Morgunblaðið - 19.12.2005, Side 6

Morgunblaðið - 19.12.2005, Side 6
6 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra ætlar að ræða það við rík- isstjórnina að komið verði á fót stýrihópi sem ætlað verði að kanna hvernig þurfi að undirbúa aðlögun landbúnaðarins að breytingum á ríkisstuðningi og tollavernd, og hvernig þeim breytingum verði háttað. Hann vill þó gera slíkar breytingar í samstarfi við aðrar þjóðir. Talsvert hefur verið rætt um styrkjakerfið í íslenskum landbún- aði undanfarið, í kjölfar könnunar á verði matvæla hér á landi saman- borið við nágrannaríkin. Einnig var rætt um tolla og stuðning við land- búnaðinn á fundi Heimsviðskipta- stofnunarinnar (WTO) í Hong Kong, og sagði Geir H. Haarde utanrík- isráðherra á fundinum að Ísland væri tilbúið til að draga úr tollum og styrkjum ef jafnvægi skuldbindinga verður viðunandi. Ekki einhliða breytingar „Bændur hafa verið að búa sig undir það í nýjum búvörusamning- um að þetta komi yfir þá,“ segir Guðni. Hann segir þó að hann sé því ekki fylgjandi að breytingar verði gerðar á tollum og ríkisstuðningi við landbúnaðinn hér á landi nema í kjölfar alþjóðasamninga sem krefj- ist slíkra breytinga. „Við erum þarna í 150 þjóða hópi, og eins og ut- anríkisráðherra sagði erum við til- búnir, ef aðrir ganga þann veg einnig.“ Guðni bendir enn fremur á að hátt verðlag á matvöru hér á landi snúi ekki eingöngu að háu verði á landbún- aðarvörum. Taka megi dæmi um innfluttar landbún- aðarvörur sem beri hér enga sér- staka tolla, en séu engu að síður 30– 40% dýrari hér á landi en í ná- grannalöndunum. „Hér er hærra verð á öllum svið- um og hefur verið. Ísland er dýrt land, velmegunarland. Eins og hjá öðrum ríkum þjóðum er verðlagið hátt og sjálfsagt launameðaltalið hærra en annars staðar og lífskjörin betri. Þetta snýr ekki að íslenskum landbúnaðarvörum eingöngu, það er alveg eins með brauðið, saltið, pip- arinn, appelsínu og Moggann,“ segir Guðni. „Hví hækkar varan svo í hafi?“ Hann segir verslunareigendur að einhverju leyti skýla sér bak við landbúnaðinn. „Þeir fagna alltaf þessari umræðu af því að það leggj- ast allir í það að tala bara um ís- lenskar landbúnaðarafurðir,“ segir Guðni, og bendir á hærra verð á inn- fluttum landbúnaðarvörum sem ekki bera tolla. „Stórmarkaðirnir og verslunarvaldið má spyrja sig; hví hækkar varan svo í hafi?“ Ráðherra vill stýrihóp til að undirbúa aðlögun að breyttum stuðningi við landbúnaðinn Tilbúnir að breyta ef aðrar þjóðir gera það líka Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is Guðni Ágústsson GEIR H. Haarde, utanríkisráðherra, segist fagna því, að tekist hafi að koma til móts við fátækustu ríki heims, og eftirgjöf Evrópusambands- ins á útflutningsbótum á landbúnað- arafurðum, í samkomulagi ráðherra- fundar Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, WTO, í Hong Kong í gær. Því miður hafi ekki tekist að ná heildarsam- komulagi frekar en vænst hafi verið en það þýði að færri atriði séu eftir til þess að klára á næsta ári, en þá fara fram Doha-viðræðurnar um frjáls- ræði í viðskiptum. „Þetta eru gríðarleg hagsmuna- átök, þar sem aðilar eru að reyna að passa hver sitt, fyrir hönd sérhags- munahópa í sínu landi. Hins vegar sýnist mér nú að það mikilvægasta sem kom út úr þessu sé samkomulag um að fella niður tolla og kvóta á framleiðsluvörum þeirra ríkja sem eru allra fátækust í heiminum,“ sagði Geir í samtali við fréttavef Morgun- blaðsins. Málinu lokið á næsta ári „Hvað varðar iðnvarning og fleira virðist vera samkomulag um að fara ákveðna leið sem virðist koma