Morgunblaðið - 19.12.2005, Síða 48

Morgunblaðið - 19.12.2005, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Sími 568 6625 ALTERNATORAR FYRIR BÁTA OG BÍLA FLÍSALAGNIR SÍMI 698 0111 GERT er ráð fyrir að taka í notkun 96 nýjar íbúðir fyrir stúdenta við Há- skóla Íslands við Lindargötu næsta haust, en þær full- nægja langt í frá þörfinni því á hverju hausti eru um 600 manns á biðlista eftir stúdentaíbúðum skólans. Leigueiningar stúdentagarða Fé- lagsstofnunar stúdenta eru 635 en eft- irspurn eftir íbúðum er mun meiri en framboðið, að sögn Stefáns Ragnars Hjálmarssonar, byggingatæknifræðings og starfsmanns bygginganefndar Fé- lagsstofnunar stúdenta, og Rebekku Sig- urðardóttur, upplýsingafulltrúa FS. „Við þurfum því að eiga 1.500–1.600 íbúðir til þess að ná þessu markmiði miðað við þá áætlun, sem Háskólinn hefur sett sér varðandi fjölgun stúdenta fram til ársins 2007,“ segja þau. | Fasteignablaðið Framboð stúd- entaíbúða langt undir þörfinni ALLS komu um 296 þúsund sjúkratryggðir sjúklingar á sein- asta ári til 344 sjálfstætt starfandi sérfræðilækna, sem voru í við- skiptum við Tryggingastofnun rík- isins. Einstakir sjúklingar eru taldir oftar en einu sinni fari þeir til fleiri en eins læknis. Leituðu sjúklingarnir alls í 481 þúsund skipti til sérfræðinganna á árinu 2004. Tíu árum fyrr, þ.e. á árinu 1994, var komutíðni sjúklinga til sérfræðilækna 397 þúsund skipti yfir árið. Aðsókn að þjónustu sjálf- stætt starfandi sérfræðilækna hafði þannig aukist um 84 þúsund komur eða 21,2% á einum áratug. Á sama tíma var 10% mannfjölgun á Íslandi. Þessar upplýsingar koma fram í nýútkomnum staðtöl- um Tryggingastofnunar ríkisins (TR) þar sem m.a. má finna yfirlit yfir sjúkratryggingar á seinasta ári. Útgjöld Tryggingastofnunar vegna kaupa á þjónustu klínískra sérfræðilækna á seinasta ári voru rúmlega 1,7 milljarðar króna og ef þjónusta rannsóknar- og röntgen- lækna er meðtalin var heildarupp- hæðin rúmlega 2,5 milljarðar. Útgjöld sjúklinga voru rúm- lega 1.100 milljónir í fyrra Áætluð útgjöld sjúklinganna vegna kaupa á sérfræðilæknaþjón- ustu var 1.133 milljónir króna á seinasta ári. Hefur læknisverkum fjölgað umtalsvert á undanförnum árum, þau voru tæplega 12,5 þúsund ein- ingar árið 1995 en hafði fjölgað í rúmar 20 þús. einingar í fyrra. Verulegar breytingar hafa orðið á komum sjúklinga til sjálfstætt starfandi sérfræðilækna á undan- förnum árum þegar litið er á ein- stakar sérgreinar. Komur sjúk- linga til barnalækna hafa nálega tvöfaldast á seinustu tíu árum. Þær voru rúmlega 23 þúsund á árinu 1994 samanborið við 41.500 í fyrra. Mikil fjölgun hefur einnig orðið á komum til geðlækna á sein- asta áratug. Skv. staðtölum TR komu sjúklingar í 26 þúsund skipti til sjálfstætt starfandi geðlækna á árinu 1994 en í fyrra var komu- fjöldinn tæplega 33.700. Komur til barna- og unglingageðlækna voru 3.372 í fyrra en þær voru helmingi færri á árinu 2000 eða 1.582 tals- ins. Einnig hefur aukist mikið að- sókn til lýtalækna á tímabilinu en árið 1995 voru svonefndar verkein- ingar vegna lýtalækninga 124 þús- und talsins. Á seinasta ári töldust þær 335 þúsund yfir allt árið. Yf- irlit TR leiðir í ljós umtalsverðan kynjamun þegar bornar eru saman komur til sjálfstætt starfandi sér- fræðilækna, skipt eftir hinum ýmsu sérgreinum. Konur leituðu þrefalt oftar en karlar til lýtalækna Þannig komu kvensjúklingar í rúmlega 20 þúsund skipti til geð- lækna á síðasta ári en karlar leit- uðu þangað hins vegar í tæp 13 þúsund skipti. Á hinn bóginn voru töluvert fleiri karlkynssjúklingar en konur sem leituðu til barna- og unglingageðlækna í fyrra. Komur karla voru 2.058 en kvenna 1.314. Konur leituðu í 36.430 skipti til lyf- lækna á seinasta ári en karlar í 28.220 tilvikum. Þá komu konur nær þrefalt oftar til lýtalækna en karlar eða í 5.679 skipti en karlar í 2.072 skipti. Ef litið er yfir allar sérgreinar var komufjöldi kvensjúklinga tæp- lega 282 þúsund talsins í fyrra en karla rúmlega 199 þúsund. 