Morgunblaðið - 19.12.2005, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 19.12.2005, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 33 MINNINGAR Elskuleg fósturdóttir okkar, HAFRÚN HAFSTEINSDÓTTIR, Torfufelli 31, Reykjavík lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 16. desember. Útför hennar fer fram frá Fella- og Hólakirkju fimmtudaginn 22. desember kl. 13.00. Fyrir hönd barna hennar og annara vandamanna, Helga H. Friðriksdóttir, Ólafur Gunnarsson. ✝ Viggó Einars-son fæddist í Reykjavík 21. októ- ber 1928. Hann lést á LSH í Fossvogi 8. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Magnea Sig- urðardóttir, f. 11. júní 1905 á Hjalt- eyri, d. 25. mars 1989, og Einar Bjarnason, f. 4. apr- íl 1907 á Þingeyri, d. 3. nóv. 1990. Syst- ir Viggós er Hrafn- hildur, f. 23. október 1925. Hálf- systur Viggós samfeðra eru Sigrún, f. 9. október 1942, og Álf- heiður, f. 28. maí 1945. Hinn 7. október 1950 kvæntist Viggó Sigurbjörgu Hjálmarsdótt- ur, f. 2. apríl 1923 í Vestmanna- Guðmundsson, f. 13. júní 1952, synir hennar og Jóns Ásgeirs Hreinssonar eru: Viggó Örn, f. 10. jan. 1976, sambýliskona er Selma Hafliðadóttir, f. 6. mars 1977, dóttir þeirra er Erna Ingibjörg, f. 3. mars 2005; og Björn Elíeser Jónsson, f. 29. des. 1982. Sonur Kristjáns er Davíð Rafn, f. 1. apríl 1982. 4) Helen, f. 19. ágúst 1963, maki Þórarinn Þórarinsson, f. 29. sept. 1967. Börn þeirra eru: Krist- jana Björg, f. 11. feb. 1990, og Hjálmar, f. 7. des. 1991. Lengst af bjuggu Viggó og Sig- urbjörg í Hvassaleiti 14. Árið 1946 fór Viggó til flugvirkjanáms í Kaliforníu í Bandaríkjunum. Hann starfaði sem flugvirki hjá Loftleiðum frá 1945–1952, 1952 hjá Flugfélagi Ís- lands, síðan Flugleiðum til ársins 1995 þegar hann fór á eftirlaun. Hann var einn af stofnendum Flugvirkjafélags Íslands og starf- aði mikið í þágu þess félags. Útför Viggós verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. eyjum. Börn þeirra eru: 1) Hjálmar, f. 8. des. 1950, maki Ragnheiður Her- mannsdóttir, f. 17. júní 1938. Börn hennar: A) Guðrún Geirsdóttir, f. 22. nóv. 1957, sambýlis- maður Hannes Ólafs- son. B) Ragnar Torfi Geirsson, f. 14. júlí 1960, maki Halla Jó- hannsdóttir. C) Ás- geir Ólafsson, f. 7. júlí 1965, sambýlis- kona Friðrika Auðunsdóttir. D) Hildur Ólafsdóttir, f. 30. apríl 1968, sambýlismaður Magnús Helgason. 2) Magnea, f. 9. feb. 1952, maki Kenneth D. Morgan, f. 20. mars 1943. 3) Erna Margrét, f. 27. sept. 1957, maki Kristján Þ. Í dag kveð ég tengdaföður minn og kæran vin, Viggó Einarsson. Þegar við Hjálmar kynntumst fyrir 25 árum eignaðist ég ekki aðeins góðan mann, ég eignaðist líka ynd- islega tengdaforeldra og mágkon- ur. Viggó var hógvær maður og frekar hlédrægur. Hann hafði góða kímnigáfu og gat verið stríðinn ef þannig lá á honum. Viggó var afar fróður og vel lesinn, eyddi flestum frístundum sínum í lestur og fylgd- ist vel með málefnum líðandi stundar. Hann hafði ákveðnar póli- tískar skoðanir og fylgdi Sjálfstæð- isflokknum alla tíð. Það var ekki til annar flokkur. Viggó og Lilla bjuggu lengst af í Hvassaleiti 14. Þau fluttu þangað árið 1960 og voru frumbyggjar í hverfinu. Hvassaleiti 14 var fjöl- skyldublokk því þrjár systur Lillu keyptu sér