Morgunblaðið - 19.12.2005, Side 19

Morgunblaðið - 19.12.2005, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 19 Meira en fjórðungur allra Íslendinga er með háþrýsting og um 40% Íslendinga um sextugt, en tíðni hans eykst með hækkandi aldri. Hvernig er blóð- þrýstingurinn? LH-mjólkurdrykkurinn er fersk, sýrð mjólkurvara. Lífvirku peptíðin í honum geta hjálpað til við stjórn á blóðþrýstingi. Sjá nánar áwww.ms.is Náttúruleg hjálp við stjórn á blóðþrýsting i H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Síðumúla 21. Reykjavík. Sími 581 1100. reykjavik@beostores.com www.bang-olufsen.com Bang & Olufsen óska þér gleðilegra jóla! BeoSound 1: BeoSound 1 er hin fullkomna jólagjöf fyrir vini, fjölskyldu eða sjálfa(n) þig. Úr glæsilegri hönnun berst afbragðs hljóm- burður - hvort sem þú hlustar á uppáhalds geisladiskinn þinn eða útvarpið. Komdu við hjá Bang & Olufsen og upplifðu. Gefðu þínum nánustu hina fullkomnu jólagjöf frá B&O. BeoCom 6000: BeoCom 6000 er ekki eingöngu þráðlaus sími. Hann sýnir þér hver er að reyna að ná í þig - og þú ákveður hvort þú vilt svara! Einnig getur þú tengt 6 önnur símtæki við og haft þína eigin símstöð á heimilinu. BeoVision 6: Fullkomin LCD mynd og kraftmikill hljómur samtvinnuð í fyrirferðalítilli, fullbúinni lausn. Komdu og skoðaðu BeoVision 6 í verslun okkar. VIÐ ELDRA fólkið erum sífellt að segja að heimurinn sé að fara til fjandans og að frelsið og kröfurnar sem unga fólkið lifi við geri það stressað og óábyrgt. Á sama tíma og við ætlumst til að allir fari í fram- haldsskóla þá er stór hópur ung- menna sem ekki lýkur við nám sitt á réttum tíma eða hættir alveg. Mörg þeirra hafa ekki úthald í að vera í skóla samhliða vinnu og skemmt- analífinu. Ég veit að margir foreldrar fara dyggilega eftir landslögum um útivist barna og ungmenna framan af en þegar í framhaldsskóla kemur er eins og fjandinn sé laus. Allt í einu þarf að vinna með skóla auk þess sem fram- boð af alls kyns uppákomum hefur aldrei verið meira. Að sjálfsögðu skipta vinir miklu máli á þessum ár- um og oft er verið að velja sér vini fyrir lífstíð. En mér er spurn; er nauðsynlegt að ungmenni séu úti heilu og hálfu næturnar? Hvaða áhrif hefur það á geðheilsu ungmenna að vaka fram eftir tvær til þrjár nætur kringum hverja helgi? Vitað er að ef einstaklingur á að standa sig vel í skóla eða vinnu er nauðsynlegt að hann fái nægilegan svefn. Tvo sólarhringa að jafna sig Sá sem vakir heilu næturnar og er kannski samhliða að neyta áfengis eða annarra vímuefna er um það bil tvo sólarhringa að jafna sig. Það þýð- ir að hann er orðinn sæmilega skýr á þriðjudegi og getur unnið vel þann dag og þann næsta en svo kemur til- hlökkun fyrir helgina á fimmtudegi þannig hann er ófær um að sinna náminu sem skyldi. Ekki bætir úr ef hann er einnig að vinna með skól- anum eða hangir í tölvu á nóttunni. Þá er erfitt að vakna til að fara í skól- ann. Undanfarin ár hafa veitingahús borgarinnar keppst við að hafa opið fram á morgun. Nóg eftirspurn virð- ist vera því alltaf er rætt um að fullt sé á skemmtistöðum. Það er enginn maður með mönnum nema geta sagt það í skólanum á mánudegi að hann hafi verið á djamminu til klukkan fimm eða helst sex alla helgina. Ég velti fyrir mér hvernig einbeiting er hjá þeim sem snúa sólarhringnum við? Getur verið að brottfall úr skól- um eigi sér rætur sínar í því að ung- menni eru of upptekin í vinnuþjarki eða djammi. Einnig er það umhugs- unarefni hvort ekki sé mun auðveld- ara fyrir fíkniefnasala að ná til ung- menna sem hafa svona langan tíma í útivist. Of mörg ungmenni lenda í vanda með vímuefni eða í klóm nauðgara og bíða ævarandi skaða af. Nú gæti einhver sagt að það væri ekki á ábyrgð skemmtistaða hverjir þá sæktu heldur verði foreldrar að hafa hemil á börnum sínum. Auðvitað er það þannig