Morgunblaðið - 19.12.2005, Síða 35

Morgunblaðið - 19.12.2005, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 35 FRÉTTIR Í dag eru 100 ár frá fæðingu Þórarins Björnssonar skóla- meistara Menntaskól- ans á Akureyri. Þór- arinn Björnsson var eftirminnilegur öllum sem honum kynntust. Hann hafði til að bera frumlega hugsun, ein- stakt minni og hug- myndaflug sem fáum er gefið. Menntun hans var klassísk menntun evrópskrar yfirstéttar en hóg- værð íslenskra bænda einkenndi viðhorf hans alla tíð. Þórarinn Björnsson fæddist á Víkingavatni í Kelduhverfi, elstur fjögurra systkina. Foreldrar hans voru Guðrún Hallgrímsdóttir [1881–1959] úr Austurgörðum í Kelduhverfi og Björn Þórarinsson Víkingur [1858–1942] og hafði ætt hans búið á Víkingavatni frá því um 1680. Þórarinn Björnsson var af þingeyskum bændum kominn og var alla ævi tengdur heimahögun- um sterkum böndum og þótt leið hans lægi snemma burtu úr Keldu- hverfi talaði hann ávallt um að fara heim þegar hann fór í Víkingavatn. Menntun Vorið 1922 tók Þórarinn próf upp í annan bekk Akureyrarskóla en sat aðeins einn vetur sem reglu- legur nemandi í skólanum og lauk vorið 1924 gagnfræðaprófi, hæstur 39 gagnfræðinga. Haustið 1924 ákvað Sigurður skólameistari að farið yrði að kenna til stúdents- prófs. Var þetta liður í baráttu hans fyrir stofnun menntaskóla á Akureyri. Sigurður segir tildrögin þau að skólaárið 1923–1924 hafi í 3. bekk verið „eigi allfáir álitlegir námsmenn, sem hugur ljek á að halda áfram að gagnfræðaprófi loknu, en skorti fje til suðurfarar. Var eigi annað sýnna en hætta yrði þeir námi, að minnsta kosti þá í bili. Var okkur kennurum og eft- irsjá að sumum þessarra nemenda úr skólanum, sökum mannkosta þeirra, háttprýði og hollra áhrifa á skólabrag og skólavist“. Einn í þessum hópi var Þórarinn Björns- son. Eftir þriggja vetra undirbúning í menntadeild Akureyrarskóla tók Þórarinn stúdentspróf frá Reykja- víkurskóla ásamt fjórum öðrum norðanmönnum. Stóðust allir próf- ið, enda þótt snörur væru þeim snúnar og þeir prófaðir í umfangs- meiri fræðaforða en sunnanmenn. Þórarinn Björnsson hlaut hæsta einkunn þeirra félaga sem með prófum sínum sönnuðu að Akur- eyrarskóli var fær um að búa nem- endur undir stúdentspróf. Eitt fyrsta verk Jónasar frá Hriflu sem kennslumálaráðherra var að veita Gagnfræðaskólanum á Akureyri í október 1927 heimild til að halda uppi lærdómsdeild menntaskóla og brautskrá stúdenta. París, Frakkland og frönsk menning Haustið 1927 hélt Þórarinn til náms við Sorbonne, einn fyrstur Íslendinga á síðari öldum. Hreifst hann af París, Frakklandi og franskri menningu og vitnaði oft til hennar og bar saman við íslenska menningu. „Frakkar og Íslending- ar dýrka gáfur í sjálfum sér, og þessi dýrkun „intelligence en soi“ er hættuleg,“ eins og hann segir. Um París segir hann að hún sé ekkert eitt, heldur allt, þ.e. hún er lífið sjálft, enda um langt skeið höf- uðmiðstöð vestrænnar menningar. Eftir fimm vetra nám lauk Þór- arinn licence-és-lettres-prófi í frönskum bókmenntum og mál- fræði, latínu og uppeldisfræði og hóf í janúar 1933 starf sem kennari við Menntaskólann á Akureyri. Kennarinn Þórarinn Björnsson taldi kennslu listrænnar ættar og naut þess að kenna, enda fæddur kennari. Í ræðu við skólasetn- ingu 1956 segir hann: „Ég vona, að kennar- arnir gefi skólanum sem mest af sálu sinni, því að án þess verður enginn merkur í kennarastarfi. Göfgi og erfiði kennara- starfsins er í því fólg- ið, að það er sálar- starf.