Morgunblaðið - 15.12.2005, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 15.12.2005, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 340. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is www.postur.is 15.12. er síðasti öruggi skiladagur á jólakortum til Evrópu! Hræðast ekki jólaköttinn Tíska og lífsstíll eru lykilorð í hestamennskunni | Hestar 40 Viðskipti | Umsvif SÍF í Frakklandi  Útrás IMG  Tímamótaár hjá Samskipum  Tenór á mótorhjóli  Málið | Hrafnhildur Arnardóttir Tískan  Jólakvikmyndir Íþróttir | 96 þúsund íþróttaiðkendur  Óánægja með HM kvenna  Haukar unnu ÍR Kór Flúðaskóla og Barnakór Sel- fosskirkju. Kórarnir æfðu í gær á Flúðum undir stjórn Bernharðs Wilkinssonar. verða í Háskólabíói næsta laug- ardag. Alls eru um hundrað börn í kór- unum tveimur en um er að ræða TVEIR barnakórar úr Árnesþingi koma fram og syngja saman á ár- legum jólatónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands sem haldnir Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Sungið á Suðurlandi ÍRAKAR ganga að kjörborðinu í dag og hvatti Jalal Talabani, forseti Íraks, landa sína í gær til að taka höndum saman og neyta atkvæðis- réttar síns allir sem einn. „Ég býð ykkur að gera þetta að eftirminni- legum degi, að degi þjóðarsáttar sem marki sigur yfir hryðjuverkum og öflum sem andsnúin eru lýðræðinu,“ sagði Talabani í sjónvarpsávarpi. Mikill viðbúnaður er í Írak vegna kosninganna og öryggisgæsla hefur verið hert til muna. Al-Qaeda-sam- tökin í Írak, sem talin eru bera ábyrgð á ýmsum mannskæðustu ódæðisverkunum í landinu, hétu því hins vegar í yfirlýsingu að efna til nýrrar sóknar í tilefni kosninganna. Súnnítar hunsuðu þingkosning- arnar í janúar sl. en vísbendingar eru um að þeir muni flykkjast á kjör- stað að þessu sinni; sem hefur gefið mörgum tilefni til að lýsa þeirri von að þessar kosningar muni marka þáttaskil. George W. Bush Banda- ríkjaforseti sagði t.a.m. í gær að kosningarnar myndu valda straum- hvörfum í hinu stríðshrjáða Írak og raunar stuðla að lýðræði í Mið-Aust- urlöndum öllum. Bush viðurkenndi á hinn bóginn – og vakti sú yfirlýsing hans mikla at- hygli – að upplýsingar um gereyð- ingarvopnaeign Íraka, sem voru ein helsta ástæða Bandaríkjamanna fyr- ir innrás 2003, hefðu reynst rangar. „Sem forseti ber ég ábyrgð á þeirri ákvörðun að gerð var innrás í Írak,“ sagði Bush í framhaldinu. En Bush varði þá ákvörðun sem tekin var, sagði að hún hefði verið rétt. „Það stafaði ógn af Saddam og það er gott fyrir bandarísku þjóðina og fyrir veröldina alla að hann er ekki lengur við völd,“ sagði hann. Írakar ganga að kjörborðinu Bush viðurkennir að upplýsingar um gereyðingarvopn Íraka hafi verið rangar  Mikilli/20 Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is VERÐ á matvörum í verslunum á Íslandi er 42% hærra en í löndum Evrópusambandsins og virðist helsta ástæðan vera innflutningshöft á búvörur. Vöruúrval í stórmörkuðum hér á landi er mun minna en í löndum innan ESB. Meiri samþjöppun er á matvörumörkuðum á Norðurlöndunum en í öðrum löndum Evrópu en Ísland sker sig þó ekki úr. Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar skýrslu samkeppniseftirlita á Norðurlöndum um stöðuna á matvælamörkuðum landanna. