Morgunblaðið - 19.12.2005, Síða 1
STOFNAÐ 1913 344 . TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Jólagjafir fyrir
heilsuna
Það er vandasamt verkefni að
velja holla jólagjöf | Daglegt líf
Íþróttir | Kvennalandsliðið mætir Makedóníu Björgvin vann
svigkeppni í Slóveníu Fasteignablaðið | Lokaðar svalir og
garðskálar Eyjólfi Sverrissyni finnst gott að búa í Kópavogi
www.postur.is
21.12.
er síðasti öruggi skiladagur
á jólakortum og
-pökkum innanlands!
Morgunblaðið/Kristinn
Unnar Örn Stefánsson segir viðskiptavini athuga gæðin áður en þeir kaupa inn til skötuveislu á Þorláksmessu.
Vandlátir
unnendur
skötunnar
VERKUN og sala á skötu er víðast
hafin fyrir skötuveislur lands-
manna á Þorláksmessu. Margir
fisksalar sem Morgunblaðið ræddi
við voru við verkun og undirbúning
á laugardag en söfnuðu í gær kröft-
um fyrir væntanlega ös vikunnar.
Í Melabúðinni í Vesturbæ Reykja-
víkur hófst skötusalan á föstudag-
inn, en þar er hún í traustum hönd-
um Unnars Arnar Stefánssonar
kjötiðnaðarmeistara. Hann sagði í
gær að ennþá kæmi fólk aðallega til
þess að kaupa lítið, smakka og at-
huga gæði skötunnar. Hann kveðst
aðspurður telja að margir fari á
milli búða og beri saman gæðin.
„Ég afgreiddi eina í gær sem hafði
prófað skötu úr annarri búð en var
ekki nógu ánægð og vildi prófa
okkar líka,“ sagði Unnar.
Hann segir stemninguna í kring-
um skötusöluna skemmtilega.
„Hún er það alltaf. Fólk er að
spyrja hvað skatan sé sterk, hvort
maður fái hósta- og svitaköst af
henni og svo framvegis,“ sagði
Unnar. „Við erum með millisterka
skötu sem gengur í flesta, en svo
eru til þessir töffarar sem vilja
skötu sem fær þá til að kúgast. Þeir
fara til fisksalanna og biðja um
extra sterka skötu.“
Eftir Hrund Þórsdóttur
hrund@mbl.is
MANNANAFNANEFND samþykkti nýverið að nöfnin
Bergrán, Nicolas og Aðaldís skyldu færð í manna-
nafnaskrá, en hafnaði nöfnunum Apríl, Engifer og Liam.
Yfir 100 beiðnir hafa borist til nefndarinnar á árinu.
Fram kemur í úrskurði nefndarinnar að nafnið Nicol-
as þyki hafa áunnið sér hefð í samræmi við lög um
mannanöfn, auk þess sem það taki íslenska eignarfalls-
endingu, og var það því samþykkt. Nöfnin Aðaldís og
Bergrán þóttu einnig uppfylla öll skilyrði, og voru sam-
þykkt. Auk þess var nafnið Gabriel samþykkt sem rit-
mynd nafnsins Gabríel.
Nafninu Apríl var hafnað á þeim grundvelli að það
tæki ekki íslenska eignarfallsendingu, og hefði ekki unn-
ið sér hefð í íslensku máli, og nafnið Liam þótti ekki ritað
í samræmi við íslenskar ritreglur.
Engifer eða Engilfer?
Sótt var um nafnið Engifer á þeim grundvelli að það
væri svipað og nafnið Kristófer, nema hvað í stað Krists
kæmi orðið engill. Telur mannanafnanefnd í úrskurði
sínum að hér gæti annað hvort misskilnings af hálfu úr-
skurðarbeiðanda, eða umsóknin sé ekki sett fram í al-
vöru, enda ætti nafnið að vera Engilfer til að þessi rök
ættu við. Orðið engifer sé hins vegar nafn á grænmetis-
og kryddtegund og gæti orðið nafnbera til ama. Því var
beiðni um að það yrði samþykkt sem mannsnafn hafnað.
Nicolas heimilað en Apríl hafnað
Hong Kong. AFP, AP. | Ráðherrar
helstu ríkjahópanna á fundi Heims-
viðskiptastofnunarinnar (WTO)
sögðust vera ánægðir með málamiðl-
unarsamkomulag sem náðist á síð-
ustu stundu áður en ráðherrafundi
149 ríkja stofnunarinnar lauk í Hong
Kong í gær. Samtök, sem berjast
gegn fátækt í heiminum, gagnrýndu
aftur á móti niðurstöðuna.
