Morgunblaðið - 19.12.2005, Side 31

Morgunblaðið - 19.12.2005, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 31 MINNINGAR er til okkar um ráð og fyrirbæn tengt okkar helgustu trú. Við getum ekki heldur skipt á sannleikanum fyrir lygina. Við hljótum því að minnast skyldunnar í ráðgjöf og fyr- irbænum með því að benda okkar jarðneska samferðafólki, sem leitar ráða og fyrirbænar hjá okkur, ávallt á „hið sanna ljósi, sem upplýsir hvern mann“, eins og Jóhannes guð- spjallamaður lýsir frelsaranum í 9. versi 1. kafla guðspjalls síns og á „veginn, sannleikann og lífið“ sam- anber orð Jesú um hann sjálfan í 6. versi 14. kafla Jóhannesarguð- spjalls. Helgi komst ekki hjá því fremur en margir aðrir að þurfa að upplifa og þola misbeitingu og mótlæti í lífi sínu og óréttlæti þessa heims varð hann að glíma við. Það er sárt til þess að vita að í önn dagsins hugði Helgi ekki nægjanlega að eigin kröftum, þreki, vörnum og úthaldi. Þegar Helgi heimsótti okkur hjónin fyrir rúmu ári skynjuðum við, að Helgi átti í mikilli baráttu innra með sér. Þó ekki vissum við, hvað hafði verið að gerjast í huga hans, skynj- uðum við þó, að gleðin og lífsneistinn var ekki til staðar sem fyrr. Helgi fékk að finna fyrir því að hans eigin varnargarðar brustu. Ánauðarok hafði tekið sér bólfestu, sem olli hon- um mikilli sálarangist og neyð. Ég veit að hann úthellti oft hjarta sínu frammi fyrir Drottni sínum og frels- ara, sem hann hafði falið líf sitt ung- ur að árum og sem aldrei brást hon- um. Við fráfall Helga er mikið skarð fyrir skildi. Hans er sárt saknað, en ég þakka Drottni fyrir að hafa notið vináttu hans öll þessi ár. Það var ekki mögulegt fyrir Helga að búa lengi við ánauðarok í þessu jarðlífi. Hann vissi betur, bjó yfir mikilli og dýrmætri reynslu. Hann hafði upp- lifað áratugum áður, hversu gott ok Jesú Krists er og hvíldin, sem það gefur, var hans hjartans þrá. Því verða orð Jesú Krists í lok 11. kafla Matteusarguðspjalls síðustu kveðju- orð mín um Helga Vápna. Þannig biðjum við hjónin í trúnni á Jesú Krist, sem Helgi átti, öllum aðstand- endum og ástvinum huggunar og friðar í þeirra miklu og djúpstæðu sorg með orðum frelsarans: Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá munuð þér finna hvíld sálum yðar. Því að mitt ok er ljúft og byrði mín létt. Ólafur Ó. Jakobsson. Við höfum verið samferða misnáið frá 1968. Þá gisti Helgi í mínum for- eldrahúsum er hann heimsótti Vest- mannaeyjar í fyrsta skipti. Hann launaði greiðann með vatnslitamynd er hann málaði af Brandi, Álsey og Surtsey baða sig í merlandi útsæn- um. Þá brosti blíð veröld og björt framtíð við okkur báðum. Allt var svo einfalt og vonarríkt; trúa á Guð, lesa Biblíuna og treysta því að „frá Guði kemur skrefum mannsins festa“. Helgi gekk til liðs við Hvítasunnusöfnuðinn á þeim ár- um. Hann varð strax umönnunar- samur og gerði sér far um að heim- sækja gamla fólkið. Ef hann grunaði að einhver væri einmana þá sá hann til þess að viðkomandi þurfti ekki að vera í hópi þeirra gleymdu. Hann tók gjarnan gítarinn með í heim- sókninrnar og söng lögin um Guð og vonarríka framtíð í hans ríki. Alltaf var Helgi hvers manns hugljúfi. Svo varð stutt hlé hjá okkur. Hann dvaldi í Svíþjóð um skeið en fluttist til Vopnafjarðar 1974 ásamt eigin- konu sinni Örnu Pálsdóttur og dótt- urinni Öddu þar sem ég og kona mín bjuggum frá ’73–’75. Hann réðst til kennslu við Barna- og unglinga- skólann, sá um barnastarfið í Hvíta- sunnukirkjunni um árabil og