Morgunblaðið - 19.12.2005, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 19.12.2005, Qupperneq 4
4 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina til Kanaríeyja í desember á frábærum kjörum. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Kanarí 27. desember frá kr. 39.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin Verð frá kr.39.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku 27. desember. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000 á mann. Verð frá kr.49.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/íbúð/stúdíó í viku 27. desember. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000 á mann. SVARTFOSS, nýjasti fossinn í skipaflota Eimskips, kom til Nes- kaupstaðar síðdegis í gær, í sinni fyrstu Íslandsferð. Skipið siglir hringinn í kringum landið með við- komu í Hafnarfirði, Bolungarvík og Akueyri auk Neskaupstaðar. Mikil viðhöfn var á Neskaupstað þegar Svartfoss lagði þar að bryggju og tóku heimamenn á móti skipinu með flugeldasýningu. Þá var áhöfn- in boðin velkomin með veglegri rjómatertu. Skipstjóri í þessari fyrstu Íslandsferð er Ívar Gunn- laugsson. Eimskip–CTG, dótturfélag Eim- skips, tók við skipinu í Álasundi í Noregi um miðjan nóvember sl. Svartfoss er frystiflutningaskip, en um er að ræða fyrstu nýsmíðina á slíku skipi í heiminum í tæpa tvo áratugi, samkvæmt upplýsingum frá Eimskip. Jómfrúarferð Svartfoss var með síld frá Noregi til Pétursborgar í Rússlandi. Eftir það lestaði skipið þurrvöru fyrir Samherja og Síld- arvinnsluna í Póllandi og fór þaðan til Noregs þar sem það lestaði vöru sem verður flutt áfram með gáma- skipum Eimskips til Bandaríkjanna. Skipið kom til Neskaupstaðar til að losa þurrvöruna og mun í framhald- inu fara til Hafnarfjarðar til að losa vöruna áfram til Bandaríkjanna. Undir lok vikunnar er áætlað að Svartfoss lesti frystar afurðir fyrir Samherja til Eystrasaltsins. Svartfoss Eimskips í sinni fyrstu Íslandsferð Mikil viðhöfn í Neskaupstað Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Terta í tilefni dagsins: Freysteinn Bjarnason (t.h.), stjórnarmaður í Síld- arvinnslunni, afhendir Þorgeiri Axel Örlygssyni yfirstýrimanni og Ívari Gunnlaugssyni skipstjóra tertuna. 4. Svanberg Már Pálsson 4 v. 5. Hörður Aron Hauksson 4 v. 6. Páll Andrason 4 v. Stelpur: 1. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 4 v. 2. Brynja Vignisdóttir 3 v. 3. Stefanía Bergljót Stefánsdóttir 3 v. 4. Ingibjörg Ásbjörnsdóttir 3 v . 5. Elísabet Ragnarsdóttir 3 v. Fædd 1995-96: ÞAÐ VORU 140 hressir krakkar sem tóku þátt í fjölmennu og vel heppnuðu Jólapakkamóti Hellis sem fram fór í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Fjöldi verðlauna var veittur bæði í stelpu- og strákaflokkum, bæði fyrir efstu menn og heppna keppendur sem voru dregnir út. Mótið fór fram í 9. sinn og var sem fyrr best sótta unglingamót ársins. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjórinn í Reykjavík, setti mótið og lék fyrsta leik þess. Stein- unn sagði í ræðu sinni að henni þætti alltaf gaman að sjá þvílíkan fjölda krakka tefla og vonaðist eftir áframhaldandi jólapakkamóti frá Helli í Ráðhúsinu. Röð efstu krakka í flokkunum fjórum voru: Fædd 1990-92: Strákar: 1. Daði Ómarsson 5 v. 2. Matthías Pétursson 4,5 v. 3. Vilhjálmur Pálmason 4 v. Stelpur: 1. Júlía Guðmundsdóttir 3,5 v. 2. Hallgerður Helga Þorsteins- dóttir 3 v. 3. Tinna Kristín Finnbogadóttir 3 v. Fædd 1993-94: Strákar: 1. Hjörvar Steinn Grétarsson 5 v. 2. Mikael Luis Gunnlaugsson 4 v. 3. Eiríkur Örn Brynjarsson 4 v. Strákar: 1. Friðrik Þjálfi Stefánsson 4,5 v. 2. Guðmundur Kristinn Lee 4,5 v. 3. Brynjar Ísak Arnarsson 4,5 v. 4. Dagur Andri Friðgeirsson 4,5 Stelpur: 1. Hrund Hauksdóttir 4 v. 2. Hekla María Friðriksdóttir 2 v. 3. Hanna María Geirdal 2 v. 4. Arndís Lea Ásbjörnsdóttir 2 v. 5. Sædís Björk Jónsdóttir 2 v Fædd 1997 og síðar: Strákar: 1. Daníel Hákon Friðgeirsson 4,5 v. 2. Jón Trausti Harðarson 4 v. 3. Kristófer Dagur Sigurðsson 4 v. Stelpur: 1. Hildur Berglind Jóhannsdóttir 2,5 v. 2. Karítas María Þrastardóttir 2 v. 3. Unnur Elíasbet Eiðsdóttir 2 v. 4. Dilja Guðmundsdóttir 2 v. Krakkar við skákborðin í Ráðhúsinu í gær á jólapakkamóti Hellis. 