Morgunblaðið - 19.12.2005, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 19.12.2005, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 11 FRÉTTIR Kringlunni · sími 568 4900 Vorið kemur fyrr en varir Ný sending ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S K YN 3 07 33 12 /2 00 5 TIL stendur að blása til sérstaks kynningarátaks um heimilisofbeldi og kynbundið ofbeldi meðal heil- brigðisstarfsfólks, staðla upplýsing- ar um kynferðisafbrot og festa í sessi verklagsreglur hjá fagfólki um við- brögð við slíku ofbeldi. Þetta kom fram í máli frummælenda á morg- unverðarfundi sem aðstandendur sextán daga átaks gegn kynbundnu ofbeldi boðuðu til með forsvars- mönnum stjórnmálaflokkanna. Þá verður unnið að samræmdri áætlun gegn kynbundnu ofbeldi. Í erindi sínu sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála- ráðherra nauðsynlegt að taka til skoðunar þau málefni sem mennta- málaráðuneytið gæti unnið í. Í fræðslu barna gæfust einstök tæki- færi til að innræta börnum virðingu fyrir líkömum og tilfinningum ann- arra. „Við komumst að því að ekkert er rætt sérstaklega um svokallaða kyn- upplifun, sem er helsti mælikvarði á kynímyndir og kynhegðun hvers og eins fyrr en í síðasta bekk grunn- skóla. Ég tel að þessi umræða mætti hefjast mun fyrr í skólakerfinu,“ sagði Þorgerður Katrín m.a. Þá sagði hún frá því að réttarfarsnefnd sem ynni m.a. samkvæmt tillögum um samræmda aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi hefði lagt til að í hegningarlög yrði bætt sérstökum ákvæðum þar sem refsingu mætti þyngja ef tengsl geranda og þolanda væru náin. Nú liggur fyrir frumvarp um breytingar á hegningarlögum í samræmi við tillögur nefndarinnar. Vilja að gerandi verði tekinn af heimilinu Í erindum sínum hvöttu fulltrúar stjórnarandstöðunnar til þess að tekin yrði upp svonefnd austurrísk leið varðandi heimilisofbeldi, en hún snýst um það að gerandinn er fjar- lægður af heimilinu en ekki þoland- inn og sett á hann nálgunarbann á meðan málið er rannsakað. Þetta sögðu fulltrúar stjórnarandstöðu hafa gefist vel, enda út úr kú að refsa þolandanum með því að fjarlægja hann af heimilinu. Lýstu fulltrúar stjórnarandstöðunnar einnig yfir ánægju með þá samstöðu sem hefur ríkt meðal þingmanna um að berjast gegn kynbundnu ofbeldi. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, sagði m.a. í ávarpi sínu að taka þyrfti á markaðsvæðingu sem ríkir varðandi klám og vændi og þeirri klámvæð- ingu sem ríkir í afþreyingariðnaði hér á landi. Sagði hún umræðuna fasta í klóm markaðshyggjunnar og gjarnan væri talað um vændi og klám sem viðskipti. Þá sagði hún klám og vændi vera brot á mann- helgi, mannöryggi og kynfrelsi, sem væru lykilhugtök og mannréttindi sem bæri að virða. Kynlífsvæðingin væri atlaga að mannhelginni. Samstaða meðal stjórnmála- flokka gegn kynbundnu ofbeldi EMBÆTTI talsmanns neytenda hefur óskað eftir því við öll ráðu- neytin að frumvörp á vinnslustigi, sem varðað geti hagsmuni og rétt- indi neytenda eða tengst geta neytendavernd, berist talsmanni neytenda, óháð því hvaða ráðu- neyti fer með málið enda séu neyt- endamál á margan hátt samþætt, þvert á skipan stjórnarráðsins. Sama geti eftir atvikum átt við um reglugerðir og önnur stjórnvalds- fyrirmæli í undirbúningi. Er þess óskað að frumvörpum og reglum í vinnslu fylgi eftir því sem frekast er unnt sértæk ábending eða spurning um þá þætti sem tengj- ast hagsmunum eða réttindum neytenda. Þetta kemur fram í bréfi sem talsmaður neytenda hefur sent ráðuneytunum. Forsætisráðuneytið hefur svar- að bréfi talsmanns neytenda þar sem honum eru þakkaðar gagn- legar ábendingar og hyggst ráðu- neytið kynna erindið viðeigandi undirstofnunum sínum. Frumvörp berist til talsmanns neytenda

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.