veitti söfnuðinum forstöðu um árabil. Flest börn staðarins nutu sunnu- dagaskólans hjá honum og blessuð- ust við nærveru Helga. Ég og fjölskylda mín fluttumst til Vestmannaeyja 1975. Þó svo fjar- lægðin milli okkar hafi aukist og fennt í slóðina var ævinlega góð vin- átta milli okkar. Helgi var viðkvæm- ur fagurkeri. Hann átti erfitt með átök og rökræður þegar honum fannst menn vilja láta skerast í odda. Hann fór að sinna meira listrænum hæfileikum sínum og tók upp lista- mannsnafnið Vopni. Eitt sinn kom hann til Vestmannaeyja með mikla sýningu og þá var lýðum ljóst að Helgi Vopni var glúrinn og fram- sækinn myndlistarmaður. Skömmu síðar lagði hann land undir fót og fór til framhaldsnáms í Noregi. Hann kynntist nýjum hliðum listar og trú- ar og þar glæddist löngunin til að sameina trú, kennslu og list. En Arna sá um að dæturnar nytu ör- yggis og stöðugleika á heimilinu. Skömmu seinna fluttust þau frá Vopnafirði til Akureyrar í nýbyggt hús á Teigarsíðu. Hann lagði ekki krafta sína fram í Hvítasunnusöfn- uðinum og trúðu menn því að hann þyrfti svigrúm og hvíld. Hann fann sig meira í söngstarfi þjóðkirkjunn- ar. Þegar ég fluttist til Akureyrar haustið 2001 bauð Helgi mig velkom- inn. Hafði Helgi sinnt frum- kvöðulsstarfi um tíma í umönnun og listsköpun geðsjúkra sem hann flutti til Geðhjálpar í Reykjavík og reynd- ist það himnasending fyrir innan- búðarmenn. Hann hóf djáknanám á þessum tíma og sinnti þannig áhuga sínum í trúnni á Guði. En stundum kom hann að þeim atriðum sem honum fannst falla illa að hans skoðunum. Hann hallaði sér meira á þann væng að hið mannlega fengi stærra pláss og mild ásjóna Biblíunnar væri látin brosa við mannlegum breyskleika. Í dag kveðjum við góðan dreng, ljúfan mann og framúrskarandi afa. Allir sem kynntust Helga sakna hans og hefðu svo gjarnan viljað fá að njóta samvista við hann miklu lengur. Hann var ljúfur vinur. Fjölskyldu Helga votta ég mína innilegustu samúð. Snorri í Betel. Við, starfsfólk og gestir Geðhjálp- ar höfum fundið til í hjartanu síðan okkar kæri vinur Helgi Jósefsson kvaddi okkur með svo skyndilegum hætti. Þrátt fyrir sorgina og sárs- aukann sem sorginni fylgir þá höfum við líka fundið til þakklætis yfir öll- um þeim gjöfum sem þessi góði mað- ur gaf okkar gestum sem jafnframt voru nemendur hans. Helgi var nefnilega einstaklega gjafmildur maður. Það sem hann gaf mest af var það dýrmætasta sem nokkur maður getur gefið, þ.e. kærleikur og hlýja frá hans innstu hjartarótum. Helgi var sannur hugsjónamaður sem nálgaðist hvern einstakling sem jafningja og af einlægni. Helgi gerði margt einstakt, en við tókum öll eftir eiginleika Helga með að nálgast hvern og einn sem ein- stakling með sínar einstöku þarfir. Hann gekk lengra en margur í að mæta þeim þörfum, hvort sem það var með að hvetja nemendur sína áfram með orðum eða með gjörðum. Það eru ófáir sem geta þakkað Helga fyrir að hafa barist áfram með þeim í því að vinna ötullega að mark- miðum sínum í lífinu, eða að hjálpa fólki að finna sinn tilgang og mark- mið. Helgi var ekki bara góður stuðn- ingsmaður þeirra sem sem minnst mega sín í samfélagi okkar heldur líka baráttumaður. Hann barðist öt- ullega af hugsjón fyrir því að sam- starfsverkefni Fjölmenntar og Geð- hjálpar, menntun- og starfsendur- hæfing fyrir fólk með geðraskanir, fengi varanlegan farveg í íslensku samfélagi. En Helgi var upphafs- maður og lagði grunninn að því verkefni sem skilað hefur ómældum árangri með hamingjuríkara