Morgunblaðið - 19.12.2005, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 39
DAGBÓK
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra gefur núút kærleikskúlu, þriðja árið í röð, sem selder til styrktar ungum skjólstæðingum fé-lagsins. Andvirðið rennur óskipt til þess
málstaðar. Það er listakonan Rúrí sem hannar kúl-
una í ár en áður hafa Erró og Ólafur Elíasson hann-
að kærleikskúlu. Kúlan, uppblásin glerkúla, er gef-
in út í takmörkuðu upplagi og aðeins seld í
ákveðinn tíma, en síðasta söludagur er einmitt í
dag.
„Það var haft samband við mig í vor og ég beðin
að gera þetta. Ferlið hefur verið langt, það tekur
tíma að ná endanlegri útkomu. En verkefnið hefur
verið skemmtilegt, listamennirnir gefa alfarið
vinnu sína – það eina sem við höfum út úr þessu er
ánægjan, en það vill svo skemmtilega til að ánægj-
an er mikil!“ segir Rúrí í samtali við Morgunblaðið.
Hún segir mjög vandað til verksins að öllu leyti
„og öll hönnun og framsetning er til mikillar fyr-
irmyndar að mínu mati.“
Rúrí nefnir verkið Án upphafs – án endis.
„Ég ákvað að vinna með ákveðið þema sem ég
valdi sjálf, án upphafs og án endis, því að kærleik-
urinn er þess eðlis.“
Kúlan er seld í fallegum kassa, þar er að finna
ýmsar upplýsingar sem og þanka listamannsins um
verkið.
Um Kærleikskúluna 2005 segir Rúrí: „Orðin vísa
til þess að kærleikurinn á sér hvorki upphaf né
endi.
Hann er óskilyrtur – óendanlegur – hann er.
Eins er með fossinn – hann rennur án afláts –
hann er.
Fullkomin kúla hefur hvorki upphaf né endi,
á sama hátt og hnötturinn okkar,
Jörðin er ein samfelld heild.
Einn af hinum máttugu fossum landsins birtist í
brothættu, svífandi listaverkinu, sem örsmáum
heimi, sem aftur kallast á við og speglar alheim þar
sem jörðin svífur um í ómælisgeimi.“
Rúrí segir það hafa verið mikla ögrun að takast á
við verkefnið, í kjölfar þeirra fallegu listaverka sem
Erró og Ólafur Elíasson unnu fyrir Styrktarfélag
lamaðra og fatlaðra í fyrra og hitteðfyrra. „Það er
alltaf skemmtileg að fást við ögrun og ég tekst á við
þetta eins og hvert annað listaverk. Formið er það
sama og stærðin er sú sama og á fyrri verkum.
Þetta eru virkilega skemmtilegir og fallegir hlutir,
en þá er ég reyndar ekki að tala um mína kúlu; það
er ekki mitt að leggja dóm á hana!“
Kúlan er seld í Listasafni Reykjavíkur í Hafn-
arhúsinu, hjá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra og
í verslununum Home Art í Smáralind, Villeroy &
Boch í Kringlunni, Kokku á Laugavegi, Valrós á
Akureyri, Bláa blóminu á Höfn og Norska húsinu í
Stykkishólmi.
List | Síðasti söludagur Kærleikskúlu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra er í dag
Kærleikur án upphafs og endis
Rúrí er fædd 1951 í
Reykjavík. Hún stund-
aði listnám þar og í
Hollandi og hefur alla
tíð starfað og haldið
sýningar á alþjóð-
legum vettvangi, ým-
ist ein eða með öðr-
um. Verk hennar eru á
söfnum víða um heim
og útiverk Rúríar hafa
verið afar áberandi.
Hún var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíær-
ingnum 2003 og vakti verkið Archive –
Endangered Waters heimsathygli. Rúrí er
annar tveggja borgarlistamanna Reykjavík-
ur 2005. Hún er gift Páli Steingrímssyni
kvikmyndagerðarmanni.
Svíningu hafnað.
Norður
♠ÁG5
♥10843
♦1064
♣KG2
Suður
♠KD4
♥ÁK752
♦3
♣Á863
Suður verður sagnhafi í fjórum
hjörtum. Sem er traustur samningur
að sjá, allt þar til legan í trompi kem-
ur í ljós: Vestur spilar út tígulkóng og
fylgir á eftir drottningunni, sem suður
trompar og leggur niður hjartaás. En
þá hendur austur tígli.
Hvernig er best að spila?
Það er nefnilega það. Ef vestur fær
tvo slagi á tromp má engan gefa á
lauf, svo vel heppnuð svíning þar virð-
ist nauðsynleg. En bíðum við.
Kannski er hægt að komast hjá lauf-
svíningunni með því að endaspila
vestur í trompi.