einnig íbúðir í stiga- ganginum. Það var stór hópur systkinabarna sem ólst upp saman og urðu náin. Lilla og systur henn- ar eru mjög samrýndar og haldin eru ættarmót Vegamótasystra á hverju ári. Foreldrar Viggós, Magnea og Einar, skildu þegar Viggó var á unglingsaldri. Viggó ólst upp með móður sinni og Hrafnhildi systur sinni, en milli þeirra systkina hefur ætíð verið mikill kærleikur enda áttu þau margt sameiginlegt, t.d. unnu þau lengi á sama vinnustað. Magnea giftist síðar Hannesi Frið- steinssyni skipstjóra, en hann var ekkjumaður. Hannes reyndist Viggó alla tíð mjög vel. Einar gift- ist síðar Arndísi Einarsdóttur hjúkrunarkonu. Þau eignuðust tvær dætur. Ég var svo heppin að kynnast foreldrum Viggós síðustu árin sem þau lifðu, en Arndísi hafði ég þekkt frá því ég var í Kvennó, en þar kenndi hún mér heilsufræði. Síðustu ár hafa afkomendur Viggós og Hrafnhildar hist á hverju vori og eru það afar ánægjulegar sam- verustundir. Það var gott að heimsækja Viggó og Lillu. Yfirleitt var hús- bóndinn inni í stofu að lesa góða bók eða útlensk fræðirit, en Lilla að sinna heimilisstörfunum. Þau voru gift í 55 ár og gátu ekki hvort án annars verið. Þau voru samstiga um alla hluti nema einn. Það var ágreiningsmál frá því ég kynntist þeim hvenær skyldi bera fram kvöldmatinn. Viggó vildi borða stundvíslega klukkan 6, en Lilla vildi hafa þetta eftir hendinni, ein- hvern tíma á milli 7 og 9 og við það sat. Það voru fastar reglur á heim- ilinu. Viggó sá um rekstur heimilis- ins, en Lilla um heimilisstörfin. Hann átti nokkra staði á heimilinu sem hann sá um sjálfur, t.d. skrif- borðið sitt og vínskápinn, og ef þar voru óþarfa hlutir var þeim hljóð- lega ýtt yfir á yfirráðasvæði frúar- innar sem síðan gekk frá þeim á sinn stað. Eitt sinn litum við Hjálmar óvænt í heimsókn og var Lilla ekki heima. Viggó kímdi stríðnislega og sagði: „Ég get því miður ekki boðið ykkur upp á hressingu því ég veit ekki hvar hún Lilla geymir kaffið.“ Eins og oft er með vel gefna og sjarmerandi kvennamenn hafði Viggó gott lag á að láta kvenfólkið stjana við sig. Má segja að þrír ættliðir kvenna hafi snúist í kring- um hann á allan hátt, fyrst móðir hans, síðan Lilla og ekki síst dæt- urnar þrjár, enda var reglulega gaman að dekra við hann Viggó, hann kunni svo sannarlega að njóta þess. Viggó og Lilla ferðuðust mikið erlendis, bæði vegna starfa hans og sér til ánægju. Magnea elsta dóttir þeirra hefur verið búsett í Danmörku og síðar Bandaríkjun- um frá unga aldri og heimsóttu þau hana reglulega meðan heilsa þeirra leyfði. Viggó hafði sérstak- lega gaman af að ferðast til Banda- ríkjanna enda stundaði hann þar flugvirkjanám á eftirstríðsárunum og heillaðist af landi og þjóð. Mörg minningabrot koma upp í hugann. Fjölskyldan öll saman á góðri stundu í Hvassaleitinu í ár- legri lundaveislu; saman að gera soðið brauð eða baka góðu brúnu lagtertuna hennar Lillu fyrir jólin; komið óvænt í heimsókn og átt saman notalega stund með Viggó yfir glasi af góðu whisky, – hann kunni svo sannarlega að njóta augnabliksins. Þá minnist ég og fjölskylda mín með gleði allra þeirra stunda sem þau hafa heim- sótt okkur við hin ýmsu tækifæri. Við Hjálmar ferðuðumst töluvert með Viggó og Lillu