296 þúsund sjúklingar leituðu til sjálfstætt starfandi sérfræðinga í fyrra 84 þúsundum fleiri komur til sérfræðinga en fyrir áratug Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is *      ++ , - 677 897 8:7 887 8;7 877 <97 <:7 =>7 =>; =>8 =>: =>9 =77 =7; =78 FÓLK á öllum aldri notar frítíma sinn á aðventunni og fyrir áramót- in til að selja jólatré og flugelda í sjálfboðavinnu hjá björgunarsveit- unum. Í nýliðasveit á fyrsta ári hjá Flugbjörgunarsveit Reykjavíkur eru ellefu manns. Konur eru í meirihluta, eða 6 á móti 5 körlum, og flestir í hópnum eru komnir yfir þrítugt. Það eru því ekki bara ungir og harðir fjalla- strákar sem ljá sveitinni krafta sína eins og margur gæti ímyndað sér. Adela Halldórsdóttir er ein ný- liðanna, en hún er þriggja barna móðir. Hún segir mjög sérstakt að konur séu í meirihluta og er þetta aðeins í annað skipti sem það ger- ist síðan Flugbjörgunarsveitin tók að hleypa konum inn í starfið fyrir tíu árum. „Ég held að þeir hafi ekki haft trú á okkur,“ segir Adela. „Aðrar sveitir voru farnar að hleypa kon- um inn fyrr og það tókst mjög vel. Við erum ekkert síðri en þeir.“ Eiginmaður Adelu gekk í sveit- ina fyrir nokkrum árum og ung- lingurinn á heimilinu hjálpar til við jólatrjáasöluna. „Ég á þrjá stráka og fjölskyldan verður örugglega öll komin í þetta eftir nokkur ár,“ segir hún bros- andi. Óhefðbundin aðventa Jólaundirbúningurinn er aug- ljóslega nokkuð óhefðbundinn hjá sjálfboðaliðunum. „Þetta gengur fyrir og heimilið bíður bara,“ segir Adela, sem lætur jólabakstur alveg eiga sig þetta ár- ið. Sala á jólatrjám og flugeldum er helsta tekjulind björgunarsveit- anna, svo mikilvægt er að vel takist til. „Þetta er að fara af stað hjá okk- ur. Þetta hefur gengið vel hingað til en ég held að næsta vika verði mun sterkari í sölunni,“ segir Adela. „Þetta er rosalega skemmti- legt og jólaandinn er fyrst núna að koma yfir mig. Hér er frábær fé- lagsskapur og þetta er ofsalega gefandi. Mér finnst líka frábært að sjá að fólk er að koma aftur og aft- ur og styrkja okkur. Sumir eru að koma sjöunda árið í röð.“ Morgunblaðið/Kristinn Emil Már Einarsson, Kristján Friðrik Sigurðsson, Adela Halldórsdóttir, Ásgerður Einarsdóttir og Brynjólfur Wíum stóðu öll vaktina í gær. Líf og fjör í jólatrjáasölu Flugbjörgunarsveitarinnar Konur í meirihluta í nýliðasveit Eftir Hrund Þórsdóttur hrund@mbl.is ÞRÍR Skagfirðingar fóru á jeppa inn á Eyvindarstaðaheiði nú fyrir helgina að leita að geldri á sem skilin var eftir í fyrstu göngum í haust og hafði ekki skil- að sér. Þeim gekk vel að finna kindina en með henni var þá lítið lamb. Þegar ærin og lambið höfðu verið handsömuð kom í ljós leiðangursmönnnum til mikillar furðu að kindin hafði borið lambinu og giskuðu þeir á að það væri átta til tíu vikna gamalt. Var þá komin skýring á því hversvegna ærin var þunglamaleg og lat- ræk í smöluninni í haust. Snjólítið var á heiðinni og hafði ærin því ekki liðið skort og mjólkað afkvæmi sínu eðlilega. Það voru bændur á bænum Ytra-Vallholti í Skagafirði sem áttu kindina og fengu með henni þessa óvæntu jólagjöf. Fengu haust- borið lamb af Ey- vindarstaðaheiði PÓLFARINN Gunnar Egilsson renndi í höfn í Patriot Hills á laugardagskvöld eftir 45 klst. og 35 mín. ferð frá suð- urpólnum. Patriot Hills var upphafs- punktur leiðangursins sem farinn var á sérútbúinni bifreið Gunnars og voru leið- angursmenn því mun fljótari til baka, en ferðin á pólinn tók 70 klukkustundir. Leiðin frá suðurpólnum til Patriot Hills er 1.170 km löng en Gunnar sat undir stýri rúmlega þúsund kílómetra og hvíld- ist ekki nema í um klukkustund. Bakaleiðin var talsvert auðveldari fyr- ir leiðangurinn enda var leiðin skráð í GPS-staðsetningartæki bílsins og hægt að fylgja förunum sem mynduðust á leið- inni á pólinn. Einnig var bíllinn talsvert léttari, því m.a. vantaði þá þrjá ferða- langa sem fengu flugfar til baka. Þá segir Arngrímur Hermannsson, fé- lagi Gunnars sem fylgst hefur með leið- angrinum, að Gunnar hafi viljað prófa hversu hratt væri hægt að fara leiðina. Gunnar bíður nú eftir flugi frá Patriot Hills en vonast er til að flugvél geti lent hjá þeim í dag. Ef af verður er flogið til Chile og svo til Íslands og eru góðir möguleikar á því að Gunnar komist heim í tæka tíð fyrir jólin. Pólfarinn Gunnar Egilsson á heimleið frá Suðurpólnum Hvíldist ekki nema í klukkustund ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.