“ Sjálfur gaf hann skólanum sálu sína. Andrés Björnsson, fyrrum útvarpsstjóri, segir: „Mér er Þórarinn minnisstæður frá fyrstu starfsárum hans í Mennta- skólanum á Akureyri. Honum fylgdi lifandi andi mennta og mannúðar, og hann gaf okkur sýn yfir svið, stærri og svipmeiri en við áttum að venjast. Hann var logandi af áhuga á starfi sínu. Hann kenndi af ástríðufullri ákefð, sem aðeins fáum útvöldum er gefin. Hann hreifst af viðfangsefnum sínum, en hitt var þó ekki síður áberandi, hversu hann unni nemendum sín- um og lifði sig inn í hug þeirra og tók þátt í högum þeirra.“ Fjölskyldumaðurinn Þórarinn Björnsson gekk að eiga Margrétu Eiríksdóttur píanóleik- ara 22. júní 1946 og eignuðust þau tvö börn. Guðrún Hlín er fædd 17. apríl 1947, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1967 og kennaraprófi 1968 og starfaði allmörg ár sem kennari en vinnur nú við verslunarstörf í Reykjavík. Björn fæddist 22. júní 1949, lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1969 og almennu læknaprófi frá Háskóla Íslands 1976, stundaði sérfræðinám í Bandaríkjunum og er nú yfirlæknir við King’s Daughter’s Medical Center í Ashland í Kentucky. Skólameistarinn Þórarinn Björnsson var skipaður skólameistari frá 1. janúar 1948 og var virtur fyrir gáfur, mannskiln- ing og hlýju. Á stundum virtist þennan gáfaða mann bresta dóm- greind og hann tapa áttum. Eink- um var það í viðskiptum við breyska nemendur sem brutu regl- ur skólans eða urðu skólanum til vansæmdar, enda var Þórarinn við- kvæmur og örgeðja og tók slíkt nærri sér og var eins og honum fyndist gert á sinn hlut. Sýn Þórarins Björnssonar á menntun einkenndist af andúð á sérhæfingu og tækni. „Það má ekki hugsa of mikið um hið hagnýta. Menntaskólarnir eiga að veita sem víðasta sýn.“ Menntun átti að vera breið og traust og skólinn átti að „glæða í nemendum gagnhollan hug og réttgjarnan í garð þjóð- félags þeirra og temja þá við vand- virkni og nákvæmni í vinnubrögð- um og þjónustu“. „Tæknin, sú hin drembiláta drottning nútímans, virðist því miður ekki til þess fallin að auka frelsisandann. Það er ekki aðeins, að hún fái valdasjúkum ein- ræðisherrum máttugri tæki til kúgunar, andlegrar og líkamlegrar, en áður hafa þekkst, heldur stuðlar hún að því að gera hvern einstak- ling að persónulausu hjóli í vél samfélagsins. Í hinum frjálsustu þjóðfélögum eru hömlur stöðugt að verða meiri og meiri, og er jafn- framt kvartað undan því, að per- sónuleg ábyrgðartilfinning fari dvínandi í heiminum. Utanverðar hömlur koma í stað innri banda. Og er þá ekki þroski mannkynsins í voða? Því að þroskinn kemur að innan og aðeins að innan. Og allur sannur þroski er siðferðilegs eðlis.“ Ræðumaðurinn Þegar Þórarinn tók við starfi skólameistara var rætt um að hon- um yrði erfitt að feta í fótspor Sig- urðar skólameistara, einkum sem ræðumaður, enda Sigurður orð- lagður ræðuskörungur. En í þessu sem mörgu öðru skeikaði almanna- rómi. Þórarinn varð snemma eft- irsóttur fyrirlesari vegna lifandi frásagnar, einlægni og skarpra at- hugasemda og hann opnaði mönn- um sýn til umheimsins. Ræður hans urðu landsfrægar og til þeirra var vitnað og orð hans meitluðust í hug manna og urðu landfleyg: „Látið ekki lærdóminn gera ykkur ómannleg. Þá er hann aðeins menntunarlaus þekking. Þekkingin verður þá fyrst menntun, er hún hefur verið krufin til mergjar af frjálsri og sjálfstæðri hugsun.“ Fyrsta ræða Þórarins, sem vakti landsathygli, var flutt í fullveld- isfagnaði Stúdentafélags Reykja- víkur 30. nóvember 1954. Megin- efnið var frelsi og menning: „Hver sá, er menntaður vill teljast, verður að varðveita hug sinn sem lengst frjálsan og opinn. Frjálslyndi og víðsýni er aðal sannrar menntunar. Öfgar og ofstæki er ómenningar vottur og minnir á galdrabrennur liðinna tíma. Sönn menning er hóf- söm. Hún leitar jafnvægis and- stæðnanna eins og fagurt listaverk. Hún lítur á margt, helst allt, en einblínir ekki á eitt. […] Öfgarnar sjá hins vegar það eitt, sem þeim hentar að sjá, en sníða hitt burt, hvort heldur það eru óþægilegar staðreyndir eða höfuð á of stífum bol.