innanlands. Hríseyjarferð fyrir rúmum tíu ár- um er ofarlega í minningunni. Frændi Hjálmars lánaði okkur húsið sitt í vikutíma og buðum við þeim að dvelja þar með okkur. Það er sól og gleði í minningunni um þessa ferð. Þá var einnig oft farið í sumarbústaðaferðir vítt og breitt um landið. Í þeim ferðum var á kvöldin farið í Trivial Pursuit. Ekki vildi Viggó taka þátt í spila- mennskunni, en fylgdist þó grannt með, hafði gaman af þegar við stóðum á gati, því oftast vissi hann öll svörin. Haustið 2001 fór fjölskyldan saman til Toskana á Ítalíu. Tilefnið var 50 ára brúðkaupsafmæli Vig- gós og Lillu. Þetta var yndisleg ferð. Leigt var stórt gamalt hús með mörgum svefnherbergjum og nutum við þess að vera öll saman. Þetta var ein síðasta utanlandsferð þeirra hjóna, Viggó hafði þá nýlega gengist undir mikla krabbameins- aðgerð og má segja að á þessum tíma hafi alvarleg veikindi hans byrjað. Á sama tíma greindist Lilla með Alzheimer. Eftir að heilsu þeirra hjóna tók að hraka fóru þau í mat til hvers barns síns einu sinni í viku. Síðustu þrjú árin hafa þau verið hjá okkur Hjálmari á mánudagskvöldum okk- ur til mikillar ánægju. Við höfðum fasta siði, Hjálmar sótti þau snemma. Boðið upp á einn drykk fyrir mat og einn á eftir, maturinn í fyrra fallinu fyrir Viggó og farið heim kl. 10. Stundum var fleirum úr fjölskyldunni boðið með til þess að njóta samvistanna við þau ágætu hjón. Nú finnst okkur ákaf- lega tómlegt á mánudagskvöldum. Ein fallegasta minningin sem ég á um Viggó er síðan í vor, en þá hélt hann undir skírn fyrsta lang- afabarninu sínu, henni Ernu Ingi- björgu. Hann var þá orðinn fár- sjúkur, en gleði og hamingja skein úr augum hans. Viggó var afar stoltur fjölskyldufaðir, hreykinn af stráknum sínum og stelpunum þremur og ekki síður barnabörn- unum fjórum. Yndislegri eiginkonu en hana Lillu, sem lifði fyrir mann- inn sinn, gat hann ekki átt, enda kunni hann að meta hana að verð- leikum. Viggó kvaddi þetta líf að morgni 8. des. á 55 ára afmæli Hjálmars sonar síns. Það minnir okkur á hvað stutt er milli gleði og sorgar. Ég og fjölskylda mín kveðjum Viggó Einarsson með virðingu og þakklæti. Blessuð sé minning hans. Ragnheiður Hermannsdóttir og fjölskylda. Leiðir okkar lágu saman þegar ég kynntist dóttur hans, Ernu, árið 1996 og var ég varla búinn að kynna mig þegar ég var tekinn með til Ameríku í þriggja vikna ferðalag. Bjuggum við hjá dóttur hans sem búið hefur þar í áratugi. Þar kynntumst við hvor öðrum mjög vel og vissi ég hvern mann Viggó hafði að geyma eftir það ferðalag. Hann var mjög traustur, áreiðanlegur og stundvís með ein- dæmum. Man ég sérstaklega eftir því þegar hann átti að sækja mig kl. 2 í vinnuna. Hjónin voru mætt í verslunina kl. 1.30 og biðu sallaró- leg eftir að ég lyki starfi mínu kl. 2. Viggó var flugvirki að mennt og ferðaðist því mjög mikið. Þótti mér því mikið til koma ef ég nefndi ein- hvern stað sem hann hafði ekki heimsótt. Ferðalög voru því tíð og minnist ég ferðar sem fjölskyldan fór í til Ítalíu árið 2001. Leigðum við hús í Toscana-héraði og þar fannst mér Viggó njóta sín vel. Það var ótrú- legt, eftir tvær hjartaaðgerðir, hvað hann lét sig hafa það að ganga upp snarbrattar brekkur upp í smábæina á