lífi fyr- ir fjölda einstaklinga sem þeir höfðu ekki aðgang að áður. Þetta var bar- átta sem tók sannarlega sinn toll af honum en vekur vonandi upp skiln- ing og viðhorfsbreytingu úti í sam- félaginu á þessu jafnræðis- og bar- áttumáli. Við kveðjum Helga með söknuði og minnumst þeirra orða sem Helga voru hjartfólgin; „Menntun, máttur, mannvirðing“. Jafnframt munum við leggjast á eitt með að styðja við það starf sem hann ýtti úr vör. Fjöl- skyldu Helga og vinum vottum við okkar dýpstu samúð. Samstarfsfólk hjá Geðhjálp. ✝ Guðrún Ólafs-dóttir fæddist að Hurðarbaki í Villingaholtshreppi í Árnessýslu 5. ágúst 1922. Hún lést á heimili sínu í Dalalandi 6 í Reykjavík 30. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Ingi Árnason fyrrv. yfir- fiskmatsmaður, f. 1900, d. 1987, og Ólöf Jóna Ólafsdótt- ir, f. 1903, d. 1968. Systkini Guð- rúnar eru: Guðmundur, f. 1924; Áslaug Margrét, f. 1926, d. 1979; Axel Þórir, f. 1927, d. 1953; Unn- ur, f. 1931; Alexía Margrét, f. 1933; Árni, f. 1943, og Jón Ingi, f. 1946. Guðrún giftist 16.6. 1945 Frið- riki Magnúsi myndskurðarmeist- ara, f. 19.11. 1922, d. 5.10. 1989. Foreldrar hans voru Friðleifur Ingvar Friðriksson og Halldóra Kristín Eyjólfsdóttir, þau eru bæði látin. Dóttir Guðrúnar og Jóns Péturssonar, f. 1914, d. 1972, er Þórunn, f. 1940, hún var gift Sigurði Ó. Guðmundssyni, f. 1943. Friðrik Magnús, f. 1976. b) Stefán, f. 1979, maki Hulda Björg Þór- isdóttir, f. 1979. c) Dísa, f. 1981, maki Óskar Skúlason. d) Ingvar, f. 1988. 4) Axel Þórir, f. 1956, maki Kristín Finnbogadóttir, f. 1957. Börn: a) Finnbogi Haukur, f. 1983. b) Orri, f. 1984. c) Sólveig, f. 1992. d) Arnar Þór, f. 1994. 5) Friðrik Gunnar, f. 1958, maki Anna María Gunnarsdóttir, f. 1964. Börn: Styrmir, f. 1990 og Hilda Björk, f. 1997. 6) Ólöf Jóna, f. 1960, maki Guðni Þór Jónsson, f. 1959. Börn: a) Áslaug Margrét, f. 1979, sonur: Friðrik Arnar Hen- riksson, f. 2005. b) Andrea Þóra, f. 1983, maki Jón Benjamín Jóns- son, f. 1978, barn þeirra er Íris Harpa, f. 2003. c) Anna Kristín, f. 1987. 7) Árni, f. 1961, maki Þóra Brynja Böðvarsdóttir, f. 1960. Barn þeirra er Gréta María, f. 1985. Guðrún og Friðrik bjuggu sín fyrstu hjúskaparár í Reykjavík, þar af 14 ár á Grensásvegi 45, en fluttu síðan á Skólabraut 49 á Sel- tjarnarnesi og bjuggu þar, þar til Friðrik lést. Guðrún flutti í Dala- land 6 í Reykjavík og bjó þar til dánardægurs. Hún var heima- vinnandi húsmóðir, ásamt því að sinna kvenfélagsstörfum fyrir Óháða söfnuðinn. Úför Guðrúnar verður gerð frá kirkju Óháða safnaðarins í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Jarð- sett verður í Fossvogskirkjugarði. Þeirra dóttir er Sig- ríður, f. 1964, maki Pétur Pétursson, f. 1964. Börn: Sindri Þór, f. 1987 og Stef- anía Ósk, f. 1995. Börn Guðrúnar og Friðriks eru: 1) Ólaf- ur Ingi, f. 1945, maki Helga Erla Gunnars- dóttir, f. 1947. Börn: Gunnar Friðrik, f. 1967, maki Guðrún Skúladóttir, og Guð- rún, f. 1971. 2) Hall- dóra Kristín, f. 1946, maki Arnór Guðbjartsson, f. 1943. Börn: a) Þröstur, f. 1967, maki Guðný Sigurðardóttir, f. 1967, börn: Arnór Ingi, f. 1990, Jóhann Ingi, f. 1996, Viktor Máni, f. 1997, Sigrún Sól, f. 1997 og Kristín Birta, f. 2001. b) Haukur, f. 1971, maki Sandra Hjálmarsdóttir, f. 1974, barn: Sóley Björk, f. 2003. c) Bjarki, f. 1972, maki Ingunn Unn- ur J. Helmick, f. 1975, börn: Alex- andra Björk, f. 1992, Cleland Arn- ór, f. 1994, og Christopher Unnar, f. 1996. d) Svava f. 1984, maki Sig- urður Örn Ágústsson. 