að foreldrar eiga að vera fyrirmyndir og í raun ætti besta forvörnin að eiga sér stað inni á heim- ilunum og langoftast er það þannig. En stundum er álagið of mikið eða samskiptin ekki nógu traust. Mörg ungmenni eru líka í sjálfstæðisbar- áttu og láta foreldra vita að þau séu fullfær um að sjá um sig sjálf. Vakandi heilu og hálfu næturnar Hvernig líður foreldrum þessara ungmenna? Er öllum sama eða getur verið að margir foreldrar sé vakandi heilu og hálfu næturnar að bíða eftir börnum sínum? Hvernig áhrif hefur það á geðheilsu þeirra? Getur verið að ef andvökunóttum foreldra fylltar kvíða og áhyggjum myndi fækka þá yrðu færri þunglyndir? Gæti verið að ef ungmenni fengju nógan svefn og hefðu meiri eirð heima fyrir ættu þau auðveldara með að einbeita sér og þá myndu færri detta út úr framhalds- skóla? Ég tel að það sé umhugsunar- efni fyrir samfélagið hvernig við bú- um í haginn fyrir þá sem erfa eiga landið. Nú er oft rætt um að það þurfi heilt þorp til að ala upp einn ein- stakling. Ég vil því ganga svo langt að segja að það ætti að vera sameiginleg ákvörðun að líða ekki ungmennum að vera úti alla nóttina og eiga á hættu að eyðileggja framtíðardrauma sína. Þar gæti t.d. Reykjavíkurborg verið í forsvari með því að stytta á nýjan leik opnunartíma skemmtistaða og hlúa þannig betur að fjölskyldunni.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Landlæknisembættið Úti alla nóttina Sá sem vakir heilu næturnar og er kannski samhliða að neyta áfengis eða annarra vímuefna er um það bil tvo sólarhringa að jafna sig. Salbjörg Bjarnadóttir, verk- efnastjóri Þjóðar gegn þunglyndi, Landlæknisembættinu. DAGLEGT LÍF KVÍÐI og streita getur myndast hjá börnum fyrir hátíðirnar rétt eins og hjá þeim fullorðnu en for- eldrar geta veitt börnum sínum aðstoð þegar svo er komið, eins og bent er á á heilsuvef MSNBC. Sumir fullorðnir finna fyrir streitu eða sorg í kringum jólin og það á við um sum börn líka eins og sálfræðingurinn Jonathan Dalton segir í samtali við MSNBC. Illt í maganum Vandamálið er hins vegar að börn- in segja oft ekki frá streitu sinni og tjá kvíðann allt öðruvísi en full- orðnir. Börn undir 8–9 ára aldri upp- lifa streitu meira líkamlega en full- orðnir, þ.e. þeim er t.d. illt í maganum. Einnig geta þau orðið pirruð, fara að slást við systkini og vini og eiga erfitt með svefn. Þegar börn verða eldri og nálgast tánings- aldur eykst tilfinningainnsæi þeirra og þau geta látið vita af því að þau séu kvíðin. Líf í föstum skorðum Foreldrar geta gert ýmislegt til að koma í veg fyrir að börnin verði fyrir barðinu á streitu og kvíða í tengslum við hátíðirnar. Fyrst og fremst þurfa foreldrar að muna að börn þurfa reglu og rútínu allan ársins hring, t.d. hvað varðar matmálstíma og háttatíma. Barnageðlæknirinn David Fassler bendir á að ræða þurfi áætlun varð- andi ferðalög um jólin við börnin mjög tímanlega. Ákvarðanir á síð- ustu stundu eða sífelldar breytingar á áætlunum geta ýtt undir streitu hjá börnum. Ræða þarf við börnin um hvað er í vændum, þ.e. hvert er verið að fara, hvers konar boð er um að ræða og til hvers er ætlast af börnunum, þ.e. hvort þau eigi að sitja til borðs með fullorðnum eða megi leika sér með öðrum börnum. Börn sem nýlega hafa orðið fyrir áfalli vegna ástvinamissis, skilnaðar eða náttúruhamfara, eru sérstaklega viðkvæm fyrir hátíðarstressi. Börn geta vanist alls kyns breytingum en það er erfitt fyrir alla að venjast óör- yggi, eins og Fassler bendir á. Hefðir í tengslum við jólin eru börnum mikilvægar eins og regla og rútína og foreldrar ættu að reyna að halda í þær til að auka öryggi barnanna.  HEILSA Jólakvíði hjá börnum Börn þurfa reglu og rútínu allan árs- ins hring, t.d. hvað varðar matmáls- tíma og háttatíma, líka um jólin. Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.