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðu- sambands Íslands, segir sambandið telja brýnt að stjórnvöld breyti um aðferðafræði í verndun land- búnaðar. „Ég held að við séum sammála um að það eigi að vera með ýmsar aðgerðir til þess að vernda íslenskan landbúnað. Innflutningshöftin og þær samkeppnishömlur sem eru í greininni hafa hins vegar leitt til þess að neytendur bera mjög skarð- an hlut frá borði,“ segir Gylfi. Samþjöppun á matvörumarkaði á Norðurlöndum áhyggjuefni Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseft- irlitsins, segir niðurstöður könnunarinnar óviðun- andi og vísbendinu um að kraftar samkeppninnar vinni ekki nægilega vel neytendum í hag. Hann segir það áhyggjuefni samkeppniseftirlita á öllum Norðurlöndum hversu samþjöppun á matvöru- markaði sé mikil og mun meiri en í samanburð- arlöndum innan ESB. „Þetta er ekki séríslenskt áhyggjuefni sem er athyglisvert í ljósi umræðunn- ar hér,“ segir Páll Gunnar. Norðurlöndin skera sig úr hvað varðar fleiri þætti. Til dæmis er einkennandi að það eru fáir stórir aðilar sem annast innkaup fyrir fáar og stór- ar verslunarkeðjur. Með þessu móti hafa verslanir getað náð betri samningum og flutningskostnaður ætti að hafa minnkað. „En þessi þróun hefur líka þau áhrif að nýir birgjar eiga erfiðara með að ná fótfestu og hafa ekki lengur aðgang að verslunum til að selja sína vöru,“ segir Páll Gunnar. Hann segist bjartsýnn á að viðræður við stjórn- völd varðandi innflutningshöft á matvæli skili ár- angri. Matvöruverð 42% hærra á Íslandi en í löndum Evrópusambandsins ASÍ segir brýnt að breyta að- ferðum við verndun landbúnaðar Eftir Sunnu Ósk Logadóttur og Elvu Björk Sverrisdóttur Bjartsýni á árangur viðræðna við stjórnvöld  Innflutningshöft | 18–19 KORN var þreskt síðastliðinn mánudag á bænum Ytri-Hofdölum í Viðvíkursveit í Skagafirði. Skorið var upp af einum hektara og var kornið óskemmt og gott, að því er segir á vef Bændasamtakanna. Einnig hafa bændur verið að rúlla hálm sem ekki náðist í haust. Einar Valur Valgarðsson, bóndi og þreskingarmaður hjá Þreski hf. í Skagafirði, þreskti kornið í Ytri- Hofdölum. Hann sagði að einnig hefði óþresktur akur í Blönduhlíð verið skoðaður nú, en kornið þar hefði reynst óþroskað og haft lítið fóðurgildi. Kornið í Ytri-Hofdölum var hins vegar vel þroskað og ágætt. Nú er leiðinleg spá fram- undan og verður líklega ekki meira þreskt í vetur í Skagafirði. Þar voru um 40 ha óþresktir í haust og náðust í hús um 85% af korn- uppskerunni þar, að sögn Eiríks Loftssonar ráðunautar hjá Leið- beiningarmiðstöðinni á Sauð- árkróki. Jónatan Hermannsson, til- raunastjóri Landbúnaðarháskól- ans, taldi það einsdæmi að korn væri þreskt jafn seint árs og nú. Kornþresking í desember PAUL Martin, forsætisráðherra Kanada, brást í gær hart við gagn- rýni sendiherra Bandaríkjanna á hendur honum. „Ég tek ekki við fyrirmælum um það hvaða mál ég set á dagskrá [í kosningabarátt- unni],“ sagði Martin skv. The Globe and Mail, en þingkosningar verða í Kanada 23. janúar nk. Sendiherr- ann, David Wilkins, hafði sakað Martin um að halda uppi ómál- efnalegri gagnrýni á Bandaríkin í því skyni að græða atkvæði. „Það er varasamt að gagnrýna sífellt vinaþjóð þína og helsta viðskipta- land,“ sagði Wilkins en deilan snýst m.a. um stefnu í umhverfismálum og viðskipti landanna með timbur. Uppnám í Kanada Viðskipti, Málið og Íþróttir í dag
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.