Ráðherrarnir fögnuðu samkomu-
lagi um að afnema útflutningsstyrki
með búvöru í áföngum, ekki síðar en
árið 2013. Þeir sögðu það skref í
rétta átt og greiða fyrir því að hægt
yrði að ná samningi fyrir lok næsta
árs um aukið frelsi í heimsviðskipt-
um. Þeir höfðu óttast að Heimsvið-
skiptastofnunin myndi bíða mikinn
hnekki færi fundurinn algjörlega út
um þúfur líkt og viðræðurnar í Canc-
un í Mexíkó árið 2003.
Peter Mandelson, sem fer með
heimsviðskipti í framkvæmdastjórn
Evrópusambandsins, sagði að sam-
komulagið dygði ekki til þess að
fundurinn í Hong Kong teldist ár-
angursríkur en sýndi að hann hefði
ekki farið út um þúfur.
Fulltrúar Bandaríkjanna fögnuðu
samkomulaginu og sögðust hafa náð
því markmiði sínu að leggja traustan
grunn undir aukið frelsi í heimsvið-
skiptum. Ráðherrar í hópi 20 helstu
þróunarlandanna sögðu samkomu-
lagið viðunandi. Þeir sögðust vona að
það yrði til þess að hægt yrði að
ljúka samningalotunni, sem hófst í
Doha í Katar árið 2001, fyrir lok
næsta árs. Samkomulagið kveður á
um tollfrjálsan og ótakmarkaðan að-
gang um 97% útflutningsvara fátæk-
ustu ríkjanna að markaði iðnríkja.
Lýst sem svikum
Forystumenn samtaka, sem berj-
ast gegn fátækt í þróunarlöndunum,
voru ekki sáttir og lýstu samkomu-
laginu sem svikum við fátæk þróun-
arlönd.
Talsmaður samtakanna ActionAid
sagði að samkomulagið hefði ekki
mikil áhrif á sameiginlega landbún-
aðarstefnu Evrópusambandsins.
Samtökin áætla að samkomulagið
verði til þess að styrkir sambandsins
lækki um milljarð evra (um 75 millj-
arða króna) en alls nema landbún-
aðarstyrkir þess um 55 milljörðum
evra (4.100 milljörðum króna).
Blendin viðbrögð við
samkomulagi WTO
Jerúsalem. AFP. | Ariel Sharon, for-
sætisráðherra Ísraels, var fluttur
með hraði á sjúkrahús í Jerúsalem
í gær eftir að
hafa fengið vægt
heilablóðfall og
misst meðvitund.
Læknar sögðu í
gærkvöldi að
forsætisráð-
herrann hefði
komist aftur til
meðvitundar og
væri á batavegi.
„Hann talar
núna við fjölskyldu sína og starfs-
menn ráðuneytisins,“ sagði í
stuttri yfirlýsingu frá stjórnendum
sjúkrahússins.
Sharon verður 78 ára í febrúar.
Hann hefur verið forsætisráðherra
frá árinu 2001 og ákvað nýlega að
segja sig úr Likud-flokknum til að
stofna nýjan flokk sem spáð er
sigri í þingkosningum í mars á
næsta ári.
Sharon á
batavegi á
sjúkrahúsi
Ariel Sharon
YFIRLÝSING WTO-fundarins í Hong Kong snertir ekki að ráði íslenska
hagsmuni. Samningum um ríkisstyrki og innflutningstolla á vörum sem
keppa við innlendar búvörur er ólokið.
Ísland hætti greiðslu útflutningsbóta um 1990. Þá segir Geir H. Haarde
utanríkisráðherra að Ísland hafi þegar opnað fyrir tollfrjálsan aðgang fyr-
ir vörur frá fátækustu ríkjunum, sem samkomulag náðist um í Hong Kong.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra hyggst ræða við ríkisstjórnina
um að koma á fót stýrihópi sem kanni undirbúning að aðlögun landbún-
aðarins að breytingum á ríkisstuðningi og tollavernd. Hann segir að Ísland
muni gera breytingar ef önnur aðildarríki WTO geri það einnig. | 6
Ósamið um tolla og styrki
Afnema útflutningsstyrki | 16
Íþróttir og Fasteignir í dag