Morgunblaðið - 15.12.2005, Side 40

Morgunblaðið - 15.12.2005, Side 40
40 FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR Hamraborg 12, Kópavogi, sími 564 1500, fax 554 2030 johann@eignaborg.is ☎ 564 1500 25 ára EIGNABORG FASTEIGNASALA Til sölu eitt glæsilegasta hesthúsið í Fjárborg Húsið er nánast fullfrágengið Húsið er með steyptum vegg milli hlöðu og húss, járnklætt að utan, loft eru klædd með bárujárni, milligerði úr stálrörum. Undir húsinu er haughús sem er dælt upp úr. Gert er ráð fyrir 34 hrossum, þrjú útigerði og því er upplagt fyrir nokkra aðila að kaupa saman. Nýklædd 49 fm kaffistofa er yfir hlöðu, rotþró er við húsið, til afhendingar strax. Áhvílandi hagstætt lán sem getur fylgt. Verð 22.500.000. Nánari uppl. gefur Helgi Þór í gsm 695 6099. BLIK í augum og rjóðar kinnar ein- kenna margan hestamanninn rétt eins og jólasveinana. Fleira eiga þeir nú ekki sameiginlegt nema kannski jólagjafirnar. Hestamenn eru kunnir að hreysti, láta ekki á sig fá þótt frost bíti kinnar, og þurfa ekki að hræðast jólaköttinn – sérstaklega ekki ef marka má sumar þeirra gjafa sem sérfræðingar fimm hestavöru- búða mæltu með við blaðamann sem athugaði úrvalið með nokkurri eft- irvæntingu. Reiðfatnaður er sumsé afskaplega vinsæll í jólapakka hestamannsins og eru reiðbuxur, úlpur eða jakkar og reiðskór ofarlega á listanum, sem og annað praktískt, enda „staðalbún- aður“, nauðsynlegur þeim sem ætla að láta til sín taka í hesthúsum lands- ins eftir jól. Reyndar eru gjafirnar fjölbreyttar; sokkar, húfur, reiðtygi, frá taum upp í hnakk, hjálmar, reið- skálmar, myndbandsspólur, bækur o.s.frv. Úrvalið er geysimikið og ýmsar nýjungar á boðstólum. Að tolla í tískunni hefði einhvern tímann þótt hlálegt markmið í hesta- bransanum en í dag finnast „tísku- þrælar“ þar eins og annars staðar. Það skiptir auðvitað máli að fylgjast með nýjungum og gera kröfur til þessa búnaðar og er sérstaklega nauðsynlegt hinum mikla fjölda at- vinnumanna í greininni. Hins vegar eru starfsmenn hestavörubúðanna sammála um að tíska og lífsstíll séu lykilorð í hestamennsku í dag og endurspegla hin flottu föt einmitt það. Aðsniðnir jakkar úr vönduðu efni, sífellt flottari reiðbuxur og aðr- ir litir en bara brúnt og svart vekja áhuga og svo rammt kveður að að nokkur hópur fólks sem hefur engan áhuga á hestum sækist eftir þessum fötum. Reiðsnið þykja m.a.s. fín hjá ýms- um almennum fatahönn- uðum í dag og hver kannast ekki við kú- rekaskóna? Þörf hesta- manna fyrir smekkleg reiðföt einskorðast heldur ekki bara við það að vera á hestbaki, t.a.m. vilja margir brekkugesta á lands- móti spóka sig í „réttu græjunum“. Það þykir ekki ódýrt að vera í hestamennsku en augljóst er að menn kaupa misdýrar jólagjafir handa hesta- mönnum eins og öðrum. Sumir ætla að gefa „algalla“ (skó, buxur, jakka) og hnakkar eru sí- vinsælir – verðið á þeim er reyndar afskaplega misjafnt. Aðrir fara að dæmi kvennanna í kvæði Jóhann- esar úr Kötlum sem vissu að það var nóg að gefa „litfagran lepp / eða lít- inn sokk“ til að forðast jólaköttinn. Hræðast ekki jólaköttinn Eftir Þuríði Magnúsínu Björnsdóttur thuridur@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Baldvin og Þorvaldur, Selfossi: Blá úlpa (fimm flíkur í einni): 18.490 kr. Rauður mittisjakki: 6.490 kr. Skó- buxur: 6.990 kr. fyrir börn, fyrir full- orðna 8.990 kr. Gunnar, 6 ára, veifar hatti sem kostar 5.490. Hnakktaska: 9.220 kr. Hjálmur: 8.990 kr. Reið- skálmar: 9.990 kr. Hestar og menn: Svört dúnúlpa: 24.900 kr. Jakki úr gæsadúni: 12.900 kr. Reiðbuxur: 15.900 kr. Reið- skór: 7.900 kr. Gegningaskór: 5.900 kr. Top Reiter 2005-hnakkur á tilboði: 119.900 kr. 25% afsláttur af öllum beislissettum fyrir jól. Hnakktaska: 9.900 kr. Hattur: 5.990 kr. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Reiðskálmar með smellum og teygju efst að aftan sem gefur meiri sveigjanleika: 19.900 kr. Ístölt: Reiðskór með sérstöku gripi: 14.900 kr. Stykki í ístað sem eykur enn á grip reiðskónna: 1.490 kr. Ástund: Úlpa, heilsárs: 18.900 kr. Skyrta: 5.999 kr. Vesti: 9.999 kr. Wintec-hnakkur með öllu, tilboð: 59.900 kr. Beislissett á tilboði: 4.990 kr. M or gu nb la ði ð/ Þ or ke ll M or gu nb la ði ð/ Ó m ar Fréttasíminn 904 1100

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.