“ Það var ekki að undra þótt menn hrifust af orðum Þórarins skóla- meistara. Í miðju kalda stríðinu talar hann af hófsemi hins mennt- aða, þekkingu hins víðlesna og festu manns sem hefur tileinkað sér klassískt siðgæði menntaðra Evrópumanna. Orð hans hljómuðu eins og opinberun í eyrum þeirra sem orðnir voru þreyttir á orða- skaki, útúrsnúningum og falsi of- stækismanna í hvorum tveggja herbúðum sem sáu aðeins það sem hentaði þeim. Þýðandinn En það voru ekki aðeins ræður sem héldu nafni Þórarins á loft sem orðlistamanns heldur ýmis skrif og ekki síst þýðingar hans, einkum á skáldverkinu Jean-Chri- stohpe eftir Romain Rolland [1866– 1944]. Rolland var prófessor í tón- list við Sorbonne og skrifaði dokt- orsritgerðir um ítalska málaralist og um upphaf hins ljóðræna leik- húss. Skáldverkið kom út á árunum 1904 til 1912 og fjallar um baráttu tónlistarmannsins Jean Christophe við sjálfan sig og samtíð sína. Vildi Rolland leggja sitt af mörkum til friðar milli þjóða og manna. „Hann gerir það með slíkum yndisþokka í frásögn, að bókin varð þegar frá upphafi ein sú evrópsk lilja sem all- ir vildu kveðið hafa, og hefur sagan haldið virðíngarsessi í bókmennt- um heims jafnan síðan, þó tímar og menn hafi breyst,“ segir Halldór Laxness í ritdómi í Þjóðviljanum 8. febrúar 1948, og heldur áfram: „Því má ekki heldur gleyma, að þýðíng Þórarins Björnssonar er merkilega vel gerð; auk þess sem hún lýsir virðíngu þýðandans fyrir hinu einstæða verki sem hann fær- ist í fáng að gefa löndum sínum, þá hefur hann gullvæga heimafeingna þekkíngu á íslenskri túngu, kominn af miklu gáfufólki norðurþíng- eysku, og hámenntaðan málsmekk af frönskunámi og latínu, svo það er eitt fyrir sig unaður að lesa jafn- fágaða íslensku og þá sem maður þessi hefur á valdi sínu.“ Lokaorð Þórarinn Björnsson vann Menntaskólanum á Akureyri af eldhug sem honum var í blóð bor- inn. Síðustu ár hans sem skóla- meistara fjölgaði í skólanum og tók þá að gæta breytinga á viðhorfi nemenda sem kröfðust aukins frjálsræðis – og tóku sér frelsi sem þeir höfðu ekki haft. Þetta olli Þór- arni áhyggjum og vonbrigðum. Sem skólameistari fylgdist hann með öllu, námsárangri nemenda, tímasókn þeirra, áhugamálum, erf- iðleikum og framtíðaráformum, og hann lagði nótt við dag og brann að lokum upp. Þórarinn Björnsson hafði hug á að snúa sér að ritstörfum þegar aldur færðist yfir hann. Það auðn- aðist honum ekki. Þótt hann væri heilsuhraustur kom að því að hann gat ekki meir. Í ágúst 1966 fékk hann kransæðastíflu og dvaldist í Reykjavík um veturinn og komst til allgóðrar heilsu, að því er talið var. Haustið 1967 tók hann aftur við störfum og setti skóla 1. októ- ber 1967, eins og venja var. Um miðjan nóvember veiktist hann hastarlega. Lá hann á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri að heita má til dánardægurs og lést 28. jan- úar 1968. Margir urðu til þess að minnast Þórarins Björnssonar. Hafa fáir menn hlotið betri eftirmæli á öld- inni sem leið. Flestir töluðu um gáfur hans, góðvilja og örlyndi. Árni Kristjánsson, íslenskukennari við Menntaskólann á Akureyri, segir: „Ég hef engum manni kynnst, sem var jafnlagið að skapa slíkt andrúmsloft [vináttu] í kring- um sig. Það stafaði umfram allt af því, hversu einlægur og opinskár hans eigin hugur var. Hann gaf svo fúslega af sjálfum sér, og þar fór saman mikil auðlegð og mikið ör- læti. Gáfur hans voru miklar og fjölhæfar. Það gat ekki leynst fyrir neinum, sem átti tal við hann. Hitt er mér þó enn ríkara í huga, hve góður maður hann var.