Morgunblaðið - 19.12.2005, Síða 44

Morgunblaðið - 19.12.2005, Síða 44
44 MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Ástin lífgar þig við. Stattu á þínu og láttu það vaða. KING KONG kl. 5 - 7 og 9 b.i. 12 ára Harry Potter og eldbikarinn kl. 6 og 9 b.i. 10 ára Ferðalag keisaramörgæsanna kl. 6 Green Street Hooligans kl. 8 og 10.15 b.i. 16 ára Noel kl. 6 og 8 Lord of War kl. 10 b.i. 16 ára Reese Witherspoon Mark Ruffalo FRÁ ÓSKARSVERÐ LAUNALEIKSTJÓRANUM PETER JACKSON E.P.Ó. / kvikmyndir.com **** **** S.U.S. / XFM 91,9 ***** V.J.V. / topp5.is **** S.V. / Mbl. **** A.B. / Blaðið **** Ó.H.T / RÁS 2 Ein af dásemdum bíó-kvölda er sú að þaðer hægt að leika þauaf fingrum fram, und- irbúningslaust. Bíófélagar voru á leið til Montpellier að njóta jólastemningarinnar og halda bíókvöldið hátíðlegt, þegar sú skyndiákvörðun var tekin að fara í bíó þar sem við vorum niður komin, í grennd við stóru verslunarmiðstöðina í Lattes, skammt undan Miðjarðarhafs- strönd og borgarmörkum Mont- pellier. Bíófélagar hefðu reyndar lent í ævintýrum ef þeir hefðu farið inn í borgina, því það kvöldið stóðu vínbændur í mótmælum og nokkrir handteknir. Sem minnir mig á það að ég hef gert víninu í kringum mig slök skil í þessum bíó- og snarlpistlum, en mjög mikið er um að vera í þró- un Pays d’ oc vína (samkvæmt Einari Thoroddsen) og það er einmitt þar sem við erum stödd. Þetta bíókvöldið var bíó eftir mat. Sú áætlun að borða í sviss- neska bjálkakofanum við hliðina á stórbíóinu við veginn fór út um þúfur, því þar var ekki búið að opna. Fyrir okkur varð dimmur og dulúðugur staður, bar veitingahús og klúbbur (ýmsar senur í bakherbergjum, ef einhver eru. Mjög þægilegar innréttingar og tilbreyting að hvíla sig í stórum hægindastól meðan borðað er. Er skemmst frá því að segja að klúbbur þessi var ótrúlega gestavænn, þjónusta fyrsta flokks, og mat- urinn óaðfinnanlegur – bara tími fyrir einn rétt reyndar, heilgrillaður smokkfiskur (seic- hes). Við vorum forvitin um til- tekna tegund af rauðvíni, Lan- cyre, frá Pic St. Loup, einu besta vínsvæði hér um slóðir, og það reyndist pottþétt fyrir smá- gutlara. Eftirrétturinn beið þangað til í bíóinu, tóbleróne, sem tókst að borða hljóðlítið undir auglýsing- unum, ásamt espressó úr pappa- bolla. En eftirleikurinn er að- eins erfiðari, að skrifa um nýju myndina hans Robertos Be- nigni, þess sem gerði Lífið er fallegt, víðfræga mynd, sem sögð er gráthlægileg, um út- rýmingarbúðir, séðar frá sjón- arhóli barns. Ég er hrædd um að Tígrisdýr og snjór muni ekki ná sömu út- breiðslu, en vel óhætt að mæla með henni, því hún geislar af upplífgandi afstöðu til lífsins – afstöðu skálds sem er tryllt af ást og eltir hina heittelskuðu til Bagdad vorra tíma, þar sem hann bjargar lífi hennar með þrautseigju, á eftirminnilegan og gráthlægilegan hátt. Mér þykir fengur að sjá þessa stríðs- hrjáðu borg sem sögusvið í bíó- mynd, ekki bara sem ópersónu- legan vígvöll úr fréttamyndum, og við erum minnt á þá katast- rófu sem Íraksstríðið er. Stjörnur myndarinnar erutveir höfuðsnillingar,Jean Reno, sem leikurhér skáld sem býr í Bagdad, og svo Tom Waits, sem leikur og syngur sjálfan sig. Engin bíóferð til þeirra gæti verið fýluferð. B í ó k v ö l d í P a r í s Tígrisdýr og snjór í Bagdad Eftir Steinunni Sigurðardóttur Roberto Benigni í hlutverki sínu í myndinni Tígrisdýr og snjór (La Tigre e la neve). SALA kvikmyndar Baltasars Kor- máks A Little Trip to Heaven hef- ur aukist eftir að myndin var valin inn á Sundance Kvikmyndahátíð- ina en í síðustu viku var gengið frá stórum dreifingarsamningi til Spánar og Portúgals og hefur myndin þar með verið seld til yfir 40 landa. Samningarnir sem gerðir hafa verið um myndina eru mun stærri og umfangsmeiri en áður hafa verið gerðir um íslenskar myndir. Sem dæmi má nefna að samning- urinn sem gerður var við Euroc- ine Films á Spáni felur í sér ákvæði um að myndin opni í a.m.k. 100 bíósölum og að tugum milljóna verði varið í kynningu og markaðssetningu hennar þar. Myndin hefur þegar selst til fjöl- margra Evrópulanda, allra Norð- urlandanna, til Mið-Austurlanda og Brasilíu. Auk þess standa samningaviðræður yfir við nokkra dreifingaraðila í Bandaríkjunum, Bretlandi og víðar. Þess má geta að myndin er sýnd í Premieres flokknum á Sundance hátíðinni, sem er mikill heiður fyrir leik- stjórann og myndina, því sam- kvæmt skilgreiningu á þeim flokki þá eru þar sýndar myndir, sem miklar vonir eru bundnar við og eftir leikstjóra sem þegar hafa skapað sér nafn. A Little Trip to Heaven verður frumsýnd hérlendis 26. desember næstkomandi. Baltasar Kormákur við tökur á myndinni ásamt leikaranum Forrest Whitaker. A Little Trip to Heaven seld til yfir fjörutíu landa FORSALA á þriggja kvikmynda sýn- ingarhátíð bandaríska kvikmynda- leikstjórans Quentins Tarantinos hefst í dag, mánudaginn 19. desem- ber, á netinu. Kvikmyndirnar verða sýndar þann 30. desember n.k. í Há- skólabíói en netforsalan fer fram á vefsíðunum www.icleandfilmfesti- val.is og www.midi.is. Almenn sala hefst þann 27. desember í verslunum Skífunnar, BT á Akureyri og Selfossi og einnig áfram á fyrrnefndum vef- síðum. Á hátíðinni verða sýndar þrjár kvikmyndir að vali Tarantino og mun hann kynna myndirnar og spjalla um þær við gesti. Sýningar hefjast kl. 21 og er búist við að þeim ljúki kl. 3 um nótt. Hvaða myndir Tarantino ætlar að sýna verður gert kunnugt í síðasta lagi 27. desember eða sama dag og al- menn miðasala hefst. Miðinn gildir á allar myndirnar og alla dagskrána en ekki er hægt að kaupa miða á ein- stakar myndir eða einstaka hluta dagskrárinnar. Miðaverð er 3.400 kr. auk 150 króna miðagjalds. Netsala á kvikmyndaveislu Tarantinos hefst í dag Quentin Tarantino

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.