Norður
♠ÁG5
♥10843
♦1064
♣KG2
Vestur Austur
♠972 ♠10863
♥DG96 ♥–
♦KDG5 ♦Á9872
♣74 ♣D1095
Suður
♠KD4
♥ÁK752
♦3
♣Á863
Fyrst eru þrír slagir teknir á spaða
og endað í borði. Þá er tígull stung-
inn, laufás tekinn og laufi spilað á
kónginn. Austur fær næsta slag á
laufdrottningu og það er sama hverju
hann spilar, suður hendir laufi heima
og vestur verður að trompa hátt.
Sagnhafi fær svo síðustu tvo slagina á
hjartatíu í borði og hjartakóng heima.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 d6 4. d4
exd4 5. Rxd4 Bd7 6. Rc3 Rf6 7. Bxc6
bxc6 8. Df3 c5 9. Rf5 Bxf5 10. exf5
Hb8 11. b3 Be7 12. Bb2 d5 13. 0–0–0
c6 14. g4 0–0 15. g5 Rd7 16. f6 Bd6
17. h4 Be5 18. Df5 Hb7 19. h5 Da5
20. Hh3 Db4 21. Rxd5 Bxb2+ 22.
Kxb2 cxd5 23. fxg7 Kxg7 24. Hxd5
Da4 25. Hhd3 Hd8 26. h6+ Kg8
Alexei Shirov (2.710) hefur lengi
verið á meðal bestu skákmanna heims
en á heimsbikarmóti FIDE í Khanty-
Mansiysk í Rússlandi féll hann óvænt
úr leik í þriðju umferð gegn Mikhail
Gurevich. Í fyrsta einvígi Shirovs á
mótinu mætti hann Kasakstanum
Kiril Kuderinov (2.432) og í þessari
stöðu lék hann með hvítu 27. De5! en
með þessum leik hótar hvítur máti á
g7. Svartur lék 27. … f6 þar sem
hann gat ekki tekið drottninguna
vegna mátsins upp í borði. Eigi að
síður gafst hann upp eftir 28. De7
enda ræður hann ekki við máthótun
hvíts.
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is
Hvítur á leik.
Kjarasamningar Starfs-
mannafélags Reykjavík-
urborgar
HR. EINAR Oddur Kristjánsson,
Gunnar Birgisson og fleiri með
sama hugsunarhátt og þið tveir.
Eftir að við borgarstarfsmenn
náðum, að mínu mati, mjög góðum
samningi við okkar viðsemjendur
hafið þið haft um þá samninga
mjög svo stór orð. Þú Einar í
Kastljósþætti í sjónvarpinu þar
sem þú ásamt borgarstjóra sátuð
fyrir svörum um samninginn tel
ég ásamt öllum þeim sem ég hef
rætt við að þú hafir orðið þér til
ævarandi skammar og flokki okk-
ar.
Það eina sem við höfum til saka
unnið er að gera GÓÐAN kjara-
samning. Við starfsmenn Reykja-
víkurborgar höfum þurft að vinna
fyrir okkar launum, þar sem við
höfum ekki svigrúm til að skipa
okkur í nefndir sem aldrei koma
saman og þiggja fyrir það háar
upphæðir. Ég held, herrar mínir
og frúr, að þið ættuð að horfa í
ykkar eigin barm, gaspra minna,
því minna því betra.
Borgarstjóri góður, ég tek ofan
fyrir þér eftir þennan Kast-
ljósþátt. Þegar ég gekk í Sjálf-
stæðisflokkinn fyrir u.þ.b. 30 árum
var svona hugsunarháttur eins og
nú er við hafður í flokknum ekki
til. Ef ekki á illa að fara í næstu
kosningum til Alþingis verður að
verða breyting þar á. Ég skora að
lokum á ykkur að segja nei takk
þegar kjaradómur ákveður næst
launahækkun ykkur til handa. Ef
ekki þá gæti orðið hér óðaverð-
bólga. Að lokum langar mig að
óska aðildarfélögum BSRB góðs
gengis í komandi samninga-
viðræðum.
Ómar F. Dabney,
borgarstarfsmaður.
Fyrirspurn til
forseta Íslands
UM síðustu áramót sagði forseti
Íslands í ræðu sinni ætla að
standa fyrir stórátaki til að upp-
ræta eiturlyfjavandann. Nú er ár-
ið að verða liðið og ekkert bólar á
neinum aðgerðum og virðist syrta
æ meira í álinn í þessum mála-
flokki. Ekki virðast fjárframlög
frá hinu opinbera vegna þessa
málaflokks aukast. Hvernig væri
að forsetinn drægi úr ferðalögum
og veisluhöldum og léti andvirði
þess renna til þessa málaflokks?
Ólafur Þór Friðriksson.
