Morgunblaðið - 19.12.2005, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 19.12.2005, Qupperneq 16
16 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Calsíum og magnesíum FRÁ A ll ta f ó d ýr ir Nr. 1 í Ameríku APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa - Gulli betri fyrir bein, tennur og liðamót H á g æ ð a fra m le ið sla Hong Kong. AFP, AP. | 149 aðild- arríki Heimsviðskiptastofnunar- innar (WTO) náðu í gær málamiðl- unarsamkomulagi sem greiðir fyrir því að hægt verði að ganga frá samningi um aukið frelsi í heims- viðskiptum fyrir lok næsta árs. Á sex daga ráðherrafundi, sem lauk í Hong Kong í gær, náðist samkomulag um að afnema út- flutningsstyrki með búvörum í áföngum á átta árum og veita fá- tækustu þjóðum heims sérstakar viðskiptaívilnanir. Aðildarríki WTO samþykktu til- lögu Evrópusambandsins um að styrkirnir yrðu afnumdir smám saman ekki síðar en árið 2013. Bandaríkin og helstu þróunarlönd heims höfðu hins vegar beitt sér fyrir því að miðað yrði við árið 2010. Styrkir til bómullarbænda afnumdir á næsta ári Samkvæmt skjalinu, sem sam- þykkt var í gær, er stefnt að því að semja um meginatriði nýs samn- ings fyrir 30. apríl á næsta ári. Auðugu ríkin samþykktu einnig að ívilna fátækustu löndunum með því að afnema kvóta og tolla á að minnsta kosti 97% af útflutnings- vörum þeirra. Ívilnanirnar eiga að hefjast ekki síðar en árið 2008 eða þegar nýr samningur tekur gildi. Auðugu ríkin féllust og á að af- nema alla útflutningsstyrki til bómullarbænda á næsta ári og var sú niðurstaða mikill sigur fyrir bómullarframleiðendur í Vestur- Afríku. Hún var jafnframt tilslök- un af hálfu Bandaríkjastjórnar og fulltrúar hennar sögðu að erfitt yrði að fá þingmenn til að sam- þykkja hana. Hundruð mótmælenda handtekin Yfir 7.000 manns tóku þátt í mótmælum gegn Heimsviðskipta- stofnuninni í grennd við fundar- staðinn í Hong Kong í gær. Dag- inn áður voru hundruð mótmælenda handtekin í einum mestu átökum sem blossað hafa upp á götum borgarinnar í áratugi. Lögreglan beitti táragasi, slökkvi- slöngum og piparúða gegn fólkinu og hermt er að yfir hundrað manns hafi særst. Bændur frá Suður-Kóreu létu mest að sér kveða í mótmælunum og sumir þeirra beittu bambus- stöfum eða öðrum bareflum. Bændurnir berjast gegn því að innflutningur á hrísgrjónum verði heimilaður í Suður-Kóreu. Þeir segja að samkeppni frá öðrum löndum geti orðið til þess að marg- ir suður-kóreskir bændur flosni upp frá búi. Afnema útflutnings- styrkina á átta árum Samþykkt á fundi WTO að veita fá- tækustu löndunum viðskiptaívilnanir ReutersJapanskir bændur taka þátt í mótmælum gegn Heimsviðskiptastofnuninni í Hong Kong í gær þegar ráðherrafundi hennar lauk. BANDARÍSKA fréttatímaritið Time tilkynnti í gær að írski rokk- söngvarinn og mannréttinda- frömuðurinn Bono og bandarísku hjónin og mannvinirnir Bill og Mel- inda Gates hefðu verið valin fólk ársins fyrir störf þeirra að mann- úðarmálum. Bill Gates er talinn rík- asti maður heims en hann stofnaði hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft. Segir Time að þau þrjú hafi verið valin vegna þess að þau fari nýstár- legar leiðir í góðgerðarmálum og mannúðarmálum, þau hafi haft áhrif á stjórnmál, knúið fram rétt- læti og jafnframt hvatt annað fólk til að fylgja fordæmi þeirra. Time hældi Gates-hjónunum fyr- ir að stofna stærstu góðgerð- arstofnun heims og að hafa „gefið meiri peninga og hraðar en nokkrir hafa gert“ á árinu. Tímaritið valdi einnig banda- rísku forsetana fyrrverandi George W.H. Bush og Bill Clinton félaga ársins fyrir mannúðarstarf þeirra vegna flóðbylgjunnar í Asíu og fellibylsins Katrínar. Segir blaðið að milli þeirra Bush og Clintons hafi þróast vinátta eftir samstarf þeirra á þessu sviði. AP Bono og Gates- hjónin valin menn ársins SÓSÍALISTINN og forsetaefnið Evo Morales veifaði kókalaufum á blaðamannafundi í Bólivíu áður en hann hélt á kjörstað til að greiða atkvæði í forsetakosn- ingum sem fram fóru í landinu í gær. Sigri Morales verður hann fyrsti indíáninn í embætti forseta Bólivíu. Síðustu skoðanakannanir bentu til þess að Morales hefði ívið meira fylgi en helsti keppinautur hans, íhaldsmaðurinn Jorge Quiroga, fyrrverandi forseti. Morales hefur lýst því yfir að hann hyggist heimila ræktun kókarunna með lögum nái hann kjöri. Úr lauf- um kókarunnans er unnið kókaín og indíanar hafa öld- um saman tuggið þau til að deyfa sult, þorsta og þreytu. Morales hyggst einnig hækka verð á olíu til annarra landa og segist ætla að verða „martröð“ Bandaríkjastjórnar. Sigurvegari kosninganna verður fjórði forseti lands- ins frá ágúst 2002. Tveir forsetar hafa látið af embætti vegna götumótmæla fátækra indíána frá 2003. Ed- uardo Rodriguez gegnir nú embætti forseta til bráða- birgða. Fái enginn 50% atkvæðanna í kosningunum á þingið að velja á milli tveggja efstu frambjóðendanna. Mor- ales var áður kóka-bóndi og verkalýðsleiðtogi og sækir fylgi sitt einkum til indíána sem eru um helmingur þjóðarinnar. Bólivía er fátækasta land Suður-Ameríku. Kveðst verða „martröð“ Bandaríkjastjórnar Reuters Evo Morales, forsetaefni í Bólivíu, hélt á kókalaufum á blaðamannafundi í gær. Chennai. AFP. | Að minnsta kosti 42 manns létu lífið í troðningi í skóla í borginni Madras á Suður-Indlandi í gær. Flestir þeirra sem fórust voru konur. Skólinn var notaður til að dreifa matarmiðum handa fólki sem missti heimili sín í flóðum í október. Yfir 3.000 manns höfðu safnast saman í skólanum og varð gríðarlegur troðn- ingur með fyrrgreindum afleiðingum. Sá orðrómur mun hafa breiðst út meðal fólksins að matarmiðarnir væru þeir seinustu sem úthlutað yrði. Fólkið tróðst að aðaldyrum sem voru læstar og krömdust þeir til bana sem fremstir voru. Um 50 manns slösuðust og voru fluttir á sjúkrahús. Fjórir lögreglu- menn gættu svæðisins þegar slysið varð. Að minnsta kosti sex konur létust í svipuðum troðningi í Madras í nóv- ember og tugir slösuðust. Mikil flóð í suðurhluta Indlands urðu um 300 manns að bana í október og þúsundir manna misstu heimili sín. AP Ættingjar konu, sem fórst í troðn- ingi í Madras á Indlandi, syrgja hana er hún var borin til grafar. Tugir manna fórust í troðningi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.