hæðunum, þótt erfitt væri. Seinna á þessu ári fór hann að finna fyrir óþægindum, sem að lok- um höfðu betur. Á þessum tíma lærði ég að meta það hvað fjöl- skyldan hefur mikið gildi fyrir mann, þegar síga fer á seinni hlut- ann og brestir fara að gera vart við sig. Viggó var mjög heppinn hvað það varðar. Viggó minn, hvíl í friði. Kristján Þ. Guðmundsson. Hvassaleitið, þar sem amma og afi bjuggu, var góður staður. Í mörg ár var það mitt annað heimili og þar var gott að vera. Ég var í skóla skammt frá en bjó oftast ein- hvers staðar allt annars staðar í bænum. Ég gekk um með lykla um háls- inn og þeir gengu að Hvassaleitinu, ekki að dyrunum heima. Eins og góðra hjóna er siður höfðu þau skipt íbúðinni á milli sín og á því ríkti ósögð en skýr regla. Afi átti stofuna og ljósbrúnan sófa þar sem hann las Moggann og hraut vært til skiptis. Þar var líka spiluð kántrítónlistin sem honum féll vel í geð. Hann gerði sér hins vegar grein fyrir að hann var einn um það og var því ekki að ergja neinn með því. Hún var spiluð lágt og helst þegar engir gestir voru. Restina af íbúðinni átti amma. Afi var rólyndur maður og lá rómurinn lágt. Þó að ég hafi eytt löngum stundum í Hvassaleitinu sá ég hann aldrei æsa sig yfir nokkr- um hlut. Hann missti hins vegar aldrei af fréttatíma og fussaði yfir hverjum einasta framsóknarmanni og hverj- um einasta allaballa sem birtist á sjónvarpsskjánum í 30 ár. Þegar þau ósköp gerðust að fréttatíminn var færður til klukkan sjö nöldraði hann hljóðlega yfir því hvað það væri ómögulegt að mat- urinn væri alltaf tilbúinn rétt fyrir fréttir. En þá var orðið fullseint að breyta áratugalangri aðferðafræði í eldamennskunni. Hægt og hægt færðist kvöldmat- urinn úr eldhúsinu inn í sjónvarps- herbergið. En áfram var nöldrað örlítið, en hljóðlega. Honum fannst íþróttir leiðinleg- ar og tilgangslausar og stundaði líkamsrækt af þeirri ástæðu einni að læknirinn heimtaði það. Hann var líka óforbetranlegur sælkeri sem mér fannst ágætt þegar ég var yngri því ef það var ekki til hálfur snúður í eldhúsinu var örugglega til súkkulaði í stofuskápnum. Einhvern tímann hafði verið keypt grill sem var geymt úti á svölum. Ég minnist þess hins veg- ar ekki að hafa nokkurn tímann séð afa nálægt mat öðruvísi en hann væri annaðhvort í innkaupa- pokum eða kominn á borðið og amma mundi aldrei láta sér detta það í hug að matreiða á slíku tóli. Grillið var því óhreyft úti á svölum. Eða altani eins og það var kallað. Í eldhúsinu var appelsínugult kringlótt eldhúsborð. Þar áttu allir sitt sæti á matartímum, afi inni í horni við ofninn. Þarna var skrafað og pískrað og drukkin ósköpin öll af kaffi. Þetta var hlýlegt heimili þar sem fólki þótti vænt um hvort annað. Ofnarnir voru alltaf aðeins of heitir og gluggarnir í stofunni aldrei nógu vel opnir. Ég sakna þess oft. Það er erfitt að kveðja þá sem hafa spilað stórt hlutverk í lífi manns. Ég hafði ekki hugsað mér að kveðja afa alveg strax. Ég hefði viljað þekkja hann nafna minn lengur og að hann hefði séð dóttur mína verða eldri. Hann fylgdi mér alla ævi, gladdist þegar mér gekk vel og studdi mig í öllu sem ég gerði. Hann var góður og hlýr maður og hans verður sárt saknað. Viggó Örn Jónsson. Sem barn var