar fimm fyrstu sónöturnar sem tengjast hugleiðingu um fæðingu frels- arans og fyrstu 12 árin í lífi hans. Í Biber tríóinu eru Martin Frew- er, Steingrímur Þórhallsson og Dean Ferrel. Listahátíðinni í Neskirkju lýk- ur með kórtónleikum laugardag- inn 3. desember kl.17, þegar Kór Neskirkju, undir stjórn Stein- gríms syngur dagskrána Tónað inn í aðventuna. Þar verða fluttir valdir kaflar úr Petit Messe sol- ennelle eftir Rossini, auk hefð- bundinna aðventu- og jólalaga. „Kórinn hefur verið í mikilli end- uruppbyggingu síðustu tvö árin, og er að vaxa úr grasi og verða góður. Hann leikur stórt hlutverk í uppbyggingarstarfinu í kirkj- unni.“ Tónlist | Listahátíðin Tónað inn í aðventuna hefst í Neskirkju í kvöld Draumurinn að Vestur- bærinn eignaðist listahátíð Steingrímur Þórhallsson Morgunblaðið/Billi Bibertríóið: Martin Frewer, Steingrímur Þórhallsson og Dean Ferrell. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is DAVID Edwards, kallaður Honey- boy, er ótrúlegur maður. Kallaður síðasti deltablússöngvarinn, orðinn níræður og lék bæði með goðsögn allra blúsgoðsagna, Robert Johnson og Big Joe Williams. Hinn klassíski blús, kenndur við árósa Mississippi, er fyrsta snilldarsköpun hins bandaríska negra, djassinn kom síðar, og í raun eru allir meistarar deltablúsins jafnframt djassmeist- arar; svo samofin er saga þessara tónlistarstefna í upphafi síðustu aldar. Ég óx úr grasi hlustandi jafnt á Louis Armstrong, Lionel Hampton, Leadbelly og Big Bill Broonsey. Fínn skóli það, en Ho- neyboy var ekki í þeim hópi enda hljóðritaði hann ekki hljómplötur fyrr en 1942 fyrir Library of Con- gress og voru þá margir stórmeist- arar deltablúsins gengnir til feðra sinna. Blúsinn streymdi framaf vörum gamla mannsins og gítarinn sleg- inn. Ég hefði nú heldur kosið að hann léki eingöngu á órafmagnaðan gítar því rafmagnsgítar hæfir síður deltablúsnum. Munnhörpuleikari hans, Michael Frank, var heldur klénn, enda er hann fyrst og fremst hjálparhella Honeyboy og verndari. Siggi í Kentár var miklu betri þegar hann blés með karli og Pollockbræður blúsuðu með, Gummi P og fleiri. Efnisskráin var að mestu byggð upp á blúsum Honeyboy. Þó hann verði seint talinn til helstu meist- ara deltablúsins, tókst honum að ná hinum eina sanna blústóni, frásagn- ir hans voru klassískar og röddin fín þótt öldruð væri. Hann söng einnig lög eftir fleiri, m.a. vin sinn Robert Johnsson og Charlie Pat- ton, einn magnasta listamann blús- ins. Áheyrendur voru á öllum aldri og hrifust mjög. Þetta var sann- arlega góð heimsókn og minnist ég aðeins tveggja blúsheimsókna til Íslands þessari betri. Þá fyrri er Buddy Guy og Junior Wells komu með blússveit sína og léku á Broadway og þá seinni er söngv- arinn og píanistinn Pinetop Perkins tróð hér upp, ýmist einn eða með Vinum Dóra og hljóðritaði meira að segja geislaplötu. Deltablús á síðasta snúningi Tónlist NASA David Honeyboy Edwards söngur og gít- ar, Michael Frank munnharpa. 12.11.2005 Honeyboy og félagar  Morgunblaðið/Árni Torfason „Þó Honeyboy verði seint talinn til helstu meistara deltablúsins, tókst honum að ná hinum eina sanna blústóni.“ Vernharður Linnet

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.