Morgunblaðið - 19.12.2005, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.12.2005, Blaðsíða 22
22 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING fangsefni allra. Þetta er bók um líf og dauða og flest þar á milli sem tengist heilsu fólks. Jafnframt er ít- arlega fjallað um tengsl lækningavisku, læknislistar og læknisfræði.“ LÆKNAFÉLAG Íslands ásamt Hinu íslenska bók- menntafélagi stóð hinn 14. desember fyrir kynning- arfundi vegna útkomu bókarinnar Líf og lækningar, ís- lensk heilbrigðissaga, eftir Jón Ólaf Ísberg. Var Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra afhent fyrsta eintak bókarinnar að gjöf frá Læknafélagi Íslands. Frá árinu 1995 hefur höfundur, með hléum, unnið á vegum Læknafélags Íslands að ritun bókarinnar. Á bókarkápu segir um bókina: „Frá Hippókratesi til nútíma læknisfræði liggur óslitinn þráður þrotlausra tilrauna mannanna til að líkna öðrum og bjarga lífi. Þekking mannsins á eigin líkama og þeim öflum sem hafa áhrif á líf og heilsu hef- ur tekið miklum breytingum á liðnum öldum. Hér kemur margt forvitnilegt við sögu: gallspeki, gullgerðarlist, þvagrýni, stjörnufræði, rím, óguðleg hegðun, hættulegir sjúkdómar, banvænar sóttir, hung- urdauði, bólusetningar, karból, vatnsveitur, leikfimi, lýsisgjafir, penisillín og læknisráð af öllum gerðum. Litið er aftur til fortíðar og rakið hvernig Íslendingar byggðu upp samfélag þar sem heilbrigði fólks er við- Íslensk heilbrigðissaga Morgunblaðið/Þorkell Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra tekur við fyrsta eintaki bókarinnar. STEFAN Zweig var austurrískur gyðingur, fæddur 1881, ólst upp í Vínarborg. Hann lifði fyrri heims- styrjöldina og þar með endalok Austurríska keisaradæmisins, heimskreppuna, valdatöku Hitlers og upphaf seinna stríðs. Í þann mund er ófriðurinn braust út var hann staddur í Bath vestur af Lond- on, hafði þá gerst breskur ríkisborg- ari. Frá Bretlandi hélt hann til Bandaríkjanna og þaðan til Brasilíu. Zweig var ósvikinn heimsborgari, leit ekkert frekar á sig sem Austur- ríkismann, fremur sem Evrópubúa, þoldi önn fyrir hörmungar þær sem yfir álfuna gengu og kvað sig bresta þolinmæði til að bíða þess að hún risi úr rústum eftir að stríði lyki. Von- svikinn og einmana batt hann þar enda á líf sitt árið 1942, rösklega sextugur að aldri. Stefan Zweig var meðal fremstu ævisagnaritara síns tíma; lét líka eft- ir sig sjálfsævisöguna Die Welt von Gestern, að margra dómi hans merkasta verk. Þar lýsir hann ýms- um samtímahöfundum sem á vegi hans urðu á lífsleiðinni, þeirra á meðal frægum að telja Romain Rol- land, Rainer Maria Rilke og James Joyce. Smásagan Manntafl er í raun samnefnari fyrir ævi hans og starf; gerist um borð í farþegaskipi á leið yfir Atlantshaf. Meðal farþega er heimsmeistarinn í skák. Hann fellst þarna á að tefla fjöltefli við nokkra farþega, og þá fyrir álitlega fjárhæð. Meðal áhorfenda er maður nokkur sem ratar óvænt og óviljandi inn í at- burðarásina. Að því búnu trúir sá öðrum farþega, landa sínum, fyrir lífsreynslu sinni. Hann hafði sem sé verið fangi Þjóðverja; sætt þar lang- varandi einangrun en sloppið úr haldi fyrir góðra manna atbeina. Þótt ekkert hefði hann taflborðið og enga taflmennina þreyði hann ein- angrunina með því að tefla skák við sjálfan sig – í huganum! Því reyndist hann öllum öðrum slyngari þegar hann kom að fjölteflinu, fyrst sem áhorfandi eins og fyrr segir, síðar sem þátttakandi. Enda þótt lýsingin á fjöltefli því, sem fram fer um borð í skipinu, megi heita kveikjan að sögunni, er meg- inþráðurinn spunninn utan um frá- sögn fangabúðamannsins. Heiti sög- unnar, Manntafl, má þá allt eins skoða sem líkingamál. Það þótti sýna hugkvæmni höf- undar að honum skyldi verða jafn mikið úr svo fábreyttu efni. En