Læður fást gefins
TVÆR læður, 18mánaða, fást gef-
ins á góð heimili vegna ofnæmis á
heimilinu. Þær eru mjög blíðar,
þægilegar og snyrtilegar. Allir
fylgihlutir fylgja með. Upplýs-
ingar í síma 557 6656 og 699 6564.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
Fréttasíminn
904 1100
Staðurogstund
http://www.mbl.is/sos
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Félagsvist alla má-
nud. kl. 14, viðtalstími hjúkrunarfræð-
ings kl. 9–11, leikfimi kl. 9 og boccia kl.
10. Vinnustofa opin alla daga frá kl. 9–
16.30.
Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa-
vinna kl. 9–16.30. Smíði/útskurður kl.
9–16.30. Söngstund kl. 10.30. Fé-
lagsvist kl. 13.30. Myndlist kl. 16.
Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa-
vinna, bútasaumur, samverustund,
fótaaðgerð.
Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er
öllum opið. Fastir liðir eins og venju-
lega. Kíktu við, skoðaðu dagskrána,
líttu í blöðin og láttu þér líða vel yfir
aðventuna t.d. í morgunkaffinu hjá
okkur alla virka daga. Nokkrir miðar
til á Vínarhljómleikana 6. jan. 2006.
Munið Þorláksmessuskötuna! Uppl.
588 9533
Félag eldri borgara í Kópavogi | Fé-
lagsvist verður spiluð í kvöld kl.
20.30 í Gullsmára.
Félagsheimilið Gjábakki | Kl. 9–12
handavinna, kl. 9.30 boccia, kl. 9.30
gler- og postulínsmálun, kl. 13.15 lom-
ber.
Félagsmiðstöðin, Gullsmára 13 |
Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilar
alla mánu- og fimmtudaga. Mæting
og skráning kl. 12.45. Síðasti spila-
dagur fyrir jól. Fyrsti spiladagur á
nýju ári fimmtudagur 5. janúar.
Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9–16.30
vinnustofur opnar. Kl. 10.30 sund og
leikfimiæfingar í Breiðholtslaug. Í há-
deginu er jólahlaðborð í Kaffi Bergi,
m.a. „Kynslóðir saman í Breiðholti“,
börn frá Ártúnsskóla í heimsókn með
leik og söng, umsjón Ellert Borgar
Þorvaldsson, skólastjóri, allir vel-
komnir, spilasalur opinn.
Hraunbær 105 | Félags- og þjónustu-
miðstöðin verður opin milli jóla og ný-
árs en félagsstarf liggur niðri.
Hraunbær 105 | Kl. 9 perlusaumur,
almenn handavinna, jólaskreyting,
kaffi, spjall, dagblöðin. Kl. 10 fótaað-
gerð, bænastund. Kl. 12 hádeg-
ismatur. Kl. 13.30 skrautskrift. Kl. 15
kaffi.
Hraunsel | Moggi, rabb og kaffi kl. 9.
Pútt kl. 10. Glerskurður kl. 13. Fé-
lagsvist kl. 13.30.
Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnustofa
kl. 9–16 hjá Sigrúnu, jólakortagerð,
silki- og glermálun. Frjáls spila-
mennska kl. 13–16. Böðun fyrir há-
degi. Fótaaðgerðir 588 2320.
Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er
öllum opið. Fastir liðir eins og venju-
lega. Kíktu við, líttu í blöðin, fáðu þér
kaffisopa, skoðaðu dagskrána og
láttu þér líða vel á aðventunni í Betri
stofunni í hjá okkur. Jólatréð okkar er
verulega fallegt. Munið skötuna á
Þorláksmessu. Sími 568 3132.
Norðurbrún 1, | Smíði kl. 9, upplestur
kl. 10.30. Vinnustofa opin kl. 13–16.30.
Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl.
9–12.30, bókband kl. 9–13, hár-
greiðsla kl. 9–16, morgunstund kl. 9–
10, boccia og fótaaðgerðir kl. 10,
handmennt, almenn, kl. 13–16.30,
glerbræðsla kl. 13–17, frjáls spila-
mennska kl. 13.
Kirkjustarf
Keflavíkurkirkja | Leikskólabörn í
Keflavík koma til kirkju kl. 10 árd.
ER NEFIÐ STÍFLAÐ?
Fæst í apótekum
og lyfjaverslunum
STERIMAR
Skemmir ekki slímhimnu
er náttúrulegur
nefúði sem losar stíflur
og léttir öndun.
Fyrir 0-99 ára.
Marimekko flytur um áramót úr
IÐU húsinu að Laugarvegi 7.
30-40%
afsláttur af öllum fatnaði til jóla.
Vönduð jólagjöf á góðu verði.
STÓRÚTSALA V/FLUTNINGA
Opið til kl. 22 öll kvöld til jóla