ágæt- lega út fyrir íslenska útflytjendur. Það sem límir þetta allt saman er hins vegar ekki komið og því verður að ljúka á næsta ári,“ segir Geir. Í lokayfirlýsingu ráðherrafundar- ins er kveðið á um að ríkari aðildar- lönd WTO afnemi útflutningsbætur með landbún- aðarafurðum fyrir árið 2013 og flýti fyrir afnámi ann- arra niður- greiðslna með landbúnaðarvör- um. Auðugri ríki verði að afnema allar útflutningsbætur á bómull á næsta ári og auka aðstoð sína við bændur. WTO-löndin ákváðu og að minnka til muna tolla á iðnaðarvörum sem og í viðskiptum með landbúnað- arvörur. Fátækustu löndin fá þó meira svigrúm til slíkra breytinga, en þau munu um 50 talsins. Geir segir þær ákvarðanir sem nú hafa verið teknar á fundi WTO ekki hafa svo mikil áhrif á Íslandi. „Við höfum opnað fyrir tollfrjálsan aðgang að flestum vörum þessara landa sem einhverju máli skipta hér á Íslandi. Við flytjum inn fullt af matvælum án gjalda og ýmsum vörum frá þessum löndum,“ segir Geir. Mótmæla ólíkum atriðum Varðandi hin miklu mótmæli, sem verið hafa vegna fundarins, segir Geir mótmælendur mótmæla ólíkum atrið- um. Sumir vilji meiri stuðning við landbúnað og aðrir minni stuðning við landbúnað. Hann hafi mest orðið var við kóreska bændur sem telji hags- munum sínum ógnað ef opnað verði fyrir innflutning á hrísgrjónamarkað í Kóreu. Komið til móts við fátæk- ustu ríkin á WTO-fundi Hefur ekki mikil áhrif á Íslandi, segir utanríkisráðherra Eftir Helga Snæ Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Geir H. Haarde Í TILEFNI af ákvörðun um bygg- ingu þjónustu- og menningar- miðstöðvar í Spönginni í Reykjavík buðu aðilar sem að starfseminni standa í gær til hátíðarhalda á fyr- irhugaðri byggingarlóð miðstöðv- arinnar. Hera Hallbera Björnsdóttir, frístundaráðgjafi í Miðgarði, segir að lengi hafi verið beðið eftir sam- þykki fyrir byggingu og að því hafi aðilarnir sem starfa munu saman í húsinu sem rís, viljað halda hátíð til að opinbera ákvörðunina og fagna henni. Hera segir að væntanlega hefjist hönnunarvinna við húsið strax eftir áramótin, en stefnt sé að því að hægt verði að hefja starfsemi þar eftir tvö ár. Aðilarnir sem um ræðir eru Mið- garður, sem er þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness, Graf- arvogskirkja, lögreglan í Reykjavík, hverfisráð Grafarvogs og Borg- arbókasafn Reykjavíkur. Undirrit- uðu þeir viljayfirlýsingu að sam- starfinu í gær, auk þess að marka sér land með kyndlum að sið land- námsmanna. Stefán Jón Hafstein, formaður hverfisráðs Grafarvogs, ávarpaði viðstadda og talaði um að atburðurinn væri táknrænn. Lýsti hann yfir mikilli ánægju með fyr- irhugaða byggingu. Unglingakór Grafarvogskirkju og nemendur í tónskóla Hörpunnar og tónlistarskóla Grafarvogs léku jóla- lög fyrir gesti, auk þess sem boðið var upp á heitt kakó og smákökur. Þá litu jólasveinar við á hátíðinni. Hefja landnám í Grafarvogi AÐ SÖGN þeirra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar og Péturs H. Blöndal, þingmanna Sjálfstæðisflokksins, þyrfti þróun í þá átt að fella niður tolla og vernd á landbúnaðar- afurðum hér á landi að ganga mun hraðar, enda komi markaðs- hindranir á Vesturlöndum ákaflega illa við fátækustu þjóðir heims. Guðlaugur Þór telur mikilvægt að farið verði út í vinnu við að skil- greina við- skiptastefnu okk- ar Íslendinga, hvert markmiðið með henni eigi að vera og hvað í okkar landbúnaði eigi að njóta verndar. Í kjölfar slíkrar vinnu væri hægt að lækka eða fella niður tolla á þeim svið- um sem ekki er ástæða til að vernda. Hann segir að hugs- anlega megi sjá