Morgunblaðið - 19.12.2005, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 15
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
❄ ❄❄❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄❄ ❄❄ ❄ ❄❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄❄
❄
❄
❄
❄
❄ ❄ ❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄ ❄❄ ❄❄❄❄ ❄❄ ❄❄ ❄
❄ ❄❄ ❄ ❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄
❄❄❄❄❄❄❄
Jólaþjónusta starfsfólks
Jól í görðunum
Á jólum kemur fjöldi fólks í Fossvogskirkjugarð, Gufuneskirkjugarð og
Hólavallagarð við Suðurgötu til þess að huga að leiðum ástvina sinna. Við
munum leitast við að leiðbeina ykkur eftir bestu getu. Hægt er að nálgast
upplýsingar um staðsetningu leiða á vefnum: gardur.is
Þjónustusímar 585 2700 og 585 2770
Aðalskrifstofan í Fossvogi, sími 585 2700 og skrifstofan í Gufunesi, sími
585 2770, eru opnar á Þorláksmessu og aðfangadag frá kl. 9.00 til 15.00.
Þar veitum við upplýsingar, gefum leiðbeiningar um aðhlynningu leiða og
afhendum ratkort ef þörf krefur.
Þjónusta á Þorláksmessu og aðfangadag
Á Þorláksmessu og aðfangadag, milli kl. 10:00 og 15:00, verður
Fossvogskirkja opin fyrir þá sem vilja staldra við í dagsins önn. Starfsmenn
Kirkjugarðanna verða á vettvangi í görðunum báða þessa daga og taka á
móti ykkur og leiðbeina frá kl. 9:00 til 15:00.
Tilkynning frá Kirkjugörðum
Reykjavíkurprófastsdæma
Gleðilega jólahátíð
Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæma
www.kirkjugardar.is
❄❄❄❄❄❄❄ ❄ ❄❄❄❄❄ ❄ ❄
❄ ❄❄❄ ❄❄❄❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄ ❄ ❄❄ ❄
❄ ❄❄ ❄
● ACTAVIS hefur sett fyrsta sam-
heitalyfið undir eigin vörumerkjum fé-
lagsins á markað í Tékklandi. Um er
að ræða taugalyfið Lamotrigin sem
er ætlað til meðferðar við flogaveiki.
Í mars á þessu ári keypti Actavis lyfja-
fyrirtækið Pharma Avalanche, í Prag.
Hjá félaginu starfa um þrjátíu manns.
Með kaupunum fær Actavis beinan
aðgang að mörkuðum í Tékklandi og
Slóvakíu fyrir sín eigin vörumerki. Í til-
kynningu frá Actavis segir að búist sé
við því að markaðssetning á Lamot-
rigin styðji vel við sölu félagsins á
markaðnum og sé góð viðbót við
lyfjaúrval félagsins á markaðnum.
Fyrsta lyf Actavis
í Tékklandi
ÞETTA HELST ...
VIÐSKIPTI
● HLUTAHAFAFUNDUR í Icelandic
Group hefur samþykkt að heimila
stjórn félagsins að auka hlutafé
þess um allt að tvo milljarða með
sölu nýrra hluta. Í greinargerð segir
að tilgangur hlutafjárhækkunarinnar
sé að fjármagna nýjar fjárfestingar
og áframhaldandi uppbyggingu fé-
lagsins. Þannig verður innan
skamms gefið út hlutafé að nafn-
virði um 540 milljónir króna vegna
kaupa á Pickenpack Hussmann &
Hahn Seafood. Lagt var til að vikið
yrði frá forgangsrétti hluthafa til
áskriftar til að fela mætti banka eða
fjármálastofnun að annast sölu.
Aukið hlutafé
Icelandic Group
● HANS Chr. Steglich-Petersen hefur
látið af störfum sem forstjóri Atlas Ej-
endomme sem talið er að Baugur
Group muni kaupa innan skamms. Í
stuttri tilkynningu Atlas Ejendomme
kemur fram að eigandi Atlas, Mikael
Goldschmidt, og Henrik Lid fram-
kvæmdastjóri muni taka við stjórn fé-
lagsins. Þá er greint frá því að tveir ný-
ir menn, þeir H.H. Hallager, forstjóri
VE-Leverandørernes Sekretariat, og
Carl Christian Ægidius, fyrrverandi
framkvæmdastjóri IBM í Danmörku,
hafi tekið sæti í stjórn Atlas.