140 tóku þátt í skák- móti Hellis Í PISTLI á vef Landssambands kúabænda í gær sagði Þórólfur Sveinsson, formaður sambandsins, að ekki væri ástæða til að bíða lengur með kaup á greiðslumarki ef þau væru á annað borð á dag- skrá. Á fundum sambandsins í haust var vakin athygli á þeirri óvenjulegu stöðu sem uppi væri í mjólkurframleiðslunni og því beint til kúabænda að bíða með greiðslu- markskaup þar til mál skýrðust. Upplýsingar um framleiðslu og sölu fyrstu þrjá mánuði verðlags- ársins liggja nú fyrir og er inn- vigtun 6,4 % minni en á sama tíma á síðasta ári. „Það liggur fyrir að framleiðslan á þessu verðlagsári hefur verið minni en á sama tíma í fyrra. Í haust sýndist okkur staðan vera þannig að ástæða væri fyrir menn til að taka það rólega hvað kaup á greiðslumarki varðaði, þar til séð yrði hvernig gengi,“ segir Þórólfur í samtali við Morgunblaðið. „Ég er núna að benda mönnum á að það þýði ekkert að bíða lengur. Ef menn ætli að kaupa kvóta þá geri þeir það. Óvissan um framleiðsluna er fyrst og fremst tengd næsta sumri og það þýðir ekkert að bíða eftir því.“ Biðlað til manna um að auka framleiðslu Greiðslumarkið er ákveðin teg- und af kvóta. Það eru tiltekin rétt- indi sem fylgir bæði ákveðinn að- gangur að markaði en fyrst og fremst viss hlutdeild í stuðningi ríkisins við mjólkurframleiðsluna. Þórólfur líkir kerfinu við pott þar sem hver greiðslumarkshafi hefur ákveðinn rétt til þess sem í pott- inum er. Ef hann klárar ekki sinn hlut fá hinir hann. „Það var og er það sem við erum að velta fyrir okkur,“ segir hann. „Hvað það verður mikið sem menn ná ekki að framleiða.“ Þórólfur segir aðspurður að svo sannarlega sé verið að biðla til manna um að framleiða meira. „Við höfum gert það síðan í októ- ber. Þetta er að þokast en við erum því miður ekki komnir eins hátt og við myndum vilja. Við hefðum vilj- að vera komnir í svipaða innvigtun og á sama tíma og í fyrra,“ segir hann. „Hún er reyndar komin að- eins upp fyrir það sem hún var í fyrra í Selfossi og Reykjavík, en í hinum hlutum landsins liggur hún ennþá undir, sem tengist væntan- lega leiðinlegu veðurfari í sumar.“ Mjólkurframleiðsla á verðlagsárinu minni en í fyrra „Ekki ástæða til að bíða leng- ur með kaup á greiðslumarki“ Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra segir að umkvartanir forsvars- manna Mjólku verði teknar til skoð- unar í landbúnaðarráðuneytinu, sum umkvörtunarefnin séu lögfræðilegs eðlis, og hin nýja Landbúnaðarstofn- un sem tekur til starfa eftir áramót leysi úr öðrum málum. Mjólka sendi ráðherra bréf nýver- ið þar sem m.a. var kvartað yfir því að fyrirtækinu væri gert að afhenda keppinautum trúnaðarupplýsingar, eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu. Guðni segir að að með tilkomu Landbúnaðarstofnunar þurfi Mjólka ekki að hafa áhyggjur af því að veita keppinautum upplýsingar, stofnunin verði óháð ríkisstofnun undir stjórn ráðuneytisins, sem komi til með að sjá um m.a. söfnun upplýsinga sem Bændasamtök Íslands hafa hingað til haft með höndum. Mjólka kvartaði einnig yfir því að félaginu væri gert að greiða verðtil- færslu- og verðmiðlunargjöld, og þar með í raun greiða niður kostnað hjá keppinautum sínum, án þess að fá nokkuð úr þeim sjóðum sem gjöldin renna í. Guðni segir að hér sé komið upp lögfræðilegt álitaefni um bú- vörulögin, þegar bændur sem njóta ríkisstyrkja séu að selja framleið- anda sem starfi utan kerfisins. Lög- fræðingar ráðuneytisins þurfi að fara yfir þau mál. Landbún- aðarstofn- un tekur við upplýs- ingasöfnun ♦♦♦ REYKJAVÍKURBORG og Stétt- arfélag verkfræðinga hafa náð samkomulagi um nýjan kjarasamn- ing. Samningurinn er gerður á al- veg sömu nótum og kjarasamn- ingar sem gerðir voru á dögunum við Eflingu stéttarfélag, Starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar og Félag tæknifræðinga, að sögn Birg- is Björns Sigurjónssonar, skrif- stofustjóra starfsmannaskrifstofu Reykjavíkurborgar og formanns samninganefndar borgarinnar. „Þessi samningur er gerður á forsendum starfsmatskerfisins hjá borginni og tekur það til æ fleiri starfsmanna hjá okkur,“ segir hann. Eftir er að ná samningum við nokkur fámennari félög starfs- manna hjá borginni en þar er að- allega um að ræða félög háskóla- menntaðra starfsmanna innan BHM. Borgin semur við verkfræðinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.