Manntafl er fyrst og fremst djúp- fundin og mikils háttar sálarlífslýs- ing, frásögn af viðbrögðum manns frammi fyrir sérstæðum og sann- arlega ógnvekjandi aðstæðum; heimsstyrjöldin í hnotskurn eins og hún birtist í tilfinningalífi þeirra sem harðast urðu úti. Sú óskipta athygli og almenna viðurkenning, sem sag- an hlaut þegar eftir útkomu, stafaði af heimsathygli þeirri sem efnið vakti þá. Evrópa var í losti, rithöf- undar og menntamenn ráðvilltir í gjörbreyttum heimi, tvílráðir and- spænis veruleika þeim sem ófrið- urinn hafði fært þeim í hendur. Fangabúðasögurnar skiptu brátt þúsundum. Var engu líkara en ein- hver ógnarspenna leystist úr læðingi þegar fólk, sem dæmt hafði verið til þagnar, fékk málið á ný. Óhætt er að fullyrða að Stefan Zweig hafi lagt sál sína í þessa sögu, meðal annars með því að beita þeirri frásagnartækni sem honum lét best. Í fyrsta lagi er sagan byggð upp eins og verið sé að segja ævisögu. Í öðru lagi má líta á taflið sem táknmynd af valdatafli stórveldanna sem mótaði höfundinn ungan en flæmdi hann að lokum í útlegð og batt þannig enda á ævistarf hans. Í þriðja lagi lýsir Manntafl því sálarlausa miskunn- arleysi sem styrjöld leiðir jafnan af sér. Ennfremur langvarandi fanga- búðavist sem margur saklaus mátti þola á árum seinni heimsstyrjald- arinnar og Zweig taldi sig óbeint hafa reynt á sálfum sér. Með Mann- tafli má því segja að hann hafi skrif- að rétta bók á réttum tíma. Stríðið var síður en svo gleymt þegar bókin kom út hérlendis 1955. Sé Manntafl einvörðungu metið sem skáldverk má að sjálfsögðu sitt hvað að sög- unni finna. Langdregin frásögn manns þess, sem kalla má aðalsögu- hetju, verður að lokum þreytandi og vekur tæpast þau hughrif sem höf- undur hlýtur að hafa ætlast til. Enn- fremur stendur höfundurinn svo nærri atburðarásinni – hefur líka sjálfur mikils misst – að honum veit- ist erfitt að hemja reiði sína og sárs- auka. Veruleikinn verður þá fyr- irferðarmeiri en góðu hófi gegnir. Til dæmis kemur nafn Hitlers fyrir að minnsta kosti þrisvar í sögunni. Gestapomenn eru líka títtnefndir. Heimsmeistarinn, Mirko Czentovic, minnir um sumt á einræðisherrann, maður fákunnandi og hæfi- leikasnauður í flestum greinum, en hrokafullur afburðamaður á einu sviði; ýktari manngerð en gekk og gerðist hjá Zweig. Allt um það mun Manntafl hér eftir sem hingað til teljast meðal merkustu verka síns höfundar, bæði sakir eigin verðleika og auk þess sem minnisvarði fórn- arlamba heimsstyrjaldarinnar síð- ari. Frá veröld sem varBÆKURSmásaga eftir Stefan Zweig. Þórarinn Guðnason þýddi. 81 bls. Bjartur. Reykjavík, 2005. Manntafl Erlendur Jónsson ÓSKAR Pétursson hefur sent frá sér sína aðra hljómplötu, en hún ber titilinn Þú átt mig ein og inniheldur tólf íslensk og erlend dægurlög frá ólíkum skeiðum. Meðal laga á plöt- unni má nefna „Ástarsögu“ (Love Story), „Paradísarbíóið“, „Lítill fugl“, „Litla flugan“ og „Ofar regn- bogans gliti“. Óskar Pétursson er landskunnur söngvari enda hefur hann sungið víða með Álftagerðisbræðrum. Fyrsta sóló-hljómplata Óskars, Aldrei einn á ferð, sló eftirminnilega í gegn er hún kom út árið 2003 en hún var söluhæsta plata þess árs. Þegar blaðamaður sló á þráðinn til Óskars norður á Akureyri þar sem hann er búsettur, var hann í miklu jóalaskapi enda í miðju kafi að setja upp jólaseríu fyrir utan húsið sitt. Óskar hefur verið á ferð og flugi undanfarna daga að syngja í hvers kyns jólafögnuðum en um helgina var hann í Reykjavík þar sem hann áritaði hljómplötu sína í plötuversl- unum borgarinnar. Óskar segir lagavalið á nýju plöt- unni fyrst og fremst hafa ráðist af því hvaða lög höfðu sest að í hausn- um á honum það sinnið. „Sum lög grípa mann, maður losnar ekki við þau, nema helst með því að syngja þau inn á plötu. Þetta eru lög sem mér finnst falleg, en annars er engin sérstök stefna í lagavalinu.