“ Þórarinn Björnsson þýddi sög- una Litli prinsinn eftir Antoine de Saint Exupéry [1900–1944]. Setn- ing úr þeirri sögu hljóðar þannig: „Maður sér ekki vel nema með hjartanu. Það mikilvægasta er ósýnilegt augunum.“ Þau orð hefðu getað verið einkunnarorð Þórarins Björnssonar því að þau lýsa við- horfi mannsins, kennarans, hugs- uðarins og skólameistarans. Hann sá með hjartanu og líf hans ber vitni um, að það mikilvægasta er ósýnilegt augunum. Tryggvi Gíslason, fyrrverandi skólameistari Menntaskólans á Akureyri. ÞÓRARINN BJÖRNSSON Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, amma og systir, MARGRÉT RÓSA MAGNÚSDÓTTIR (Pinný) Árholti, Húsavík sem lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga fimmtudaginn 15. desember verður jarðsungin miðvikudaginn 21. desember frá Húsavíkurkirkju kl. 14.00. Geirfinnur Svavarsson, Svavar Geirfinnsson, Birna Geirfinnsdóttir og fjölskyldur. Elsku maðurinn minn, pabbi, tengdapabbi og afi, ÓMAR HLÍÐKVIST JÓHANNSSON, Ásbúð 31, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Vídalínskirkju miðviku- daginn 21. desember kl. 13.00. Sesselja Hauksdóttir, Haukur Hlíðkvist Ómarsson, Freyja Hlíðkvist Ómarsdóttir, Helga P. Finnsdóttir, Salka Hlíðkvist Einarsdóttir, Hrafn Hlíðkvist Hauksson, Hekla Hlíðkvist Hauksdóttir. RAUÐI kross Íslands hefur veitt Símanum viðurkenningu fyrir veittan stuðning við starf hreyfing- arinnar. Síminn er einn af bak- hjörlum Rauða krossins en bak- hjarlar leggja fram 300.000 kr. eða meira á ári til hjálparstarfs Rauða krossins. Bakhjarlar fá viðurkenning- arskjöld fyrir stuðninginn. Þeim býðst einnig að fá heimsókn starfs- manna eða sjálfboðaliða Rauða krossins sem segja frá því hvernig fjárstyrknum er varið. Þá er bak- hjörlum boðið að senda fulltrúa á aðalfund Rauða kross Íslands, segir í fréttatilkynningu. Síminn og Rauði kross Íslands eiga að baki farsælt samstarf í símasöfnunum á vegum hreyfing- arinnar. Síminn og Rauði kross Ís- lands gerðu á árunum 2002–2004 samkomulag um stuðning Símans við Hjálparsíma Rauða krossins, 1717. Hjálparsími Rauða krossins er gjaldfrjáls og opinn allan sólar- hringinn fyrir þá sem finnst þeir vera komnir í öngstræti en vilja þiggja aðstoð til að sjá tilgang með lífinu. Á myndinni má sjá Þór Daníels- son, verkefnisstjóra Rauða kross- ins, afhenda Evu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Símans, skjöld með áletrun um að Síminn sé einn af Bakhjörlum Rauða kross Íslands. RKÍ afhendir Símanum viðurkenningu ALDARMINNING Þingeyjarsveit | Sveitarstjórn Þing- eyjarsveitar hefur samþykkt stuðn- ingsyfirlýsingu við Háskólann á Akureyri. Fram kemur að mikilvægt sé að undirstöður séu traustar, jafnt faglega sem fjárhagslega. „Háskólinn er máttarstólpi byggð- ar, bæði þéttbýlis og dreifbýlis á Norðurlandi, og afar mikilvægt að hann vaxi og dafni. Sveitarstjórn skorar á Alþingi og ríkisstjórn að standa dyggan vörð um Háskólann á Akureyri þannig að bjóða megi fjöl- breytilega námsmöguleika við skól- ann og tækifæri til náms sem henta öllum, óháð búsetu. Jafnframt er Háskólinn á Akureyri mikilvægur vinnustaður fyrir Norðlendinga þar sem eru atvinnutækifæri fyrir fólk sem á framhaldsmenntun að baki. Slíkur vinnustaður er lykilatriði í samfélagsgerð sem í sífellt auknum mæli byggir á þekkingu og afurðum hennar.“ Skorað er á stjórnvöld að veita aukna fjármuni til skólans. Samþykkja stuðning við HA ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.