Morgunblaðið - 15.12.2005, Síða 31

Morgunblaðið - 15.12.2005, Síða 31
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 31 Síðumúla 21. Reykjavík. Sími 581 1100. reykjavik@beostores.com www.bang-olufsen.com Bang & Olufsen óska þér gleðilegra jóla! BeoSound 1: BeoSound 1 er hin fullkomna jólagjöf fyrir vini, fjölskyldu eða sjálfa(n) þig. Úr glæsilegri hönnun berst afbragðs hljóm- burður - hvort sem þú hlustar á uppáhalds geisladiskinn þinn eða útvarpið. Komdu við hjá Bang & Olufsen og upplifðu. Gefðu þínum nánustu hina fullkomnu jólagjöf frá B&O. BeoCom 6000: BeoCom 6000 er ekki eingöngu þráðlaus sími. Hann sýnir þér hver er að reyna að ná í þig - og þú ákveður hvort þú vilt svara! Einnig getur þú tengt 6 önnur símtæki við og haft þína eigin símstöð á heimilinu. BeoVision 6: Fullkomin LCD mynd og kraftmikill hljómur samtvinnuð í fyrirferðalítilli, fullbúinni lausn. Komdu og skoðaðu BeoVision 6 í verslun okkar. Ármúla 10 • Sími: 5689950 Jólatilboð Með hverri sæng fylgir 50x70 gæsadúnskoddi frítt með að verðmæti kr. 11.800 Duxiana Royal Gæsadúnsængur 140x200 kr. 34.980 140x220 kr. 39.360 150x210 kr. 30.360 220x220 kr. 58.880 260x220 kr. 68.640 GAMLA mjólkurhúsið á bænum Meðalheimi á Svalbarðseyri hefur fengið nýtt hlutverk en þar hefur í rúmt ár verið starfrækt fyr- irtækið Ice & Fire ehf. Fyrirtækið fram- leiðir kavíar úr laxa- hrognum en hrognin eru fengin frá laxeld- isfyrirtækinu Rifósi í Kelduhverfi. Ice & Fire er í eigu Lauf- eyjar Kristjánsdóttur og hjónanna Mait Trink og Külliki Mat- son frá Eistlandi, sem öll starfa við fram- leiðsluna. Mait sagði að ekki væru allir sáttir við að talað væri um kavíar í þessu sambandi, þar sem hann væri yfirleitt svartur en laxa- hrognin eru rauðleit. Vinnsluaðferðin kemur frá Eist- landi en hrognin eru hreinsuð og söltuð og pakkað í lofttæmdar krukkur. Að sögn Laufeyjar fer öll framleiðslan á innanlandsmarkað enn sem komið er en stefnt er að útflutningi í framtíðinni. Hrygning- artími eldislaxa er að mestu leyti yf- ir síðustu fjóra mánuði ársins og á þeim tíma er reynt að komast yfir sem mest af hrognum. Hrognin eru hreinsuð strax en hluti þeirra fryst- ur og þeim þá pakkað á öðrum tím- um ársins. „Það er mjög erfitt að fá hráefni til vinnslunnar og við mynd- um gjarnan vilja komast í viðskipti við fleiri aðila,“ sagði Laufey. Á þessu fyrsta starfsári hefur fyrirtækið sent frá um 1,5 tonn af afurðum og salan hér innanlands gengið vel. Stefnt er að því að auka framleiðsluna og hefja útflutning, enda er einnig eftirspurn erlendis frá. Viðtökur hér á landi hafa verið góðar og laxahrognin fást í mörgum verslunum. Laufey sagði að Friðrik V. Karlsson, veitingamaður á Frið- riki V., hafi reynst þeim vel, enda sé hann ávallt tilbúinn í nýjungar. Friðrik hefur verið með laxahrogn frá fyrirtækinu á matseðlinum hjá sér sl. ár. Mait Trink sagði að stefnt væri að innflutningi á tilbúnum unn- um afurðum frá Eistlandi, síld, brislingi og steinsugu, sem er styttri útgáfan af ál. Um er að ræða reyktar afurðir, sem þó eru unnar öðruvísi en hér á landi.  MATUR | Laxahrogn í neytendaumbúðum Munaðarvara fyr- ir matgæðinga Laufey Kristjánsdóttir setur laxahrogn í krukkur. Morgunblaðið/Kristján Spurning: Ef keypt er jóla- pakkatilboð á flugmiða hjá Icelandair kostar 2.000 krón- um meira að borga með debet- korti en kreditkorti. Einungis er hægt að borga með kred- itkorti á netinu og ef miðinn er keyptur í símsölu og borgað með debetkorti kostar það 2.000 krónum meira. Hvers vegna? Svar: „Í netviðskiptum hjá okkur er bara hægt að nota kred- itkort,“ segir Guðjón Arn- grímsson hjá Icelandair. „Ef fólk kaupir jólapakkana á sölu- miðstöðum Icelandair þá kost- ar það ekkert aukalega hvaða greiðslumáta sem það notar. En ef fólk vill láta starfsmann okkar bóka fyrir sig flugið þá leggjast 2.000 krónur ofan á sem þjónustugjald. Annars vegar er þjónustugjaldið kostnaður við starfsmannahald og hins vegar hvatning til fólks að nota netið. Bókað á netinu Fólk sem vill ekki borga með kreditkorti á netinu getur farið á söluskrifstofu okkar og keypt jólapakkann þar og borgað með peningum eða de- betkorti. Þá fær það gjafabréf- ið í hendurnar, fer inn á netið og notar númerið sem kemur fram á gjafabréfinu til að ganga frá bókuninni sinni þar. Þá þarf ekki að borga þjón- ustugjald fyrir að láta starfs- mann okkar bóka sig,“ segir Guðjón.  SPURT OG SVARAÐ UM NEYTENDAMÁL

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.