3) Friðleif- ur Ingvar, f. 1950, maki Hrönn Friðgeirsdóttir, f. 1950. Börn: a) Þegar ég hugsa til baka þá man ég sérstaklega þegar ég kom í fyrsta skipti inn á heimili tengda- foreldra minna, en það var á jólahá- tíð þar á bæ fyrir tæpum 40 árum. Ég kveið ansi mikið fyrir þessu, en það reyndist ástæðulaust og mættu mér mikill hlýhugur og elskuleg hjón. Óli minn vildi sýna mér nýja herbergið sitt þar sem ég settist niður í fínan stól, en sá galli var að í honum var loðinn púði sem orsakaði að ég varð öll í kuski en tengda- mamma reyndi mikið að kústa það af mér. Þessi minning kemur sterkt upp í huga mínum af mínum fyrstu kynnum af þessum elskulegu hjón- um. Seinna þurfti ég að fá aðstoð við að sníða úr fataefni og þá var tengdamamma alveg tilbúin að hjálpa mér og var það einfalt hjá henni að lána mér peysuna sína til að sníða eftir. Síðan voru klippt snið af buxum. Þetta virtist mjög einfalt þegar ég horfði á hana vinna við þessi snið. Síðar þegar ég ætlaði að setja rennilásinn versnaði málið og ég hringdi í tengdamömmu til að fá góð ráð og þegar hún svaraði í sím- ann og ég bar upp mitt erindi hló hún sínum góðlátlega hlátri og gaf síðan góð ráð og ávallt síðan hefur gengið vel við saumaskapinn. Alltaf var hægt að leita ráða hjá henni og hún gaf mér mörg góð ráð og var ávallt tilbúin að aðstoða við börnin okkar. Þegar skíra átti dóttur okkar spurðum við tengdamömmu hvort hún vildi halda á henni undir skírn. Hún sagði mér að henni þætti mjög vænt um að gera það en ekki var á þeirri stundu talað neitt um nafnið sem hún ætti að heita. En á skírn- ardaginn þegar allt var klárt og skírnin að hefjast spurði hún hvort hún mætti vita hvað stúlkan ætti að heita og okkur fannst mjög sjálf- sagt að hún fengi að vita það að hún væri að eignast ekki bara nöfnu heldur alnöfnu og hefur henni Guð- rúnu okkar þótt mjög vænt um að bera nafn ömmu sinnar. Alltaf á aðfangadagskvöld hittist öll fjölskyldan á Skólabrautini og þar var alltaf uppdekkað borð með glæsilegum veitingum, tertum, smákökum og piparkökum í ýmsum formum. En piparkökurnar voru svo flott skreyttar af börnunum í fjölskyldunni. Síðan var gengið í kringum jólatréð og sungin jólalög og var þetta alveg ómissandi þáttur í jólahátíðinni. Hún tengdamamma var sérstaklega ósérhlífin kona og taldi ekki eftir sér að aðstoða eða hjálpa mér. Óli sagði mér að mamma sín hefði þvegið búningana hans og henni þótt alveg sjálfsagt að þvo búningana af öllu liðinu þrátt fyrir að nægur þvottur væri á stóra heimilinu. Aldrei heyrðist styggð- aryrði frá henni tengdamömmu og hún kvartaði aldrei þrátt fyrir að vera önnum kafin við að sjá um alla þessa stór fjölskyldu. Þegar ég kveð þig nú koma marg- ar minningar upp í hugann þegar ég hugsa til baka en það var svo margt sem þú kenndir mér og fræddir mig um, þú þessi góða kona með stórt og hlýtt hjarta. Takk fyrir allt. Guð blessi þig. Helga. Nú tekur afi á móti þér og kyssir og faðmar þig heitt og innilega. Guð blessi þig, elsku amma mín. Hinsta kveðja. Þín Guðrún. Ég man þegar mamma fékk sím- hringinguna, við vorum að borða, ég, Andrea og mamma. Mamma sagði að amma væri látin. Ég vissi ekki hverju ég ætti að trúa, fraus bara. Mamma rauk út og Andrea þurfti að fara snemma eftir það. Ég var ein heima og vissi ekki hvað ég átti að gera, gat ekki hugsað, gat bara ekki trúað því að þú værir far- in, ég beið eftir því að mamma hringdi og segði að þú værir ekki farin, en svo fór ekki. Heldur hringdi mamma