rök með því að styðja áfram við sauðfjár- og nautgriparækt út frá menningarlegum og byggðatengd- um forsendum en á öðrum sviðum, þar sem slík rök séu ekki til staðar, eigi að falla frá tollavernd. Að sögn Guðlaugs er talsvert um það í dag að vörugjöld og tollar séu lögð á vörur án þess að það þjóni ákveðnum, skilgreindum mark- miðum. „Ég get ekki með neinu móti séð einhver rök fyrir því að him- inháir tollar og vörugjöld séu til dæmis á vörum eins og IPod. Ég veit ekki til þess að við séum að vernda neina innlenda framleiðslu með því.“ Stíga ákveðnar fram Pétur H. Blöndal segir að ef við Íslendingar værum að hugsa um hag fátækasta fólks í heiminum ættum við að stíga fram með mun ákveðnari hætti varðandi niðurfellingu á toll- um og stuðningi við innlenda fram- leiðslu, en gert hefur verið. Frjáls verslun er virkasta vopnið gegn ör- birgð og hungurdauða í heiminum. Hann segir ljóst að stóru blokkirnar í heiminum í dag, ESB og Bandarík- in, séu að loka inni ákveðin lífskjör með tollum og öðrum hindrunum. Þetta sjáist einnig hér á landi, t.d. með átökunum um starfsmannaleig- urnar og fleira. „Þetta hefur komið ákaflega illa við fátækustu þjóðir heims og almenning í þessum lönd- um,“ segir Pétur og bendir á að Ís- lendingar eigi ekki að láta sitt eftir liggja í þessum efnum. Þó stangist á tvenns konar sjón- armið varðandi þessi málefni, ann- ars vegar að styðja innlendan land- búnað og halda landinu í byggð og hins vegar spurningin hvort þessar aðgangshindranir séu besta leiðin til að vernda hag bænda. „Ég er ekki að segja að við eigum að gefa innflutning algjörlega frjáls- an í einu vetfangi en við ættum að stuðla að því að þessi viðskipti verði frjálsari. Ég held að það yrðu of miklar sviptingar að hætta öllum hindrunum á aðgangi landbún- aðarvara,“ segir Pétur. Þróunin í átt að minni vernd þarf að vera hraðari Guðlaugur Þór Þórðarson Pétur H. Blöndal ÖKUMAÐUR og þrír farþegar sluppu með skrekkinn þegar bíll þeirra hafnaði út í Fjarðará á Seyð- isfirði, eftir að ökumaður missti stjórn á bílnum innanbæjar. Að sögn lögreglu sluppu ökumaðurinn og tveir af farþegunum ómeiddir, en einn farþeganna, sem ekki var í bílbelti, kenndi sér einhvers meins og var fluttur til læknis. Bíllinn, sem er fjórhjóladrifinn fólksbíll, er mikið skemmdur eða ónýtur. Bíll í Fjarðará ÍSLENSKIR bændur eru tilbúnir til að ráðast í vinnu við endurskoðun á styrkjakerfi segir formaður Bændasamtaka Íslands (BÍ). Hann segir umræðuna á vettvangi Heims- viðskiptastofnunarinnar (WTO) benda til þess að þjóðríki muni hætta framleiðslutengdum stuðningi við bændur og taka þess í stað upp óframleiðslutengdan stuðning. „Það er ekkert um annað að ræða, en ég held að þetta geti líka leyst úr læðingi ákveðna framleiðslu- og hag- ræðingarhvata sem við þyrftum að huga að, ég útiloka það ekki,“ segir Haraldur Benediktsson, formaður BÍ. Hann bendir þó á að það kerfi sem notað sé í dag sé skilvirkt, hver króna skili sér til bænda, neytendum til hagsbóta. Haraldur segir að virðist sem sumir verslunarmenn noti bændur sem blóraböggla fyrir háu mat- vælaverði hér á landi, t.d. í kjölfar frétta af háu matvælaverði hér á landi samanborið við nágrannalönd- in, sem sagt var frá í vikunni. Hann segir ekki þýða að benda bara á bændur, enda séu einungis um 5-6% matvæla sem seld eru hér á landi ís- lensk búvara, og matvæli séu ekki nema um 16% af neyslu landsmanna. Það sé því fráleitt að bændur beri höfuðábyrgð á háu verðlagi matar. Bændur tilbúnir að endurskoða styrkjakerfi ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.