ég oft í pössun hjá ömmu og afa, sat á gólfinu og kubbaði á meðan afi byrjaði að dotta yfir bókum og hljóðværar hrotur byrjuðu að óma frá honum. Fréttatíminn var mikilvægasti tími dagsins. Bæði var horft á fréttir á RÚV og stöð 2, þótt Rúv-fréttatím- inn væri settur ofar. Ég minnist hans helst að búa sig undir frímúrarafundi, uppáklæddur í kjólföt með pípuhattinn, er ég dáðist ætíð að, og sérdeilis flotta bindisnælu. Virðulegri mann fannst mér ekki hægt að finna. Afi átti einnig tvo forláta fjár- sjóði, vasaljós frá 7. áratugnum og gyllt stækkunargler. Þessar ger- semar var manni leyft að höndla og leika sér með en ætíð fór ég með þær líkt og um kristal væri að ræða. Nú er þó svo komið að þessi mæti maður er ekki meðal vor lengur. Hann lifði fulla ævi, heim- sótti nær öll lönd þessa heims, mörg sem þótti tiltökumál að fara til á sínum tíma, og átti marga að. Ég kveð þig því, afi, og vona að þín hafi beðið jafn góðir heimar. Þinn dóttursonur Björn. Elsku afi. Takk fyrir allar góðu stundirnar okkar saman. Sérstaklega viljum við þakka þér fyrir hvað þú varst viljugur að skutla okkur út um alla borg. Það er svo margar fallegar minningar sem koma upp í huga okkar, t.d. súkkulaðiskeljarnar sem þú áttir alltaf uppi í skáp og við fengum að laumast í. Hvíl í friði, elsku afi. Þín barnabörn Kristjana Björg og Hjálmar. Í dag mánudaginn 19. desember kveð ég vin minn Viggó Einarsson flugvirkja. Við hjónin kynntumst Viggó og Lillu konu hans fyrir um 30 árum síðan og tókst með okkur mikil vinátta sem staðið hefur alla tíð síðan. Viggó var mikill fjöl- skyldufaðir og var honum mjög annt um fjölskyldu sína. Best leið honum þegar börnin, tengdabörn og barnabörn komu öll saman. Hann var einstaklega glettinn maður og hafði gaman af því að gera grín í góðra vina hópi. En kærleikanum gleymdi hann aldrei. Hann var góður vinur. Okkur lang- ar að þakka fyrir allar samveru- stundirnar og þá sérstaklega mörg eftirminnileg ferðalög. Saman ferð- uðumst við um Evrópu að sumri til og vetri. Við fórum um Mósel- og Rínardalinn, skoðuðum gamla kast- ala, fallegt landslag og allt sem nöfnum tjáir að nefna. Á þessum tíma þóttumst við Viggó sérfræð- ingar í vínsmökkun og evrópskum vínum. Þetta var yndislegur tími. Reyndar hafði Viggó gaman af því að gera grín að lélegu aksturslagi mínu og óheppni á hraðbrautunum. En við komumst alltaf á leiðar- enda. Eitt sinn þegar við vorum á leið að Rínarfossunum í Sviss villt- umst við með þeim afleiðingum að við komum inn í Sviss á röngum stað miðað við að koma frá Lux- emburg og litu landamæraverðirn- ir okkur hornauga. Ferðir okkar voru margar, en sérstaklega er okkur minnisstæð ferð til Banda- ríkjanna fyrir átta árum. Viggó og Lilla komu með okkur til að vera við útskrift dóttur okkur sem þar var við nám. Við ferðuðumst vítt og breitt um austurströnd Bandaríkj- anna og var sérstaklega ánægju- legt þegar Magnea dóttir þeirra hjóna kom og var með okkur í nokkra daga. Að endingu vottum við hjónin Lillu, Hjálmari, Magneu, Ernu, Helen og fjölskyldum þeirra dýpstu samúð og biðjum hinn hæsta höfuðsmið himins og jarðar að blessa þau um ókomin ár. Sigríður og Björn. VIGGÓ EINARSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.