Forstjóri Atlas hættur
TÖLUVERÐUR áhugi er meðal Ís-
lendinga á fjárfestingartækifærum í
Dúbaí í Sameinuðu arabísku fursta-
dæmunum, að sögn Kazim Vakil,
sölu- og markaðsstjóra fasteignafyr-
irtækisins Vakson þar í landi. Vakil
var hér á Íslandi nýlega ásamt sam-
starfsfólki sínu að kynna fasteignir
Vakson fyrir áhugasömum Íslend-
ingum, hvort heldur sem er þeim er
vilja búa í þeim sjálfir eða ávaxta fé
sitt með þeim hætti.
„Við erum eitt elsta fasteignafyr-
irtæki í Dúbaí og skipuleggjum og
reisum byggingar til sölu eða leigu.
Nýjasta verkefni okkar er sextíu
hæða íbúðablokk á besta stað í borg-
inni, þar sem útsýni er yfir hafið og
ströndina,“ segir Vakil.
Enginn tekjuskattur
Ástæðuna fyrir því að verið er að
kynna fjárfestingartækifæri í Dúbaí
fyrir Íslendingum segir Vakil að nú
þegar fari talsvert fyrir íslenskum
fjárfestum þar í landi og því séu
tengslin til staðar. „Íslendingar eru
sókndjarfir fjárfestar og fara þangað
sem tækifærin eru. Þess vegna kom-
um við til þeirra og kynnum þau fyrir
þeim.“
Vakil segir þá sem komu á kynn-
inguna hafa jafnt haft áhuga á að
kaupa íbúðir til að nota sjálfir og
einnig til að leigja áfram. Segir hann
íbúðirnar ekki dýrar miðað við sam-
bærilegar eignir í V-Evrópu, en 240
fermetra, tveggja svefnherbergja
íbúð kostar þar um 30 milljónir
króna og 350 fermetra, þriggja
svefnherbergja íbúð kostar um 45
milljónir.
„Ef fólk hefur áhuga á að áfram-
leigja íbúðina getur Vakson séð um
rekstur íbúðarinnar og leigu hennar.
Miðað við fyrri reynslu má búast við
um 10% ávöxtun af slíkri fjárfest-
ingu og þar sem enginn tekjuskattur
er innheimtur í Dubaí rennur allur
gróðinn í vasa eigenda,“ segir Vakil.
Áhugi á fjárfest-
ingum í Dúbaí
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Opið hús Þau Judith Jubalar, Kazim Vakil og Roy Johnsson voru með opið
hús þar sem fasteignir í Dúbaí voru kynntar fyrir íslenskum fjárfestum.
Eftir Bjarna Ólafsson
bjarni@mbl.is
HAGNAÐUR danska fasteigna- og
þróunarfélagsins Keops, sem Baug-
ur Group á 30% hlut í, á síðasta
reikningsári (1. okt.–31.sept.) nam
496 milljónum danskra króna fyrir
skatt eða tæpum fimm milljörðum
króna miðað við núverandi gengi
dönsku krónunnar. Þetta er meira
en fjórfalt meiri hagnaður en rekstr-
arárið 2003–2004 en þá var hann 117
milljónir danskra króna. Tekið skal
fram að í kauphallartilkynningu
Keops kemur fram að í samanburði
við fyrra uppgjör hafi það haft tölu-
verð áhrif að notað var breytt verð-
mætamat í reikningum félagsins en
skráðum dönskum félögum ber að
nota IFRS eða alþjóðlegu reiknings-
skilastaðlana frá 1. janúar 2005.
Keypt í Svíþjóð fyrir 61 milljarð
Mestu munaði um betri afkomu
Keops Ejendoms Holding en hagn-
aður þess nam 384 milljónum
danskra króna á móti 37 milljónum
2003–2004 en félagið keypti á árinu
fasteignir í Svíþjóð fyrir 6,1 milljarð
danskra króna. Þá skilaði þróun-
ararmur Keops, Keops Develop-
ment, einnig umtalsvert meiri hagn-
aði eða 102 milljónum danskra á
móti 75 árið áður.
Velta Keops nær tvöfaldaðist, fór
úr 820 milljónum í 1,6 milljarða
danskra króna. Arðsemi eiginfjár
var 77,5% á móti 28,8% árið áður og
svokallað leiðrétt eiginfjarhlutfall
var 24% á móti 30% árið áður. Heild-
ireignir félagsins jukust úr 8,5 millj-
örðum danskra króna í 10,9 millj-
arða í lok september. Lagt verður til
við hluthafafund, sem halda á 20.
janúar nk., að greiddur verði 15%
arður eða um 234 milljónir íslenskra
króna.
Gengi bréfa Keops hækkaði um
8,8% í dönsku Kauphöllinni á föstu-
dag.
Hagnaður Keops fjórfaldast
Eftir Arnór Gísla Ólafsson
arnorg@mbl.is