“ Karl Ol- geirsson stýrði upptökum og fengu þeir félagar m.a. Sinfóníuhljómsveit Bratislava til liðs við sig. „Við Karl unnum saman við fyrri plötuna og fékk hann þá hugmynd að hafa viða- meira undirspil. Hann fór út og tók upp undirleik sveitarinnar fyr- irfram.“ Öll lögin eru flutt með íslenskum texta, sumum frumsömdum fyrir hljómplötuna. „Þetta er ósköp mjúkt og í rólegri kantinum. Ég byrja á gamla Love Story-laginu sem Raggi Bjarna gerði frægt um árið. Þá flyt ég lagið „Þú styrkir mig“ („You Raise Me Up“) með nýjum íslensk- um texta sem Hjálmar Jónsson samdi fyrir mig. Síðan syng ég með Páli Óskari Hjálmtýssyni nýtt lag eftir Karl Olgeirsson sem nefnist „Aðeins hún“. Þorhildur Örv- arsdóttir syngur með mér eitt lag, og þriðji gestasöngvarinn á plötunni er ung stúlka héðan frá Akureyri, Harpa Birgisdóttir, en hún syngur með mér „Amigos para sempre“. Þá er á plötunni lag við nýjan texta sem Ómar Ragnarsson samdi fyrir mig og fjallar um Ísland. Titillag plöt- unnar er „Þú átt mig ein“ eftir snill- inginn Magnús Þór Sigmundsson.“ Óskar Pétursson er bifvélavirki að mennt, og hefur unnið við það síð- ustu þrjátíu ár að „berja bíla“ eins og hann orðar það samhliða löngum söngferli. Síðustu árin, einkum frá því að fyrri plata Óskars kom út, hefur hann þó lítinn tíma haft fyrir annað en sönginn. Þegar hann er að lokum spurður hvort hann kunni skýringu á þeim roknaviðtökum sem fyrsta plata hans hlaut, segir hann erfitt að svara því til. „Ég hef sungið mikið og víða síðustu 20 árin. Lagið „Þú gætir mín“ af fyrri plötunni virðist hafa snert mjög við fólki. Annars reyni ég að höfða til fólks á öllum aldri, einhver sagði að ég höfð- aði til hins almenna söngunnanda.“ Morgunblaðið/Kristján Stund milli söngva: Óskar Pétursson setur jólaljós á runna heima í Munka- þverárstræti á Akureyri. Í jóla- skapi með nýja plötu SÝNINGIN Eplið og eikin verð- ur opnuð í Hönnunarsafni Ís- lands við Garðatorg á morgun, þriðjudaginn 20. desember. Til- efni sýningarinnar er 85 ára af- mæli Óskars Lárusar Ágústs- sonar húsgagnasmiðs, en með Óskari sýnir dóttir hans, Erla Sólveig Óskarsdóttir iðnhönn- uður. Á sýningunni verða sýnd verk eftir Óskar sem hann smíðaði og hannaði sjálfur sem og verk Erlu Sólveigar sem er þekkt fyr- ir hönnun sína. Segja má að þarna komi berlega fram að orðatiltækið „sjaldan fellur eplið langt frá eikinni“ eigi svo sann- arlega við rök að styðjast og munu menn jafnvel sjá tengsl eða líkingu með þeim hús- gögnum þeirra feðginanna sem sýnd verða, þótt áratugir hafi liðið frá því Óskar hannaði og smíðaði sín verk og þar til Erla Sólveig kom fram með sitt. Óskar lærði húsgagnasmíði á verkstæði Hjálmars Þorsteins- sonar við Klapparstíg og lauk sveinsprófi árið 1943. Þess má geta að hann vann á þeim tíma til að mynda við smíði alls tré- verks í hátíðasal Háskóla Íslands og nokkuð af innréttingum þeim sem eru í kapellu Háskólans. Síðar rak hann húsgagna- vinnustofu með Guðmundi Guð- jónssyni sem varð þekktur óp- erusöngvari. Erla Sólveig stundaði nám við Danmarks De- sign Skole í Kaupmannahöfn og útskrifaðist árið 1993. Að námi loknu kom hún heim og hefur unnið sjálfstætt síðan. Þótt Óskar sé nú að verða 85 ára er hann síður en svo hættur að smíða að sögn Erlu Sólveigar. „Hann hefur hjálpað mér frá því ég kom heim úr námi, smíðað allar frumgerðir að verkum mín- um og gerir enn.“ Um ævistarfið segir Óskar Lárus Ágústsson: „Ég er ánægður með að hafa verið smiður. Það er svo skap- andi og verkin manns endast von úr viti.“ Dímon, rauður sófi, sem Erla Sólveig hannaði árið 2003. Sófi hannaður og smíðaður af Óskari árið 1962. Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.