og spurði hvort ég vildi koma að kveðja þig. Auðvitað fór ég. Þetta var lengsta gönguferð sem ég hef farið, mér fannst ég vera óralengi á leiðinni, það eina sem ég gat hugsað var að þetta væri í síð- asta skipti sem ég labbaði heim til þín, þetta væri í síðasta skipti ég sem sæi þig. Þú varst partur af lífi mínu, að fara heim til þín var eins og að kom- ast burt frá heiminum, eins og vera komin inn í draumaheim, þar sem voru engar áhyggjur, þar var ekk- ert sem hafði áhrif á mann. Manni gat liðið vel. Ég veit að þú fórst eins og þú vildir, heima hjá þér. Það var smá huggun í því, ég vissi að þú varst tilbúin að fara en ég vildi bara ekki að þú færir svona fljótt. Jólin eru óhugsandi án þín. Að koma til þín á aðfangadag, eftir að fjölskyld- an var búin að fara í kirkjugarðinn. Það var svo yndislegt að fara til þín í flatkökur með hangikjöti og þamba jólaöl í smá tíma og halda svo heim á leið að elda jólasteikina. Að koma til þín toppaði daginn. En nú ert þú ekki hér lengur og mun líf mitt breytast mikið að hafa þig ekki lengur hér. En ég veit að þér líður betur núna, og það er það eina sem skiptir máli, það er það eina sem heldur manni gangandi. Hvíl í friði, elsku amma mín, ég mun sakna þín sárt. Anna Kristín. Elsku amma, það er með þakk- læti í huga sem ég kveð þig í hinsta sinn í þessu lífi. Þú varst alltaf sú manneskja sem ég leit upp til og dáði. Ég dáðist að þolinmæði þinni gagnvart mér og frændsystkinum mínum. Ég dáðist að því hvernig í ósköpunum það væri hægt að hafa átt átta börn þar sem þau yngstu voru lítið eldri en við elstu barna- börnin og samt vorum við barna- börnin alltaf velkomin í hópinn hve- nær sem var. Ég dáðist að dugnaði og færni þinni við föndurgerð og voru þetta oft listaverk sem þú framreiddir enda var ég dugleg við að suða út úr þér hluti sem mér fundust ómóstæðilegir. Ég á marg- ar minningar úr æskunni frá Sel- tjarnarnesinu þar sem ég dvaldi þar heilu og hálfu vikurnar og mánuði í pössun á sumrin. Og ætíð var við- kvæðið þegar ég og foreldrar mínir fórum í heimsókn til afa og ömmu að ég vildi fá að vera eftir og gista. Ekki er hægt annað en að minnast afa um leið og minningarnar frá barnæskunni flæða fram og þakka ég þeim báðum fyrir allar góðu stundirnar þar sem maður annað hvort sat úti á verkstæði hjá afa að „skera út“ eða að „sauma“ með ömmu uppi í herbergi. Og veit ég að öll hin barnabörnin sem eru í eldra hollinu, eins og er sagt, eigi sömu minningar. Margt var brallað á Skólabraut- inni og mikið við að vera. Seltjarn- arnesið var allt notað sem vettvang- ur endalausra ævintýra þar sem kríurnar voru heimsóttar, farið á skauta á tjörninni, skólagarðar á sumrin og háð orrusta í gömlu skot- grafarústunum frá stríðsárunum uppi í holti. Jólin voru alltaf samofin jólaboð- inu á aðfangadagskvöld hjá ömmu og afa. Það var alltaf glatt á hjalla og mikið hlegið. Þar hittumst við krakkarnir og lékum okkur saman annað hvort með nýju gjafirnar okkar eða í fótbolta uppi á gangi og var þar oft mikið fjör. Seinni árin hittumst við á jóladag í kaffiboði hjá ömmu í Dalalandi og var það eina stundin á árinu sem allir komu saman og frændsystkini hittust. Ég vil fyrir hönd minnar fjölskyldu og móður minnar votta systkinum, börnum, barnabörnum, barnabarnabörnum og öðrum ætt- ingjum og vinum samúð mína. Guð geymi þig, amma mín. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson.) Sigríður og fjölskylda. GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.